Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Blaðsíða 8
° ° 8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. apríl 2014 Hluti af því að takast á við ábyrgð er að hafa kjark þegar reynir á erfiðu ákvarðanirnar. Ég hafði bæði í ræðu og riti rætt um að mikilvægt væri að stöðva kjaradeiluna um borð í Herjólfi og jafnvel að beita til þess lögum ef allt um þryti, eins og að lokum var gert. Ég fann það vel á sjálfum mér að þegar ég í enda dagsins stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun, var hún mér þungbærari en ég hafði gert mér í hugalund. Það er alvörumál að stíga inn í kjaradeilu þar sem réttur hvers og eins er að semja um launin sín. Í mínum huga var lagasetningin nauðsynleg á þessum tímapunkti og ég vék mér ekki undan þeirri ábyrgð. Í heimsókn minni til Eyja í síðustu viku bentu margir mér á að hugsanlega hafi verið gerð mistök í lagasetningunni að vísa deilunni ekki um leið í kjaradóm. Eftir að hafa hlustað á þau rök m.a. hjá skipsmönnum á Herjólfi þá tek ég undir þau sjónarmið sem þar komu fram og mun kynna mér betur og fara yfir það með ráðherra. Ég óskaði eftir að hitta trúnaðarmann og þá úr áhöfninni á Herjólfi sem vildu ræða málin við mig og heyra mína hlið málsins og ég þeirra hlið. Það var gott spjall í borðsalnum í Herjólfi þar sem við skýrðum málin hvorir fyrir öðrum í góðu og yfirveguðu spjalli. Eðlilega eru þau beygð eftir erfiða baráttu og ósanngjarna lagasetningu að þeirra dómi, en síðustu vikur hafa verið þeim þungbærar. Þau undruðust að ekki hafi verið settur kjaradómur á deiluna og hafa af því miklar áhyggjur að öll vopn hafi verið slegin úr þeirra höndum til að ná eðlilegum samningum. Áhyggjur þeirra eru skiljanlegar og ég tek undir þær. Í byrjun september þegar lögin falla úr gildi fer Herjólfur utan í slipp og áhöfnin hefur áhyggjur af því að lítill eða enginn þrýstingur sé á Eimskip að semja fyrir þann tíma. Ábyrgð Eimskipa og viðsemjenda áhafnarinnar er mikil og það er krafa allra að nú þegar verði hafist handa um að finna leiðir til sátta og landa samningum sem fyrst. Ég fékk greinargóða kynningu á kröfum þeirra og mun í framhaldinu kynna mér stöðuna enn betur og hvetja til samninga. Ég velti fyrir mér hvernig við getum komið í veg fyrir frekari kjaradeilur og skærur um borð í Herjólfi. Áhöfnin er undir álagi frá umhverfinu og erfitt þegar heilt samfélag er skert af þjónustu sem bitnar illilega á íbúunum og atvinnulífi enda skarast hags- munirnir. Það þarf að semja við áhöfnina á Herjólfi í heildar- samningi um borð. Þar sem fundin er út eðlilegur launamunur sam- kvæmt ábyrgð og stöðu og þannig tryggt að hvert félagið á fætur öðru geti ekki stöðvað skipið í lengri eða skemmri tíma sem getur gerst. Gerum allt til að koma í veg fyrir að kjaradeilur fari það langt að til verkfalls komi. Þar liggur ábyrgðin beggja vegna borðs og það er krafa samfélagsins í Eyjum að samnings- aðilar rísi undir þeirri ábyrgð sem þeir hafa tekist á hendur og semji um launakjör á Herjólfi sem eru í samræmi við kjör í sambærilegum störfum. Ábyrgð samningsaðila er mikil að ná samningum - Samningsaðilar í Herjólfsdeilunni verða að ná saman Könnun samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um stöðu húsnæðismála: Mikilvægt að stjórnvöld marki húsnæðisstefnu :: Mikil þörf á leiguhúsnæði á Suðurlandi :: 13 íbúðir í byggingu í Vestmannaeyjum Samtök sunnlenskra sveitar- félaga stóð fyrir könnun á meðal sveitarfélaga og lánastofnana um stöðu húsnæðismála á Suðurlandi. Í inngangi niður- staðna könnunarinnar kemur fram að eftir efnahagshrunið 2008 hafi margir íbúðaeigendur misst eignir sínar til lánastofn- ana. Hins vegar hafi atvinnulífið tekið við sér síðustu tvö til þrjú árin sem aftur hefur leitt af sér íbúðaskort. Ekki hafi verið hægt að bregðast við vandanum en lánastofnanir, sem margar hverjar eiga húsnæði, hafa verið hvattar til að leigja út auðar íbúðir í eigu þeirra og einnig hafa verið uppi hugmyndir um aðkomu sveitarfélaga að ný- byggingum. Í niðurstöðunum er borin saman staða sveitarfélaga á Suðurlandi og er samanburð- urinn um margt forvitnilegur. Í könnuninni var spurt um húsnæði í eigu sveitarfélaganna, íbúðir í byggingu, framboð á lóðum o.fl. Þá var könnuð afstaða þeirra til aðkomu að byggingu leiguíbúða og spurt um mat þeirra á húsnæðisþörf. Leitað var til lánastofnana um fjölda íbúða í þeirra eigu og um hlutfall auðra og leigðra íbúða. Vestmannaeyjabær með 58 íbúðir á sinni könnu Fyrst eru teknar saman eignir sveitarfélaga en þar skara stærstu sveitarfélögin, Árborg og Vest- mannaeyjar, nokkuð fram úr. Í Árborg eru 87 íbúðir í eigu sveitarfélagsins á meðan Vest- mannaeyjabær hefur 58 íbúðir á sinni könnu. Þá er borið saman leiguverð á fermetra í þessum íbúðum en leiguverð íbúða á fermetra í eigu sveitarfélaga á Suðurlandi er frá 35 til 1150 krónur en meðalverð er 835 krónur á fermetra á mánuði. Í Vestmanna- eyjum er talan aðeins hærri eða 943 kr. á fermetra á mánuði. Varðandi þörf á leiguhúsnæði, þá svöruðu 13 af 15 sveitarfélögum á Suðurlandi því þannig að þörf væri á auknu leiguhúsnæði. Vestmanna- eyjabær er þar á meðal en sveitar- félagið er neikvætt í að taka þátt í byggingu nýrra íbúða og telur jafnframt mesta þörf vera á 2ja og 3ja herbergja íbúðum. Fáir fá húsaleigubætur Þá vekur það athygli að tiltölulega fáir fá húsaleigubætur í Vest- mannaeyjum, miðað við annars staðar í landsfjórðungnum. Þannig fá 102 húsaleigubætur í Vest- mannaeyjum en 383 í Árborg. Í Ölfusi fá 87 húsaleigubætur og 93 á Hornafirði. Rétt er að taka fram að í mörgum tilfellum er um að ræða húsaleigubætur til námsmanna, búsettra í viðkomandi sveitarfélagi, sem eru í háskólum eða fram- haldsskólum annars staðar á landinu. Mest byggt í Árborg Alls eru 178 íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg og 292 lóðir tilbúnar undir byggingu. Þetta þýðir að þrjár af hverjum fjórum íbúðum, sem eru í byggingu á Suður landi, eru í Árborg. Í Vestmannaeyjum eru 13 íbúðir í byggingu og 55 lóðir tilbúnar en alls eru 226 íbúðir í byggingu á Suðurlandi og 553 lóðir tilbúnar. Þá var tekið fyrir húsnæði í eigu lánastofnana eftir sveitarfélögum. Í Vestmannaeyjum eiga lánastofnanir 18 íbúðir en athygli vekur að aðeins 4 þeirra eru í leigu. Langflestar íbúðir í eigu lánastofnana eru í Árborg, 218 talsins og 88 þeirra eru í leigu. Í Hveragerði eiga lánastofn- anir 66 íbúðir og 30 þeirra eru í leigu og í Ölfusi er staðan þannig að lánastofnanir eiga 57 íbúðir og 16 eru í leigu. Af þessu má sjá að lánastofnanir eiga fáar íbúðir í Vestmannaeyjum sé miðað við stærri sveitarfélög annars staðar í fjórðungnum. Veruleg þörf á leiguhúsnæði Helstu niðurstöður könnunarinnar eru teknar saman í lok skýrslunnar. Í fyrsta lagi er veruleg þörf fyrir leiguhúsnæði nánast alls staðar á Suðurlandi. Sveitarfélög hafa mismunandi afstöðu til aðkomu sveitarfélaga að byggingu íbúðar- húsnæðis. Fáar íbúðir eru í byggingu, nema þá helst í Árborg en nóg er af tilbúnum byggingar- lóðum. Þá standa um 250 íbúðir í eigu lánastofnana auðar og mikilvægt að selja þær eða koma þeim í leigu. Í síðasta lagi segir í skýrslunni að mikilvægt sé að stjórnvöld marki húsnæðisstefnu til framtíðar, þar sem m.a. væri brugðist við sértækum vanda landsbyggðarinnar sem lýsir sér í ósamræmi byggingarkostnaðar og markaðsvirðis húseigna. Fræðslu- og menningarráð :: Erindi for- eldrafélags Sóla: Ekki er hægt að verða við er- indinu Fræðslu- og menningarráð tók fyrir á fundi sínum í síðustu viku ósk Foreldrafélags Sóla um að fimm ára börn fái að halda áfram á Sóla. Í dag er fimm ára deild rekin í Víkinni í Hamars- skóla og er deild frá leikskól- anum Kirkjugerði. Fræðsluráð þakkaði Foreldrafé- laginu fyrir erindið og fagnaði ánægju foreldra með starfið í á Sóla. „Eftir að hafa skoðað málið vandlega kemur í ljós að ekki er hægt að verða við erindinu þar sem slík breyting myndi fela í sér fækkun leikskólaplássa. Það myndi orsaka seinkun á inntöku barna í leikskólana og væri það mikið óhagræði fyrir barnafjölskyldur,“ segir í fundargerð. Einnig telur fræðsluráðið fimm ára deildina við Víkina vera góða aðlögun fyrir börnin að grunnskóla- námi þar sem börnin kynnast húsnæði og starfi grunnskólans vel. „Málefni leikskóla eru, eins og önnur fræðslumál, í sífelldri endurskoðun og þróun hjá sveitar- félaginu. Ráðið þakkar jafnframt þann áhuga og metnað sem foreldrafélagið hefur sýnt með erindinu og óskar eftir áfram- haldandi samstarfi og samtali við félagið.“ Leikskólakynn- ingar: Málþroski og undirstöður lestrarnáms Á fundi fræðslu- og menningarráðs þann fyrsta apríl kynnti Svava Hafsteinsdóttir starfshætti leikskólans Kirkjugerðis og Víkurinnar varðandi málþroska og vinnu við undirstöður lestrarnáms. Fram kom í fyrirlestrinum að öll börn í fimm ára deild eru prófuð með stöðluðu málþroskaprófi, svokölluðu Hljóm prófi. Prófið gefur til kynna stöðu málþroska og fylgni við árangur í lestri í grunn- skólanum. Einnig er stuðst við Tákn með tali og myndrænt mál til að ná betur til barna sem eru með íslensku sem annað tungumál. Svava svaraði spurningum nefndarmanna og fræddi þá um starfshætti leikskólans varðandi málþroska barna. Ráðið þakkaði Svövu fyrir upp- lýsandi og áhugaverðan fyrirlestur. JúlÍuS G. InGaSon julius@eyjafrettir.is ásmundur friðriksson alþingismaður

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.