Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Blaðsíða 14
° ° 14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. apríl 2014 Á laugardaginn frumsýnir Leikfélag Vestmannaeyja rokksöngleikinn Don‘t stop believing í Kviku, bæjarleikhús- inu. Æfingar hafa staðið yfir undanfarnar vikur en alls koma um 40 einstaklingar að sýning- unni, bæði á sviði og bak við tjöldin. Allt er lagt í tónlistina, ljósashowið og dansana en blaðamaður leit við á æfingu í síðustu viku og varð meira en lítið hrifinn af því sem fyrir augu bar, þótt enn væri ein og hálf vika í frumsýningu. Leikfélag Vestmannaeyja hefur sett frábærar sýningar á svið undanfarið og hæst ber auðvitað Mamma Mía sem félagið setti upp árið 2011. Eftir það voru m.a. Banastuð og Grease sem rötuðu á fjalirnar en ekkert hefur verið sýnt í leikhúsinu síðan vorið 2013 vegna fram- kvæmda í bæjarleikhúsinu, sem nú heitir Kvika. Sýningin Don‘t stop believing er byggð á rokkslögurum níunda og tíunda áratugar síðustu aldar með tilheyrandi sýningu, bæði ljósa- og danssýningu þannig að úr verður allsvakaleg veisla fyrir augu og eyru. Meðal laga sem finna má í sýningunni eru Just like Paradise með David Lee Roth, More than words með Extreme, To be with you með Mr. Big, Wanted dead or alive með Bon Jovi, I wanna know what love is með Foreigner, Here I go again með Whitesnake og auðvitað Don‘t stop believing með Journey. Blaðamaður Eyjafrétta settist niður með leikstjóranum, Ágústu Skúladóttur og aðstoðarleikstjór- anum Dorothy Lísu Woodland og ræddi við þær um sýninguna. Glaumur og gleði til að keyra leiðindin í kaf „Verkið fjallar um rokk og gleði. Við erum með unga stúlku sem flytur frá Kansas í stórborgina í leit að frægð og frama. Hún ræður sig í vinnu á rokkbar og upp frá því hefjast ástir og ævintýr og inn í söguna fléttast fjölbreyttar persónur, m.a. þýskur bissnessmaður sem vill loka búllunni og byggja nýja á reitnum. Svo ég vitni í texta í sýningunni: Við viljum bara glaum og gleði til að keyra öll leiðindi í kaf,“ sagði Ágústa þegar þær voru spurðar út söguþráð sýningarinnar. „Tónlistin er auðvitað mjög fyrirferðamikil og þetta er skemmti- leg rokktónlist sem allir ættu að þekkja, nítján söngatriði í það heila en ég held að það eigi eftir að koma fólki skemmtilega á óvart hversu stór sýning þetta er. Við Lísa semjum t.d. dansana í sýningunni með dyggri aðstoð dansaranna sem gera flotta sýningu enn flottari. Lísa er auðvitað frábær dansari en ég hef þetta ennþá í mér. Ég var nefnilega Suðurlandsmeistari í Free-style en það var í Þjórsárdal um miðja síðustu öld,“ sagði Ágústa og hló. „Lísa er aðstoðarleikstjórinn minn, hún er líka aðalbúningahönnuður sýningarinnar, danshöfundur og súludansstjóri. Við bjóðum nefnilega upp á súludans í sýning- unni sem ég held að eigi eftir að vekja verðskuldaða athygli. Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður sem leikstjóri, að hafa súludans á sviðinu en þetta kemur ofsalega skemmtilega út. Lísa fer sjálf á súluna ásamt Hafdísi Ástþórsdóttur og þær gera þetta glæsilega.“ Nýtt fólk í nýju hlutverki Það eru margir nýir í sýningunni. Hvernig gengur að skóla það ágæta fólk til? „Það gengur mjög vel, enda afskaplega hæfileikaríkt fólk hér í Eyjum. Hástökkið upp á svið tekur eflaust Hannes Már Hávarðarson, sem ætlaði bara að plokka bassann á sviðinu en er núna kominn í eitt af aðalhlutverkunum og syngur Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir Don‘t stop believing á laugardag: Þrusukraftur og alvöru show :: Ágústa Skúladóttir, leikstjóri og Dorothy Lísa Woodward, aðstoðarleikstjóri teknar tali Dorothy Lísa Woodland, aðstoðarleikstjóri og Ágústa Skúladóttir, leikstjóri sýningarinnar Don't stop believing sem frumsýnd verður á laugardaginn. JúlÍuS G. InGaSon julius@eyjafrettir.is Tónlistin er auð- vitað mjög fyrir- ferðarmikil og þetta er skemmti- leg rokktónlist sem allir ættu að þekkja, nítján söngatriði í það heila en ég held að það eigi eftir að koma fólki skemmtilega á óvart hversu stór sýning þetta er. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.