Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. október 2016 afmæli pabba. Húsið fylltist af hressum körlum, þríréttaður matur var borinn á borð og við krakkarnir fengum að taka þátt í gleðinni. Þegar líða tók á kvöldið voru sagðar sögur, mikið hlegið og sungið fram á nótt. Um mömmu Mamma hélt vel utan um hópinn sinn og átti það bæði við um börn og fullorðna. Má segja að það hafi náð langt út fyrir fjölskylduna því vinir okkar urðu hennar vinir. Hún naut þess að gera vel við heimilis- fólkið og gesti. Það er ekki langt síðan að vinkona mín Birna Ólafsdóttir var að rifja upp hvað það hefði verið notalegt þegar mamma kom niður í herbergið mitt með bakka þar sem á var banana- brauð og mjólk handa okkur. Systursonur pabba, Svavar, sem kallaður var Polli á þessum árum, var mjög náinn fjölskyldunni. Mamma hans Klara var berkla- sjúklingur og dvaldi löngum stundum á Vífilstöðum. Á þeim tíma kom hann til okkar daglega því mömmu var umhugað um að fylgjast með og sjá til þess að hann nærðist vel. Er mér mjög minnis- stætt þegar fermingarveislan hans var haldin heima hjá okkur í Stafnesi. Mamma var mjög mannblendin og hafði gaman af að hitta fólk og spjalla við það. Einnig var húmor- inn á sínum stað. „Nú ætla ég að laga okkur reglulega góðan sopa,“ var oft viðkvæðið þegar hún fékk fólk í heimsókn. Sumargestir Yfir sumartímann var mjög gestkvæmt á heimilinu. Má þar nefna heimsóknir systkina foreldra minna sem bjuggu á fastalandinu og þeirra fólk. Margir gistu en öðrum var boðið í mat eða kaffi. Átti þetta líka við um ótal marga aðra svo sem vini þeirra og ýmsa sem tengdust störfum pabba. Þegar ég lít til baka skil ég ekki hvar mamma kom öllum næturgest- unum fyrir í gegnum tíðina og hvað henni virtist það áreynslulaust að bjóða fólki heim. Eins og máltækið segir: „Þar sem er hjartarúm þar er alltaf húsrúm“. Ekki ætla ég að telja upp allt þetta fólk en mig langar til að segja eina litla sögu. Einu sinni spurði mig strákur: „Er kallinn sem gengur um göturnar og les í bók hjá ykkur? Hann er líka stundum með handklæði á hausn- um“. Ég jánkaði því. Þetta var Róbert Abraham Ottósson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar sem kom nokkrum sinnum til Eyja og dvaldi heima hjá okkur. Hann elskaði Eyjarnar. Hann var reyndar með frotteslopp en ekki handklæði á kollinum. Róbert stundaði nefnilega sjóböð þegar tækifæri gafst og skellti sloppnum á toppstykkið til að halda á sér hita. Störf pabba og áhugamál Mig langar aðeins til að segja frá störfum pabba míns og áhuga- málum á þessu árum. Eftir venjulegan vinnudag tók við einkakennsla á hin ýmsu hljóðfæri í stofunni heima og lærðum við fljótt að taka tillit til þess. Auk þess var hann umboðsmaður Samvinnu- trygginga, Bananasölunnar, Krumma lakkríss, Þjóðviljans og gjaldkeri Eyjablaðsins og sinnti þeirri vinnu á heimilinu. Stundum skemmdust banana- og lakkrískassar í flutningi til Eyja sem þá var ekki hægt að selja. Nutum við krakkarnir á heimilinu og vinir okkar góðs af. En við stelpurnar færðum okkur upp á skaftið. Pabbi tók eftir því að lakkrískassarnir voru farnir að skemmast óeðlilega oft. Þegar farið var að kanna málið kom í ljós að litlir puttar voru þar að verki. Tónlistin var aðaláhugamál pabba. Hann byrjaði snemma að semja tónlist og hélt því áfram til æviloka. Hann hefði eflaust notið þess að hafa fleiri stundir fyrir þá iðju. Störf hans við Lúðrasveit Vestmannaeyja og lúðrasveitir skólanna voru honum mjög kær. Æfingar þeirra tóku sinn tíma auk þess sem hann vann gjarnan að útsetningum fyrir þær langt fram á nótt. Auk tónlistarinnar hafði hann mikinn áhuga á bókum, ljósmyndun og garðrækt en hún var sameigin- legt áhugamál foreldra minna. Hann tók virkan þátt í starfsemi Akóges og Rotary hér í Eyjum svo eitthvað sé nefnt. Samband mitt við pabba Ég var mikil pabbastelpa og leitaðist við að vera með honum eins oft og hægt var. Eftirminnilegar eru Lúðrasveitaræfingarnar sem ég fékk gjarnan að fylgjast með. Lúðrasveitin var náinn og góður félagsskapur sem hafði áhrif á allt fjölskyldulífið. Skemmtilegar voru gönguferðirnar með honum um eyjuna, sérstaklega á sunnudagsmorgnum. Mér er minnisstætt þegar þjóðhátíð nálgaðist og lögin voru að fæðast hvað hann var annars hugar og erfitt að ná sambandi við hann þegar ég þurfti að spjalla. Stundum fór ég með honum niður í bæ en þá leiddi ég hann alltaf. Hann gekk með hatt og tók ofan þegar hann mætti konum. Það þótti mér asnalegt, sérstaklega þegar ég fór að eldast. Ég spurði einu sinni: „Pabbi þarftu alltaf að vera að þessu?“ Hann lét sem hann heyrði ekki spurninguna og reyndi ég ekki aftur. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að rukka fyrir hann vegna umboðssölunnar. Kynntist ég þá flestum verslunarmönnum Eyjanna og man enn í dag hverjir borguðu strax og hverja ég þurfti að eltast við. Nágrennið Heiðarvegurinn var líflegur á þessum árum, skemmtilegir krakkar í nánast hverju húsi og þeir fullorðnu ekki síður eftirminnilegir. Í húsinu Breiðabólstað fyrir neðan Stafnes bjuggu Kristján afi og amma Elín. Uppi á lofti hjá þeim bjó Kristbjörg, kölluð Bogga, systir pabba og Leó og dætur þeirra, Elín og Fjóla. Á bak við húsið var afi með trésmíðaverkstæði og kinda- kofa sem kemur við sögu síðar. Í húsinu fyrir ofan okkur bjuggu fyrstu árin Ólafur föðurbróðir minn og Marý Friðriksdóttir (hattadama) sem var systir Binna í Gröf. Þau voru barnlaus en Marý var okkur krökkunum í hverfinu afskaplega góð. Við fórum í sendiferðir fyrir hana og fengum pening að launum. Oft fengum við að leika inni hjá henni sem var mjög spennandi. Einnig átti hún það til að gefa okkur gjafir þegar þau Óli komu frá útlöndum. Síðar keyptu Unnur Guðjónsdóttir leikkona og Sigfús Sveinsson hús þeirra. Þar fyrir ofan bjuggu Salóme og Vigfús og sonurinn Gísli æskufélagi minn og síðar skólabróðir. Í kjallaranum voru fyrstu árin Ágúst Hreggviðsson og Hulda Samúels- dóttir, frænka Vigfúsar, með dóttur sína, Ástu Bínu. Í neðsta verkamannabústaðnum hinum megin við götuna bjuggu Bjarni Bjarnason rakari og hans fólk. Þar fyrir ofan voru Fanný og Páll og börn þeirra Guðlaug (Lulla), Ásta, Erla og Tómas (Tommi Páls). Á neðri hæð í næsta húsi voru Hilmir Högnason og Alda með fjögur börn sín, en það voru Hörður (kallaður Heilaseila), Hrefna, Guðný Sigríður (Gunný Sigga) og Birna. Pabbi gaf Herði viðurnefnið Heilaseila eftir hinu þekkta skátalagi en Hörður var mikill skáti. Á efri hæðinni bjuggu foreldrar Öldu, Björn og Ingveldur. Í suðurenda hússins bjuggu Ingimundur, oft kallaður Ingimund- ur 111 og Jónína. Í þar næsta húsi bjó Helga Jó hjúkrunarkona og Kristinn Magnússon og börn þeirra Ólafur, sem var góður vinur Kúta, Theódóra, Jóhannes og Guðrún (Gunna), öll kennd við Verkó. Ofan við þau bjuggu Ingólfur Theódórs- son og Sigga í Skuld með sitt fólk. Þar næst kom Stefán Árnason, Stebbi Pól, en á neðri hæð bjó Ási í Bæ og Friðmey með börnin Gunnlaug sem á þessum árum var kallaður Brúsi og Kristínu (Kiddu í Bæ) og Eyjólf. Í suðurendanum bjuggu Helgi Þorsteinsson og Hulda frá Hrafnagili. Þau áttu tvær dætur, Hrafnhildi og Helgu. Í efsta verkamannabústaðnum bjuggu Magga á Hvanneyri og Egill með Kristján sem var vinur Kúta, Egil, Kristin og tvíburana Hrönn og Heiðar. Í suðurenda hússins bjuggu svo Páll Þorbjörnsson, Krata Páll, og Heiða með börn sín, Dúddu, Dúru, Bíbbu, Bobba, og Tobba eða Þorbjörn, sem var jafnaldri minn. Pabbi minn hafði ekkert með þessi gælunöfn að gera. Nokkrar af ofantöldum fjölskyldum fluttu síðar úr götunni og aðrar komu í staðinn. Leikfélagar - Leikir og sendiferðir Æskufélagar mínir á þessum árum fyrir utan Söru og Öggu voru Kidda í Bæ, Gísli Fúsa, Gunna í Verkó, Fjóla, Tommi Páls, Hörður Hilmis (Heilaseila), Gunný Sigga og þær systur, Kristinn Egils og Tobbi Páls. Síðar bættust ýmsir skólafélagar í hópinn. Við krakkarnir lékum okkur mikið saman ýmist úti á götu, á Manga- túni eða heima hvert hjá öðru. Svo voru afmælisboðin fastur liður. Það tíðkaðist í þá daga að krakkar voru sendir í búðir bæði fyrir mæður sínar og konurnar í götunni til að kaupa ýmislegt smálegt og voru sígarettur þar ekki undaskildar. Allt var skrifað því allir voru með reikning í Litlu-Borg hjá Bjögga. Þar með vissi maður nákvæmlega hvaða sígarettutegund hver kona reykti. Það kom sér vel þegar við stelpurnar þrjár og Kidda í Bæ fórum að reykja í kindakofanum hans afa. Afi var þá dáinn og engar kindur lengur í kofanum. Kidda hafði hnuplað nokkrum sígarettum frá Ása pabba sínum en þær kláruðust fljótt. Þá þurfti að útvega meira og voru góð ráð dýr. Ég fór tvær ferðir til Bjögga í Borg og lét hann skrifa sígarettupakka, í annað skiptið hjá Saló og hitt skiptið hjá Unni Guðjóns. En Adam var ekki lengi í paradís. Ögga byrjaði að gubba og allt komst upp. Þetta var upphafið og endirinn á mínum reykingaferli. Ég verð að bæta við sendiferð- unum sem ég fór fyrir Erlu Páls. Hún kallaði á mig með jöfnu millibili: „Hildur, viltu tala aðeins við mig.“ Ég vissi alveg hvað hún ætlaði að segja. Svo hélt hún áfram: „Viltu fara niður á Sólvang og kaupa það sem stendur á mið- anum“. Það stóð alltaf það sama á miðanum, 1 pk. Modes. Fyrir þá sem ekki vita þá voru þetta dömubindi. Mér þóttu þessar ferðir ekki skemmtilegar. En Erla bætti mér þær sannarlega upp þegar hún fór að vinna á Búrinu við Kirkjuveg þar sem hún laumaði að mér ýmsu góðgæti. Svo mátti ég hanga þar inni eins lengi og ég vildi þegar hún var að vinna en það mátti ekki alltaf. Daglegir gestir Daglegir gestir voru Helga Jó og Unnur Guðjóns. Einnig voru Saló, Fanný og Friðmey, góðar vinkonur mömmu. Í stuttu máli má segja að Helga hafi verið bjargvætturinn en Unnur skemmtikrafturinn. Í Helgu var alltaf kallað ef eitthvað bjátaði á. Hún var í raun með okkur bæði í gleði og sorg. Unnur kom oft við heima undir hádegi. Þá var hún búin að vísitera hjá Jónu systur sinni sem bjó við Urðarveg og Þuru systur sem bjó á horni Hásteinsvegar og Heiðarvegs auk þess að hafa hitt ýmsa aðra á leiðinni. Hún hafði því frá mörgu að segja. Tíminn flaug og fyrr en varði var klukkan að verða tólf og Fúsi á leið heim í mat. Fékk hún því oft kartöflurnar soðnar með sér heim. Og hvað hún var snögg þegar hún vippaði sér yfir steinvegginn sem skildi að lóðirnar. Seinna fengu þessar tvær heiðurs- konur viðurnefnin krosslöpp og hraðlöpp. Það kom til af því að Helga stóð alltaf með fæturna í kross og Unnur var alltaf á hraðferð. Allt pólitíska litrófið Nágrennið á Heiðarvegi spannaði allt pólitíska litrófið eins og það var í þá daga. Helga Jó var Sjálfstæðis- kona, Unnur Krati og foreldrar mínir vinstri sinnaðir. Oft var mikið diskúterað, rifist og hurðum skellt. Það var aðallega Helga sem gerði það. En hún var varla komin yfir götuna heim til sín þegar allt var rokið úr henni og hún var komin aftur eftir skamma stund. Ein kona er mér mjög minnisstæð en það var Magdalena Einarsdóttir eða Malla eins og hún var kölluð. Mamma hafði kynnst henni á sínum yngri árum þegar þær voru báðar vinnukonur á Burstafelli. Hún var góð, hlý og klár kona og hafði reynst mömmu vel. Til gamans má Ögga, Sara, Kidda, Hildur og Gunnlaugur (Brúsi). Ég og pabbi á þjóðhátíð. Malla með barnabarn sitt.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.