Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Page 22

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Page 22
22 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. júní 2016 Ágústa Berg Sveinsdóttir er dóttir hjónanna Sveins Halldórs- sonar og Þóru Bernódusdóttur. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en býr í dag á Seyðisfirði ásamt fjölskyldu sinni. Ágústa var á þrettánda aldurári þegar gosið hófst og segist hún hafa fyllst hræðslu og ónots þegar gosið blasti við henni. ,,Gunnar bróðir pabba og fjölskylda hans vöktu okkur með því að berja allt utan á Brimhólabrautinni. Það tók svolítinn tíma að vekja okkur og koma okkur í skilning um hvað væri að gerast. Við trúðum þessu ekki. Þegar við vorum komin á fætur, horfðum við á gossprunguna út um eldhúsgluggann. Sú sjón vakti hræðslu og ónot hjá mér.” Meðan á gosinu stóð fékk fjöl- skylda Ágústu húsnæði í Ölfus- borgum ásamt mörgum öðrum fjölskyldum frá Eyjum. Þar bjuggu þau þar til í nóvember 1973 en þá ákvað Þóra móðir Ágústu að nú væri komin tími til að flytja heim. ,,Ég var mjög ánægð að koma heim aftur, ég var reyndar búin að vera um sumarið í Eyjum hjá Ellu Boggu og Jóni Inga að passa hann Ölver meðan þau voru að vinna. En það var góð tilfinning að koma heim aftur.” Goslokahátíð er heilt ævintýri Aðspurð segist Ágústa ekki hafa tök á að mæta á goslokahátíðina í ár þar sem að hún er ekki komin í sumarfrí og sé að vinna þessa helgi. ,,Ég kemst því miður ekki í ár en fyrir mig að koma á goslok er heilt ævintýri í hvert sinn þar sem að ég bý ekki lengur í Eyjum. Þarna hittir maður mikið af fólki sem maður hefur ekki séð lengi og á með því skemmtilega helgi. Ég hef líka komið með vinkonur með mér á goslok sem tengist ekki Eyjum og skemmtu þær sér ekki síður vel en ég. Mér finnst hátíð búin að vera í þróun undanfarin ár. Þegar ég kom fyrst fannst mér þetta allt ganga út á að hittast í Skvísusundi og lítið spáð í fjölskyldufólki. Þar finnst mér hafa orðið mikil breyting og skemmtunin miðast við allan aldur” segir Ágústa að lokum og óskar öllum góðrar skemmtunar. Guðmunda Magnúsdóttir var á tólfta aldursári þegar gosið hófst en Guðmunda er fædd árið 1961 og bjó alla sína barnstíð í Vestmanneyjum. ,,Þegar gosið hófst hafði ég mestar áhyggjur á því að geta ekki sótt skólann að morgni. Ég skynjaði strax að við þyrftum að yfirgefa Eyjuna. Í minningunni var þetta rosalega róleg og hljóðlát nótt og maður skynjaði aldrei neina hættu.” Partur af því hversu sjálf- stæður maður er í dag Aðspurð segir Guðmunda að tímabilið meðan á gosinu stóð hafi slípað hana mikið en fjölskyldan bjó við þröngar aðstæður í Vesturbæ Reykjavíkur meðan á gosinu stóð. ,,Þegar horft er til baka þá voru þetta mjög þröngar aðstæður sem við bjuggum við en foreldrar mínir bjuggu með okkur þrjár systurnar í lítilli íbúð hjá ömmu og afa við Framnesveg. Mamma og Jón stjúpi með Önnu systur í þakherbergi en við Hrabbý systir sváfum í stofunni hjá ömmu og afa. Jóhanna systir var í MR þetta árið og bjó því hjá annarri ömmu minni við Miklubraut sem var afar heppilegt. Um vorið fluttum við til til Ísafjarðar þar sem stjúpi fékk vinnu við lögfræðistörf og eyddum við sumrinu þar. Í Reykjavík gekk ég í Hlíðaskóla sem kostaði að ég tók strætó frá Vesturbænum og í skólann, það var ansi mikil breyting því maður kom úr svo vernduðu umhverfi í Eyjum. Eg lenti með einni Eyjastelpu í bekk og bjó hún við Kleppsveg svo maður var á ferðinni um alla borg því eðlilega urðum við góðar vinkonur á þessu tímabili. Þetta slípaði mann samt ansi mikið og er trúlega partur af því hversu sjálfstæður maður er í dag.” Yndislegt að koma heim aftur Fjölskylda Guðmundu fluttist til baka í Eyjarnar í október 1973 en hún fór með ömmu sinni og afa, sem voru að flytja í byrjun septem- ber. ,,Ég fór með ömmu og afa til baka þar sem að afi hafði nú aldrei yfirgefið staðinn vegna vinnu sinnar. Ég þreifst ekki vel á Ísafirði þegar ég byrjaði í skólanum þar um haustið og þar af leiðandi fékk ég að fara fyrr til Eyja. Það var yndislegt að koma heim aftur en í minningunni var allt ansi svart, aska út um allt, lítið um lýsingar og hálf eymdarlegt en mér leið bara ansi vel sjálfri að vera komin til baka.” Þrífast illa á fastalandinu með Dalinn ómandi af söng Í dag býr Guðmunda í Vesturbæn- um í Reykjavík en sækir þó Eyjarnar reglulega heim, enda á hún þar stóra fjölskyldu og því var vel við hæfi að spyrja Guðmundu um goslokahátíð. ,,Því miður kemst ég ekki á goslokahátíð þetta árið, frekar en fyrri ár því vegna vinnu minnar er það ansi erfitt, ég fæ bara eitt helgarfrí í mánuði og hef þurft að elta synina á fótboltamót gegnum árin en í dag er ég mikið að hlaupa og þá er ég oftast að taka þátt í einhverju hlaupi í júlí. En á þjóðhátíð mæti ég aftur á móti eins og fyrri ár. Ég hef bara sleppt fjórum þjóðhátíðum í mínu lífi og það var ærin ástæða fyrir því. Maður þarf að velja og hafna og vel ég síðari kostinn þ.e. þjóðhátíðina. Ég myndi illa þrífast á fastalandinu með Dalinn ómandi af söng. Ég mætti samt á goslok fyrir tveimur árum minnir mig og það var algjör snilld. Það sem er skemmtilegast við goslokahátíðina er sennilegast nálægðin við allt fólkið. Þetta er mikið persónulegri hátíð en þjóðhátíð” segir Guð- munda og bætir við ,,Ég vil óska öllum Eyjamönnum og -konum góðrar skemmtunar á goslokum, sjáumst svo hress í Dalnum á þjóðhátíð.” Guðmunda Magnúsdóttir :: Róleg og hljóðlát nótt :: Skynjaði aldrei neina hættu :: Yndislegt að komast heim aftur eftir gos :: Goslokin persónulegri hátíð en þjóðhátíð Reynslan slípaði mann ansi mikið SædÍS EVa BirGiSdÓTTir seva@eyjafrettir.is SædÍS EVa BirGiSdÓTTir seva@eyjafrettir.is Ágústa Berg Sveinsdóttir :: Goslokahátíðin hefur þróast í skemmtilega fjölskylduhátíð :: Mikið ævintýri í hvert sinn :: Gaman að hitta fólk sem maður hefur ekki séð lengi Sjón sem vakti hræðslu og ónot Guðmunda Magnúsdóttir Ágústa ásamt móður sinni Þóru Bernódusdóttur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.