Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Blaðsíða 31
Eyjafréttir / Miðvikudagur 30. ágúst 2012 31
°
°
gamla galdramenn eins og Gandalf
úr Lord of the Rings og svo
Dumbledore úr Harry Potter bók -
unum. Stafirnir þjóna samt góðum
tilgangi en þeir auðvelda oft tröl-
lunum að standa í lappirnar þegar
hálkan og rokið er mikið uppi á
velli.
Eftirtektarvert er að í tröllasmiðj -
unni voru nær aðeins karlmenn
saman komnir, ungir sem aldnir.
Allir gengu þeir rösklega til verks
og þekktu sín hlutverk. Þrjár ungar
stúlkur, um það bil tólf til þrettán
ára, rétt skutust þarna inn til að
kíkja á lítil tröll sem þær ætluðu að
vera. Ég fékk þó að heyra af því að
þarna hefði verið stelpa sem hefði
verið tröll í einhver ár. Sama má
segja um flesta hópana, nema álfa -
hópinn, þetta eru að mestu karla -
veldi. Þegar ég kom og heimsótti
jólasveinana við þeirra undirbúning
kom einmitt fram að líklega hefði
aldrei nein kona komið þarna fyrr.
Undirbúningur
jólasveinanna
Jólasveinarnir, ásamt aðstoðar -
mönn um sínum, eru allt að 25
manns, allt karlmenn. Í gömlu
Steypustöðinni voru þeir allir
mættir til að gera blysin klár. Þar
unnu þeir eftir kerfi sem þeir virtust
standa klárir á og því gekk vinnan
hratt fyrir sig og menn göntuðust á
meðan.
Besta efnið, sem hægt er að nota í
blysin og í merki ÍBV uppi á
Molda, er vandfundið, en það er
reiðingur. Efnið er Eyjamönnum
mikilvægt til að hægt sé að láta eld
loga þetta kvöld, og þar sem efnið
er orðið sjaldgæft, þá hefur ýmis-
legt verið lagt á sig til að ná í það í
gegnum árin. Árið 1981 lögðu til
dæmis tveir menn á sig þriggja daga
ferðalag upp á land, að Odda á
Rangárvöllum, í byl og ófærð til að
rífa reiðing innan úr gömlu fjárhúsi.
Þegar ég heimsótti jólasveinana áttu
þeir eitt fiskikar af reiðingi. Þeir
höfðu þó áhyggjur af því að ekki
myndi haldast eldur í blys unum því
reiðingurinn hafði staðið úti í ein-
hvern tíma og hafði blotnað og
frosið.
Undirbúningur jólasveinahópsins
fólst í því að setja reiðing í dósirnar
sem átti að raða saman svo að nafn
ÍBV myndaðist upp á Molda þegar
kveikt væri í þeim. Þar að auki
tróðu þeir reiðingi í blysin, settu
vírnet yfir reiðinginn, splæstu það
fast og dýfðu svo í olíu. Allt gekk
þetta mjög hratt og örugglega fyrir
sig.
Tvær breytingar hafa helst orðið í
búðum jólasveinanna. Fyrst er að
nefna blysin en frá 1986 hafa þau
verið sérsmíðuð og heildstæð. Áður
hafði hvert blys verið mikið föndur
þar sem festa þurfti olíufötu, sem
hlutuð hafði verið í tvennt, á stöng.
Að öðru leyti er að nefna beltin,
sem eru í raun eins konar vesti, sem
menn klæða sig í og festa blysin í
að fram an. Þau eru nú úr leðri með
góðum stuðningi en voru áður úr
bandi og lögðust yfir hálsinn eins
og trefill sem þótti mjög óþægilegt.
En til gangur þessa útbúnaðar hefur
verið að létta á burðinum og veita
stuðning. Blysin sjálf eru um 20 kg
á þyngd. Það getur því tekið á að
bera þau niður fjallið, alla skrúð -
gönguna og til baka. En það var
mikil bylting frá því sem áður var
og létti heilmikið á burðinum.
Við undirbúning voru tveir ungir
peyjar, rétt undir fermingu, með
feðrum sínum. Þeir aðstoðuðu við
að troða í blysin og dósirnar sem og
að bera hvort tveggja upp á fjall.
Sumir þarna höfðu tekið við stöðu
jóla sveins af föður sínum, bróður
eða öðrum ættingja og voru
peyjarnir því í raun einnig verðandi
arftakar.
Undirbúningur flugeldanna
Annað sem þarf að undirbúa fyrir-
fram eru flugeldarnir. Kvöldið fyrir
þrettándann, fimmtudaginn 5.
janúar, fór ég og fylgdist með skot-
genginu gera flugeldana klára.
Þarna spjöll uðu menn og hlógu og
gengu hratt til verks vegna mikillar
reynslu en þeir voru með starfsaldur
frá 15 árum upp í 35 ár. Þeir
athöfnuðu sig í litlu rými á neðstu
hæð Týsheimilisins. Í þessu rými
voru öll rafmagnstæki strang lega
bönnuð vegna eldhættu. Púðurrykið
af flugeldunum sveimaði um allt
því verið var að taka bombur upp úr
kössum og endurraða og tengja
saman eins og best hentaði og hlaða
í hólka.
Í upphafi voru úreltir flugeldar af
flugvellinum, sem skylda var að
farga, gefnir Tý. Síðar áskotnuðust
Tý úreltir flugeldar frá Björgunar-
félaginu og Slökkviliðinu. Nú er
hins vegar hist viku fyrir þrettánd -
ann og flugeldar hreinlega pantaðir,
enda mikið lagt í flugeldasýninguna
í dag.
Undirbúningur
annara hópa
Ekki gafst mér færi á að heimsækja
aðra hópa við undirbúning sinn og
því leitaði ég í ritaðar heimildir um
verksvið þeirra. Á Bókasafni Vest-
mannaeyja var að finna Týsblöðin
og svo Þrettándablöðin en þessi
blöð hafa verið gefin út rétt fyrir
þrettánd ann. Þar segir að krakkarnir
sem fari með hlutverk álfanna
undirbúi sig með því að koma
saman og æfa dansa en þeir einir
dansa á hátíðinni. Þeir koma svo
saman fyrir hátíðina til að klæða sig
í litríkar skikkjur og hatta. Í dag eru
þetta alltaf krakkar en ekki alltaf á
sama aldursbili. Áður fyrr var það
fullorðið fólk sem fór með hlutverk
álfanna, bæði upp úr aldamótunum
þegar álfadansinn var aðalatriðið og
svo þegar álfarnir voru endurvaktir í
hátíðahöldum þrettánd ans í höndum
Týs.
Árið 2011 voru púkarnir með fim-
leikaæfingar á malarvellinum, hins
vegar var þá hvergi að finna árið
2012. Púkarnir hafa þó ekki alltaf
verið úr hópi fimleikakrakka, að
sögn Einars, og voru þetta oft ein-
hverjir strákar sem gerðu meira af
því að stríða en að skemmta:
„Þeir eru mest í að stríða jóla -
sveinunum og þetta var orðið
þannig […] þetta var ekki sko orðin
skemmtun fyrir okkur. Þetta var
eiginlega að verða hálfgerð plága
fyrir okkur því að þeir djöfluðust
mest í okkur sko […] sem var nú
bara, pain in the ass eins og maður
segir sko [hlær] því miður.“
Púkarnir voru lengi vel stórt atriði
á þrettándanum og þá segir frá að
þeir komu saman klukkustund fyrir
hátíðina til að festa á sig halann eða
skottið og sótuðu sig svo svarta í
framan með hituðum korktappa, en
þeir eru alltaf svartklæddir frá toppi
til táar. Það er ekki ólíklegt að
undirbúningur þeirra, sé enn með
svipuðu sniði.
Enn er ótalinn hópur manna sem
sjá um brennuna uppi á velli en þeir
eru oft kallaðir skvettarar. Auk þess
að skvetta olíu á eldinn uppi á
malar velli, til að halda brennunni
lifandi, þá sjá skvettarar einnig um
að dreifa olíueiningum á rétta staði
í bænum því þeir þurfa að gefa
blysunum skvettu þegar jólasvein -
arnir fara framhjá í skrúðgöngunni
og ein hverj ir þeirra fara einnig upp
á fjall með dósirnar í merki ÍBV.
Þeir sjá svo um að safna á brenn -
una, halda henni lifandi og eyða svo
ummerkjunum. Í hópi skvettara eru
menn sem hafa sinnt sínum fjöl -
þættu hlutverkum í tugi ára og verið
að mestu sami hópurinn í alllangan
tíma. Aldursforsetinn er með starfs -
aldur upp á 50 ár núna, en fyrstu 30
árin var hann jólasveinn ásamt
öðrum íhlaupaverkum.
Þeir eru alltaf nokkrir sem ganga í
fleiri en eitt starf þarna. Þegar ég til
dæmis heimsótti skotgengið sá ég
þar einn jólasvein og við brennuna
sá ég skvettara sem hafði verið við
undirbúning vagnsins og verið að
troða í dósirnar.
Undirbúningur á degi
hátíða haldanna
Þegar sjálfur þrettándinn rennur
upp, fer af stað mikið ferli við að
undirbúa sýninguna en milli 100 og
200 manns koma að hátíðahöld -
unum. Föstu daginn 6. janúar 2012,
á þrettánd anum, var tekin ákvörðun
um að halda hátíðahöldunum til
streitu þrátt fyrir nokkurt rok og
úrkomu með hléum. Veðrinu fylgir
alltaf ákveðið stress; hvort það
verði nógu gott svo flugeldarnir
sjáist, svo áhorfendur hætti sér út í
gönguna og tröllin geti staðið upp -
rétt á vellinum án þess að detta.
Margir viðmælenda minna deildu
frásögnum af því að veður hafi oft
verið vont og spáin tvísýn en þó
hafi verið tekin ákvörðun um að
láta slag standa. Skyndilega hafi
síðan létt til fyrir athöfnina, eins og
fyrir kraftaverk, en svo hafi veðrið
jafnvel rifið sig upp aftur með látum
þegar hátíðahöldunum var lokið.
Miserfitt getur verið að klæða sig í
tröllabúning. Fyrstir, eða kl.17,
voru þeir mættir sem áttu erfitt með
að koma sér í búninginn og þurftu
mikla hjálp. Suma þeirra þurfti að
sauma gærurnar utan á og aðrir
þurftu að láta óla tröllin föst við sig
vegna þess hve há þau voru í loft-
inu. Það getur verið vont að hafa
þungt tröllshöfuð hvílandi á
öxlunum og því þurfti oft að dúða
þá vel með púðum og svampi áður
en hausinn var settur á þá. Svo voru
þeir sem þurftu ekki mikinn tíma
við að koma sér í en voru komnir til
að aðstoða hina.
Í hliðarhúsi voru þeir sem áttu að
fara með hlutverk Grýlu og Leppa -
lúða en þangað gekk ég yfir um
kl.18. Þeir voru komnir þangað,
einn viðmælandi minn, Biggi
Gauja, sem fer með hlutverk Grýlu
og Heimir Hallgríms sem fer með
hlutverk Leppalúða. Þeir fóru yfir
pokana sína til að fullvissa sig um
hvort ekki væri allt til alls. Erill var
í kringum þá því þarna voru einnig
fleiri að taka sig til eins og tröllin,
sem sauma þurfti gærur utan um,
jólasveinarnir á vagni en þeir
tilheyra ekki hópi jólasveina heldur
taka þeir sig til með tröllunum og
„Litla Grýla“ og „Litli Leppi“ eins
og þau kallast.
Skemmtilegt var að fylgjast með
Grýlu og Leppalúða koma sér í
hlutverkin. Ævar varaði mig við því
að þessir prúðustu menn Eyja væru
„Þeir eru mest í að stríða jólasveinunum og
þetta var orðið þannig […] þetta var ekki
sko orðin skemmtun fyrir okkur. Þetta var
eiginlega að verða hálfgerð plága fyrir okkur
því að þeir djöfluðust mest í okkur sko […]
sem var nú bara, pain in the ass eins og
maður segir sko [hlær] því miður.“
”