Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Blaðsíða 9
° ° 9Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. október 2014 Sólveig Fríða um föður sinn Einar Gutt lækni: Vinsæll og virtur læknir í Eyjum :: Braust til mennta eftir erfið æskuár :: Kvaddi sjúklinga með því að klapp á öxlina á þeim og segja: „Þetta lagast!“ Sólveig Fríða Einarsdóttir flutti skemmtilegan fyrirlestur um mann sem margir Eyjamenn muna vel eftir, Einar Guttorms- son lækni sem starfað hér um áratugaskeið. Einar fæddist á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal 15. desember 1901 en lést 12. febrúar 1985. Hann starfaði í Eyjum frá 1934 og til ársins 1973, fyrst á sjúkrahúsinu og með eigin læknastofu í kjallara heimilis hans við Kirkjuveg. Foreldrar Einars skildu þegar hann var á tíunda ári og var honum og systkinum hans komið fyrir hjá frændfólki og vandalausum. „Þessi reynsla átti eftir að marka allt líf föður míns. Að verða fullgildur matvinnungur innan við ellefu ára aldur er hlutur sem nútíma fólk á erfitt með að skilja, t.d. voru engar barnabætur, námslán eða sam­ félagsleg aðstoð, allt það sem okkur þykir sjálfsagt í dag. Með mikilli vinnuhörku og sjálfsaga ákvað hann að brjótast til mennta,“ sagði Sólveig Fríða um pabba sinn. Einar lauk læknanámi 1932 frá læknadeild Háskólans, sem var í Alþingishúsinu. „Á kandídatsári sínu fór hann fyrst til Blönduós, síðan að Kristneshæli í Eyjafirði. Sú ferð átti eftir að verða afdrifarík því þar sá hann móður mína fyrst, 17 ára yngismey með berkla í fæti. Þó að þráðurinn á milli þeirra hafi slitnað um tíma er hann fór erlendis til framhaldsnáms, kom hann aftur norður 1935 til að vitja móður minnar á Akureyri. Þessa ferð taldi hann hafa verið sína mesta happaferð.“ Mikil starfsorka Eftir nám í almennum skurðlækn­ ingum og fæðingarhjálp og röntgen í Noregi, Danmörku og Þýskalandi 1934, kom hann til Vestmannaeyja og varð fastráðinn sjúkrahússlæknir 16. október sama ár. Einar starfaði síðan í Eyjum í tæp 40 ár, allt þar til jörð opnaðist í eldgoginu 1973. „Starfsorka pabba var gríðarleg. Á sjúkrahúsinu skar hann upp og gerði minniháttar aðgerðir fyrir hádegi. Síðan fór hann á stofuna sína sem var yfirleitt troðin út að dyrum, síminn hringjandi og fólk bankaði á gluggann til að fá afhenta lyfseðla. Eftir það fór hann í vitjanir um bæinn, jafnframt þurfti hann lengst af að sinna þeim neyðartilfellum sem komu upp. Þetta þýðir að hann var á vakt 365 daga ársins. Ekki myndu læknar í dag ráða sig upp á þessi kjör. Hann kvaddi hvern sjúkling með því að klappa á öxlina á honum og segja „Þetta lagast!“. Greiðslutilhögun var oftast eins og hann sagði „25 kr. ef þú átt þær!“ Stofnaði minkabú Einar fékkst einnig við eitt og annað utan við læknastarfið, ýmis trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið og sat m.a. í bæjarstjórn. Þá var hann stofnfélagi í Krabbameins­ félagi Vestmannaeyja, einn stofnenda Sparisjóðsins og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Einar var svo gerður að heiðursborgara Vestmannaeyja 14. febrúar 1969. „Öllum þessum störfum sem hann gegndi hefði hann þó ekki getað sinnt nema með dyggri aðstoð móður minnar.“ Börn Einars og eiginkonu hans, Margréti Kristínu Pétursdóttur urðu fimm talsins; Páll Jóhann flugstjóri, f. 1937 látin 2. ágúst 2008, Guttormur kerfisfræðingur, fæddur 1938, Pétur leikari, fæddur 1940, ég Sólveig Fríða ljósmóðir, fædd 1945 og Sigfús doktor í líffræði, fæddur 1951. Viðurnefnið „Gutt“ „Á meðal Eyjamann fengum við systkinin viðurnefnið „ Gutt" á eftir nöfnum okkar,“ bætti Sólveig Fríða við brosandi og bætti því við að fólk hefði átt það til að hringja heim til hennar og þegar móðir hennar svaraði, hefði fólk ávarpað hana sem frú Gutt, því einhverjir héldu að um ættarnafn væri að ræða. Hún hefði þá lagt á með það sama. „Eina konu vil ég sérstaklega minnast á, en það er Selma Guðjónsdóttir yfirhjúkrunarkona. Hún veitti föður mínum ómetanlega aðstoð í starfi hans sem lækni, að öðrum ólöstuðum,“ sagði Sólveig Fríða og bætti við að lokum: „Kynslóðin sem er að hverfa lagði grunninn að því þjóðfélagi sem við búum við í dag. Til þess þurfti hún að færa margar fórnir. Það er okkar sem á eftir koma að halda minningu þeirra í heiðri.“ Halldór Gunnlaugsson Axelsson, barnabarn Halldórs Gunnlaugs- sonar, læknis í Vestmannaeyjum fór yfir ævi pabba síns. Umfjöll- unina byggði hann á grein sem Jóhann Gunnar Ólafsson skrifaði í desemberblað Fylkis árið 1977. Halldór lifði stutta ævi en vann dag og nótt. Hann drukknaði 49 ára gamall eftir 18 ára starfsævi í Vestmanna- eyjum. Halldór var fæddur á Skeggjastöð­ um á Langanesströndum og voru foreldrar hans séra Gunnlaugur Jón Ólafur Halldórsson prestur þar og eiginkona hans Margrét Andrea Luðvigsdóttir Knudsen. Hann hélt 1897 til Kaupmannahafnar til að læra læknisfræði og tók lokapróf í þeim fræðum 1903. Fyrst um sinn starfaði hann á Amtssjúkrahúsinu á Friðriksbergi og Fæðingarstofnun­ inni en þegar til Íslands kom, var hann ráðinn aðstoðarlæknir á Akureyri. 1905 var hann svo skipaður héraðslæknir á Hornafirði en tók ekki við því embætti og síðar sama ár var hann gerður að héraðslæknir í Rangárhéraði. Ári síðar var honum veitt héraðslæknis­ embættið í Vestmannaeyjum. Viðbrigði að koma til Eyja „Það voru mikil viðbrigði fyrir Halldór að koma til Eyja frá Akureyri og Rangárvallasýslu. Í Eyjum var þá 841 íbúi og allt var í hinu forna fari. Húsakynni léleg og heilbrigðisástand fremur bágborið. Berklaveikinn fór þá yfir eins og logi um akur og hörgulsjúkdómar voru algengir. Það er sagt að Halldór hafi lýst einkennum mannlífsis með þremur orðum, útgerð – aðgerð ­ ígerð. Handar­ mein voru mjög algeng, Vatns­ skortur mikill, engar uppsprettur, fiskiþvottur með sjó úr höfninni og mjólkurskortur mikill.“ Á þessum árum var vélbátaútgerð að hefjast í Vestmannaeyjum með tilheyrandi velmegun og samfélags­ legum breytingum. Á vetrarver­ tíðum bættust milli 400 og 500 manns við íbúatöluna og því nóg að snúast hjá héraðslækninum. „Þegar sjúkrahúsið var ekki starfrækt þurfti Halldór oft að taka erlenda sjúklinga til umönnunar á heimili sitt og útvega legurými fyrir þá hjá öðrum. Hinn mikli innflúensufar­ aldur 1918 þegar nærri allir Vestmannaeyingar veiktust svo til samtímis, reyndi mikið á þolrifin. Og í taugaveikifaraldrinum 1923 varð hann að koma upp sjúkrastof­ um í samkomuhúsi Góðtemplara í nokkrar vikur.“ Halldór tók einnig virkan þátt í samfélaginu, var m.a. í bæjarstjórn og barðist fyrir bættu hreinlæti og að tryggja góða mjólk og mjólkur­ afurðir. „Hann gerði uppdrátt að kafbát sem átti að draga neðan­ sjávar gegnum brimgarðinn frá Landeyjasandi og út í eyjar með mjólk og mjólkurafurðir en þetta voru hugsjónir sem ekki voru framkvæmanlegar,“ sagði Halldór. Heiðraður af Frökkum Eitt af hlutverkum héraðslæknis var að fara í skip sem lágu utan við Eiði til sóttvarnarstarfa og voru þessar ferðir hinar mestu svaðilfarir, oft í misjöfnum veðrum. Í einni slíkri ferð, 16. desember 1924 drukknaði Halldór læknir, ásamt átta mönnum. „Í ýtingunni tókst svo hrapalega til að bátinn fyllti og maraði hann borðstokkafullur af sjó út úr brimgarðinum undan vindi. Fáir voru í fjörunni þegar ýtt var frá landi og gátu þeir engum björgunar­ tilraunum komið við sakir þess að á Eiðinu var enginn bátur eða tæki. Báturinn mun hafa hálfsokkið. Mennirnir losnuðu allir við hann nema einn maður sem hélt sér í þóftu og var honum einum bjargað. Nokkru síðar tóku líkin að berast upp í fjöruna en um fjórar klukku­ stundir liðu þar til síðasta líkið barst upp á ströndina.“ Halldór læknir naut mikilli vinsælda í Eyjum og var m.a. heiðraður af sýslunefnd 1915 og einnig veittu Frakkar honum heiðursmerki. Þá reistu Vest­ mannaeyingar veglegan minnis­ varða á leiði hans. „Það er mikil eftirsjá í mikilhæfum mönnum sem fara svo um aldur fram. Halldór læknir á Kirkjuhvoli hafði um nærri tvo áratugi sett svip sinn á Vest­ mannaeyjakaupstað, og látið að sér kveða í bæjarfélaginu á eftir­ minnanlegan hátt. Fjölmargir áttu honum gott upp að inna og öllum var hann minnisstæður sökum lækninga, geðprýði og gamansemi. Ungir og gamlir minntust hans með söknuði. Halldór og Anna kona hans eignuðust fjögur börn: Ólaf Þorstein lækni, Gunnlaug Pétur Kristján, arkitekt, Axel Valdemar heildsala, og Ellu Vilhelmínu kaupakona,“ sagði Halldór að lokum um afa sinn Halldór Gunnlaugsson Axelsson um afa sinn og nafna, Halldór Gunnlaugsson lækni: Naut mikilla vinsælda í Eyjum :: Lést aðeins 49 ára gamall í sjóslysi utan við Eiði Halldór Gunnlaugsson, læknir ásamt fjölskyldu sinni fyrir utan húsið Kirkjuhvol. Frá hægri: Halldór og hann heldur á syni sínum Gunn- laugi, frú Anna Gunnlaugsson með soninn Ólaf. Aðrir eru óþekktir. Einar Guttormsson með fjölskyldunni. Frá vinstri: Páll Jóhann, Sólveig Fríða, Einar, Sigfús, Margrét, Pétur og Guttormur Pétur. Halldór Gunnlaugsson Axelsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.