Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Page 2
° ° 2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. október 2014 útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Gísli Valtýsson - gisli@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is, Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is og Júlíus G. Ingason, - julius@eyjafrettir.is. ábyrgðarmaður: Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. Símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is eyjafrÉttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. eyjafrÉttir eru prentaðar í 2000 eintökum. eyjafrÉttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Fyrirtækið Medilync í samstarf með Microsoft: Gæðastimpill að fá Microsoft í lið með sér Fyrirtækið Medilync, sem er m.a. í eigu Eyjamannanna Jóhanns Sigurðar Þórarinssonar og Sigurjóns Lýðssonar, hefur fengið boð um að starfa með Microsoft í hönnun og úrvinnslu tækis sem ætlað er fyrir sykursjúka. Sigurjón ætti að þekkja ágætlega til hjá Microsoft enda hefur hann unnið hjá Microsoft á Íslandi í níu ár. „Ég hef samt sem áður aldrei komið í höfuðstöðvarnar þannig að það er tvöföld gleði fyrir mig, að komast þangað og að fara með þetta verkefni okkar þangað í frekari vinnslu. Það gefur verkefninu líka ákveðinn gæðastimpil að Microsoft sýni þessu áhuga.“ En hvernig fréttu menn hjá Microsoft af þessu hjá ykkur? „Gamall vinnufélagi minn er að vinna hjá Microsoft en hann er yfir svokölluðu Developer experience teymi. Ég sendi honum upplýsingar um verkefnið og hópnum hans leist mjög vel á þetta og vildi hjálpa okkur. Við áttum fund með þeim og útskýrðum betur hvað við erum að gera. Í kjölfarið buðu þeir okkur bara að koma til þeirra og vinna í þessu með þeirra aðstoð. Microsoft hefur líka hag að þessu því við erum að nota tækni sem þeir hanna og þannig geta þeir sýnt fram á að sú tækni virki með okkar verkefni. Við þurfum að geta tekið við upplýsingum úr milljónum tækja ef því er að skipta, þannig að það er eins gott að tæknin virki.“ sagði Sigurjón en þeir félagar verða í höfuðstöðvum Microsoft um miðjan janúar mánuð. Eins og áður sagði fékk verkefnið næst hæsta styrk Samtaka Sunn­ lenskra sveitarfélaga, 3,5 milljón en nú er beðið eftir svari frá Tækniþró­ unarsjóði varðandi styrk. Fram að þessu hafa þeir eingöngu sett eigið fjármagn og tíma í verkefnið. „Núna þegar Microsoft er komið að verkefninu, verður mun auðveldara að finna fjárfesta enda þekkja allir Microsoft,“ sagði Sigurjón að lokum. Þremenningarnir Guðmundur, Sigurjón og Jónann Sigurður. Safnahelgin í Vestmannaeyjum 30. október til 2. nóvember 2014: Fjölbreytt dagskrá eins og undanfarin ár Dagana 25.­26. október munu fulltrúar Hjálparstarfs aðventista/ ADRA heimsækja bæjarbúa á Vestmannaeyjum í árlegri söfnun ­ að þessu sinni til hjálpar fólki í Mýanmar, áður þekkt sem Búrma. Yfirskrift söfnunarinnar í ár er „Skóli fyrir alla“ en Hjálparstarfið/ ADRA vinnur í Mýanmar að því að þjálfa kennara og efla menntun barna og fullorðinna. Hjálparstarf aðventista/ADRA (alþjóða þróunar­ og líknarstofnun aðventista) veitir neyðar­ og þróunaraðstoð án tillits til pólitískra skoðana, trúarbragða eða kynþáttar hvarvetna þar sem neyð steðjar að. Hjartans þakkir fyrir að taka vel á móti söfnunarfólki Hjálparstarfsins/ ADRA núna um helgina og einnig innilegustu þakkir til þeirra mörgu sem hafa lagt starfinu lið á undangengnum árum. Fréttatilkynning Söfnun á vegum Hjálpar- starfs að- ventista - ADRA Tónlistar- kennarar í Eyjum í verkfall :: Unnið að breytingum inn- an Tónlistarskól- anum Félagsmenn í Félagi tónlistar- skólakennara eru komnir í verkfall, m.a. kennarar við Tónlistarskólann í Vestmanna- eyjum. Kennarar skólans hafa jafnframt séð um kennslu í Grunnskóla Vestmannaeyja og því hefur verkfallið áhrif inn í skólastarf grunnskólans. „Þetta hefur áhrif á kennslustarfið að því leytinu að á meðan verkfalli stendur er engin tónlistarkennsla í skólanum. Það er því ákveðin röskun í skólastarfinu en allt sem við gerum á meðan, er í góðu samkomulagi við kennara Tónlistar­ skólans. Við bíðum svo bara nánari fyrirmæla um hvað við eigum að gera,“ sagði Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri GRV. „Tveir af kennurum Tónlistar­ skólans eru í Félagi íslenskra hljómlistarmanna og þeir eru ekki í verkfalli. Að öðru leyti fellur öll kennsla niður í skólanum,“ sagði Stefán Sigurjónsson, skólastjóri Tónlistarskólans. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er unnið að breytingum á skólastarf­ inu, sem gætu haft áhrif á starfs­ hlutfall kennara en Stefán vildi ekki tjá sig um það að svo stöddu. JúlíuS G. InGaSon julius@eyjafrettir.is Safnahelgin verður haldin dagana 30. október til 2. nóvember næskomandi. Dagskrá Safnahelgarinnar er fjölbreytt eins og svo oft áður. Þessa daga verður boðið upp tónlist, myndlist, upplestur, sem og barna- og unglingadagskrá. Þá verða stórtónleikar í Eld- heimum með þeim Jóhanni Sigurðarsyni leikara og söngvara ásamt Pálma Sigurhjartarsyni píanóleikara. Bæjarlistamaður- inn Gíslína Dögg Bjarkadóttir mun opna myndlistasýningu í Safnahúsi, skyggnst verður undir svörðinn í Herjólfsdal, boðið upp á bókalestur, sögustund, ratleik fyrir börn í Sagnheimum og margt fleira. Á Safnahelginni í ár er lögð sérstök áherslu á dagskrá fyrir og með börnum og unglingum. Dagskráin byrjar strax á fimmtu­ deginum með opnun myndlistarsýn­ ingar Myndlistarfélags Vestmanna­ eyja í Alþýðuhúsinu. Sýningin er tileinkuð minningu Ása í Bæ. Í Safnahúsinu verða á sama tíma ljósmyndir Gísla Friðriks Johnsen sýndar í samstarfi við börn Gísla sem nýlega gáfu ljósmyndasafnið hingað til Eyja. Tónskemmtun í Eldheimum Um kvöldið er svo dagskrá í Eldheimum. Jóhann Sigurðarson syngur lög úr söngleikjum við undirleik Pálma Sigurhjartarsonar píanóleikara. Jóhann og Pálmi hafa spilað saman um langt skeið, komið víða fram bæði í leikhúsi og við ýmiskonar skemmtanir. Dagskráin sem þeir flytja að þessu sinni kalla þeir Lögin úr leikhúsinu, blanda af íslenskum og erlendum leikhús­ lögum við texta eftir íslenska höfunda. Meðal annars verða flutt lög úr Fiðlaranum á þakinu, Vesalingunum, Carusell, úr revíum, og skemmtidagskrám, gamanmál, og eftirhermur fylgja með. Dagskráin hefst á tónleikum gítarsveitar Tónlistarskóla Vest­ mannaeyja undir stjórn Eyvindar Inga Steinarssonar. Formleg opnun Safnahelgarinnar verður að vanda í Stafkirkjunni á föstudeginum. Fjölbreytt dagskrá verður á laugardeginum í Safnahúsinu. Illugi Jökulsson spjallar um og les úr knattspyrnubókum sínum. Gísli Pálsson og Kristín Marja Baldurs­ dóttir lesa út nýjum verkum sínum. Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2014, Gíslína Dögg Bjarkadóttir, sýnir í framhaldinu skyssur sínar sem eru kynning á stærri sýningu tileinkaðri bók Kristínar Marju „Karítas án titils.“ Í Sagnheimum verða kynntar niðurstöður jarð­ sjárrannsókna í Herjólfsdal. Um kvöldið leikur hið eina sanna húsband á Vinaminni. Í Sæheimum verður sýningin „Blóm á Heimaey“ opin laugardag og sunnudag. Dagskránni lýkur á sunnudeginum í Sagnheimum með sögustund, ratleikjum og teiknimyndasam­ keppni. Pálmi Sigurhjartarson og Jóhann Sigurðarson koma fram á tónleikum í Eldheimum á morgun, fimmtudag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.