Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Blaðsíða 21
21
°
°
Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. apríl 2014
Ungt fólk til áhrifa
Framtíð samfélagsins veltur á
ungu fólki, um það þarf ekki að
deila. Í því er fólgin ábyrgð sem
ungt fólk má ekki víkja sér
undan. Þau verða því sem fyrst
að koma að mótun samfélags-
ins og láta að sér kveða. Vinna
sínum hugmyndum brautar-
gengi og berjast fyrir trú sinni og
áherslum. Til þess er hægt að
fara margar leiðir. Ein sú
áhrifaríkasta, nærtækasta og
skemmtilegasta er virk þátttaka
í stjórnmálastarfi.
Fyrir ungliða er það að velja sér
stjórnmálaflokk til að starfa með oft
vandasamt verk. Vilja hvers og eins
þarf að virða. Stefnurnar og
vinnubrögðin eru jafn ólíkar og
fólkið sjálft. Við teljum að Sjálf-
stæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum
sé besti kosturinn fyrir ungt fólk,
rétt eins og aðra Eyjamenn. Í
gegnum tíðina hefur flokkurinn sýnt
það að hann treystir ungu fólki til
áhrifa. Þessi vilji hefur nú enn og
aftur verið staðfestur með því að
sex einstaklingar á ungliðaaldri eru
á meðal þeirra fjórtán sem skipa
framboðslista flokksins fyrir
kosningarnar í vor.
Eyverjar eru félag ungra sjálf-
stæðismanna í Vestmannaeyjum.
Innan starfsins rúmast alls kyns
skoðanir og við þurfum ekki öll að
vera sammála alltaf heldur fögnum
við fjölbreytileikanum. Þegar líður
að sveitarstjórnarkosningum er tími
ungs fólks að sækja fram, með nýjar
og ferskar hugmyndir. Starfið er
galopið og hafir þú áhuga á því að
taka þátt, hvetjum við þig til þess að
setja þig í samband við aðra hvora
okkar eða aðra unga sjálfstæðis-
menn sem þú veist um.
Starf Eyverja hefur í gegnum
tíðina verið öflugt og hafa Eyverjar
tekið virkan þátt í starfi núverandi
meirihluta. Það samstarf hefur leitt
til markvissrar uppbyggingar í þeim
málaflokkum sem standa ungu fólki
nærri. Endurbætur á miðbænum
hafa hækkað þjónustustigið,
uppbygging í ferðaþjónustu hefur
skapað jarðveg fyrri fjöldann allan
af veitinga- og skemmtistöðum,
markviss uppbygging á íþróttaað-
stöðu er nú vettvangur öflugra
íþróttaakademía, gjaldfrjálst
aðgengi að sundlaug fyrir alla
bæjarbúa að 18 ára aldri er ríkur
liður í heilsueflingu, nýtt útisvistar-
svæði við sundlaugina er einstakt,
mikil uppbygging í kringum
aðstöðu til iðkunar menningar og
lista setur allt slíkt starf á æðra plan,
niðurgreiðsla á þjónustu dagmæðra
hefur verið aukin, þjónusta
leikskóla hefur verið bætt. Lengi
má áfram telja og merkin eru víða.
Tími góðra verka verður að halda
áfram.
Við teljum að reynslan hafi sýnt að
Sjálfstæðisflokkurinn sé besti
kosturinn fyrir ungt fólk og
Eyjamenn alla og hvetjum Eyja-
menn til að styðja við núverandi
meirihluta með atkvæði sínu í maí.
Leyndardómar Suðurlands:
Saga og súpa, ljósmyndir
og málverkasýning
:: Þátttöku Safnahúss í átakinu Leyndardómar Suður-
lands lauk á fimmtudaginn með þremur viðburðum.
Leyndardómar Suðurlands,
kynningarátak á Suðurlandi, fór
fram í síðustu viku. Safnahús
Vestmannaeyja var miðstöð
átaksins í Vestmannaeyjum en
þætti Eyjamanna lauk á fimmtu-
daginn með þremur viðburðum.
Sá fyrsti var hádegiserindi á
Byggðasafni, Sögusetri, undir
yfirskriftinni Saga og súpa. Milli 30
og 40 manns voru mættir til að
hlýða á Ásmund Friðriksson
þingmann. Helga Hallbergsdóttir
safnstjóri setti dagskrána og kvaðst
hafa beðið Ásmund um að spjalla
um möguleikana á því að gera
okkur sýnilegri fyrir ferða-
mennskunni í tilefni af hinu þarfa
átaki um leyndardóma Suðurlands.
Ásmundur kom vel undirbúinn til
fundar og flutti ákaflega skemmti-
legt og áhugavert erindi þar sem
hann m.a. ræddi um reynslu sína
sem bæjarstjóri í Garði við að efla
menningartengda ferðaþjónustu.
Hann notaði einnig tækifærið til að
hrósa því sem vel væri gert í
menningarlegu tilliti hér í Eyjum.
Blaðamanni þótti áhugavert að
heyra um heimsóknir listamanna
víða að úr heiminum í Garðinn og
óskandi að okkur tækist að bjóða
upp á slíkt enda náttúrufegurð
hvergi eins og hér.
Að loknu erindi Ásmundar urðu
sumir gestir eftir til að ræða við Ása
en aðrir héldu niður í Ingólfsstofu
til að taka þátt í hinum vikulega
ljósmyndadegi Safnahúss sem er á
fimmtudögum yfir vetrarmánuðina
kl. 13-16. Um 30 gestir byrjuðu á
því að horfa öðru sinni á kvikmynd
Sigurgeirs Jónassonar og skrifuðu
starfsmenn ljósmyndasafnsins niður
nöfn einstaklinganna sem bar fyrir á
myndinni, sannarlega þarft
verkefni. Að því loknu var haldið
áfram við að skrá nöfn einstaklinga
úr safni Óskars Björgvinssonar.
Kl. 16 var síðan opnuð sýning á
verkum Kristleifs Magnússonar í
Einarsstofu. Sýningin var liður í
átaki Listvina Safnahúss við að
draga fram Vestmannaeyinga sem
hafa verið þekktir í samfélaginu, en
stundað listsköpun í stopulum
frístundum. Kristleifur varð ekki
gamall maður, andaðist 1965,
aðeins 36 ára að aldri. Kári
Bjarnason, forstöðumaður safnsins,
þakkaði fjölskyldunni fyrir
samstarfið en flestir munirnir voru í
einkaeign. Kári sagði að verkefni á
borð við þetta gengi ekki nema
hinir nánustu legðu alúð sína í
verkefnið og það hefði sannarlega
verið til staðar í þessu tilviki.
Sýningin er einstaklega vel uppsett,
þarna er sveinsstykkið hans
Kristleifs, og það kemur úr
Byggðasafninu, látið hanga neðan
úr loftinu og smærri myndir og
teikningar þar á meðal á servéttur í
skápum. Á veggjum voru málverk
eftir Kristleif, skemmtilega fjöl-
breytt og vel gerð. Eitt málverkið
var á trönum. Það ber höfundarnafn
Kristleifs og sonar hans Magnúsar
sem lauk við verkið eftir að
Kristleifur hafði fallið frá áður en
honum auðnaðist að ljúka við það.
Sýningin ber þess merki að
Kristleifur var listamaður af Guðs
náð auk þess sem fjallað er um
íþróttasögu hans sem var ótrúlega
merkileg. Að sögn Kára stendur
sýningin til mánaðamóta en þá
tekur við sölusýning Viðars
Breiðfjörð.
Milli 30 og 40 manns hlýddu á Ásmund Friðriksson, þingmann í
dagskrárliðnum Saga og súpa.
Fjölmargir mættu á opnun sýningar á verkum Kristleifs Magnússonar
í Einarsstofu.
Það var mikið fjör á tónleikum
söngdeildar Tónlistarskólans í
Safnaðarheimilinu í gærkvöldi
þar sem um 20 söngnemar
sýndu hvað í þeim býr. Þemað
var Ást og friður og flest lögin
voru íslensk lög frá árunum
1965 til 1975, lög sem hljóm-
sveitirnar Hljómar, Trúbrot og
Flowers gerðu fræg. Um
undirleik sá Tríó Þóris Ólafs-
sonar en það skipa auk Þóris,
sem spilar á hljómborð, Sæþór
Vídó gítar, Jarl Sigurgeirsson
bassi og Hörður Tulinius
trommur.
Tónleikarnir voru vel sóttir, mikil
stemmning og þarna kom fram fólk
sem á eftir að láta að sér kveða í
tónlistinni í framtíðinni. Sólveig
Unnur Ragnarsdóttir, söngkennari,
hefur skilað frábæru starfi við
Tónlistarskólann. Þess fengum við
að njóta í gærkvöldi. Hún er líka
frábær söngvari, sama hvort það er
klassík, djass eða popp og rokk.
Það sýndi hún í gærkvöldi enn einu
sinni þegar hún fetaði í fótspor
Shady Owens í lagi Gunnars
Þórðarsonar, Er hann birtist. Fallegt
lag en væminn texti og pínu
hallærislegur en flutningur Sollu gaf
því vængi sem skiluðu því í hærri
hæðir en áður.
Tónlistardeild Tónlistarskólans
:: Nemendatónleikar:
Söngvarar
framtíðarinnar
Meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum var kór söngnemenda.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
dóra kristín
guðjónsdóttir
11.sæti lista
Sjálfstæðisflokksins
theodóra
ágústsdóttir
formaður Eyverja
Í gegnum tíðina
hefur flokkurinn
sýnt það að hann
treystir ungu fólki
til áhrifa. Þessi
vilji hefur nú enn
og aftur verið
staðfestur með því
að sex einstak-
lingar á ungliða-
aldri eru á meðal
þeirra fjórtan sem
skipa framboðs-
lista flokksins fyrir
kosningarnar í vor.
”
Eyjafréttir
- vertu með á nótunum!