Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Blaðsíða 14
°
°14
Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. október 2014
Í síðustu viku var haldin vinavika
í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Vinavikan náði svo hápunkti
síðastliðinn miðvikudag þegar
græni vinadagurinn var haldinn í
skólanum. Þá heimsóttu eldri
nemendur skólans þá yngri og
áttu skemmtilega stund með
þeim. Nemendur og starfsfólk
gekk svo fylktu liði frá skóla-
byggingunum tveimur, Hamars-
skóla og Barnaskóla undir
öruggri forystu trommuleikara.
Á Stakkó komu hoparnir svo
saman og sungu nokkur lög en
forsöngvari var tónlistakennar-
inn og söngfuglinn Jarl Sigur-
geirsson.
Vina-
dagurinn
græni í
GRV
Trommarasveit fór fyrir skrúðgöngu frá skólunum á Stakkó
Eyjamenn fjölmenntu í miðbæinn á bleika daginn á fimmtudag og gerðu sér glaðan dag og góð kaup.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tekur út ísinn á Joy.Einsi Kaldi bauð upp á bleikan drykk til styrktar Krabbavörn.
Erla í Eymundsson kenndi gestum og gangandi rússneskt hekl. Systurnar í Klöpp kíktu á úrvalið hjá Rakeli í 66° norður.
Axel Ó bauð fjölmörg tilboð.
Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri. Það var margt um manninn á Stakkagerðistúni þegar allir nemendur GRV höfðu safnast þar saman.
Yngstu nemendurnir tóku lagið.
Októbermánuður er bleikur
mánuður en í mánuðinum er í
gangi árveknis- og fjáröflunará-
tak Krabbameinsfélags Íslands
gegn krabbameini í konum.
Kaupmenn og veitingamenn í
Eyjum sameinuðust síðastliðið
fimmtudagskvöld, á Bleika
daginn, um að hafa verslanir og
veitingahús opin fram á kvöld
þar sem boðið var upp á sérstök
tilboð og um leið var fé safnað til
styrktar Krabbavarnar í Vest-
mannaeyjum. Óskar Pétur
Friðriksson, ljósmyndari Eyja-
frétta rölti um miðbæinn og
myndaði það sem fyrir augu bar
og var ekki að sjá annað en að
stemmningin í miðbænum hafi
verið góð.
Miðbærinn
bleikur í
síðustu viku