Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Blaðsíða 23
° ° 23Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. apríl 2014 Fótbolti: Höfðu betur gegn spænsku liði Karlalið ÍBV í knattspyrnu lagði spænska 4. deildarliðið Ciudad de Murcia að velli í æfingaleik í gær en lokatölur urðu 3:0. Leikurinn fór fram í Murcia á Spáni en Eyjamenn eru þessa dagana í æfingaferð þar í landi. Víðir Þorvarðarson kom ÍBV yfir í lok fyrri hálfleiks en Arnar Bragi Bergsson bætti við öðru marki ÍBV í upphafi þess síðari. Víðir inn- siglaði svo sigurinn með öðru marki sínu í uppbótartíma. Æfingaferðinni lýkur á morgun en næsti leikur liðs- ins verður á laugardag þegar Eyja- menn mæta Haukum í Lengjubik- arnum og fer leikurinn fram í Hafnarfirði. Íþróttir Framundan Fimmtudagur 10. apríl Kl. 19:30 ÍBV-Valur Olísdeild karla. Föstudagur 11. apríl Kl. 18:15 HK 1-ÍBV 3. flokkur kvenna. Kl. 19:00 Stjarnan 2-ÍBV 2 5. flokkur karla, D-lið, fótbolti. Kl. 21:00 Haukar-ÍBV 2. flokkur kvenna, fótbolti. Laugardagur 12. apríl Kl. 14:00 Kóngarnir-KFS Lengjubikar karla, fótbolti. Kl. 15:30 Haukar-ÍBV Lengjubikar karla, fótbolti. Kl. 9:00 Breiðablik 2-ÍBV 5. flokkur karla, ABCD, fótbolti. Kl. 10:00 ÍBV-Hörður 2. flokkur karla, í Víkinni. Kl. 10:00 Skallagrímur-ÍBV 5. flokkur kvenna, C-lið, fótbolti. Kl. 10:00 Haukar-ÍBV 3. flokkur kvenna, fótbolti. Kl. 13:30 ÍBV-Selfoss 4. flokkur karla, eldri Kl. 15:00 ÍBV 1-Selfoss 4. flokkur karla, yngri. Sunnudagur 13. apríl Kl. 15:00 Breiðablik-ÍBV Lengjubikar kvenna, fótbolti. Kl. 12:00 Hörður-ÍBV 2. flokkur karla, í Kórnum. Kl. 12:00 ÍBV-Breiðablik 3. flokkur karla, ABC, fótbolti. Kl. 13:00 ÍBV-Fjölnir/Fylkir 3. flokkur karla. Mánudaginn 14. apríl Kl. 19:30 Haukar-ÍBV Olísdeild karla Íslandsmót kvenna: Langþráður sigur KFS á Þrótti V. KFS vann um helgina þriðja sigur- inn í röð í C-deild Lengjubikarsins, riðli 2. KFS mætti þá Þrótti Vogum og hafði betur í miklum markaleik 6:2. Gauti Þorvarðarson, sem verð- ur í láni hjá KFS í sumar frá ÍBV, skoraði þrennu í leiknum en þeir Guðmundur Tómas Sigfússon, Ing- ólfur Einisson og Jóhann I. Þórðar- son bættu við einu marki hver. Þetta var jafnframt fyrsti sigur KFS á Þrótti Vogum í fimm leikjum en síð- asti sigurinn var 2010. KFS er með níu stig eftir þrjá leiki, eins og Víðir Garði en Eyjamenn leika gegn Kóngunum á laugardaginn. Kvennalið ÍBV tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum Íslands- mótsins með því að leggja FH að velli í Hafnarfirði í 8-liða úrslitum. Þetta var önnur viðureign liðanna, vinna þurfti tvo leiki en ÍBV hafði unnið FH í Eyjum á sunnudag. Í undanúr- slitum mætir ÍBV Val og er fyrsti leikur liðanna ekki fyrr en miðvikudaginn 23. apríl. Þá mætast liðin tvö á heimavelli Vals en svo aftur í Vestmannaeyjum föstudaginn 25. apríl. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Þriðji leikur liðanna verður mánudaginn 28. apríl á Hlíðarenda, ef til fjórða leiks kemur verður hann miðvikudaginn 30. apríl í Eyjum og ef fimmta leikinn þarf til, verður hann á Hlíðarenda laugardaginn 3. maí. Varðandi leikina tvo gegn FH er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir ÍBV liðinu. Leikir liðanna í vetur hafa verið nokkuð jafnir, þótt ÍBV hafi ávallt unnið en FH liðið var svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. Leikmenn ÍBV stóðust hins vegar prófið með glans og liðið því komið í undanúrslit þriðja árið í röð. Fyrir tveimur árum mætti ÍBV Fram og tapaði 3:0 en í fyrra mætti ÍBV sama liði og tókst stelpunum þá að brjóta ísinn með því að vinna einn leik en viðureignin endaði 3:1 fyrir Fram. Það má því velta fyrir sér hvort komið sé að því að ÍBV taki næsta skref, að komast alla leið en Valsliðið er geysilega sterkt. ÍBV og Valur hafa þrívegis mæst, tvisvar í deild og einu sinni í bikar. Valur hafði betur í tveimur leikjum en ÍBV í einum og því er vissulega möguleiki fyrir Eyjaliðið en þá þarf líka allt að ganga upp. Þess má geta að Dröfn Haralds- dóttir, markvörður ÍBV átti afmæli í gær og fékk því kærkomna afmælis- gjöf. Sjálf var hún í afmælisstuði því hún var með um 50% mark- vörslu í fyrri hálfleik og um 45% í það heila. Ætlum að reyna að hrista upp í þessu Valsliði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV sagði í samtali við Eyjafréttir að hann hafi verið ánægður með leikina gegn FH. „Við vorum alltaf skrefi á undan gegn FH í leik tvö. Maður var þó aldrei öruggur og fékk stundum fyrir hjartað en stelpurnar voru að spila mjög góða vörn. Það má eiginlega segja að við höfum verið í 50 mínútur í vörn í þessum leik því um leið og við unnum boltann, lá okkur ofsalega mikið á og við hefðum mátt róa okkur aðeins meira í sóknar-leikn- um. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og það er auðvitað frábært að vinna sterkt FH lið 2:0 og vera komin í undanúrslit.“ Hvernig líst þér svo á að mæta Val í undanúrslitum? „Mjög vel. Við höfum spilað þrisvar við þær í vetur, unnið einn en tapað tveimur. Leikurinn á Hlíðarenda var hörkuleikur í 50 mínútur þannig að við vitum vel að við getum unnið Val. Það má kannski segja að við höfum verið stóra liðið gegn FH en verðum litla liðið gegn Val. Við þurfum að nota tímann fram að fyrsta leik til að undirbúa okkur mjög vel og skipuleggja okkar leik. Við förum í þessa rimmu til að komast í úrslit. Stelpurnar eru fullar sjálfstrausts enda var liðið að vinna níunda sigurinn í röð í Íslandsmótinu. Við ætlum að reyna að hrista aðeins upp í þessu Valsliði og sjá hverju það skilar okkur.“ Vera Lopes var venju samkvæmt öflug fyrir ÍBV í sóknarleiknum en hún skoraði samtals 16 mörk í leikjunum tveimur en markaskorun dreifðist nokkuð jafnt á aðra leikmenn. Þannig skoraði Telma Amado 9 mörk, Guðbjörg Guð- mannsdóttir, Díana Dögg Magnús- dóttir og Ester Óskarsdóttir allar 6 mörk, Sóley Haraldsdóttir 2 og Arna Þyrí Ólafsdóttir 1. Mæta Val í undanúrslitum - Lögðu FH að velli í Hafnarfirði og unnu rimmuna 2:0 - Fyrsti leikurinn gegn Val miðvikudaginn 23. apríl Vera Lopes skoraði 16 mörk í leikjunum tveimur gegn FH. Hún fékk rautt spjald í fyrri leik liðanna en slapp við leikbann. Olísdeild karla: Taka á móti Val annað kvöld - Jákvæðar fréttir af meiðslum Magnúsar Stefánssonar - Leggst á bæn og vonar það besta Keppni í Olísdeild karla fer af stað aftur á morgun þegar ÍBV tekur á móti Val. Nú, þegar tvær umferðir eru eftir, hefur ÍBV þegar tryggt sér annað sætið og á reyndar enn möguleika á því fyrsta. Til þess að það gangi upp, þarf ÍBV að vinna báða leikina og Haukar að tapa báðum en ÍBV og Haukar mætast einmitt í síðustu umferðinni á mánudaginn næsta í Hafnarfirði. Valsmenn eru í harðri baráttu við Fram um þriðja sætið en Fram, sem er tveimur stigum á eftir Val, hefur betur í innbyrðis viðureign liðanna, þannig að fari svo að liðin tvö verði jöfn að stigum eftir síðustu umferðina, verða Framarar fyrir ofan. Þetta skiptir máli fyrir ÍBV því Eyjamenn mæta væntanlega því liði sem endar í þriðja sæti og flestir líklega sammála um að betra væri að mæta Fram en Val. Reykjavíkur- félögin tvö mætast einmitt í síðustu umferðinni sem gæti orðið úrslitaleikur um þriðja sætið. Undanúrslitin hefjast svo þriðjudag- inn 22. apríl og ljóst að þá verður spilað í Eyjum. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit, sem hefjast svo mánudaginn 5. maí. Liðbandið ekki slitið Eyjamenn verða þó án Magnúsar Stefánssonar í leiknum gegn Val og einnig gegn Haukum. Magnús meiddist illa á öxl í leiknum gegn ÍR á dögunum og hefur verið frá síðan. „Ég var hjá sérfræðingi í gær, þriðjudag og hann sagði mér að líklega væri liðbandið ekki slitið,“ sagði Magnús í samtali við Eyjafréttir í morgun. „Hann setti mig í alls konar próf með öxlina og þau benda til þess en við fáum það endanlega staðfest á morgun þegar búið verður að lesa úr myndum sem teknar voru. En þetta eru mjög jákvæðar fréttir fyrir mig því hann bætti því við að ef liðbandið er ekki slitið, þá þarf ég ekki að fara í aðgerð og bætti því við að öxlin yrði væntanlega jafn góð og áður.“ Heldurðu að þú náir hugsanlega að spila eitthvað meira í vetur? „Ég spurði sérfræðinginn auðvitað strax hvort ég gæti spilað í úrslitakeppninni en hann svaraði eins og alvöru stjórnmálamaður, hvorki játaði né neitaði en staðan verður tekin eftir tvær vikur og vonandi verð ég bara orðinn góður. Þetta er vinstri öxlin þannig að það væri minna álag á henni ef ég myndi spila,“ sagði Magnús og bætti því við að meiðslin hafi varla getað komið á verri tíma, þótt það sé vissulega aldrei góður tími til að meiðast. ÍBV getur farið alla leið „Ég hef farið í úrslitakeppni, bæði með Akureyri og Fram og aldrei haft eins góða tilfinningu fyrir henni og nú. Þetta er í fyrsta skipti sem ég trúi því að ég sé í liði sem getur farið alla leið og þá þarf maður auðvitað að meiðast. En ég er ekki búinn að gefa upp alla von ennþá og vonandi næ ég að leggja eitthvað til málanna í úrslitakeppn- inni. Nú leggst maður bara á bæn og rétt að benda á að það verður sérstök bænastund fyrir leikinn á morgun,“ sagði Magnús hlæjandi. Olísdeild karla Haukar 19 15 1 3 507:429 31 ÍBV 19 14 0 5 526:480 28 Valur 19 10 2 7 529:456 22 Fram 19 10 0 9 430:449 20 FH 19 8 1 10 483:473 17 ÍR 19 8 0 11 507:518 16 Akureyri 19 7 1 11 454:490 15 HK 19 1 1 17 426:567 3 Magnús Stefánsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.