Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Qupperneq 1
°
°
Vestmannaeyjum 22. október 2014 :: 41. árg. :: 43. tbl. :: Verð kr. 400 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is
M
yn
d:
Ó
sk
ar
P
ét
ur
F
ri
ðr
ik
ss
on
Bleikur og grænn
dagur
Saga SjúkrahúSa
og lækna í eyjum >> 8
ný ferja tilBúin í
árSlok 2016? >> 6 >> 14
Rauði Kross Íslands stóð fyrir fyrstu landsæfingunni sem haldin er í heiminum á sunnudaginn þegar fólki var boðið í kjötsúpu á fjöldarhjálparstöðvum
hringinn í kringum Ísland. Fjöldahjálparstöðin í Vestmannaeyjum er í Barnaskólanum en þangað komu um 100 manns og þáðu dýrindis súpu og fengu
um leið fræðslu um fjöldahjálparstöðina og Rauða krossinn. Á myndinni hér að ofan er hluti hóps sjálfboðaliða Vestmannaeyjadeildar Rauða krossins.
Eyjapeyjar með
verkefni til Microsoft
:: Vinna að insúlíntækinu Insulync og hugbúnaðinum Cloudlync sem
geymir allar upplýsingar um lyfjagjöf :: Ekkert annað fyrirtæki á Íslandi
fengið álíka boð um samvinnu við Microsoft
Eyjapeyjarnir Sigurjón Lýðsson og
Jóhann Sigurður Þórarinsson,
ásamt Skagfirðingnum Guð-
mundi Jóni Halldórssyni, hafa
undanfarin misseri unnið að
hönnun tækis, Insulync sem er
ætlað að halda upplýsingum um
lyfjagjöf sykursjúkra, sem verður
haldið saman á miðlægu safni,
Cloudlync. Fyrirtæki þeirra,
Medilync fékk á dögunum næst
hæsta styrk sem Samtök Sunn-
lenskra sveitarfélaga veitti en
rósin í hnappagatið kom á
dögunum þegar tölvurisinn
Microsoft bauð þeim að koma til
þeirra til að vinna að Insulync og
Cloudlync.
Sigurjón segir í samtali við Eyja
fréttir að þetta sé mikil og góð
viðurkenning fyrir verkefnið. „Ég
veit ekki til þess að nokkurt annað
íslenskt fyrirtæki hafi fengið svona
boð áður, hvað þá fyrirtæki úr
Eyjum. Tækið er í smíðum og svo
verður ferðin notuð til að tryggja
ákveðin gæði þegar kemur að
hugbúnaðarhlutanum. Tækið er fyrir
sykursjúka, þannig að það mælir
blóðsykur og gefur insúlín. Tækið
geymir svo upplýsingar um inngjöf
insulíns og blóðsykurmælingar sem
síðan eru sendar í miðlæga gagna
geymslu í skýinu (e. Cloud storage).
Notandinn getur svo nálgast sín gögn
í gegnum vafra eða þar til gert app.
Einnig getur notandinn gefið öðrum
aðgang að sínum gögnum s.s
aðstandanda eða lækni.“
Hugmyndin kviknaði fyrir þremur
árum en faðir Sigurjóns, Lýður Ægis
son er sykursjúkur. Auk þess var
hann í krabbameinsmeðferð og átti í
erfiðleikum með að fylgjast með
insúlín notkuninni í meðferðinni. Í
kjölfarið fór Sigurjón að leita að
hentugu tæki sem gæti hentað föður
hans en hann fann ekkert. Sigurjón
ákvað því að búa til svona tæki
sjálfur. Síðan eru liðin þrjú ár og
árangurinn í raun ótrúlegur. „Mestur
tími hefur farið í rannsóknarvinnu en
þetta er fyrsta árið núna sem við
vinnum markvisst að tæknilegri
útfærslu, þannig að í lok árs 2015
verðum við komnir langt með virka
frumgerð af tæki og hugbúnaði.“
>> Nánar á síðu 2.
JúlíuS G. InGaSon
julius@eyjafrettir.is