Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. október 2016 geta þess að Malla var móðuramma Guðrúnar Ögmundsdóttur fyrr- verandi alþingismanns. Guðrún sagði einu sinni við mig: „Við Malla amma erum með sömu röddina en ég var hausnum hærri en hún,“ og er Guðrún ekki hávaxin kona. Malla var ráðskona hjá Jónasi Bjarnasyni á Boðaslóð 5 og kærasta frá gamalli tíð. Hún spáði í bolla og þótti „saligramm“ mjög gott. Það var eins og hún fyndi á sér ef lampaspritt var til á heimilinu. Flestir notuðu það útvortis en Malla var ein af þeim sem gerði það alls ekki heldur fékk sér góðan slurk í kaffið. Tilsvör Möllu eru enn þann dag í dag notuð af fjölskyldunni. Búdda átti það til að spyrja Möllu nærgöngulla spurninga um samband hennar við Jónas. Sú gamla lét ekki hanka sig en svaraði: „Nú getur Rúnki ekki reiknað“. Einhverju sinni kom Búdda heim til Möllu og sá bleikan náttkjól í rúmi Jónasar og vildi fá nánari skýringar á því. „Giskaðu á stúlka,“ var svarið sem hún fékk og þar með var málið útrætt. Malla kom einu sinni sem oftar heim. Þá voru þær mamma og Búdda í eldhúsinu. Búdda sat með lappirnar uppi á stól og var að stoppa í sokka sem var að eigin sögn ekki hennar sterkasta hlið. Og ef hana vantaði eitthvað kallaði hún á mömmu í stað þess að hreyfa sig. Malla leit á mæðgurnar til skiptis og sagði: „Hún getur gróft ef vel fer um hana“. Eins og áður kom fram spáði Malla í bolla. Þegar sá gállinn var á henni varð hún mjög spekingsleg á svipinn og fór alveg upp í andlitið á viðkomandi því hún bæði sá og heyrði illa. Hún spáði einu sinni fyrir mér. Það var þegar ég gekk með mitt fyrra barn. „Þetta er stelpa“, sagði hún, „eða kannske tvíburar“. Barnið var síðar skýrt Leifur Geir. Eftirminnilegir atburðir Við flestar götur í Eyjum fundu krakkarnir sér einhvern til að atast í. Svo var líka í okkar götu. Ingi- mundur 111, sem bjó í húsinu á móti varð oft fyrir barðinu á okkur krökkunum. Á veturna létum við snjókúlur dynja á eldhúsglugganum hjá honum. Þóttumst við vera að reyna að hitta ljósastaurinn fyrir framan húsið. Hann kom oftar en ekki öskuillur út og reyndi að ná okkur. Einu sinni náði hann mér og tuskaði mig til. Ég grenjaði eins og ljón, skíthrædd og sprændi í buxurnar. Allt fólkið í húsunum í kring var komið út á stétt þegar Ingimundur skilaði mér heim. Nokkru seinna kom Óli Kristins til mín og sagði: „Hildur mín, næst þegar þú ætlar að stríða honum Ingimundi komdu þá bara til mín, kallinn þorir ekkert í mig.“ Ekki stóð nú til af minni hálfu að endurtaka leikinn því ég var enn svo skelkuð. En skjótt skipast veður í lofti. Nokkru seinna stóðum við krakkarnir úti á götu og sáum að það kviknar ljós í ganginum hjá Ingimundi og var hann á leið niður stigann. Einhver í hópnum segir: „Skyldi hann vera að fara á klósettið?“ Við hlupum út á brunn hjá Helgu Jó og Kidda og viti menn við sáum ljós kvikna á klóinu. Hluti af glugg- anum var klæddur með vírneti og sjálft salernið var staðsett undir glugganum. Þetta hentaði mjög vel. Við hinkruðum í smástund meðan hann var að koma sér fyrir en létum þá snjóboltana dynja á glugganum þar sem vírnetið var og um leið heyrðum við öskrin í kallinum. Ég notaði tækifærið og hljóp inn til Óla en hvað varð um hina krakkana vissi ég ekki. Lítil eyru hlusta Þeir spiluðu oft lomber heima hjá Gunnu í Verkó, pabbi hennar Kiddi, Stebbi Pól og Krata Páll. Gunna var látin standa við hliðina á Stebba Pól og fylgjast með honum því hann átti það til að svindla. Kallarnir gleymdu fljótt stelpunni og ræddu hin ýmsu mál. Einu sinni heyrir Gunna að þeir fara að tala um Marý, konu Óla frænda. Hún sé orðin svo drykkfelld að það horfi til vandræða. Eyrun á Gunnu stækk- uðu. Hún læddist út og hitti þar fyrir Brúsa, Gulla í Bæ. Gunna segir honum tíðindin. Brúsi bregst hinn versti við og segir að það geti bara ekki verið því hún Marý sé svo góð kona. Þau ræða málin góða stund og ákváðu svo að fara bara og spyrja hana. Þau tromma inn stéttina, hringja dyrabjöllunni og Brúsi hefur orðið: „Er það satt Marý, drekkur þú brennivín?“ „Hver segir það,“ segir Marý og er mjög hvöss. „Gunna sagði mér það og Krata Páll sagði henni.“ Eftirmálann ætla ég ekki að útlista hér en það fór allt á annan endann í götunni. Andlát pabba Þegar ég var á fimmtánda ári lést pabbi skyndilega, 54 ára gamall. Var það okkur mikið áfall, svo mikið áfall að ég fyrir mitt leyti sá ekki lengur tilgang með lífinu. Ég breyttist úr lífsglöðum unglingi í ábyrgðarfulla unga konu. Mamma átti mjög bágt og vorum við um tíma hrædd um að missa hana líka. Heimilislífið breyttist mikið. Eins og þeir vita sem hafa misst heldur lífið áfram og með tíð og tíma eru það allar góðu minn- ingarnar sem hjálpa á erfiðum stundum. Þegar við stelpurnar eignuðumst heimili og börn hélt mamma áfram að leggja okkur lið. Átti það bæði við um börnin mín og langömmu- börn hennar. Þau elskuðu hana öll. Lokaorð Ég ætla í lokin að venda mínu kvæði í kross. Í dag er 28. ágúst og það vill svo til að við Hafsteinn eigum 45 ára brúðkaupsafmæli. Í tilefni af því fáið þið að sjá mynd þegar amma og afi voru ung. Takk fyrir. Rúllaðu inn í veturinn á nýjum dekkjum www.n1.is facebook.com/enneinn Hluti af vetrinum Verslun N1 Básaskersbryggju, Vestmannaeyjar, 481 1127 Opið mánudaga til föstudaga kl. 08-18 Cooper Weather-Master WSC Öflugt og gott grip við erfiðar aðstæður Mikið skorið og stefnuvirkt munstur fyrir jeppa og jepplinga Flott dekk fyrir íslenskt veðurfar Cooper Discoverer M+S Frábært neglanleg vetrardekk fyrir jeppa Einstaklega endingargóð með mikið skorið snjómunstur Nákvæm röðun nagla eykur grip á ísilögðum vegum Cooper WM SA2+ Míkróskorið óneglanleg vetrardekk Afburða veggrip og stutt hemlunarvegarlengd Mjúk í akstri með góða vatnslosun Gunna í Verkó. Hildur og Hafsteinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.