Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Side 26
26 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. júní 2016
Orkumótið fór fram síðastliðna
helgi í Vestmannaeyjum en þar
mættu rúmlega 1200 keppendur
til leiks og fjöldinn allur af
foreldrum og skyldmennum sem
fygldu eftir. Fjöldi liða hefur
aldrei verið fleiri en 108 lið tóku
þátt frá 35 félögum, spilaðir voru
yfir 600 leikir á mótinu.
Mótið hófst á fimmtudeginum í
ágætis veðri en spilað var á mótinu
frá klukkan 08.00 á morgnana til
klukkan 17.00 á daginn. Spilar
hvert einasta lið þrjá leiki á
fimmtudeginum og föstudeginum
en á laugardeginum spila liðin 4
leiki.
Ágætis veður var allan tíman en það
rigndi örlítið seinnipartinn á
föstudeginum en strákarnir létu það
ekki á sig fá.
Mikið er að gera hjá strákunum
meðan á mótinu stendur en
dagskráin var til fyrirmyndar og
alltaf eitthvað í gangi. Á fimmtu-
dagsvöldinu fór fram setning
mótsins sem hófst á skrúðgöngu frá
Barnaskólanum og endaði hún á
Týsvelli þar sem Íris Róbertsdóttir
formaður ÍBV íþróttafélags setti
mótið. Á setningunni tekur hvert
félag þátt í boðhlaupi og voru það
Stjörnustrákar sem fóru með sigur
af hólmi þetta árið í boðhlaupinu.
Á föstudagskvöldið fór fram
kvöldvaka í íþróttahúsinu. Tóti
trúður tróð upp og var með
gamanleik og töfrabrögð við mikla
kátínu strákanna. Kvöldvakan
endaði síðan á því að Leó Snær tróð
upp og ætlaði þakið að rifna af
húsinu, en strákarnir tóku vel undir
hjá Leó. Eftir kvöldvöku héldu
síðan allir niður á Hásteinsvöll þar
sem spilaðir voru 2 landsleikir á
sama tíma en í landsleikinn tilnefnir
hvert félag einn mann sem tekur
þátt í landsleiknum, mótstjórn
skiptir þeim leikmönnum í 4 lið og
spila liðin síðan sín á milli fyrir
framan fullan Hásteinsvöll.
Á laugardagskvöldið fór fram
lokahóf þar sem allir sigurvegarar á
mótinu voru verðlaunaðir en það er
spilað um 13 bikara á mótinu.
Víkingur 1 vann Orkumótsbikarinn
eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik
mótsins. ÍBV stóð sig mjög vel á
mótinu en ÍBV 1 tapaði ekki leik á
mótinu en þeir lentu í 5 sæti af 108
liðum sem verður að teljast mjög
góður árangur. ÍBV mætti til leiks
með 7 lið og stóðu þau sig öll mjög
vel þrátt fyrir að vinna ekki nein
verðlaun. Á lokahófinu var einnig
valið úrvalslið Orkumótsins en þá
eru valdnir 12 strákar sem þóttu
hafa staðið sig best á mótinu, en
þetta úrvalslið velja dómarar og
mótstjórn mótsins. Ásgeir Galdur
Guðmundsson leikmaður ÍBV var
valinn í Orkumótsliðið annað árið í
röð en hann er gríðarlega efnilegur
knattspyrnumaður.
Þegar uppi er staðið heppnaðist
mótið gríðarlega vel og fóru því
sáttir strákar til síns heima á
laugardagskvöldinu.
Aldrei fleiri lið keppt á
Orkumótinu frá upphafi
:: 1200 keppendur :: 108 lið :: Yfir 600 leikir :: Vel heppnað mót í alla staði
arnar GauTi GrETTiSSon
frettir@eyjafrettir.is Verðlaun
og viður-
kenningar
Orkumótsbikarinn
1. Víkingur-1
2. Stjarnan-1
Heimaeyjarbikarinn
1. Selfoss-1
2. Breiðablik-2
Eldfellsbikarinn
1. Skallagrímur
2. Selfoss-4
Álseyjarbikarinn
1. Njarðvík-1
2. FH-2
Elliðaeyjarbikarinn
1. Fylkir-1
2. Haukar-1
Stórhöfðabikarinn
1. Stjarnan-3
2. Víkingur-2
Heimaklettsbikarinn
1. Sindri/Neisti-2
2. ÍA-2
Surtseyjarbikarinn
1. HK-3
2. Fram-4
Bjarnareyjarbikarinn
1. Afturelding-1
2. Fjölnir-1
Helliseyjarbikarinn
1. Víkingur-3
2. Grindavík-3
Suðureyjarbikarinn
1. Valur-2
2. Fram-2
Ystaklettsbikarinn
1. Fjölnir-4 og
Breiðablik-5
Jafnt eftir leik,
framlengingu og
vítakeppni.
Helgafellsbikarinn
1. Selfoss-2
2. Fjölnir-2
Háttvísi KSÍ
• Hvöt
• Þróttur Vogum
• ÍA
• Haukar
Prúðustu liðin
• Fjarðabyggð
• KA
Orkumótsliðið 2016
• Theodór Ingi Óskarsson Fylkir
• Cole Campell FH
• Valdimar Logi Sævarsson KA
• Daniel Tristan Guðjohnsen HK
• Stígur Diljan Þórðarson Víkingur
• Lars Erik Bragason KR
• Jóhann Kanfory Tjörvason Víking.
• Hafþór Andri Benediktsson Stjarn.
• Þorkell Kári Jóhannsson UBK
• Ásgeir Galdur Guðmundsson ÍBV
• Þorri Stefán Þorbjörnsson Fram
• Daníel Ingi Jóhannesson ÍA
Ómar Garðarsson kíkti á
mótið með myndavélina.
Við leyfum myndunum að
tala sínu máli.