Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Qupperneq 27
27Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. júní 2016
Íþróttir
u m S j Ó n :
Guðmundur TÓmaS
SiGFúSSon
gudmundur@eyjafrettir.is
Stjörnumenn hefndu fyrir bikar-
tapið með eins marks sigri á ÍBV
um daginn. Leikurinn var alls ekki
mikið fyrir augað en Stjörnumenn
tóku forystuna í fyrri hálfleik með
marki Arnars Más Björgvinssonar
sem fylgdi eftir sínu eigin skoti.
Eftir þetta varð leikurinn frekar
leiðinlegur, Stjarnan sætti sig við
sigurinn og þessi eyjageðveiki sem
oft er talað um var ekki til staðar.
Ævar Ingi Jóhannesson slapp í gegn
um vörn ÍBV en Jón Ingason virtist
toga hann niður, dómari leiksins
dæmdi ekki neitt og voru Stjörnu-
menn allt annað en sáttir. Rúnar
Páll Sigmundsson, þjálfari þeirra,
var rekinn upp í stúku eftir nokkur
vel valin orð sem voru látin falla í
garð dómaranna. Guðjón Baldvins-
son, leikmaður Stjörnunnar, fékk
síðan rautt í uppbótartíma fyrir að
slá til Sindra Snæs Magnússonar.
Leikurinn rann síðan út í sandinn
og eftir góða leiki á síðustu vikum
hafa komið tveir leikir í röð þar sem
liðið hefur tapað og ekki skorað
mark. Bjarni Jóhannsson sagði
leikinn hafa verið mjög jafnan. „Við
töpuðum hérna í hnífjöfnum leik.“
„Ég er óánægður hvernig við
brugðumst við pressunni þeirra í
fyrri hálfleik sem ég vil meina að
hafi orðið okkur að falli og áttum að
geta hreinsað boltann miklu betur.
Við hefðum átt að fara betur með
sóknirnar sem við fengum þegar við
losuðum þessa pressu. Það vantar
þennan neista og græðgi í teignum,“
sagði Bjarni einnig sem virtist þó
ekkert alltof ósáttur með leik sinna
manna.
Bjarni er einnig ekki ánægður með
hversu langt hlé er á deildinni og
áhrif þess. „Þetta er náttúrulega
sundurtætt deild en þetta vissum við
í upphafi móts, við erum að spila
þrjá leiki í deild í júlí,“ segir Bjarni
en honum finnst það alltof lítið.
FH 9 6 2 1 12 - 4 20
Fjölnir 9 6 1 2 21 - 9 19
Breiðablik 9 5 1 3 10 - 7 16
Stjarnan 8 4 2 2 14 - 8 14
Víkingur Ó 8 4 2 2 11 - 11 14
ÍBV 9 4 1 4 10 - 9 13
Valur 9 3 2 4 13 - 10 11
Víkingur R. 8 3 2 3 12 - 9 11
KR 9 2 3 4 8 - 11 9
ÍA 8 2 1 5 7 - 15 7
Þróttur R. 8 2 1 5 6 - 21 7
Fylkir 8 0 2 6 4 - 14 2
Pepsídeild karla
Um síðastliðna helgi fór fram
Meistaramót Íslands fyrir
aldurinn 11-14 ára. UMFÓ fór
með fjóra keppendur sem stóðu
sig með eindæmum vel og bættu
sig í nánast öllum keppnis-
greinum og voru nálægt verð-
launasæti. Öll eru þau fædd 2005
og því á sínu fyrsta ári á meist-
aramótum í frjálsum.
Lúkas Orri Sæþórsson lenti í fjórða
sæti í hástökki með stökk upp á
1.16 en hann rétt feldi næstu hæð,
hefði annars verið í baráttu um 2-3
sætið, svo sterk innkoma þar. Hann
stökk 3,22 m í langstökki sem er
hans besta. Hljóp 600 m á 2,20,99
sek sem er einnig hans besti
árangur. Kastaði 2 kg kúlu 5,24 m
sem er bæting og spjótinu 10,51 m
sem er einnig bæting.
Klara Örvarsdóttir varð fjórða í
langstökki með risastökki og 20 cm
bætingu frá síðasta móti, 3,63 cm.
Hún komst í úrslit sem þriðja besta
en lét í þetta sinn í lægra haldi.
Klara kastaði 10,19 m í spjótkasti
sem er þrusu bæting, hljóp 60 m á
9,84 sek sem er bæting og komst í
úrslit og endaði í fimmta sæti,
frábær árangur þar. Hún tók svo
einnig þátt í 600 m hlaupi og fékk
tímann, 2.27.15 sek sem er bæting
frá síðasta móti.
Erika Rún Long hljóp 60 m á
10,11, komst í úrslit og endaði í
níunda sæti með þessari flottu
bætingu. Erika stökk 3,12 m í
langstökki, kastaði tveggja
kílógramma kúlu 4,04 m en allt eru
þetta bæting frá síðasta móti.
Inga Dan Ingadóttir bætti sig í
langstökki og stökk 3,22 m og í
kúluvarpi og kastaði hún 5,26 m
sem er einnig nýtt met hjá henni.
„Allir þessir krakkar hafa æft vel í
vetur og staðið sig einstaklega vel á
mótum, en þetta er fyrsta meistara-
mót þeirra utanhúss og því er árang-
urinn sérstaklega sætur. Nú er alveg
tilefni til að fylgjast vel með
þessum krökkum á komandi mótum
og árum, öll með þrusu bætingar og
áhuginn leynir sér ekki, Spennandi
tímar framundan hjá þeim,“ sögðu
þjálfararnir Karen Inga og Þóra
Kristín sem vildu þakka krökkunum
fyrir frábæra helgi.
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er
komið alla leið í 8-liða úrslit
Evrópumótsins. Það er í raun
ótrúlegt afrek en við Eyjamenn
eigum okkar fulltrúa í hópnum, þeir
Einar Björn Árnason og Heimir
Hallgrímsson eru nefnilega hluti af
þessari veislu. Einar eldar ofan í
mannskapinn og hefur greinilega
staðið sig gríðarlega vel. Heimir
hefur þó einnig staðið sig ótrúlega
og það er hrein unun að fylgjast
með honum, hvar sem hann kemur
fram er hann Eyjunum til sóma og
íslensku þjóðinni. Enska pressan og
heimspressan gerir mikið úr því að
Heimir sé tannlæknir og finnst þeim
það alveg geggjað.
Þar er einnig nefnt að fyrrum
þjálfari Englendinga, Roy Hogde-
son, þéni 700 milljónir króna á ári
og til samanburðar sé aðstoðar-
þjálfari Íslendinga tannlæknir í
hlutastarfi. Þar segir enska pressan
að íslenski þjálfarinn hafi tekið
tennurnar úr enska liðinu, án
deyfingar. Heimir sagði einnig við
ensku pressuna að stærsti sigur
Íslandssögunnar hafi verið auðveld-
ari en hann átti von á.
Knattspyrna | EM
Heimir
heldur
áfram
að sigra
heiminn
:: Ísland komið í
8-liða úrslit
Knattspyrna | Stjarnan 1:0 ÍBV
tap á teppinu í Garðabæ
Jón Ingason í leik gegn Breiðavlik á dögunum.
ÍBV er komið á skrið í kvennabolt-
anum eftir annan sigurleikinn í röð.
Liðið sigraði ÍA með tveggja marka
mun á föstudaginn. ÍA er í botnsæti
deildarinnar en ÍBV hefur oft spilað
betur en í þessum leik. Stigin
enduðu þó öll hjá ÍBV og um það
snýst málið. Natasha Anasi skoraði
mark ÍBV í fyrri hálfleiknum en
staðan var 1-0 í hálfleik. Lisa-Marie
Woods kom inn með aukinn kraft í
liðið eftir rúman hálftíma og það
skilaði sér. Hún gerði úti um leikinn
eftir 77 mínútur þar sem hún
skoraði flott mark. Tvær ungar og
efnilegar stelpur komu inn á hjá
ÍBV undir lokin og er það hið besta
mál.
Nú taka við tveir erfiðir leikir hjá
ÍBV sem gætu haft mikið að segja
upp á restina af sumrinu. Á
miðvikudaginn (í dag) koma
Blikastúlkur í heimsókn en þær
hafa verið eitt besta lið landsins
undanfarin ár og eru taplausar í
sumar. Það verður spennandi að sjá
hvernig ÍBV kemur inn í þann leik
en liðið hefur tapað þremur
heimaleikjum gegn sterku liðum
deildarinnar á heimavelli.
Á eftir leiknum við Blika er síðan
komið að enn mikilvægari leik þar
sem Selfyssingar koma í heimsókn í
Borgunarbikarnum. Selfoss hefur
verið jójó-lið tímabilsins þar sem
úrslit þeirra hafa verið mjög skrýtin.
Þær slógu Val úr bikarnum á
Selfossi með mörkum á 88. mínútu
og þeirri 93. Þá leiddu þær gegn KR
eftir 75 mínútur með þremur
mörkum gegn einu en tókst á
einhvern ótrúlegan hátt að tapa 4-3.
Knattspyrna |
ÍBV vann botnliðið í Eyjum
:: tveir sigrar í röð
Stjarnan 5 4 1 0 11 - 1 13
Breiðablik 5 3 2 0 8 - 3 11
Þór/KA 5 2 2 1 10 - 6 8
Valur 5 2 2 1 5 - 6 8
FH 5 2 1 2 2 - 5 7
ÍBV 5 2 0 3 5 - 4 6
Selfoss 5 2 0 3 8 - 9 6
KR 5 1 2 2 7 - 10 5
Fylkir 5 0 3 2 4 - 7 3
ÍA 5 0 1 4 1 - 10 1
Pepsídeild kvenna
Varnarmaðurinn Adrianna Romero,
Frjálsar |
Krakkarnir halda áfram að bæta sig
Stimplar
Ýmsar gerðir og litir
Eyjafréttir
Strandvegi 47 | S. 481 1300