Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. október 2016 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 >> Smáauglýsingar Landakirkja Fimmtudagur 6. október Kl. 10.00 Foreldramorgun. Allar foreldrar velkomnir með ungviðin. Kl. 20.00 Æfing Kórs Landakirkju undir stjórn Kitty Kóvács. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM og K heimilinu Vestmannabraut. Gengið inn af Fífilgötunni. Föstudagur 7. október Kl. 14.30 Litlir lærisveinar. Laugardagur 8. október Kl. 14.00 Útför Sigríðar Ingibjargar Bjarnadóttur. Sunnudagur 9. október Kl. 11.00 Sunnudagaskóli með söng, sögu og miklu fjöri, undir dyggri stjórn sr. Guðmundar Arnar. Jarl mætir á svæðið með gítarinn. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Landa- kirkju. Sr. Guðmundur Örn prédikar og Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kóvács. Kl. 20.00 Fundur hjá ÆsLand, Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum. Allir krakkar í 8.-10. bekk velkomir í fjörið. Mánudagur 10. október Kl. 15.30 STÁ (6-8 ára). Allir krakkar í 1.-3. bekk velkomir. Í stuði með Guði. Kl. 17.00 Kirkjustarf fatlaðara. Kl. 18.30 12 spora fundur Vina í bata. Byrjendahópur. Kl. 20.00 12 spora fundur Vina í bata. Framhaldshópur. Þriðjudagur 11. október Kl. 10.00 Kaffistofan. Létt spjall um allt og ekkert. Allir velkomnir. Kl. 14.00 Fermingarfræðsla. Kl. 14.00ETT (11-12 ára). Allir krakkar í 6. og 7. bekk velkomnir. Kl. 20.00 Samvera Kvenfélags Landakirkju í Safnaðarheimilinu. Kl. 20.30 Gídeon fundur í fundar- herbergi Landakirkju. Miðvikudagur 12. október Kl. 10.00 Bænahópurinn með samveru í fundarherbergi Landa- kirkju. Kl. 13.00 Fermingarfræðsla. Kl. 14.25 Fermingarfræðsla. Kl. 16.00 NTT (9-10 ára) Allir krakkar í 4. og 5. bekk velkomnir. Kl. 19.30 OA fundur í safnaða- heimilinu. Hvítasunnu- kirkjan Dagana 6. - 10. október 2016 Fimmtudagur kl. 20:00 Biblíulestur. Biblíulestrarröð 3:10. Hver er Jesús, í umsjón Guðbjargar Guðjónsdóttur. Föstudagur kl. 14:00 Samvera. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma. Guðni Hjálmarsson prédikar. Kaffi og notalegt spjall á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamenn vikunnar Fótboltinn áhugamál númer eitt, tvö og þrjú Devon Már griffin og Júlíana sveinsdóttir hlutu Fréttabikarinn á uppskeruhátíð fótboltans um helgina, en þau bæði hafa staðið sig vel innan sem utan vallar á þessu tímabili. Þau eru Eyjamenn vikunnar. Nafn: Júlíana Sveinsdóttir. Fæðingardagur: 24. ágúst1997. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Faðir minn heitir Sveinn B. Sveinsson og móðir mín Jenný Jóhannsdóttir. Síðan á ég þrjá eldri bræður sem heita Guðmundur Óli, Jóhann Sveinn og Ársæll. Aðaláhugamál: Fótbolti, fjölskylda og vinir. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Spila og æfa fótbolta. Uppáhalds matur: Kjúklingur. Versti matur: Reyktur fiskur. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bara flest öll tónlist. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Sara Björk Gunnars- dóttir og ÍBV og Arsenal. Uppáhalds sjónvarpsefni: Ég á ekkert sérstakt uppáhalds sjónvarps- efni. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Spennusögur. Áttu þér fyrirmynd í fótbolt- anum: Já, hann pabba minn. Hvað ertu búin að æfa lengi: Ég er búin að æfa síðan ég var 5 ára gömul. Eitthvað að lokum: Hvet allar stelpur að byrja í fótbolta og vera duglegar að æfa. Nafn: Devon Már Griffin. Fæðingardagur: 23. apríl 1997. Fæðingarstaður: Keflavík. Fjölskylda: Mamma: Elín Rós Helgadóttir. Pabbi: Bryant Griffin. Fósturpabbi: Friðrik Egilsson. Yngri Bróðir: Daníel Örn Griffin. Yngri systir: Sara Renee Griffin. Aðaláhugamál: Aðaláhugamál mín eru fótbolti og bara flestar iþrótta- greinar. Fylgist mikið með íþróttum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Skemmtilegasta sem ég geri er bara fótbolti og ferðast. Uppáhalds matur: Get borðað kjúkling og sætar kartöflur í öll mál alla daga. Versti matur: Hakk og spaghetti eða flest allt í svona tómatsósu er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Hlusta mest á rap og hip-hop og það kemur mér í gott skap. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Klárlega Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Michael Jordan og Neymar Jr er í miklu uppáhaldi og svo er ég að sjálfsögðu Liverpool- maður. Uppáhalds sjónvarpsefni: Narcos, The fresh prince of bel-air og Friends er alltaf klassíst. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Finnst skemmtilegast að lesa um íþróttamenn sem ólust upp við erfiðar aðstæður og eru atvinnu- menn í dag. Áttu þér fyrirmynd í fótbolt- anum: Gylfi Sigurðsson. Hvað ertu búinn að æfa lengi: Er búinn að æfa fótbolta í 11 ár. Eitthvað að lokum: Takk fyrir mig og fyrir frábæran stuðning og áfram ÍBV. Júlíana Sveinsdóttir er Eyjamaður vikunnar Devon már Griffin er Eyjamaður vikunnar Íbúðir til leigu Er með tveggja herbergja íbúð og fimm herbergja íbúð með glerskála til leigu á besta stað í bænum. Tvær mínútur í sund og fimm í miðbæ- inn. Lausar strax. Upplýsingar í síma 899-2582, Árný. ------------------------------------------- Íbúð til leigu 70 m2 íbúð til leigu, 2 herbergi. Upplýsingar í síma 481-2529 / 695-2389 ------------------------------------------- Skrifstofuhúsnæði til leigu Upplýsingar í síma: 892-8966 ------------------------------------------- Herbergi til leigu Til leigu eru nokkur herbergi í miðbænum í eyjum. Aðgangur að wc, sturtu, eldunarað- staða, nettenging, tv og fleira. Hægt er að leigja staka viku eftir fjagra vikna leigu. Uppl í síma 895-8582. ------------------------------------------- Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Mín fyrsta vinna við jarðfræði eftir heimkomu úr námi í janúar 1973 var óvænt. Grænn á bak við eyrun (nema ef vera skyldi eftir jarðhitarannsóknir og rannsóknaferðir á Langjökul og Vatnajökul) fékk ég að vera aðstoðarmaður dansks prófessors og Sigurðar jarðfræðings Þórarins- sonar ásamt margreyndum jaxli úr Raunvísindastofnun, Halldóri Ólafssyni, frammi fyrir gossprung- unni á Heimaey á 2. degi umbrot- anna. Þá hafði ég ekki komið þar síðan í barnæsku með föður mínum vegna frágangs á sjómannsstyttu hans sem prýðir bæinn. Sem betur fer hafa heimsóknirnar orðið miklu fleiri og af ýmsum toga; bæði í gosinu og eftir það, til dæmis með erlendum gestum og til að kynna mig sem frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Nú er komið að nýju hlutverki: Framboði til Alþingis fyrir VG, hreyfingu sem byggir á jákvæðri umhverfisstefnu og hugsjónum félagshyggju. Það má bíða betri tíma að leggja fram hugmyndir og stefnur í anda þess sem margir hafa haldið á lofti í aldir með nokkrum árangri: Frelsi, jafnrétti, bræðralag (samstaða á máli nútímans) og því nýja og brýna: Sjálfbærni. Til að byrja með ber mér að hlusta á ykkur, Vestmannaeyingar, og kanna betur en hægt er með lestri og samtölum við fáa, hvað á ykkur brennur helst. Leiðir og lausnir eru þess eðlis að þar kunna að skilja leiðir með stjórnmálaflokkum og -hreyfingum. Þannig virkar þingbundið lýðræði sem við höfum kosið. En hvað um það; ég vil gera mitt besta fyrir Eyjar, með þá þekkingu og reynslu sem ég bý yfir, 67 ára gamall eftir viðamikil störf á mörgum sviðum. Ari Trausti Guðmundsson er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Frá mér til ykkar Eyjafréttir - vertu með á nótunum! Minningarkort kvenfélagsins líknar Stefanía Ástvaldsdóttir Hrauntúni 34 / s. 481-2155 Elínborg Jónsdóttir Hraunslóð 2 / s. 481-1828 Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Brimhólabr. 28 / s. 481-3314 Kristín Gunnarsdóttir s. 481-2183 / 861-1483 Rn.0582-4-250355 / Kt. 430269-2919 Allur ágóði rennur í sjúkrahússjóð félagsins Minningarkort slysavarna- deildarinnar eykyndils Kristín Elfa Elíasdóttir Áshamri 17 / s. 481-2146 Bára J. Guðmundsdóttir Kirkjuvegi 80 / s. 481-1860 Rn.0582-4-250442 / Kt. 470383-0389

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.