Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Blaðsíða 19
° ° 19Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. apríl 2014 Eftirminnilegir tónleikar í Landakirkju: Karlmennska og þokkafullur kvenleiki slógu einn tón Það var notaleg stund í Landa- kirkju og Safnaðarheimilinu síðdegis á sunnudaginn þar sem Geir Jón Þórisson, baríton og Guðmundur Hafliði Guðjónsson, fyrrum kantor, buðu upp á tónleika þar sem hlutfallið var nokkuð jafnt á milli þess andlega og veraldlega. Þeir stóðu sig frábærlega og það á ekki síður við þær Sólveigu Unni Ragnarsdóttur, söngkonu og Védísi Guðmundsdóttur, flautuleikara sem nutu sín til fulls í samkrullinu við karlana. Það var vel til fundið hjá Geir Jóni og Guðmundi að rifja upp fyrstu kynni þeirra í tónlistinni árið 1974 þegar Geir Jón fluttist til Eyja. Fljótlega bankaði hann upp á í Landakirkju, vildi ganga í kórinn og Guðmundur tók honum fagnandi. Guðmundur sá fljótt söngvararefni í Geir Jóni sem byrjaði að koma fram sem einsöngvari, fór í söngnám og hefur ekki stoppað síðan. Guðmundur er mikill listamaður á orgel og píanó, Geir Jón er með mikla og stóra barítonrödd, Védís hefur ótrúlegt vald á flautunni og Sólveig er dásamleg söngkona. Líka einstakur túlkandi, sama hver tónlistin er, klassísk, kirkjuleg eða af léttara taginu. Þó tilefni tónleikanna væri 40 ára samstarf Geirs Jóns og Guðmundar höfðu þeir vit og þroska til að gefa konunum ungu og fallegu tækifæri á að vera ekki bara uppfylling, heldur fullgildir þátttakendur í tónleikunum. Útkoman varð skemmtilegir tónleikar og tilbrigði við vorkomuna. Aðsókn var í meðallagi og samanstóð af kjarna sem lætur sig sjaldan vanta þegar tónleikar eins og þessir eru í boði. Þar er Freyja Jónsdóttir í Nýlendu einn af föstu póstunum og nú eins og stundum áður skilur hún ekki fólk sem lætur slíka tónlistarveislu fram hjá sér fara. Og tónlistarveisla var það og byrjaði hún í kirkjunni þar sem listafólkið tókst á við karla eins Bach og Hayden. Í Safnaðarheimilinu var slegið á veraldlegri strengi en ekkert slegið af í listrænum kröfum. Þeir félagar hafa lengi haft dálæti á hinum gríska Theodorakis sem sló í gegn með tónlistinni í kvikmyndinni um Grikkjann Zorba. Þeir sem sáu Zorba gleyma ekki lokaatriðinu þar sem Grikkinn, frábærlega leikinn af Anthony Quinn, kennir Englend- ingnum pinnstífa, sem Alan Bates gerði góð skil, að dansa á ströndinni og undir hljómar lagið Sirtaki eftir Mikis Theodorakis. En karlinum hefur verið meira til lista lagt en að semja tónlistina við þessa stórkostlegu kvikmynd því á tónleikunum voru flutt sex ein- söngslög eftir karlinn sem Geir Jón og Sólveig Unnur komu til skila með glæsibrag. Grikkir eiga sinn Theodrakis og við eigum okkar Sigvalda Kalda- lóns. Lög hans hljómuðu í Safn- aðarheimilinu á sunnudaginn og Sólveig sýndi allar sýnar bestu hliðar sem túlkandi og söngkona í Betlikerlingunni sem Sigvaldi samdi við ljóð Gests Pálssonar. Karlmennskan geislaði af Geir Jóni í Suðurnesjamönnum og í Hamraborginni reis hann eins og klettur sem aldrei verður haggað. Védís átti svo lokalagið Cantate per Venezia, lauflétt lag eftir Fabio Germani sem Guðmundur faðir hennar þekkir frá því á námsár- unum í Róm. Snotur endir á flottum tónleikum þar sem allt listafólkið naut sín til fulls. Tónlistarmennirnir að afloknum eftirminnilegum tónleikum. Frá vinstri: Védís, Guðmundur, Sólveig Unnur og Geir Jón. Guðmundur er mikill listamaður á orgel og píanó Geir Jón er með mikla og stóra barítonrödd, Védís hefur ótrúlegt vald á flautunni og Sólveig er dásamleg söngkona. Fræðslu- og menningarráð :: Grunnskólinn 2014-2015: Heldur fleiri nem- endur Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs lagði fram tillögu að úthlutun vegna skólastarfs í Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir skólaárið 2014-2015 á síðasta fundi fræðslu- og menningarráðs. Fjöldi nemenda verður u.þ.b. 547 á næsta skólaári en er núna 542. Gert er ráð fyrir úthlutun sem gefur möguleika á þremur bekkjar- deildum í hverjum árgangi. Lagt er til að heildarfjöldi kennslustunda verði 1253 kennslustundir á viku. Til viðbótar er úthlutun til bóka- safnsstarfa samtals 55,4 dagvinnu- stundir á viku og 26 yfirvinnustund- ir vegna gæslu í frímínútum og hádegishléi. Fræðslu- og menningarráð samþykkti tillöguna. Orðsending frá framkvæmda- stjórn HSV: Ógreidd komu- og rann- sóknar- gjöld fyr- ir margar milljónir Á fundi framkvæmdastjórnar HSV í síðustu viku var farið yfir bókhalds- mál stofnunarinnar. Í tilkynningu frá stjórninni segir að sumir reikningarnir séu orðnir nokkurra ára gamlir og að þolinmæði margra fyrirtækja og einstaklinga hér í Vestmannaeyjum, sem og í Reykjavík, sé ótrúleg. „Hversu lengi hún heldur er erfitt að spá fyrir um. Á fundinum kom fram að 6 milljónir eru útistandandi í skuldum við stofnunina, í ógreiddum komugjöldum, rannsóknargjöldum, o.s.frv. fyrir síðustu 2-3 árin,“ segir í tilkynningunni. „Fyrir utan bráðatilfelli veit fólk oftast að það er að fara til læknis, í blóðprufu eða í myndgreiningu. Líkt og fólk veit að það er að fara til farandlækna sem koma hingað og einhverra hluta vegna lenda aldrei í því að reikningur sé skuldfærður? Hægt er að greiða reikninga í heimabanka eða alla virka daga hjá móttökuritara á 1. hæð (heilsu- gæslu). Einnig er hægt að semja um greiðslur hjá skrifstofu. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um komugjöld og önnur gjöld á www. sjukra.is.“ Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.