Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Blaðsíða 13
° ° 13Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. október 2014 „Júníus Meyvant er listamanns- nafn Vestmannaeyingsins Unnars Gísla Sigurmundssonar. Sem ungur maður var Unnar mjög frjálslegur í anda og komst aðeins tvennt að í hans lífi, þ.e. myndlist og hjólabretti. Annað slagið fann hann fyrir því að tónlistargyðjan togaði í hann og velti hann því oft fyrir sér hvort hann ætti ekki að demba sér í það að læra á hljóðfæri. Á yngri árum var hann orkubolti mikill og óstýrilátur og fljótlega meinaður aðgangur að tónlistar- skólanum og þurfti tímabundið að leggja drauma sína um að verða hljóðfæraleikari á hilluna. Fljótlega eftir að Unnar komst á þrítugsaldurinn færðist ró yfir dýrið sem bjó innra með honum og tók hann í hendur munaðar- lausan gítargarm í húsi foreldra sinna og fyrr en varði var hann farinn að semja lög. Svo mikil var sköpunargleðin að Unnar upplifði margar andvökunætur í öngum sínum yfir öllum lagahugmyndum sínum og lögin hrönnuðust upp. Laglínurnar leituðu til hans nótt sem nýtan dag og úr varð að Unnar tók upp listamannsnafnið Júníus Meyvant. Tónlist Júníusar er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnug- legt. Alúðlegar útsetningar hans láta mann á köflum líða eins og maður sé staddur undir þykku ullarteppi við arineld í kofa hátt uppi í fjöllum eða í hina höndina liggjandi á funheitri sandströnd á suðlægum slóðum.“ Þannig lýsir Unnar Gísli sér og tónlist Júníusar Meyvants á Facebook síðu hans en hann er einn þeirra listamanna sem fram kemur á tónlistarhátíðinni Icelandic Airwaves dagana 5.­ 9. nóvember. Við heyrðum aðeins í kappanum um tilurð Júníusar. Auðveldara fyrir útlendinga „Ég var nú bara að hugsa um eitthvað flott íslenskt nafn sem gæti virkað allstaðar í heiminum og datt niður á þetta nafn Júníus Meyvant. Fannst það auðveldara fyrir útlendinga að bera fram en Unnar Gísli. Svo var ég í miklum lúðra­ pælingum á þessum tíma og fannst þetta mjög lúðralegt nafn,“ sagði Unnar Gísli aðspurður um tilurð nafnsins. Þrír bræður á sviði „Ég er svo sem enn mikið í lúðrunum og verða þeir meðal annars á Airwaves. Þar verða þrír blásarar með mér með baritónsax, básúnu og trompet svo verður ein fiðla. Reyndar spilar barítónleika­ rinn einnig á fiðlu þannig að ég get líka haft tvær fiðlur. Síðan verð ég með tvo bræður mína með mér á sviði, þá Guðmund Óskar og Ólaf Rúnar. Þriðji bróðirinn, Einar, er því miður í Vestmannaeyjum núna þannig að ég get ekki misnotað hann, annars væri hann pottþétt með líka.“ Unnar Gísli er sonur hjónanna Sigurmundar Gísla Einarssonar og Unnar Ólafsdóttur og hefur því, eðli málsins sam­ kvæmt, verið mikil tónlist á heimilinu. „Í grunninn er bandið tiltölulega fast skipað, þetta verður oftast fimm manna hljómsveit en á stærri viðburðum eins og Airwaves reynir maður að hafa þetta aðeins meira grand. Ég geri líka mikið af því að spila bara einn með gítarinn. Ég var til dæmis núna að koma frá Seattle þar sem ég spilaði á KEXP sem er stór útvarpsstöð þar og stundar það að taka upp hljóm­ sveitir og listamenn live og birta svo einnig á youtube. Þar var ég að vinna með þrusu bandi frá Seattle, Cadaldo. Annars er ég búinn að vera mest í upptökum að undan­ förnu en fer svo reyndar til Hollands á Eurosonic í janúar.“ Eurosonic Noorderslag er mikill tengslamyndunarvettvangur fyrir evrópska tónlistarbransann og hefur tekið þátt í að kynna nýja upprenn­ andi tónlistarmenn fyrir tónlistar­ heiminum þar. Íslensk tónlistaratriði sem leikið hafa á hátíðinni hafa mörg fengið fjölda bókana á tónlistarhátíðir og tengsl við lykilaðila sem hjálpa við að koma atriðunum á framfæri. Uppselt er á hátíðin á hverju ári, og hana sækja 3.200 fulltrúar úr tónlistarbrans­ anum, 33.000 gestir, 300 tónlistarat­ riði og samhliða tónlistarhátíðinni er rekin tónlistarráðstefna með 150 pallborðsumræðum, fyrirlestrum, viðtölum, vinnustofum, partíum og fundum. En Ísland verður fókus­ þjóð þar þetta árið. Þetta er því mikið tækifæri til frekari frama erlendis, en er það eitthvað sem togar í okkar mann? „Já, markaðurinn er náttúrulega mikið stærri heldur en hérlendis og það er mikið „hæp“ fyrir íslenskri tónlist í augnablikinu. Sérstaklega þegar þú syngur á ensku. Enskan er einhvern veginn bara auðveldari viðureignar heldur en íslenskan. Hún er svo rík af orðum að þú getur nánast bullað bara eitthvað og það hefst. Ég á samt pottþétt eftir að gera eitthvað á íslensku einhvern­ tímann. Það þarf bara að vera svo rosalega vel gert til þess að mér finnist það virka. Hún er erfið íslenska tungan.“ Fyrsta lagið sem Júníus Meyvant sendi frá sér, Color decay, kom út í maí og fékk gríðarlega góðar viðtökur hér á landi og rauk beint á topp vinsældarlista útvarpsstöðv­ anna. Einnig hefur það verið spilað töluvert erlendis. „Ég hef fengið spilun hér og þar út í heimi. Það er alltaf einhver að senda mér skilaboð um að hafa heyrt í mér í útvarpinu til að mynda í Californiu, Texas og víðar. Þannig að þetta er svona að dreifast hægt og bítandi. En svo fer þetta náttúrulega ekkert almenni­ lega af stað fyrr en maður fer út og fylgir þessu eftir og er mikill þrýstingur frá umboðsmanni mínum að gera það.“ Plata í byrjun árs Hvenær er von á nýju lagi frá þér? „Það er eitthvað meira á leiðinni og ætti að koma út núna í kringum Airwaves. En þetta er alltaf basl þegar maður er svona „soundperri“ eins og ég er. Maður er hálf hugsjúkur og geðveikur í stúdíóinu og er í rauninni aldrei ánægður en verð á endanum sáttur og verð bara stoppa þar. Gott er bara ekki nóg, þetta verður að vera frábært. Annars er ég búinn að taka upp grunna að einum ellefu lögum og reikna ég með að gefa út tíu til tólf laga plötu í byrjun næsta árs.“ Fyrir þá sem ekki geta beðið eftir plötunni þurfa ekki að örvænta því Unnar Gísli kemur til með að flytja megnið af þessum lögum á Icelandic Airwaves. „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég spila þessi lög live með bandi, þannig að það er þó nokkur spenningur kominn í mann. Við erum að spila sex sinnum, tvisvar á „on­venue“, í Gamla Bíói miðvikudaginn 5. nóv kl. 20:50 og í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 8. nóv kl. 21.00 en þá er ég með hljómsveitina alla með mér. Síðan kem og fjórum sinnum á „off­ venue,“ tvisvar sinnum verð ég með band með mér á Kex hostel fimmtudaginn 6. nóv. kl. 16.00 og The Laundromat Café föstudaginn 7. nóv. kl. 17. Síðan verð ég aleinn með gítarinn á dvalar­ og hjúkr­ unarheimilinu Grund miðvikudag­ inn 5. nóv. kl. 10.30 og í Lands­ bankanum Austurstræti laugardaginn 8. nóv kl. 15.00. Þá tek ég að miklu leyti önnur lög en með bandinu.“ Það ætti því enginn að þurfa að missa af Unnar Gísla eða Júníusi Meyvanti sem í honum vilja heyra. Hvenær er von tónleikum í Vestmannaeyjum? „Vonandi bara sem fyrst, það væri gaman að gera eitthvað í desember. Trommarinn minn er að fara til Kúbu núna strax eftir Airwaves að læra betur á kóngur og kemur aftur í byrjun desember. Ég myndi þá vilja gera eitthvað flott úti í Eyjum,“ sagði Unnar Gísli að lokum og grínast með aðspurður hvort hann fái ekki bara foreldrana með sér. „The Simmsons,“ segir hann og hlær. Þarna er bráðefnilegur tónlistar­ maður á ferðinni sem vert er að fylgjast með og hvet ég fólk til að gera sér ferð á tónleika hans ef þeir mögulega geta. Einnig er hægt að hlýða á tvö laga hans í sérstakri Airwaves upphitun á vef Lands­ bankans http://www.landsbankinn. is/icelandairwaves/. Gott er bara ekki nóg, þetta verður að vera frábært :: segir Unnar Gísli Sigurmundsson öðru nafni Júníus Meyvant :: Kemur fram sex sinnum á Airwaves helgina 5.-9. nóv. Hinn landsþekkti söngvari og leikari Helgi Björnsson er að fagna 30 ára söngafmæli um þessar mundir, en það eru 30 ár síðan fyrsta hljómplatan kom út með þessum ástsæla söngvara, en það var Grafík - Get ég tekið cjéns sem innihélt m.a. lögin Mér finnst rigningin góð, 16 og Þúsund sinnum segðu já. Helgi hefur fagnað þessum tímamót- um með 30 tónleikum víðsvegar um landið undir heitinu Kvöld- stund með Helga Björns. Nú er röðin komin að okkur Eyja- mönnum og verður Helgi á Háaloftinu á fimmtudagskvöld. Eyjafréttir heyrðu í Helga í gærkvöldi, skömmu áður en hann steig á svið á Bifröst. „Þetta eru tónleikar númer 26 í þessari tónleikaferð sem hefur staðið yfir í fimm vikur. Ég er semsagt á Bifröst í kvöld, Hvolsvöllur á miðvikudag, Vestmannaeyjar á fimmtudag, Flúðir á föstudag og svo enda ég tónleikaferðina í Reykjavík á laugardag.“ Þannig að þetta er vertíð hjá þér, eins og svo mörgum hér í Eyjum? „Það má kannski segja það. En fyrst og fremst er þetta auðvitað tónleikaferð þar sem ég fagna 30 ára starfsafmæli. Í ár eru 30 ár síðan fyrsta platan sem ég tók þátt í, Get ég tekið cjéns með Grafík þar sem var að finna Rigninguna, 16 og fleiri smelli. Svo rekjum við okkur áfram ferilinn, SSSól, Reiðmennina og allt það sem ég hef verið að gera,“ sagði Helgi. Tónleikarnir eru með dálítið öðru sniði en Helgi hefur verið þekkt­ astur fyrir, því hann kemur fram með gítar og hefur sér til stuðning Guðmund Óskar Guðmundsson, sem einnig leikur á gítar. „Þetta eru rúmlega tveggja tíma tónleikar með spjalli á milli laga þar sem ég segi sögur af ferlinum. En það er rétt, þetta er öðruvísi en ég hef verið að gera. Við erum tveir á sviðinu með sitthvorn kassagítarinn en Gummi grípur líka í rafmagnsgítarinn hér og þar. Þetta verður mjög skemmti­ legt, ég get lofað því.“ Tónleikarnir fara fram á Háaloft­ inu á fimmtudagskvöld og hefjast kl. 21.00 og er forsala hafinn í Tvistinum. Helgi Björns fer yfir 30 ára feril á tónleikum á morg- un á Háaloftinu: Þetta verður skemmti- legt, ég lofa því SæÞÓr ÞorBJarnarSon sathor@eyjafrettir.is Síðan verð ég með tvo bræður mína með mér á sviði, þá Guðmund Óskar og Ólaf Rúnar. Þriðji bróðirinn, Einar, er því miður í Vestmannaeyjum núna þannig að ég get ekki misnotað hann, annars væri hann pottþétt með líka.”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.