Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Síða 27

Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Síða 27
Eyjafréttir / Miðvikudagur 19. desember 2012 27 ° ° Háfurinn kom hingað frá Fær - eyjum um 1865-70 og mun Árni Diðriksson hafa fengið þann fyrsta. Mönnum gekk hálfilla að venjast honum og læra að með - höndla hann svo að allt fram undir 1885 höfðu margir enn sínar gömlu aðferðir, grefilinn og holu - stungurnar. En fyrir aldamótin hefir þó háfurinn algjörlega útrýmt öðrum veiðitækjum og menn þá orðnir slyngir veiðimenn. Þá voru og þeir, sem gamlir voru þegar hann kom og voru vegna getuleysis síns og stirðleika, inni- lega á móti honum, farnir að sjá ágæti hans sem veiðiáhalds og hve miklu mannúðlegri meðferð fugl - inn hlaut í honum en með grefl - inum. Að sumum hafi gengið háfveiði illa, bendir þessi vísa Ólafs í Nýborg Magnússonar: Veiðin mín er voða smá, víst er það ei gaman. Til helvítis ég henda má, háf með öllu saman. Í Suðurey hefir þeim og ekki gengið vel ef dæma skal eftir vísu Sigurðar Sigurfinnssonar, hrepp- stjóra. Jón á Hrauni Einarsson var að henda lunda upp úr bátnum, sem sótt hafði til Suðureyinga og féll Jón í sjóinn. Þá sagði Sig- urður: Súrt er fyrir Satans börn, Suðurey að stunda. Í Ægisdjúp fór Axlar-Björn, eftir sínum lunda. Axlar-Björn mun benda til að Jón hafði aðra öxlina hærri en hina. En sem sagt, um aldamót, 1890, eru komnir til sögunnar ágætis háfsveiðimenn enda er aflinn í þá tíð orðinn mikill þó meiri yrði eftir aldamótin. Er þá legið við í öllum stærstu úteyj - unum, 4 til 5 vikur til lunda- og svartfuglaveiða og komust færri að en vildu. Það þótti góður fengur og björg í bú að fá fugl svo hundruðum skipti. Það þótti ekkert undravert þótt búandinn næði svo vel saman með fuglakjöt að ein eða tvær tunnur væru óétnar af saltfugli þegar nýmetið kom um sumarið. Þó var borðað mikið af fugli þar eð sauðfé var aldrei margt og þá ekki nema hjá bændunum svo teljandi sé. Fugla - kjöt var því mikið til aðalkjötmeti þurrabúðarmannsins og velflestra smærri bænda aðalbúdrýgindi. En nú er eitthvað annað uppi á teningnum hvað fuglakjöt og fyglinga snertir. Nú er tæpast hægt að fá 2-3 menn í stærstu eyjarnar þrjár og þykir ágætt ef einn vanur maður fer með tvo óvaninga og prýðilegt ef 2 vanir eru með einum óvaningi. Þeir eru svo í eyjum þessum 10-14 daga, lifa þar í vellystugheitum og praktugleika, hreinasta sport og bílífi, taka á móti skemmtiferðafólki flesta daga vikunnar í öllu mögulegu og ómögulegu ásigkomulagi, dansa, ralla og tralla við víf og vín alla nóttina, sofa svo eða liggja fyrir og hlusta á útvarp næsta dag, þunnir og þreyttir fram á eftir- miðdag. Og þó veiðast þetta 5 til 8 þúsund lundar yfir lundatímann eða 2 til 4 þúsund á hvert hálfs - mánaðar holl. Fæstir eru þar lengur en þá taka við aðrir 2-3 menn og eru 7 til 14 daga. Hvað haldið þið að veiðast mundi ef úteyjalifnaðarhættirnir væru nú sem fyrir 25-30 árum og farið væri í allar úteyjarnar, Heimaklett og Ystaklett með góðum veiði - mönnum? Það yrðu vissulega margir tugir þúsunda. Ekki fækkar lundanum hér, heldur vex við - koma hans svo að segja árlega svo ekki er því til að dreifa um afla- leysi manna, nei, heldur eru ástæðurnar þær að veiðimenn vantar tilfinnanlega og fyrrnefndir lifnaðarhættir viðlegumanna. Þó skal framtekið þessu til málsbóta að misjafnt er þetta og sums staðar ágætt viðlegulíferni á ýmsum tímum veiðitímabilsins. Vitanlega geta svo fyrirkomið aflaleysisár, sbr. 1943 og 1944 en ástæður til þess geta verið margar eins og t.d. kuldar, bleytutíð eða ætisleysi kringum Eyjar eins og 1942 er unginn lá í þúsundatali hungur- morða við holurnar. Nú skulu taldir veiðimenn úteyj - anna sem verið hafa á tímabilinu 1910 til 20 og sjáið þið þá hversu mannað var þá og getið borið saman við veiðimenn síðustu ára, t.d. 1930 fram á þennan dag. Sjáið þið ábyggilega muninn á afla - mögu leikum fyrr og nú. Einnig skal hér og minnst á fyrri ára meðalveiði og hinna síðari, skiptingu aflans o.fl. Kafli úr bókinni Eyjar og úteyjalíf :: Sýnishorn af lífinu í úteyjum :: Háfurinn kemur til sögunnar Hreinasta sport og bílífi Hér er kafli sem dr. Erpur Snær Hansen, líffræð - ingur las upp úr :: Þá var vandamálið hve lítið var veitt af lunda en Árni hafði sínar skýringar á því Kristinn R. Ólafsson las kafla úr bókinni í útgáfuveislu bókarinnar. Bæjarstjórnarfundur Almennur fundur verður haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 20. nóvember kl. 12:00 í fundarsal Ráðhússins. Útvarpað verður frá fundinum á ÚV FM 104,0. ........................................................................................................... Vestmannaeyjahöfn óskar eftir starfsmanni Vestmannaeyjahöfn óskar eftir starfsmanni í hafnar - vörslu og önnur tilfallandi störf. Starfið felst í hafnarvörslu, hafnarvernd, vigtun sjávarafla og öðrum störfum, tengdum hafnarstarfsemi. Um er að ræða vaktavinnu og eru laun samkvæmt kjarasamningi STAVEY og launanefndar sveitarfélaga. Skilyrði er að viðkomandi hafi bílpróf og þar sem starfið tengist hafn arvernd er nauðsynlegt að skila inn sakavottorði með umsókn. Æskilegt að umsækjandi hafi lokið skipstjórnar- eða vélstjórnarprófi. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Valgeirsson á skrifstofu Vestmannaeyjahafnar eða í síma 897-1513. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Vestmannaeyjahafnar í umslagi merktu: Vestmannaeyjahöfn Básaskersbryggju 900 Vestmannaeyjar v/hafnarstarfsmaður 2012 eða á netfangið: sveinn@vestmannaeyjar.is fyrir 8. janúar 2013. ........................................................................................................... Spennandi störf Störf í heimaþjónustu Vestmannaeyja – á dagvinnutíma og seinni partur einu sinni í viku. Starfsmenn vantar í heimaþjónustu sem felur í sér: - Aðstoð við almennt heimilishald - Aðstoð við persónulega umhirðu sem ekki telst heimahjúkrun - Félagslegan stuðning - Aðstoð við umönnun barna og ungmenna Umsækjandi þarf að hafa til að bera heiðarleika, snyrtimennsku, dugnað og góða samskiptahæfni. Störfin geta verið hlutastörf eða fullt starf. Félagsleg liðveisla – hlutastörf – sveigjanlegur vinnutími Óskum eftir starfsfólki í félagslega liðveislu fyrir börn og fullorðna. Félagsleg liðveisla felur í sér persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun. S.s. stuðning til að stunda íþróttir, fara á menningartengda viðburði og annað félagsstarf. Starfstími er aðallega síðari hluta dags, á kvöldin og/eða um helgar. Um er að ræða hlutastarf 12-16 tímar í mánuði sem getur hentað vel sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Umsóknarfrestur er til 31. des og má nálgast umsóknareyðublöð í þjónustuver Ráðhúss eða á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmanna - eyjabæjar (STAVEY) og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Hrefna Jónsdóttir á netfanginu hrefna@vest - mannaeyjar.is eða síma 488-2000 og Sigurleif Guðfinnsdóttir á netfanginu heimilishjalp@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-2607. Ráðhúsinu | 902 Vestmannaeyjum | kt. 690269-0159, sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyjar.is Vestmannaeyjabær Ættingjar og vinir. Bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum liðnu árin. Guðný og Leifur Ársælsson Gleðileg jól! Ég óska vinum mínum og ættingjum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka ykkur fyrir árin sem eru að baki. Biggi Sím

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.