Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. janúar 2016 Útgefandi: eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Gígja óskarsdóttir - gigja@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Íþróttir: Guðmundur tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: ómar Garðarsson. prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: óskar Pétur friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. Símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Gagnrýni minnihlutans á ráðningu í stöðu slökkviliðsstjóra hefur alfarið snúið að þeim þáttum er lúta að starfsháttum þeirrar ráðningar. Ekki hefur verið farið í svívirðingar, dónaskap né upphrópanir eins og meirihlutinn hefur haldið fram. Eðlilegt var hjá minnihlutanum að leiðrétta þann misskilning sem fram hafði komið að fagráð hefði fjallað um stöðu slökkviliðsstjóra. Í stjórnsýslunni er gerð rík krafa um gagnsæi og af góðri ástæðu. Því er nauðsynlegt að í litlum sam- félögum, eins og hér í Vestmanna- eyjum, sé öllum verkferlum við ráðningar innan stjórnsýslunnar fylgt eftir. Skapa öryggi og trúverðug- leika fyrir starfsmenn stjórn- sýslunnar Gagnsæi ráðninga er mikilvægur þáttur í ferli ráðninga, ekki einungis til þess að koma í veg fyrir að ráðið sé í stöður innan sveitarfélagsins á óréttlátan hátt, heldur líka til þess að skapa öryggi og trúverðugleika fyrir starfsmenn stjórnsýslunnar svo að ekki sé hægt að vega að réttmæti ráðninga starfsmanna og hæfni með sögusögnum sem getur litað framtíðarstörf þeirra. Að því gefnu er því mikilvægt, þegar verið er að breyta eða hagræða stöðugildum innan stjórnsýslunnar, að gagnsæi sé í hávegum haft, m.a. með því að fjallað sé um þau mál innan viðkomandi fagráðs. Aukið gagnsæi í ráðningum kemur í veg fyrir óréttmætar sögusagnir Í því máli sem hefur verið til umfjöllunar sl. daga hefði verið ákjósanlegast að kynna væntanlega sameiningu stöðu slökkviliðsstjóra og eldvarnaeftirlitsmanns í því ráði sem heldur um starfsmannamál bæjarins. Úr því að til stóð að sameina stöðurnar aftur, hefði þá ekki verið réttast að taka fram þegar staða eldvarnafulltrúa var auglýst á sínum tíma að um tímabundna stöðu væri um að ræða? Þegar stöðurnar tvær yrðu svo sameinaðar aftur yrði starfið auglýst samkvæmt gildandi skipuriti. Sá aðili, sem ráðinn hefði verið sem eldvarna- fulltrúi, gæti eins og aðrir sótt um þá stöðu. Aukið gagnsæi í ráðn- ingum kemur í veg fyrir óréttmætar sögusagnir sem því miður skapast oft í litlum samfélögum. Vöndum okkur í framtíðinni Eyjalistinn vildi aðallega vekja athygli á að betur hefði mátt fara í verklagi við ráðningu nýs slökkvi- liðsstjóra. Góðir stjórnsýsluhættir felast í því að hinn almenni borgari upplifi að gagnsæi ríki í fram- kvæmd og að skýringar séu gefnar á hagræðingu áður en henni er hrint í framkvæmd. Vöndum okkur í framtíðinni og vinnum öll saman að því að kveða niður óréttmætar sögusagnir, sem geta vegið að starfsheiðri manna, með gagnsæjum stjórnsýsluháttum. Eyjalistinn Þann 16. desember var skrifað undir verksamning vegna byggingar á nýju tengivirki HS Veitna og Landsnets sem rísa á við hraunkantinn austan við mjölgeymslu FES. Verkkaupi er HS Veitur og verktaki er Steini og Olli byggingaverktakar ehf. Samkvæmt upplýsingum Sigurjóns I. Ingólfssonar, svæðisstjóra í Vestmannaeyjum, er samningsupp- hæðin, með virðisaukaskatti, 279,9 milljónir króna. Áætlaður verktími þangað til hægt er að setja upp 66 kV háspennu-, stjórn- og varnar- búnað er til 15. júlí nk. Einnig er reiknað með að spennarýmið verði klárt á þeim tíma. Frágangi utanhúss og þar með verkinu öllu á að vera lokið eigi síðar en 1. október 2016. Í tengslum við þetta verk verður farið í að leggja strengi frá tengivirkinu eftir Strandvegi og að Skildingavegi. Sú vinna verður unnin í áföngum og verður stílað inn á sem minnst rask fyrir hagsmunaaðila. Verkinu lýkur ekki að fullu fyrr en hægt er að hleypa straumi á 66 kV tengivirkið. Vonandi verður það eigi síðar en um næstu áramót og mun þá það afl sem HS Veitur hafa til ráðstöfunar meira en tvöfaldast, fer úr 22 MW í 50 - 60 MW. Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi hækkar fargjald fyrir tvo fullorðna með bíl og tveggja manna klefa fram og til baka til Þorlákshafnar úr 26.880 krónum og í Landeyjahöfn fram og til baka í 9.100 krónur. Með 40 prósent afslætti kostaði farið 16.128 krónur í Þorlákshöfn og 5.460 í Landeyjahöfn þar sem klefi er ekki innifalinn. Eftir hækkun um áramótin verður fargjaldið 9.520 krónur í Landeyja- höfn á fullu verði og 27.360 í Þorlákshöfn. Með 40 prósenta afslætti kostar 5712 að fara fram og til baka í Landeyjahöfn og 16.416 krónur í Þorlákshöfn. Hækkun frá fyrri gjaldskrá miðað við fullt verð er 420 krónur og 480 krónur og með 40 prósenta afslætti 252 krónur og 288 krónur. „Við hækkuðum ekki afsláttarkort- in þ.e. þau og breytingagjaldið er óbreytt. Í dag kostar kortið 34.500 krónur sem er 57.500 króna inneign þegar miðað er við fullt verð,“ sagði Gunnlaugur Grettisson, forstöðu- maður ferjureksturs Eimskips, aðspurður um breytingar á far- gjöldum og ástæðum þeirra. Hann tók annað dæmi, fjögurra manna fjölskyldu, tveir fullorðnir, einn unglingur og eitt barn undir tólf ára og bifreið, báðar leiðir. Einnig er tveggja manna klefi í verðinu til Þorlákshafnar. Í Landeyjahöfn var fargjaldið á fullu verði 10.360 krónur, 29.160 í Þorlákshöfn og með 40 prósenta afslætti 6.216 krónur í Landeyja- höfn og 17.496 krónur í Þorláks- höfn. Það verður á fullu verði 10.840 krónur og 29.680 krónur en með afslætti 6.504 krónur og 17.808 krónur og hækkunin er fyrir fullt verð 480 og 520 krónur og með afslætti 288 og 312 krónur. „Gjaldskrá Herjólfs tekur breytingum samkvæmt svokallaðri ferjuvísitölu sem breytist í samræmi við launavísitölu sem vegur 50%, olíuverð sem vegur 30%, hafnar- gjöld en vægi þeirra er 10% og byggingavísitölu sem vegur 10%. Ferjuvísitalan mælir nú 3,14% hækkun. Gjaldskrá Herjólfs hækkaði síðast 1. janúar 2013 og hefur því verið óbreytt sl. þrjú ár. Á þessum tíma hefur vægi launa- vísitölunnar í ferjuvísitölunni hækkað um 11,03%, vægi skipagas- olíu án vsk. lækkað um 9,55%, vægi hafnargjalda Vestmannaeyja- hafnar hafa hækkað um 0,61% og vægi byggingavísitölu um 1,05%. Samtals eru þetta 3,14%. Gunnlaugur sagði þetta alltaf erfitt við að eiga. „Þó hækkunin sé ekki mikil þá er það þannig að ef fólki finnst gjaldskráin, s.s. þegar siglt er til Þorlákshafnar, þegar vera of há er lítil hækkun á einhverju sem því fannst áður of hátt. Samningur okkar er með þessum hætti og tekur eðlilega mið af þeim breytingum sem ég nefndi hér á undan. Svo geta ákveðnir þættir í rekstri hafa hækkað umfram það sem einhver vísitala mælir en það kemur ekki fram í breytingu á gjaldskrá heldur þarf rekstraraðilinn að bera það,“ sagði Gunnlaugur að endingu. Vilji minnihlutans til gagnsæis í ráðningum a ð S e n d G r e i n Hækkanir á fargjöldum Herjólfs :: Taka mið af ferjuvísitölu: Lítil hækkun á því sem fólki finnst þegar of hátt :: Hækkaði síðast 1. janúar 2013 :: Lægra olíuverð dregur úr hækkun :: Launavísitala hækkað um 11,03 ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is HS Veitur :: Nýtt tengivirki: Samningur við Steina og Olla upp á 280 milljónir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna og Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri Steina og Olla við undirritun samningsins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.