Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2016, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. janúar 2016 Starfsmaður í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyjabær auglýsir hér með eftir starfsmanni í 100% starf í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja. Um er að ræða almennt starf sem tengist fjölmörgum verkefnum í ýmsum málaflokkum svo sem umferðar- og samgöngumálum, umhverfismálum, holræsa- og fráveitu- málum svo eitthvað sé nefnt. Umsækjandi skal vera með vinnuvélaréttindi fyrir smærri tæki svo sem dráttarvél. Viðkomandi getur hafið störf strax eða eftir samkomulagi. Um reyklausan vinnustað er að ræða. Laun samkvæmt kjarasamningi Stavey og Drífanda, Verkamaður II. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Þ. B. Ólafsson, rekstrarstjóri Þjónustumiðstöðvar, Heiðarvegi 14, sími 488-2500. Umsóknarfrestur er til 26. janúar 2016. Umsóknum skal skilað í afgreiðslu í Ráðhúsinu Kirkjuvegi 50, fyrir þann tíma. -------------------------------------------------------------------------------- Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjarbæjar: STÖÐULEYFI FYRIR SÖLU- BÁSA OG SÖLUVAGNA 2016 Í samræmi við samþykkt Vestmannaeyjabæjar um Götu- og torgsölu auglýsir umhverfis- og framkvæmdasvið eftir umsóknum fyrir árið 2016. Um er að ræða tvö sölusvæði: Svæði A: þrjú leyfi við Básaskersbryggju Svæði B: tvö leyfi við Skipasand Við afhendingu umsóknar skal umsækjandi tilgreina staðsetningu, tímabil og þá skal fylgja mynd af söluvagni/ bás ásamt tækniupplýsingum. Gjald samkvæmt gjaldskrá samþykktar. Umsóknum skal skila skriflega, til umhverfis- og fram- kvæmdasviðs Skildingavegi 5, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið bygg@vestmannaeyjar.is, eigi síðar en 28. janúar 2016. VIGTARTORG Vestmannaeyjabær mun í sumar leigja út fjóra sölubása á Vigtartorgi fyrir ýmiss konar markaði, vörukynningar o.fl. Hægt er að senda inn umsóknir og fyrirspurnir á veffangið bygg@vestmannaeyjar.is Gjald samkvæmt gjaldskrá samþykktar. AUGLÝSINGASKILTI Að gefnu tilefni er eigendum verslana og veitingahúsa bent á að lausaskilti sem auglýsa þjónustu, vörur og opnunartíma starfsstöðvar er aðeins heimilt að setja upp á eigin lóð eða við aðalinngang nema að fengnu leyfi umhverfis- og skipulagsráðs. Lausaskilti skulu aðeins standa úti á opn- unartíma starfsstöðvar og skal stærð þeirra vera innan við 1 m2. Staðsetja skal lausaskilti þannig að umferð vegfarenda sé greið og hindrunarlaus. Skipulagsfulltrúi Vestmannaeyjabær Ráðhúsinu | 902 Vestmannaeyjum | kt. 690269-0159, sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyjar.is Stimplar Ýmsar gerðir og litir Eyjafréttir Strandvegi 47 | S. 481 1300 Í tilefni af 60 ára afmæli Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns opnar hann málverkasýningu í Einarsstofu laugardaginn 23. janúar nk. kl. 14.00. Þar sýnir afmælisbarnið ný og nýleg verk. Á sama stað tekur afmælisbarnið á móti gestum frá kl. 14.00-17.00 og vonar að sem flestir sjái sér fært að líta við. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa stund. Afmælis- barnið afþakkar allar gjafir en þeim sem vildu gleðjast með honum er bent á áhuga hans á samfélags- málum og þeim, sem vilja leggja málefnum Hæfingastöðvarinnar í Búhamri og Sambýlinu í Eyjum lið, er bent á að söfnunarbaukur veður á staðnum og verður afraksturinn notaður í samstarfi við starfsmenn stofnananna. Ásmundur Friðriksson 60 ára Góð þátttaka var í hinni árlegu Jólakrossgátu Eyjafrétta. Lausnar- orðið að þessu sinni var KERVÍK- URFJALL. Dregið var úr innsendum lausnum á mánudag og kom upp nafn Ágústu Högnadóttur, Austurvegi 2. Hún kom við á Eyjafréttum í gær og sótti vinninginn, bókina Íslenskt prjón. Jólakrossgáta Eyjafrétta: Ágústa Högnadóttir dregin úr fjölda þátttakenda Ágústa tekur við verðlaununum úr hendi Söru Sjafnar Grettis- dóttur blaðamanns Eyjafrétta. Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.