Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Blaðsíða 7
° ° 7Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. október 2014 hinsvegar útisvæði fyrir farþega og herbergi með 8 kojum. Gert verður ráð fyrir káetu fyrir áhöfn ferjunnar, 2 yrðu fastar en gert ráð fyrir að 4 geti nýst farþegum. Bíladekkið verður tvískipt, og er reiknað með að öðru megin verði fólksbílar og hinumegin vörubílar. Ef aðeins væru fólksbílar um borð verður pláss fyrir 60 bíla. Er lengd akreina í ferjunni 280 metrar þannig að reiknað er með 4.67 metrum á bíl að meðaltali. Uppganga af bíla­ dekki á farþegadekk verður í miðjunni. Jóhannes sagði að gott rými yrði á bíladekkinu því gert væri ráð fyrir að farþegar fari með bílunum inná bíladekk. „Fljót lestun og losun skipsins, bæði bíla og farþega væri einn af grunnþáttunum, til að ferjan geti siglt sem flestar ferðir.“ Rafdrifið skip Vélbúnaðurinn er svokallað hybrid diesel electric system, sem nú er mjög að ryðja sér til rúms í ferjum. Sagði Jóhannes að sá búnaður hefði mikla kosti umfram hefðbundnar diesel vélar. Með þessum búnaði er hægt fá fullt afl á skrúfurnar á örskotsstundu en diesel vélar þurfa tíma til að ná fullum snúningi. Aðalskrúfurnar verða tvær, hvor um sig 1500 kW og bógskrúfurnar einnig tvær 450 kW hvor. Siglingahraðinn yrði 15 hnútar en heppilegasti hraðinn 13 hnútar. Það þýðir um 40 mínútna siglingatíma milli Eyja og Land­ eyjahafnar. Þá gat Jóhannes þess, að aðsetur vélstjóranna yrði í brúnni þegar siglt er, þeir yrðu skipstjóra til aðstoðar ef þyrfti að halda. Vélarrúmið væri meira og minna sjálfvirkt. 3,5 metra ölduhæð Kom fram hjá Jóhannesi að ferjan eigi að verða 64,68 metrar löng eða um 5 metrum styttri Herjólfur og breidd hennar verði 15,10 metrar sem er tæplega einum metra mjórra en núverandi Herjólfur. Tæki þessi stærð mið af niðurstöðum prófana í hermi. Mesta djúpristan verður 3 metrar en núverandi Herjólfur ristir 4,2 metra en allt að 4,6 metrum á siglingu. Miðað er við að ferjan geti siglt í 3,5 metra ölduhæð. Kom fram á fundinum að miðað við öldumælingar sem fyrir liggja ættu ferðir að falla niður í Landeyjahöfn 10 daga á ári og 30 daga á ári verði truflanir á áætlun innan dagsins. Spurningar úr sal Lára Emilsdóttir kom með fyrirspurn; þegar núverandi Herjólfur kom var Vestmannaeying­ um lofað 7 ferðum á dag. „Það hefur ekki staðist, nú talar Jóhannes um 8 ferðir, verður það?“ spurði hún. – Þessu gat Jóhannes ekki svarað, en sagði það möguleika, ferjan gæti það, en aðrir yrðu að svara fyrir ferðafjöldann. Hjörtur Hermannssonar spurði um muninn á vindfangi á núverandi Herjólfi og þeirri ferju sem nú væri verið að hanna. ­ Jóhannes svaraði því til að vindfangið væri mun minna, reynt væri að hafa alla kanta rúnnaða o.s.frv. og eins litla vindmótstöðu eins og hægt er en nefndi ekki neina prósentutölu né flatarmál. Páll Marvin Jónsson spurði um rekstrarkostnað á nýju ferjunni. ­ Jóhannes sagði mikinn mun á rekstrarkostnaði vegna minni olíunotkunar. Svo væri spurning um áhafnarfjöldann, en það kæmi í ljós. Páll Guðmundsson spurði hver væri þarfagreining vegna nýju ferjunnar. ­ Friðfinnur Skaftason sagði að gerð hefði verið þarfgreining en hann væri ekki með þær upplýs­ ingar með sér. Aðalatriðið væri að hægt yrði að halda upp samgöngum allt árið og flutningsþörfinni væri hægt að mæta með fleiri ferðum. Hjörtur Hermannsson spurði hvort gert væri ráð fyrir sérrými fyrir flutninga á rusli frá Vestmanna­ eyjum. ­ Jóhannes svaraði því til að svo væri ekki. Stefán Sigurjónsson spurði hvort ekki hefði komið til tals að hafa tvístefnuskip. ­ Jóhannes sagði að slíkt skip hefði verið til umræða hjá hópnum en þeir teldu það ekki heppilegt. Tvístefnuskip þyrfti að vera 5 til 8 metrum lengra til hafa sömu flutningsgetu og einstefnu­ skip. Þá þyrfti tvístefnuskip að hálfsnúa sér bæði í Vestmannaeyjahöfn og Landeyjahöfn. Hann sagði líka að einstefnuskip kláraði sig miklu betur í miklum sjó. Ellliði Vignisson spurði tveggja spurninga, hversu mikið olíukostnað­ urinn myndi lækka með nýju ferjunni og hinsvegar hversu miklar frátafir yrðu við siglingar í Landeyjahöfn. ­ Jóhannes sagðist ekki hafa olíusparnaðinn á hreinu en hann væri mikill. Varðandi frátafirnar svaraði Sigurður Áss Grétarsson þeirri spurningu og sagði að miðað væri við að nýja ferjan gæti siglt í 90% af tímanum, núverandi Herjólfur væri að sigla í ca 67% af tímanum. Reiknað er með að falla myndu út 10 heilir daga og það yrði röskun í 30 daga. Guðmundur Þ.B. Ólafsson spurði um öryggisbúnað ferjunnar. ­ Jó­ hannes sagði að sami búnaður yrði á nýju ferjunni og notaður væri á samskonar ferjum í dag. „Eldvarn­ arveggir yrðu milli hólfa. Fjórir björgunarbátar sem hver tekur 150 manns verða um borð, sem hægt er að fara í innan úr ferjunni. Því til viðbótar er einn hraðskreiður björgunarbátur og björgunarbelti fyrir alla. Þessi búnaður er sá er bestur þykir.“ Arngrímur Magnússon spurði í ljósi atburða dagsins (föstudagsins), þegar veltiuggi á Herjólfi bilaði, hvort nýja ferjan yrði með veltiugg­ um eða veltitönkum. ­ Jóhannes sagði að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvor búnaðurinn yrði valinn. „Frumteikning af ferjunni væri með veltiuggum en stýrihópurinn vildi frekar hafa veltitanka, það væri einfaldari búnaður. Góðir veltiuggar virka 90% en veltitankar 50­60%. En endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir“ sagði hann. Fundarstjóri var Sigrún Sigurgeirs­ dóttir og stýrði fundinum af röggsemi. Hún gat þess að stýrihópurinn og starfsmenn hans hefðu ætlað að koma á fundinn með Herjólfi úr Landeyjahöfn en þar sem hann var með bilaða veltiugga, fór Lóðsinn í Landeyjahöfn og sótti hópinn. Samgöngur hafa lengi verið hitamál í Eyjum og margir verið stóryrtir þegar um þær hefur verið rætt, en fundarmenn voru kurteisir og málefnalegir og vonandi er það fyrirboði þess að Vestmannaeyingar geti staðið saman um betri lausn á samgöngumálum Eyjanna en nú er. þótt sú lausn sem nú er í farvatniu verði áreiðanlega ekki sú endan­ lega. Eins og sést er gert ráð fyrir bílalyftu bakborðsmegin í skipinu en stjórnborðsmegin verða vagnar.Teikningar af fyrirhugaðri ferju. Guðjón Sigtryggsson nýr útibús- stjóri Skeljungs í Eyjum: Spennandi og fjölbreytt starf :: Engar breytingar framundan, áfram góð þjónusta og gott vöruúrval Guðjón Sigtryggsson tók á dögunum við sem stöðvarstjóri Skeljungs í Vestmannaeyjum en Eiríkur Þorsteinsson lét af störfum á sama tíma. „Nýja starfið leggst mjög vel í mig. Ég tek við góðu búi af Eiríki sem hefur sinnt þessu starfi í nokkur ár. Auðvitað eru þetta nýir hlutir sem maður er að fást við í dag en það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt. Ég er með flottan stráka með mér hjá Skeljungi svo þetta getur ekki klikkað,“ sagði Guðjón í samtali við Eyjafréttir. Guðjón tók formlega við starfinu 1. október síðastliðinn en var fram að því að koma sér inn í starfið. Guðjón er jafnframt yngsti stöðvarstjórinn hjá Skeljungi. „Eins og við segjum í léttu gríni í vinnunni, „yfirmaður með fimm háskólagráður“. En það er bara mjög gaman fyrir mig að fá þetta traust frá Skeljungi.“ Hvað felst í starfinu? „Mitt starf felst í því að sjá um rekstur á útibúinu, afgreiða í versluninni hérna inni á Eiði, sjá um olíustöðina, hafa umsjón með dreifingu á eldsneyti og þeim vöruflokkum sem við höfum upp á að bjóða. Svo kemur fyrir að ég skelli mér í akstur sjálfur ef á þarf að halda. Þannig að það er að mörgu að hyggja og það gerir starfið svo spennandi.“ Guðjón hefur verið hjá Skeljungi í um þrjú ár en hann segir engar stórvægilegar breytingar framundan hjá Skeljungi í Vestmannaeyjum. Þrír starfa nú í útibúinu, Guðjón, Jón Helgi og Tryggvi. „Stór hluti af okkar starfi er að sinna fiski­ skipaflotanum en við erum í raun að keyra vélaolíu, bensíni, díselolíu, sápum og vörum út um alla eyju. Þá sjáum við alfarið um að afgreiða olíuskipin þegar þau koma til Eyja,“ sagði Guðjón og skoraði á Eyja­ menn að kíkja við í verslunina inni á Eiði. „Ég lofa því að þjónustan verður til staðar og við gerum allt það sem við getum til að kúnninn fari hress og glaður út. Einnig vil ég benda á að bensíndælan upp á Orkustöð við Tvistinn er ný og höfum við hafið sölu á vélaolíu þar. Þannig að þeir sem eru á vinnu­ vélum, geta nýtt sér hana og svo er hún mun hraðari en gamla dælan.“ Eins og fram kemur hér að ofan, tekur Guðjón við af Eiríki Þorsteins- syni hjá Skeljungi í Vestmannaeyjum. Í síðustu viku var haldið kveðjuhóf með stjórnendum Skeljungs, helstu viðskiptavinum og starfsmönnum þar sem Eiríki voru þökkuð góð störf í gegnum tíðina. Ferjan á að geta flutt 390 farþega í ferð sem er nánast sami farþegafjöldi og núverandi Herjólfur flytur, utan dagana í kringum Þjóðhátíðina en þá hefur fengist undanþága hjá Samgöngustofu fyrir 525 farþega. Jóhannes sagði að miðað væri við gott aðgengi allra farþega að komast um borð og frá borði og komast um allt skip án þess að þurfa að vera uppá aðstoð komnir. Bæði væru góðir stigar milli hæða og eins lyfta fyrir þá sem ekki ganga sjálfir eða eiga erfitt um gang. ” JúlíuS G. InGaSon julius@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.