Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Blaðsíða 11
° ° 11Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. apríl 2014 Einsi kaldi opnar eftir breytingar :: Er bjartsýnn á sumarið :: Óttast ekki samkeppnina: Matur og hönnun sótt í náttúru Eyjanna :: Þrettándi matseðillinn á tveimur árum :: Góðir dómar fyrir mat og þjónustu :: Gott starfsfólk skilyrði fyrir árangri Það líður varla sú vika að ekki berist fréttir af nýjum veitinga- stað í Vestmannaeyjum og gætu þeir farið að nálgast 30 ef allt er talið með. Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari, kom eins og þruma inn í veitingarekstur í Eyjum þegar hann tók við eldhúsinu í Höllinni árið 2008. Þar hefur hann verið með dýrindisveislur, haldið úti öflugri veisluþjónustu og séð skóla- krökkum fyrir mat í nafni Einsa kalda. Fyrir tveimur árum opnaði hann veitingastaðinn Einsa kalda á Hótel Vestmanna- eyjum við Vestmannabrautina sem sló strax í gegn. Nú er að ljúka stækkun á hótelinu og notuðu Einar Björn og hans fólk tækifærið til að breyta staðnum og bæta. Opnaði hann að nýju á föstudaginn og voru viðtökur strax mjög góður. Það hljóta að vera forréttindi í blaðamennsku í ekki fjölmennari bæ en Vestmannaeyjar eru að taka í sömu vikunni viðtöl við menn sem með eldlegum áhuga sínum og sannfæringu ná að hrífa fólk með sér og hrinda hugmyndum í framkvæmd. Í miðopnu er viðtal við Frosta Gíslason, herra FabLab, og nú situr blaðamaður fyrir framan Einar Björn á veitingastaðnum hans. Hann er ekki mikið að velta fyrir sér hvað aðrir aðhafast, „En ég passa mig á að bera virðingu fyrir öðrum og vera heiðarlegur,“ segir Einar sem beinir kröftunum að eigin rekstri, hefur sannfæringu fyrir því sem hann er að gera. „Ég veit að lykillinn að því að allt gangi upp er gríðarlega mikil vinna og gott stafsfólk sem virðir aðra,“ segir Einar Björn. Sótt í náttúru Eyjanna Við lítum í kringum okkur og það verður segjast að breytingarnar eru allnokkrar. Barinn tekur minna pláss og komið er stórt kringlótt borð í suðvesturhornið þar sem gengið var inn áður. Það er strax við innganginn sem breytingarnar koma í ljós og tengjast þær stækkun hótelsins. Anddyrið er miklu stærra og bjartara og meira aðlaðandi fyrir hótelgesti og matargesti Einsa kalda. „Hér inni höfum við gert tals- verðar breytingar og sækjum í náttúru Vestmannaeyja eins og með matinn sem við bjóðum upp á,“ segir Einar Björn og bendir á barinn sem er klæddur vikri úr nýja hrauninu og vesturvegginn sem á að minna á gömlu góðu Eyjarnar. „Hann á að minna á gamla hraunið þar sem maður ólst upp. Ég fékk ekki að taka klettana með og varð því að láta nægja nokkrar hellur en þær ná að skapa réttu stemmning- una innan um mosann sem er grunnurinn.“ Á austurveggnum eru ryðgaðar stálplötur með bilum á milli sem lýst eru upp með rauðum ljósum. „Það segir kannski einhver að þarna séum við að stela hugmyndinni frá Eldheimum. Ég neita því ekki en þetta kemur skemmtilega út þegar dimma tekur og minnir á nýja hraunið og gosið 1973.“ Góðir dómar Það þarf meira en skemmtilegt umhverfi til að laða að gesti og þegar kemur að matseldinni og þjónustu við gesti er ekki slegið af á Einsa kalda. „Það var strax nóg að gera þegar við opnuðum á föstudag- inn og er fólk ánægt með breyting- arnar. Það sama á við um matinn. Við erum að fá góða dóma og erum númer tvö á Suðurlandi á Tripadvi- sor. Þar geta gestir gefið veitinga- stöðum og hótelum einkunn. Það eru margir sem taka hótelið og okkur saman þannig að ef fólk vissi að við erum ekki hluti af hótelinu er ég viss um að við myndum skora hærra.“ Þrettándi matseðillinn Þau byrja með nýjum matseðli sem er sá þrettándi síðan staðurinn var opnaður fyrir tveimur árum. „Við leggjum að sjálfsögðu áherslu á fiskinn okkar sem er nýr á hverjum degi. Það eru þorskhnakkar, humar, skötuselur, steinbítur og fleiri fisktegundir sem við kaupum samdægurs. Meira að segja förum við sjálfir niður á fiskmarkað og flökum ef með þarf. Við erum líka með flottar steikur og fleiri flotta rétti fyrir alla aldurshópa,“ segir Einar Björn sem er bjartsýnn á sumarið. Bjartsýnn á sumarið Stækkun á hótelinu mun hafa sitt að segja og þess vegna réðst hann í breytingarnar. „Það eru fjórir lærðir matreiðslumenn sem vinna hjá Einsa kalda. Ég er ekki mikið að pæla í samkeppninni, einbeiti mér að því sem við erum að gera. Það hefur dugað mér best og Eyjamenn hafa reynst mér vel. Sjálfur er ég Eyjapeyi og mín hugsun er að gera vel við Eyjamenn, allt annað er bónus. Það eru líka forréttindi að fá að vinna með orkuboltum eins og Magga og Öddu sem eru að stíga stórt skref í hótelrekstri í Vest- mannaeyjum með stækkun Hótels Vestmannaeyja og Dadda í Höllinni sem er að færa út kvíarnar með Háaloftinu í Höllinni ásamt Bigga Nielsen.“ Öflug áhöfn Það er til lítils að mokfiska ef ekki er öflug áhöfn til að taka við fiskinum og ganga frá honum. Sömu lögmál gilda í öllum rekstri og þar segist Einar Björn vera vel settur. „Þetta hefur verið að stækka og á síðasta ári voru 20 á launaskrá hjá mér. Ég legg mikið upp úr því að hér sé góður andi og tek sjálfan mig ekki alltof hátíðlega. Ég get alveg orðið snarbilaður í eldhúsinu og læt ekki trufla mig þegar ég er að búa til mat. Þess á milli er ég á léttu nótunum,“ segir Einar Björn sem að lokum minnist á sína heittelskuðu, Bryndísi Einarsdóttur, sem nær að halda honum á jörðinni. Bryndís hin heittelskaða „Við Bryndís eigum Einsa kalda og rekum hann saman. Þó ég sé meira áberandi verð ég stundum að hlusta á hana, annars myndi ég aldrei hægja á mér. Hún sá t.d. að miklu leyti um hönnunina hér. Hún hefur hæfileikann til að skapa notalegt umhverfi og þolinmæðina sem er ekki mín sterka hlið,“ segir Einar Björn hlæjandi og bætir við: „Þá má ekki gleyma honum Gunnari Heiðari Gunnarssyni sem hefur staðið í þessu með mér í mörg ár. Hann er frábær kokkur og leggur líf og sál í allt sem hann gerir, aldrei morgunfúll eins og sumir. Og sama má segja með allt mitt fólk. Jón Valgarð hennar Mörtu Gæsa fór á Grillmarkaðinn í vetur til Gulla vinar míns til að fá enn meiri reynslu fyrir sumarið. Hann mun verða mér innan handar á veitingastaðnum ásamt fleiri kokkum sem koma ferskir inn. Svo leggjum við einnig mikla áherslu á góða þjónustu og hef ég aldrei verið betur settur með þjónustufólk. Takk fyrir heimsóknina, Ómar minn og ég hlakka til að fá þig og Þorsteinu frænku í mat.“ Eyjapeyinn Frosti Jay Freeman, er sex ára ljúflingsstrákur sem greindist á vormánuðum 2013 með mjög sjaldgæfan erfðasjúk- dóm, Ataxia telangiectasia (AT). Frosti er sonur Eyjakonunnar Petru Fanneyjar Bragadóttur og David Freeman frá Ástralíu en Frosti á þrjú systkini og býr fjölskyldan í Reykjavík. Sjúk- dómurinn leggst meðal annars á taugakerfi og ónæmiskerfi og einkennist af vaxandi óstöðug- leika við hreyfingar sem leiðir til alvarlegrar færniskerðingar. Ekki er til lækning við sjúkdómnum, né hægt að hindra framgang hans og því beinist meðferð fyrst og fremst að því að auka lífsgæði Frosta. Stuðningsmenn Frosta og fjölskyldu standa að þessum styrktartónleikum í Fíladelfíu miðvikudaginn 16. apríl næstkomandi klukkan 20:00 með því markmiði að hjálpa fjölskyldunni að standa straum af þeim kostnaði sem fellur til út af veikindunum. „Okkur þætti virkilega vænt um að fá þig og þína til að koma, eiga með okkur notalega kvöldstund og hlusta á ljúfa tóna frá frábæru tónlistarfólki sem hefur lagt málefninu lið og á miklar þakkir skilið,“ segir í tilkynningu frá þeim sem standa að tónleikunum. Eins og áður sagði eru tónleikarnir í Fíladelfíu í Reykjavík 16. apríl og hefjast klukkan 20:00. Enginn verður svikinn af því að fara á tónleikana en þeir söngvarar sem koma fram á tónleikunum eru Stefán Hilmarsson, Páll Rósinkrans, Edgar Smári, Jóhanna Guðrún, Íris Lind og Eyjakonan Íris Guðmunds- dóttir. Miðaverð er 2.500 krónur í forsölu en 2.900 við inngang. Miðapantanir eru á concerto@ concerto.is. Þá er opinn styrktar- reikningur fjölskyldunnar: 1167-15- 200471 kt. 080776-4629. Styrktar- tónleikar fyrir dug- legan Eyjapeyja :: Frosti Jay, sonur Petru Fanneyjar er með ólæknandi erfðasjúkdóm :: Nokkrir fremstu tónlistarmenn landsins koma fram í Fíladelfíu á miðvikudaginn Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Það var strax nóg að gera þegar við opnuðum á föstu- daginn og er fólk ánægt með breyt- ingarnar. Það sama á við um matinn. Við erum að fá góða dóma og erum númer tvö á Suðurlandi á Tripadvisor. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.