Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Side 28
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s
Eyjafréttir
Nú er makrílvertíðin að hefjast og
voru Huginsmenn fyrstir til að
hefja veiðar þetta árið. Að sögn
Guðmundar Inga Guðmundsson,
skipstjóra hefur veiðin verið ágæt
til þessa en Huginn VE var
staddur suðaustur af Eyjum þegar
Eyjafréttir náði tali af honum í
gær, þriðjudag.
,,Við erum bara að reyna að kort-
leggja þetta eins er og finna út hvar
fiskurinn er. Veiðin hefur gengið
ágætlega fram að þessu og í þessum
töluðu orðum er fínn gangur á þessu.
Við erum núna suðaustur af Eyjum
sem eru nokkuð hefðbundnar slóðir í
upphafi vertíðar. Það er mikið af síld
hérna ef maður fer nær landi, sem er
jákvætt, en við þurfum að fara lengra
út til þess að finna makrílinn.”
Huginn VE landaði í síðustu viku
rúmlega 300 tonnum og stefna á
löndun í dag, miðvikudag rúmum
600 tonnum af hausuðum makríl.
Áður en við kvöddum Inga skipstjóra
komst fótboltinn til tals, enda er það
umræðuefni sem er á allra vörum
þessa dagana. ,,Stemningin hérna um
borð er búin að vera virkilega góð
meðan á leikjunum stendur. Maður er
eiginlega bara orðlaus eftir leikinn í
gær. Þetta er ótrúlegt. “
Minni makrílkvóti í ár
Leyfilegur heildarafli íslenskra skipa
í makríl á þessu ári er 147.824 lestir,
samkvæmt reglugerð. Til viðbótar er
úthlutað 3.825 lestum sem ekki
veiddust af óskiptum potti smábáta á
síðasta ári. Auk þess sem sum skip
geymdu talsvert af heimildum sínum
milli ára og mega veiða nú, en
geymsluheimild milli ára var aukin í
30% í kjölfar viðskiptabanns Rússa.
Úthlutun síðasta árs nam rúmlega
170 þúsund tonnum.
Evrópusambandið, Noregur og
Færeyjar hafa gert með sér samning
um makrílveiðar og ákváðu þessi
strandríki 896 þúsund tonna aflamark
samkvæmt veiðireglu. Miðað við
þann kvóta er leyfilegur afli íslenskra
skipa 16,5% af heildinni, svipað og
verið hefur síðustu ár. Samkvæmt
ráðgjöf ICES ætti heildarafli árið
2016 að vera að hámarki 667 þúsund
tonn. Ráðgjöf ICES fyrir árið 2015
var að hámarki 906 þúsund tonn og
er því um verulegan samdrátt að
ræða í ráðgjöfinni.
Afli síðasta árs var hins vegar
verulega umfram ráðgjöf og útlit
fyrir að svo verði einnig í ár. Þannig
eru 896 þúsund tonnin, sem ESB,
Noregur og Færeyjar ákváðu sem
heildaraflamark um 34% umfram
ráðgjöf ársins. Að auki má ljóst vera
að afli Íslendinga, Rússa og Græn-
lendinga verði verulega umfram þau
15,6% sem þeim eru ætluð sam-
kvæmt áðurgreindum þriggja ríkja
samningi. Ef litið er á hlut Íslands
sem hlutfall af ráðgjöf ICES nemur
hann um 22%.
Makrílvertíðin fer
ágætlega af stað
:: Minni makrílkvóti en í fyrra
SædÍS EVa BirGiSdÓTTir
seva@eyjafrettir.is
Frysting á makríl er hafin hjá Ísfélaginu.
B
ir
ti
st
m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
in
ns
lá
tt
ar
vi
ll
ur
o
g
m
yn
da
br
en
gl
Vikutilboð
SuShi frá osushi
Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30
Tökum niður pantanir !
ath! Opið aLLa DaGa tiL KL. 21.00
B
ir
ti
st
m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
in
ns
lá
tt
ar
vi
ll
ur
o
g
m
yn
da
br
en
gl
Grillmatur
í úrvali !
taktu þá
tt
Taktu girnilega mynd sem fangar þína grillstemningu
með grillvörum frá Hunt’s, Caj P, Patak’s, Tabasco ,
Sælkerafisk, Rose Poultry, Filippo Berio og Fazer
Dumle.
Merktu myndina með millumerkinu
#GrillsumaridMikla2016 á tímabilinu
15. júní – 10. ágúst.
Vikulega verður dreginn út veglegur kassi stútfullur af
grillvörum.
Aðalvinningshafinn fær veislu fyrir 10 manns, þar sem
kokkur mætir á svæðið og grillar fyrir mannskapinn.