Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Blaðsíða 29

Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Blaðsíða 29
° ° Eyjafréttir / Miðvikudagur 30. ágúst 2012 29 Hrefna Díana Viðarsdóttir, lauk BA-prófi í þjóð - fræði við Háskóla Íslands en loka - verkefni hennar var að fjalla um þrettándann. BA- ritgerð Hrefnu Díönu heitir „Maður bíður meira eftir þrettándanum en eftir jólunum!“ - Form, hlutverk og þróun þrettándans í Vest- mannaeyjum. Hrefna vann m.a. útvarpsefni úr efninu sem hún viðaði að sér í kringum þrett - ándahátíðina í Eyjum og verður innslaginu útvarpað mánudag - inn 7. janúar á Rás 1 klukkan 15:25 í þættinum Fólk og fræði. Eyjafréttir fengu leyfi til að birta valda kafla úr ritgerðinni. Blysför í höndum Týrara Á þrettándanum árið 1948 tóku nokkrir ungir Týrarar sig saman og lífguðu upp á þrettándann. Þeir færðu sig í þetta skipti yfir á Hána þar sem talið var auðveldara að fóta sig á þessum árstíma. Til að byrja með þá héldu blysfararnir upp á Molda með þrjá kræklótta lurka sem blys. Eftir að hafa gengið aðeins um Hána hentu þeir svo blysunum fram af nefinu þar. Blys- berunum fjölgaði svo smátt og smátt og þeir fóru að klæðast jóla - legri fötum eða rauð máluðum Hess- ian-striga. Loks fóru jólasveinarnir að hætta sér niður af fjallinu og fóru þeir þá um götur bæjarins, til aust - urs að Elliheimilinu við Urðaveg, með blysin við fögnuð bæjarbúa. Þeir hurfu svo fyrir björg austan við gamla Þurrkhúsið. Skátarnir voru greinilega með þeim í ráðum í ein- hver ár. Þeir gengu á Helgafell sem fyrr en komu austan af Urðum. Ferð jólasveinanna niður af Hánni þróaðist loks í göngu um bæinn með blys og flugelda, og upp úr 1960 var kominn vilji í mannskap- inn að fleiri tækju þátt svo hægt væri að vera með álfadans, viki- vaka, söng og hljóðfæraleik. Tildrög þess drifkrafts má rekja til 40 ára afmælis Týs árið 1961 en þá fóru 40 blysberar upp á fjall og varð þá einnig aukning á nýliðum til að halda áfram þátttöku þó að jóla - svein arnir hafi haldið áfram að vera þrettán. Þessir 40 blysfarar mynd - uðu merki Týs uppi á Molda með blysum sínum en upp frá því var merki félagsins myndað með ljósum á hverju ári. Fleira nýtt, með gömlu ívafi, varð til á þessum tíma. Fyrsta tröllið varð til ásamt Grýlu og Leppalúða en gert er ráð fyrir að það hafi verið árið 1960. Tröllið var gert úr sjó- belg, stórum kassa utan af þvotta - efni, gömlum samfesting og gærum. Tröllið var svo látið draga á eftir sér hreppstjóra eða bónda. Það hafði einmitt verið rætt um það hvernig mætti auka á skemmtunina á þrettándanum og þá gerðist þetta. Eftir að tröllin hófu þátttöku sína þá þurfti ekki að bíða lengi eftir komu álfanna og púkanna. Samkórinn í Vestmannaeyjum var fenginn til að fara í hlutverk álf - anna, að öllum líkindum árið 1962 og sáu þeir þá um álfasöngva, þjóð- dansa og marseringar. Álfakóngur og drottn ing sáu um forsönginn þar sem þau sátu á vagni og jóla - sveinarnir og hinir álfarnir fylgdu eftir upp á völl. En upp á velli döns - uðu og sungu álfarnir í kringum brennuna á meðan lúðrasveitin spilaði undir. Einhvern tíma fyrir gos fór það svo að Samkórinn hætti þátttöku sinni og krakkar tóku við hlutverkunum. Eins og til að gæta að jafnvægi milli þess fallega og þess gróteska þá urðu einnig til púkar. Púkarnir komu fram á sjónarsviðið árið 1962 og voru þeir svartklæddir með hala og sótugir í framan. Lengi vel voru þetta strákar úr leikfimi og þóttu setja mjög skemmtilegan svip á há - tíðina þar sem þeir voru vel þjálf - aðir í fimleikum. Viðvera púk anna á íþrótta vellinum við Löngu lág hefur þó verið stopul í seinni tíð. Þó að púkarnir hafi ekki alltaf látið sjá sig þá hefur viðvera jólasvein - anna, álfanna og tröllanna, ásamt Grýlu og Leppalúða, verið árviss viðburður síðan á þessum árum, 1960-1962. Síðan hafa jólasvein - arnir gengið niður Hána með blys eftir að kveikt hefur verið á merki íþróttafélagsins uppi á Molda. Um það leyti sem jólasveinarnir hafa verið komnir niður þá hefur vagninn með tröll unum, ásamt Grýlu og Leppalúða, lagt af stað í skrúðgönguna. Skrúðgangan hefur svo lagt leið sína upp á íþrótta - völlinn við Löngulág þar sem kveikt hefur verið upp í brennu og á meðan hefur tónlist dunað meðan álfar, púkar, jólasveinar og tröll hafa arkað hring eftir hring á vell - inum og heilsað upp á og hrellt bæjarbúa. Flugeldum hefur svo verið skotið á loft og í framhaldi af því hafa allir haldið heim á leið. Undirbúningur Undirbúningur þrettándans hefst þegar nefndin kemur saman í byrjun desember en þá er hugað að undirbúningi og skipt niður verk - efnum. Nefndina skipa ein hverjir fulltrúar þátttakenda úr undirbún- ingshópum auk fram kvæmda stjóra ÍBV, en þátttakendur skiptast enn fremur í hópa eftir hlutverkum sínum. Í dag eru til hópar trölla, jólasveina, álfa, púka, skvettara og svo er auðvitað áður nefnt skot- gengi. Þessir hópar vinna allir að sínum undirbúningi á ólíkum stöðum og skipta sér lítið hver af öðrum, svipað og hópar nemenda í dimission menntaskóla. Þau sem skipa nefndina eru því, ef svo má segja, leiðandi í sínum hópi. Sá hópur, sem mestu athyglina fær alla jafna í skrúðgöngunni og við brennuna, er hópur trölla og því kaus ég að fylgjast að mestu með undirbúningi þeirra. Undirbúningur í tröllasmiðju Seinni part miðvikudagsins 4. janúar 2012, þegar flestir voru búnir í vinnu eða höfðu fengið leyfi frá vinnu, kom ég í hina svo kölluðu tröllasmiðju. Tröllasmiðjan er í þeim hluta bæjar ins sem mikið er um iðnaðarhúsnæði, sem jafnframt er oftar en ekki tengt útgerð. Tröllasmiðjan átti einmitt afdrep í Veiðarfæragerðinni hjá þeim Gauja Manga og Hallgrími Þórðarsyni. Þá umbreyttist almennur vinnustaður í hátíðarsvæði með því að þátttak- endur tröllasmiðju komu þar fyrir búningum sínum og leikur um. Þetta húsnæði er hins vegar aðeins geymsla fyrir það sem fylgir þrettándanum. Í tröllasmiðju eru tröllin og vagninn, sem leiðir skrúðgönguna, gerð klár. Á portinu fyrir framan húsið var verið að setja upp hliðar vagnsins en þegar inn var komið sá ég að upp við alla veggi voru hausar af tröllum og við hlið hvers hauss var númeraður strigapoki sem geymdi gærur, púða og festingar sem fylgdu því trölli. Þar var Ævar Þóris kominn, ásamt sínu fólki, að sortera tröllin, hausana og búning - ana, og huga að því hvort allt væri til staðar og hvað þyrfti að laga og endurbæta. Mér virðist sem gerð tröllanna hafi tekið einhverjum breytingum á síðustu 50 árum. Þau hafa stækkað og orðið létt ari. Fyrsta tröllið var gert úr sjóbelg, kassa og gærum. Síðar bættust við síldartunnur til að hækka þá, fyrst úr viði og svo úr plasti. Í dag eru þau oft úr stórum papparörum, frauðplasti og gærum. Gerð þeirra hefur þá ekki aðeins breyst heldur hefur þeim fjölgað gífurlega en þau voru kannski, að sögn Obba, átta þegar hann byrjaði árið 1975 en eru í dag áttatíu. Mis- vel hefur oft gengið að fá efni í tröllin og þá hafa menn stund um leitað heim til sín til að redda sér. Þannig eru til dæmi um að gardínur hafi verið teknar niður og nýttar og eitt sinn þegar gæruna vantaði þá var pels klipptur niður, við lítinn fögnuð frúarinnar, svo efniviðurinn er oft fjölbreyttur. Það eru þó til óskrifaðar reglur um hvernig tröll eiga að líta út en Obbi segir: „Þetta eru forynjur sko; þetta á að vera [myndar afar lágt stríðsöskur] ógeðslegt […]; þetta á allt að vera einhvern veginn svona ýkt allt saman sko […], stækkaðu nefið og eyrun um helming sko...“ Til að geta tekið þátt í tröllunum þarftu að vera orðinn svona 14-15 ára og til að koma inn í hópinn þarftu annað hvort að byrja sem aðstoðarmaður eða koma með þitt eigið tröll tilbúið: Nýliðar fara sem sagt út í kostnaðinn sjálfir til að sýna fram á skuldbindingu. En eins og bent var á hér að ofan þarf búningurinn að fylgja ákveðnum reglum. Eitt árið gerðist það að rétt fyrir hátíðahöldin kom einhver með tröll sem var Disn ey vera, eða Shrek. Hann var vel gerður en alls ekki í sömu ætt og þær forynjur sem þarna voru saman komnar. Honum var leyft að taka þátt fyrst hann var þarna kominn og búinn að leggja á sig vinnuna en næsta ár var hann beðinn um að breyta tröllinu allverulega. Þrátt fyrir reglurnar eru nýjungar: Ungu fólki í hóp tröllanna hefur fylgt sú nýjung að í heim yfirnáttúr- legra vera, er sækja til Eyja á þrett - ándanum, eru nú drekar og þar að auki hafa stafir, í ætt við stafi galdramanna eða illmenna, verið að aukast. Þessir nýliðar ólust upp við sögur af Harry Potter og Eragon svo drekar eru partur af þeirra yfirnátt - úrulega ævintýraheimi sem skilar sér svo inn í þessa sköpun þeirra. Stafirnir eru svo kannski vísun í Samantekt JÚLÍUS INGASON Eyjamenn eru stoltir af hátíðahöldunum sínum :: Kaflar úr BA-ritgerð Hrefnu Díönu Viðarsdóttur um þrettándann í Vestmannaeyjum Hrefna Díana Viðarsdóttir Tildrög þess drifkrafts má rekja til 40 ára afmælis Týs árið 1961 en þá fóru 40 blys- berar upp á fjall og varð þá einnig aukning á nýliðum til að halda áfram þátttöku þó að jólasvein arnir hafi haldið áfram að vera þrettán. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.