Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Blaðsíða 11
°
°
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. október 2014
Framhaldsskólinn :: Fyrirlestrar um hættu netsins
:: Bæði fyrir forráðmenn og foreldra:
Þeir sem eyða of miklum tíma
á netinu missa áhuga á öllu
:: Skiptir því höfuðmáli að foreldrar eigi gott samband við börnin sín
:: Tali reglulega við þau og eyði með þeim tíma :: Öll umræða um að
loka eða hætta ógagnleg og óskynsamleg
Í næstu viku verða fyrirlestrar
um hættur netsins. Þórir
Ingvarsson, fjallar um málið út
frá sjónarmiði lögreglumanns
og hvernig netið og vandamál
sem því tengjast birtast í starfi
hans. Eyjólfur Örn Jónsson,
sálfræðingur fjallar um ofnotkun
netsins og hættur sem henni
fylgja. Farið verður yfir hætt-
urnar og hvernig best megi
verjast þeim og jafnvel forðast
þær. Börn og unglingar eru
sérstaklega útsett fyrir þessum
vandamálum og því mikilvægt
að foreldrar skilji vandann og
viti hvað best sé að gera í
málinu. Þeir benda á að netið er
komið til að vera og því þýði lítið
að loka augunum fyrir því að þar
geta leynst hættur eins og
annarsstaðar. Börn séu ekki
send út í umferðina án þess að
hafa lært umferðarreglurnar en
foreldrar opni oft heim netsins
fyrir þeim án þess að skilja hann
almennilega sjálf. Með réttri
vitneskju og nálgun eigi allir að
geta notið netsins og alls sem
að það hefur upp á að bjóða án
vandkvæða. Fræðsla fyrir
forráðamenn verður klukkan
17.15 í sal FÍV þriðjudaginn 28.
október og fræðslan fyrir
nemendur verður 29. október í
skólunum.
„Nú til dags er fólk í netsambandi
svo til allan sólahringinn og netið
orðið að órjúfanlegum hluta lífs
okkar flestra. Af þessum sökum
hefur reynst frekar erfitt að greina
hvað sé „hæfileg“ notkun,“ sagði
Eyjólfur Örn þegar hann var
spurður um hvað geti talist hæfileg
notkun og þá eftir aldri og hvenær
keyrir tölvunotkun úr hófi.
„Upp hafa sprottið alls kyns
viðmið í gegnum árin. Félag
barnalækna í Bandaríkjunum mælir
með að börn að 14 ára aldri eyði
ekki meira en tveimur tímum á dag
fyrir framan skjá en staðreyndin er
að hjá flestum börnum eru þetta á
bilinu fimm til sjö tímar. Samtök
tæknifrömuða í Silicone Valley
mæltu fyrir nokkrum árum með að
fólk tæki sér eins dags pásu frá
tækninni í viku hverri. Þegar að við
skoðum fíkn eða ofnotkun, miða
stofnanir við 38 tíma á viku eða
hvenær einstaklingurinn byrjar að
fórna hlutum úr lífi sínu til að geta
verið í tölvunni. Þegar einstak
lingur má ekki lengur vera að því
að sinna athöfnum sem að ættu að
skipta hann máli eins og vinnu,
skóla, vinum, fjölskyldu, áhuga
málum, svefni o.s.frv. Þá má segja
að tölvunotkunin hafi keyrt fram úr
hófi.“
Foreldrar fylgist vel með
Ef hún keyrir úr hófi, hverju eiga
foreldrar að leita eftir?
„Foreldrar sem að hafa áhyggjur af
börnunum sínum ættu að fylgjast
með hvað börnin þeirra eru að
sækja í á netinu og hvernig
jafnvægið hjá þeim er. Þau ættu að
fylgjast með áhugahvöt barna sinna
en þegar að einstaklingur fer að
eyða of miklum tíma á netinu missir
hann gjarnan áhugann á öllu þar
fyrir utan. Þarna skiptir því
höfuðmáli að foreldrar eigi gott
samband við börnin sín, tali reglu
lega við þau og eyði með þeim
tíma. Þá getur verið gott að taka
þátt í því sem að þau gera. Margir
foreldrar eru virkir í lífi barna sinna
þegar að það kemur að skipulögð
um íþróttum en samverunni má
ekki gleyma þegar að tölvunotkun
inni kemur.“
Eru krakkar að leita að klámi og
ofbeldi og í hvað miklu mæli?
„Það eru að sjálfsögðu alltaf
einhverjir sem að leita að klámi og
ofbeldi og munu sjálfsagt áfram
gera það um ókomna tíð,“ svaraði
Eyjólfur Örn. „Spurningin er
kannski ekki hverjir eða hversu
margir sækja í þessa hluti heldur
hvernig þessir hlutir eru matreiddir
ofan í börnin okkar. Meðal
karlkyns skjólstæðinga minna er
klám og ofbeldi gjarnan sjálfsagðir
hlutir og eitthvað sem tilheyrir
daglegu lífi.
Þeirra sýn á þessa hluti er gjarnan
svolítið bjöguð og einkennist af
sérkennilegum hugmyndum og
tilfinningalegum doða. Þessu fylgir
að svona efni verður sífellt grófara
til að vekja viðbrögð. Rannsóknir
hafa bent til að á netinu sé að finna
meira en 240 milljón síður sem
innihalda klámfengið efni af
einhverjum toga og börnin okkar
verða sífellt yngri þegar að þau
upplifa klámfengið efni í fyrsta
sinn.“
Orðið til á ótrúlega
stuttum tíma
Tölva er líka undratæki og það
hlýtur að mega segja ýmislegt
jákvætt um hana?
„Tölvur eru án vafa undratæki og
að margra mati markar netið
hápunkt mannlegrar sköpunar. Við
höfum búið til ótrúlega víðfeðmt og
öflugt tæki sem hefur á gríðarlega
stuttum tíma breytt heiminum sem
við lifum í. Langflestar þessar
breytingar eru til hins betra og hafa
gert líf okkar betra á ótrúlega marga
vegu.
Fólk hefur alltaf óttast nýja tækni,
þannig er til dæmis sagt að Sókrates
hafi óttast áhrif ritmálsins á
sagnahefðina og fyrir ekkert allt of
löngu var álitið að sjónvarpið myndi
eyðileggja heilu kynslóðir fólks.
Þessar dómsdagsspár hafa ekki
orðið að raunveruleika og þar er
næsta víst að netið verði engin
undantekning.
Netið er komið til að vera og er
því öll umræða um að loka eða
hætta ógagnleg og óskynsamleg.
Líkt og flest er samt hægt að mis
nota netið á ýmsa vegu og getur sú
misnotkun haft alls kyns slæm áhrif
á þá sem fyrir henni verða; of
margir hamborgarar leiða til að
mynda ekki til neins góðs þó að
þeir geti verið góðir og jafnvel
gagnlegir við og við. Það hversu
víðfeðmt netið er gerir það að
verkum að leiðirnar til að nota það
bæði til góðs og ills eru ótrúlega
margar. Foreldri sem ekki kann á
umferðina mun eiga erfitt með að
kenna börnunum sínum umferða
reglurnar en það leikur enginn vafi
á að þrátt fyrir að umferðin sé okkur
flestum góð og gagnleg þurfum við
að nálgast hana af varkárni og
kunna ákveðnar reglur í tengslum
við hana,“ sagði Eyjólfur Örn sem
vonast til að sjá sem flesta á
fyrirlestrunum. Höfðar hann
einkum til forráðamanna nemenda.
Út er komin bókin Nálariddarasaga
eftir Evu Þengilsóttur og ætlar
höfundur að koma hingað til Eyja
og lesa fyrir gesti í Eymundsson nk.
laugardag kl 12:00. Eva er nátengd
Eyjunum, en eiginmaður hennar er
Eyjapeyinn Martin Eyjólfsson. Nála
riddarasaga fjallar um stúlkuna
Nálu og hugumstóran riddara sem
þeysir um heiminn á hestinum
sínum fráa og berst við alla sem á
vegi hans verða.
Nála er fyrst og fremst ævintýri en
fjallar í raun um það hvernig við
kjósum að nota það sem við höfum
eða fáum í hendur. Valið um gott og
illt, stríð og frið og þau hlutverk
sem við leikum stundum af því að
við þekkjum ekki annað.
Í umsögn Vigdísar Finnbogadóttur
um bókina segir: „Ekkert er
skemmtilegra en að skoða og lesa
góðar barnabækur og hér er ein,
fallegt listaverk sem byggir á
íslenskum menningararfi. Þessi saga
býr yfir miklum og margvíslegum
boðskap: með ólíkri nálgun og
lífsafstöðu getur það sem eyðir og
grandar skapað frið og kærleika.“
Eymundsson á
laugardag:
Heitt
súkkulaði
og sögu-
lestur
Síðastliðinn miðvikudag fengu
Framhaldsskólinn í Vestmanna
eyjum og Grunnskólinnn í Vest
mannaeyjum góða heimsókn frá
Konfúsíusarstofnuninni Norður
ljósum. Stofnunin færði skólunum
myndarlegar bókagjafir en Konfúsí
usarstofnunin Norðurljós var
stofnuð árið 2008 með samstarf
samningi Háskóla Íslands, Mennta
málaráðuneytis Kína og Ningbo
Háskóla. Tilgangur stofnunarinnar
er að stuðla að aukinni fræðslu á
meðal Íslendinga um tungu,
menningu og samfélag Kína með
námskeiðum, fyrirlestrum,
ráðstefnum, kvikmyndasýningum
og öðrum viðburðum.
Stofnunin er kennd við kínverska
heimspekinginn Konfúsíus og
norðurljósin, sem þykja einkenna
Ísland, en Konfúsíusarstofnanir eru
starfræktar víða um heim.
Konfúsíusarstofnunin í heimsókn
hjá skólunum í Eyjum
Frá afhendingu bókanna í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Kínverskukennarinn Yucheng Jia,
Áslaug Tryggvadóttir, sérkennari FÍV, Helga Kolbeinsdóttir, skólameistari FÍV og Þorgerður Anna Björns-
dóttir, starfsmaður Norðurljósa.
Forritarar
framtíðar-
innar
styrkja GRV
:: Ætlað að efla
tækni- og forrit-
unarkennslu
barna
Grunnskóli Vestmannaeyja (GRV)
fékk í gær afhentann, í höfuð
stöðvum tölvuleikjafyrirtækisins
CCP í Reykjavík, myndarlegan
styrk úr sjóðnum Forritarar
framtíðarinnar. Þrír aðrir skólar
hlutu styrk úr sjóðnum sem var upp
á fjórar milljónir króna samtals en
styrkirnir eru í formi tölvubúnaðar
og þjálfunar kennara til forritunar
kennslu fyrir nemendur.
„Sjóðurinn Forritarar framtíðar
innar hóf starfsemi sína í byrjun árs
2014 og er megin hlutverk sjóðsins
að efla forritunar og tæknimenntun
í grunn og framhaldsskólum
landsins. Skólar og sveitarfélög
geta sótt um styrki úr sjóðnum til að
efla tæknikennslu og notkun á tækni
í skólastarfi og fá til þess þjálfun og
tækjabúnað, allt eftir þörfum hvers
og eins. Þetta er í annað sinn sem
úthlutað er úr sjóðnum en fyrri
úthlutunin fór fram 21. febrúar sl.
Var þá úthlutað styrkjum að
verðmæti fjórar milljónir króna.
Samtals hefur því sjóðurinn
úthlutað virði tæpra 8 milljóna
króna í styrki til skóla á þessu ári,“
segir í fréttatilkynningu frá
sjóðnum.
Einar Örn Jónsson, sálfræðingur.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is