Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. október 2016 Karate | Fyrsta karatemótið í Eyjum tókst vel :: Frábær aðstaða og við komum aftur :: segir formaður Karatesambandsins :: Knattspyrna | Pepsi-deild karla :: Farsæll endir Handbolti | Olís-deild karla :: Aftur komnir á beinu brautina Sigldu í höfn nokk- uð þægilegum sigri Um síðustu helgi var í fyrsta sinn haldið karatemót í Vestmanna- eyjum. Karatefélag Vestmanna- eyja (KFV) hefur verið starfrækt um nokkurra ára skeið og hefur sótt stíft að fá að halda mót hér í Eyjum, sem nú gekk eftir. Um var að ræða bikar- og Bushi- domót en hvoru tveggja er mótaröð sem stendur yfir í vetur. Bikarmótið er fyrir fullorðna og fór fram á laugar- deginum en Bushidomótið er fyrir börn og unglinga og fór fram daginn eftir. Um 130 þátttakendur voru á mótinu og var mikil ánægja með móts- haldið. Fimm kepptu fyrir hönd KFV um helgina en það voru þeir Arnar Júlíusson, Daníel Orri Þorgeirsson, Mikael Magnússon, Willum Pétur Andersen og Þórarinn Sigurður Jóhannsson. Keppt var bæði í kata og kumite í báðum mótunum og tóku þeir Arnar og Willum þátt í móti fullorðinna og allir fimm tóku svo þátt í barna- og unglinga- mótinu. Willum Pétur var sá eini sem keppti í kumite, sem er bardagahlutinn í karate en hinir fjórir kepptu í kata. Bestum árangri náði Arnar sem endaði í þriðja sæti í flokki 16 til 17 ára. Þeir Mikael og Þórarinn Sigurður enduðu í fimmta til sjötta sæti en flokkur Mikaels var sérstaklega fjölmennur og árangur- inn því enn glæsilegri. Bæði Willum og Daníel Orri féllu hins vegar úr leik í fyrstu umferð en hlutu dýrmæta reynslu sem mun nýtast þeim í framtíðinni. Aftur mót í Eyjum Eins og áður sagði var mikil ánægja með mótshaldið en Karatefélag Vestmannaeyja sá alfarið um skipulagningu mótsins. Reinharð Reinharðsson, formaður Karate- sambands Íslands stóð í ströngu á mótinu en hann sinnti dómgæslu alla helgina. „Þetta er bara búið að vera skemmtilegt. Undirbúningur- inn hefur verið mjög góður hjá Karatefélaginu en alls eru þetta um 130 manns sem taka þátt í mótinu,“ sagði Reinharð þegar blaðamaður Eyjafrétta hitti á hann um helgina. „Frá upphafi hafa þessi mót aðeins verið haldin á Faxaflóasvæðinu, mest verið á höfuðborgarsvæðinu en líka upp á Akranesi en mér finnst ekkert nema jákvætt að fara með mót víðar um landið. Við ákváðum á þingi í lok febrúar að fara með mót út á land og efla þannig starfið hjá okkur á landsvísu. Hér í Eyjum hefur verið starfandi félag í um fimm ár og verið mikil og góð uppbygging. Þess vegna var kjörið að koma hingað og ég sé því ekkert til fyrirstöðu að koma hingað aftur. En þetta snýst auðvitað mikið um skipulag heimamanna og óhætt að segja að Ævar og félagar hjá KFV hafi staðist allar væntingar og vel það. Aðstaðan hér er frábær og á meðan Landeyjahöfn er opin, þá er þetta góður staður fyrir mótshald sem þetta.“ Mikill uppgangur hjá KFV Ævar Austfjörð, þjálfari KFV var að vonum ánægður í mótslok. „Hvað varðar okkar keppendur þá stóðu þeir sig með miklum ágætum. Willum Pétur keppti í fyrsta skipti í kumite en hann hefur einungis æft í nokkrar vikur með keppni í huga svo að það var ljóst að alltaf var á brattann að sækja. Hann lærði mikið af þessu og safnaði í reynslubankann og ég líka sem þjálfari. Daníel Orri keppti í kata en komst ekki upp úr fyrstu umferð í þetta skiptið. Þórarinn fékk uppreisnar viðureign þar sem hann tapaði í fyrstu umferð fyrir sigurvegaranum í sínum flokki. Hann keppti svo um bronsið en tapaði og endaði í 5.-6. sæti af 12 keppendum. Mikael er sá keppandi sem tekið hefur mestum framförum í haust. Hann var einni viðureign frá því að komast í úrslit í kata 12-13 ára en tapaði með minnsta mun 2:3. Hann keppti svo um brons en tapaði þeirri viðureign og endar því í 5.-6. sæti. Arnar keppti bæði í fullorðinsflokki og 16-17 ára unglinga. Í fullorðins- flokknum keppti hann um brons en tapaði. Hann hefur reyndar átt betri daga en akkúrat þann dag. Hann var svo mun öflugri á unglingamótinu en þar tapaði hann í undanúrslitum með minnsta mun og ég verð að segja að ég er verulega ósáttur við þá niðurstöðu, hann var einfaldlega betri en mótherjinn. Arnar vann svo viðureignina um bronsið en ég hefði viljað sjá hann berjast um gullið. Hann mun gera það á næsta móti. Það er klárt mál.“ Það verður aftur mót Ævar sjálfur bar hitann og þungann af skipulagningu mótsins en hann segir að gestir mótsins, bæði keppendur og aðrir hafi verið í skýjunum með mótshaldið. „Ég þurfti að hafa töluvert fyrir því að fá að halda mót. Ég óskaði eftir móti í fyrravetur en var hafnað eftir mikið japl, jaml og fuður. Ég held að það hafi vaxið Mótanefnd og stjórn KAÍ í augum að þurfa að leggja í ferðalag og kannski var aðallega einhver ótti við að fáir myndu mæta. Málið var svo tekið upp á ársþingi KAÍ þar sem það var samþykkt, að ég held með öllum greiddum atkvæðum. En þáttakan var svo mjög góð á báðum mótunum og samtals voru kepp- endur um 95 talsins. Ég hefði þó gjarnan viljað sjá vini mína frá Karatefélagi Akureyrar en þeirra yfirþjálfari og prímus mótor er minn fyrsti þjálfari. En þetta er langt og dýrt ferðalag og skiljanlegt að þeir hafi setið hjá í þetta skipti. Þetta voru eitthvað yfir 120 sem komu ofan af landi og stemningin í hópnum vægast sagt góð enda þessi hópur aðeins vanur að fara til keppni á milli hverfa í Reykjavík fyrir utan eitt og eitt skipti á Akranes. Ferðin hingað var því töluvert ævintýri fyrir marga og það „kryddaði“ aðeins stemninguna að óvissa var með heimferðina. Hópurinn átti pantað í 18:45 ferðina á sunnudeginum en öldu- og vindaspá leit ekkert sérstaklega vel út svo að ég fékk hópinn færðan í 16:00 ferðina sem reyndist mikið happ því fleiri ferðir voru ekki farnar. Það er nokkuð ljóst að hér verður haldið mót aftur áður en langt um líður og það er líka ljóst að við erum smátt og smátt að eignast keppendur sem blanda sér í toppbaráttu á mótum. Tveir í undanúrslitum núna og enduðum á að landa einu bronsi. Við erum minnsta félagið en alls ekki minnst áberandi,“ sagði Ævar að lokum. ÍBV mætti Íslandsmeisturunum í FH í Kaplakrika á laugardag í síðustu umferð tímabilsins. Lítið var undir í leiknum, Eyjamenn svo gott sem búnir að tryggja sæti sitt í deildinni með sigri á Val í umferð- inni á undan. Framan af var leikurinn bragðdaufur og var ekkert mark skorað í fyrri hálfleik. Það dró fyrst til tíðinda á 53. mínútu þegar hinn ungi og efnilegi miðvörður Eyjamanna, Devon Már Griffin, skoraði með góðum skalla í stöng og inn eftir sendingu frá Pablo Punyed, fyrsta mark kappans í efstu deild. Skömmu fyrir leikslok tókst FH að jafna metin, Avni Pepa hafði þá handleikið knöttinn innan vítateigs og þar af leiðandi vítaspyrna dæmd. Steven Lennon skoraði örugglega úr spyrnunni og sá til þess að Íslands- meistararnir fóru frá mótinu með reisn. ÍBV endaði í níunda sæti deildarinnar með 23 stig sem verður að teljast farsæll endir þar sem útlitið var ekki vænlegt á tímabili. Kvennalið ÍBV fékk botnlið Selfoss í heimsókn um helgina í fjórðu umferð Olís-deildar kvenna. Gestirnir byrjuðu betur og náðu yfirhöndinni en forystan varði ekki lengi þar sem Eyjakonur voru komnar yfir eftir um tíu mínútna leik. Forystuna létu þær aldrei af hendi og sigldu í höfn nokkuð þægilegum sigri, lokatölur 32:29. Markahæst var Ester Óskarsdóttir með átta mörk en þær Karólína Lárusdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru með sjö mörk hvor. Erla Rós Sigmars- dóttir var með tíu mörk varin í marki heimamanna. Eftir fjórar umferðir er ÍBV í öðru sæti með sex stig og hefur skorað langflest mörk. Fram er í efsta sæti með sjö stig. Eyjamenn voru ekki í vandræðum með Stjörnuna þegar liðin mættust í fimmtu umferð Olísdeildar karla. ÍBV leiddi með sjö mörkum í hálfleik og sáu gestirnir í raun aldrei til sólar í leiknum. Lokatölur 30:23 fyrir Eyjamenn sem eru aftur komnir á beinu brautina eftir slæmt tap gegn FH í síðustu umferð. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk en Agnar Smári Jónsson kom næstur með sjö talsins. Kolbeinn Arnarsson varði tíu skot í markinu. Eftir umferðina situr liðið í öðru sæti með sjö stig, einu stigi minna en Afturelding. Eftir fimm umferðir er ÍBV í öðru sæti ásamt Gróttu en með hagstæð- ara markahlutfall. Afturelding er með átta stig. Keppendur og þjálfarar Karatefélags Vestmannaeyja. Arnar Júlíusson náði bronsi. telma Da Silva Amado. Handbolti | Olís-deild kvenna :: Kvennalið ÍBV átti ótrúlega endurkomu gegn Þór/KA á Hásteinsvelli síðustu helgi í lokaumferð deildarinnar þetta árið. Eftir tæpan klukkutíma leik var staðan 3:0 fyrir gestina frá Akureyri en lokamínútur leiksins voru alveg ótrúlegar. Fyrsta markið kom á 84. mínútu og það næsta fimm mínútum síðar en bæði mörkin skoraði Cloe Lacasse sem endaði með 13 mörk í sumar. Það kom síðan í hlut Natöshu Anasi að jafna leikinn á þriðju mínútu uppbótartíma. ÍBV endar því í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig. Cloe Lacasse í síðasta leik deildarinnar gegn Þór/KA. Cloe til bjargar Knattspyrna | Pepsi-deild karla ::

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.