Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Blaðsíða 18
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. júní 2016 félagið í Osló. Í Tromsø komu dagblaðið Nordlys að móttöku barna ásamt bændasamtökunum í þeim landsfjórðungi og margir fleiri aðilar. Hugmyndin að baki ferðinni kom fyrst fram tíu dögum eftir að eldgosið hófst. Norðmenn fundu til með Eyjamönnum sem voru nú flóttamenn í eigin landi og vildu létta undir með börnunum og foreldrum þeirra. 909 þáðu boðið Upphaflega var hugmyndin að bjóða fjórum 40 manna hópum, samtals 160 börnum til dvalar í sumarbúðum í Huseby og ef viðbrögð yrðu góð mætti finna pláss fyrir 140 í viðbót. Fyrsta áætlun var því að bjóða 160 til 300 börnum, sjö til fimmtán ára í tveggja vikna frí til Noregs þeim að kostnaðar- lausu og farastjórar frá Vestmanna- eyjum áttu að fylgja hópunum. Rauði kross Íslands sendi öllum börnum sem búsett voru í Vest- mannaeyjum í janúar 1973 aldrinum sjö til fimmtán ára bréf í gegnum skóla sem þau gengu í á fastalandinu. Bréfið var boð um tveggja vikna sumardvöl í sumar- búðum í Noregi á tímabilinu júní til ágúst. Í byrjun apríl kom í ljós að af 1020 börnum sem fengu bréf ætluðu 909 að þiggja boðið. Nú voru góð ráð dýr, búið að bjóða börnunum í ferðalagið, áætlun A og B gerði ráð fyrir samtals 300 börnum og nú voru rúmlega 600 sem bættust til viðbótar í hópinn og einungis tveir mánuðir í að fyrsti hópurinn leggði af stað í ferðina góðu. Það stóð því aldrei til að börnin yrðu send á einkaheimili í ókunnu landi heldur fór þátttakan fram úr allra björtustu vonum. Undirbúningur ferðarinnar Það var úr vöndu að ráða en strax var tekin ákvörðun um að svíkja ekki gefin loforð, nóg hafði gengið á í lífi barnanna til þessa. Það varð því úr að Íslendingafélagið í Osló lánaði hús sitt í Norefjell og fleiri sumarbúðir voru fengnar að láni en það dugði ekki til fyrir allan þennan fjölda barna sem væntanleg voru til Noregs innan nokkurra vikna. Nú þurftu skipuleggjendur að finna einkaheimili fyrir hundruði barna, finna fjármagn fyrir ferðakostnaði, uppihaldi, fararstjórum og annað sem til féll. Vinna þurfti hratt í málunum til þess að hægt væri að standa við gefin loforð. Í Bergens tidende 27. apríl 1973 er frétt þess efnis að hugsanlega verði flogið með hóp barna í beinu flugi þangað ef einkaheimili geti tekið á móti þeim, í Den Norske Fjellskole på Høvringen verði hins vegar 180 börn. Hamar Arbeiderblad segir í yfirskrift í blaði sínu 7. maí 1973. ,,Eru einhverjir sem geta hjálpað börnum frá náttúruhamfaraeyju á Íslandi? 910 börn frá Vestmanna- eyjum til Noregs.“ Rætt var við Nils Dælin sem var sá fyrsti á þeim slóðum til þess að bjóða barni dvöl á heimili sínu. Hann segir ástæðu þess að hann vill taka á móti Vestmannaeyjabarni vera þá að hann vilji hjálpa þeim sem á harkalegan og ómaklegan hátt voru rifin burtu frá heimili sínu og nánasta umhverfi. Hann segir að það sé enginn vafi á því að þessi börn sem búið hafa þröngt eftir flótta frá heimilum sínum þurfi á fríi að halda. ,,Ég á sjálfur börn á sama aldri og það verður örugglega skemmtilegt og lærdómsríkt fyrir þau að hitta börn frá öðru landi.“ Metingur milli sveitarfélaga Sveitarfélög voru hvött til þess að fóstra börn þ.e.a.s. greiða fyrir kostnað vegna ferða þeirra, hvort sem þau gistu í sveitarfélaginu eður ei. Hans Høeg segir m.a. í viðtali við Stavanger Aftenblad að hann sé ósáttur við að stórt sveitarfélag eins og Stavanger sjái sér eingöngu fært að fóstra eitt barn, á meðan Osló greiði með 100 börnum og Rauði krossinn í Rogalandi greiði með 30 börnum. Stéttarfélög, stofnanir, félagasam- tök og einstaklingar voru öll hvött til að leggja málefninu lið með fjárframlögum, heimilum sínum eða vinnuframlagi. Fjársöfnun fór fram í norska ríkissjónvarpinu. Til marks um hversu viðamikið verkefnið var að taka á móti nær 1000 Vestmannaeyjabörnum í sumfrí með stuttum fyrirvara þá birti blaðið Tromsø í Norður Noregi frétt 5. maí 1973 um það sem kallað var á norskunni Aksjon Sommergj- est. Þar eru kemur fram að 110 börn komi til Tromsø, þau fyrstu í kringum 20 júní. Ábyrgðarmaður verkefnisstjórnar kom frá Lions klúbbi í Tromsdalen, í forsvari fyrir fjáöflun var einstaklingur frá JC í Tromsø og blaðamaður frá Tromsø blaðinu var ábyrgur fyrir skipulagningu verkefnins. Þá eru ótaldir allir þeir sem tóku börnin inn á heimili sín, fjámögnuðu og hjálpuðu til á annan hátt. Ferðin sjálf Með frábæru skipulagi og hjarta úr gulli tóku Norðmenn á móti yfir 900 börnum frá Vestmannaeyjum. Við vorum 114 sem fórum með beinu flugi til Tromsø í Norður Noregi á þjóðhátíðardaginn sjálfan 17. júní. Fæst okkar höfðum ferðast erlendis áður, spenningurinn var mikill og allir í sínu fínasta pússi. Í tilefni þjóðhátíðardagsins hafði unglingalúðrasveit Tromsø æft íslenska þjóðsönginn og spilaði hann þegar tekið var á móti okkur í móttöku á flugvellinum. Í mót- tökunni fengum við að hitta gestgjafa okkar og vita hvort við yrðum ein á heimili eða með öðrum næstu tvær vikurnar. Bergþóra Þórhallsdóttir sem þá var níu ára lýsti vel upplifun sinni í viðtali við Nordlys dagblaðið í Tromsø 1979. Hún segir (í minni þýðingu): ,,Ég man að við komum út úr flugvélinni og á móti okkur kom fullt af fólki. Svo kom einhver og spurði hvað við hétum og við vorum tekin í burtu af einhverjum fullorðnum. Hvert við vorum að fara höfðum við ekki hugmynd um.“ Heppin með fjölskyldu Ég var heppin, ég lenti hjá Anne og Bjarne Johansen, eldri hjónum að mér fannst þá, en sennilega hafa þau verið á sama aldri og ég er í dag. Dóttir þeirra Åsbjørg sá einnig um samskipti við okkur og erum við enn í sambandi. Anne og Bjarne höfðu sett fram þá kröfu að hafa tvö börn á sínu heimili. Það var gert til þess að við gætum tjáð okkur við hvort annað ef eitthvað kæmi uppá. Með mér var Bjarni Sveinbjörns- son sem spilaði fótbolta með ÍBV fyrir nokkuð löngu síðan en er jafnvel frægari í dag fyrir að vera faðir Birkis Bjarnasonar eins af hetjum íslenska landsliðsins í fótbolta. Við vorum á bóndabæ í a.m.k. klukkustundar akstri frá Tromsø. Það var allt fyrir okkur gert, bátsferðir, leikir við börnin af næstu bæjum, ferðir til Tromsø, sólstöðuhátíð o.fl. Skemmtilegast var að klifra í trjánum í Noregi en af þeim var nóg, það er í raun alveg sama við hvaða Eyjabarn var talað öll töluðu þau um trén í Noregi og hvað Norðmenn borðuðu mikið af brauði. Ég fór að sjálfsögðu að æfa mig í trjáklifri eins og önnur börn en féll niður úr trénu og handleggs- braut mig á öðrum degi. Í fyrsta skipti að heiman Erna Jóhannesdóttir, Egill Egilsson og Bergþóra heitin Árnadóttir söngvaskáld voru farastjórar í minni ferð. Þau fóru milli bæja og kíktu á börnin en auk þess voru staðarfjöl- miðlarnir notaðir til þess að koma skilaboðum til okkar og upplýs- ingum um hvar börnin væru staðsett. Margir voru að fara í fyrsta skipti að heiman frá foreldrum sínum í ókunnugt land og gátu ekki tjáð sig á norskunni. Ferðin var því mörgum börnum erfið en önnur nutu hennar í botn og fengu langþráð frí frá áhyggjum af framvindu mála, hvort höfnin myndi lokast, hvort við færum aftur heim, hvort vinirnir kæmu aftur, ættingjarnir o.s.fr. Norðmenn gerðu allt sem þeir gátu til þess að láta okkur líða vel og við fengum líka skipun um það að hlýða, vera kurteis, ekki sýna það ef okkur fannst maturinn vondur svo eitthvað sé nefnt. Það er til nokkuð magn af viðtölum við Vestmanna- eyjabörnin í norskum fjölmiðlum og ætla ég tæpa aðeins á nokkrum. Í Østlandsposten í Larvik 20. júní 1973 er viðtal við Högna Hilmisson þá níu ára, Ágústu Sveinsdóttur 12 ára og Gunnar Steingrímsson 13 ára. Þau voru öll ánægð að leika sér í sjónum sem var heitari en á Íslandi en líkaði ekki við býflugurnar og voru ósammála Högna um þá staðhæfingu hans að það væri mikið af ormum í Noregi. Ætluðu að flytja til Eyja Brauðát Norðmanna kom þeim á óvart og öll höfðu þau hitt önnur Eyjabörn í ferðinni, auk þess var málið ekki vandamál. Gunnar var svo ánægður með sína dvöl að hann ætlaði að koma aftur næsta sumar þegar hann væri búinn að safna sér pening. Ekki vildu þau tala um Ísland en öll ætluðu þau að flytja til Eyja við allra fyrsta tækifæri. Í skýrslu frá Huseby sumarbúðunum kom fram að börnin væru mjög atorkusöm, á daginn væru þau að byggja kofa, fara á hestbak, róa, físka og í boltaleikjum. Á kvöldin voru m.a. ljósmynda- eða kvikmyndasýningar eða kósý kvöld með kökum, saft eða heitt súkkulaði. Það var mat manna að börnin fengju þarna að upplifðu sama frelsið og þau höfðu heima í Eyjum. Í Telen Notodden 20. júní 1973 kemur fram að börnunum þyki spennandi að klifra í trjám, finnist ekki gott að borða brauð eða norskan afþýddan fisk og vilji frekar flatkökur. Þeim gengur betur að skilja Norðmenn en Norð- mönnum að skilja þau. Magnús Magnússon þáverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum var í heimsókn í Husebyvangen og var alsæll með móttökurnar sem Eyjabörnin fengu að því er fjölmiðlar í Noregi sögðu frá. Gísli og Arnór Helgasynir stjórnendur hinna vinsælu Eyja- pistla í ríkisútvarpinu fóru til Noregs og tóku viðtöl við börnin og fluttu í pistlum sínum. Alls staðar mættu þeim gleði og fjör. Eins og fram hefur komið var ferðin erfið fyrir marga, heimþrá, erfiðleikar við að tjá sig, einhverjir lentu í stíðni, ferðin stóð ekki undir væntingum og þess háttar. Meirihluti þeirra sem fóru til Noregs er að ég held sammála því að þeir hefðu ekki viljað sleppa ferðinni 1973. Hjálp Norðmanna vegna eldgosins 1973 Það var ekki nóg með að Norðmenn skipulögðu og greiddu fyrir sumarfrí rúmlega 900 barna til Noregs, þeir buðu einnig 20 fötluðum börnum frá Íslandi og 18 eldri borgurum frá Eyjum, auk þess fjölskyldu sem ekki var frá Vestmannaeyjum en fjölskyldu- faðirinn hafði slasast við björgunar- störf í Eyjum. Til Færeyja fóru 38 unglingar og nutu til þess styrks frá Norðmönnum. Norðmenn lögðu auk þess fram 40% af allri fjár- hagsaðstoð til okkar Eyjamanna vegna eldgosins á Heimaey 1973. Norðmenn reyndust okkur góðir vinir og frændur og fyrir það eiga þeir alltaf stað í mínu hjarta. Sagan Ferðin til Noregs 1973 og upplifun barnanna frá Vestmannaeyjum og af gosinu sjálfu með þeim erfiðleik- unum sem fylgdu í kjölfarið hefur ekki verið gerð nægjanleg skil að mínu mati. Nú eru börnin sem til Noregs fóru komin á miðjan aldur og foreldar þeirra að eldast. Það sama á við um það yndislega fólk sem skipulagði ferðina og fóstraði okkur í Noregi sumarið 1973. Í mínum huga ber okkur að gæta þess að það vinarþel sem Norðmenn sýndu okkur gleymist ekki. Heimildarmyndin Útlendingur heima tekur á framangreindu viðfangsefni að einhverju leyti og mitt framlag er BA ritgerðin um ferðina og nú þessi grein sem byggist á henni. En við verðum að gera meira áður en það verður um seinan. Á þessari mynd má sjá í forgrunni hluta af árgangi 1959 í Noregsferðinni 1973. Árgangur 1959 fermdist allur saman í Skálholti gosárið 1973. Á myndinni eru Elín Eiríksdóttir, Ester Birgisdóttir, Birgir Sveinsson, Jóhannes Þórarinsson, Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir, Eygló Kristinsdóttir, Elín Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir. Fjölskyldan: Guðrún er gift Gylfa Sigurðssyni og eiga þau börnin, Erling Þór, Bjarteyju og Jóhönnu Björk. Barnabörnin eru orðin tvö og heita Bjartey Ósk og Eyþór Addi. Þegar 40 ár voru frá goslokum stóð Kristín Jóhannsdóttir fyrir því að sett var upp sýning, sem rifjaði upp ferðir Vestmannaeyjabarna til Noregs. Mjög fjölsótt sýning í Einarsstofu sem tókst frábærlega í alla staði. Enda hafði þessi hluti gossögunnar ekki verið sagður áður. Sigrún Einarsdóttir, sem er með Kristínu á myndinni var sýningar- hönnuður. Hún gerði mjög flotta sýningu, enda var henni málið skylt. Hún var ein af okkur Noregsbörnum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.