Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. nóvember 2016 ÓKEYPIS BLÓÐ- SYKURSMÆLING! SYKURSýKI – BaRáttUMáL LIoNS- hREYfINGaRINNaR í áRatUGI ! Lionsklúbbur Vestmannaeyja, í samstarfi við hjúkrunarfræðinga frá Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja og Apótekarans, býður upp á ókeypis blóðsykursmælingu í húsnæði Apótekarans í Baldurshaga fimmtudaginn 24. nóvember milli kl. 15.00 og 17.00. Sá sjúkdómur sem er í hvað mestri sókn á Vesturlöndum þessi árin er áunnin sykursýki af gerð tvö. Aukin þyngd manna og auknar kyrrsetur bjóða heim þessum vágesti. Talið er að hundruð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það. Þessi sjúkdómur leggur fólk að velli hljóðlega og er án einkenna lengi framan af en getur valdið blindu og eyðilagt blóðrásina í fótum ef hann greinist ekki fljótt. Greiningin er einföld og smá blóðdropi getur bent til að ástæða sé að leita læknis. Markmið Lionshreyfingarinnar er að leggja lóð á vogaskálarnar til að hemja þennan vágest. Hvetjum alla bæjarbúa til að mæta í Apótek- arann nk. fimmtudag milli kl. 15.00 og 17.00 LIoNSKLúBBUR VEStMaNNaEYja Að venju verður Eyjafréttir með jólagjafahandbók síðustu vikuna í nóvember og verður sem fyrr helgað undirbúningi jólanna. Blaðið kemur út miðvikudaginn 30. nóvember. Að þessu sinni verður blaðinu dreift í ÖLL hús. Þeir sem vilja nýta tækifærið og koma sinni vöru eða þjónustu á framfæri hafi samband sem fyrst í síma 481-1300 eða með tölvupósti á auglysingar@eyjafrettir.is Jólin2016 jólagjafahandbók Eyjafrétta V Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar Sigurbjargar Rannveigar Guðnadóttur Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraunbúða fyrir frábæra umönnun Systu. Gylfi Guðnason og aðrir vandamenn. V Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Friðrik Ásmundsson Höfðavegi 1 í Vestmannaeyjum lést 19. nóvember. Útför hans verður gerð frá Landakirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 13.00. Ásmundur Friðriksson Óskar Pétur Friðriksson Elías Jörundur Friðriksson og fjölskyldur. Krókódíladagur Hvað er að vera KróKódíll? Krókódílar er stuðningsmannaklúbbur ÍBV í handbolta. Klúbburinn fer ört stækkandi og telur í dag 340 meðlimi, sem allt eru öflugir stuðningsmenn sem vilja hag handboltans sem mestan. Með þeirra stuðningi verður rekstur deildarinnar mun auðveldari og sýnir að stuðningsmenn ÍBV eru þeir bestu á landinu. Komdu í Krókódílana og vertu meðlimur í einum öflugasta stuðningsmannaklúbbi landsins. Hvernig verður þú KróKódíll? Skráningarblað er í miðasölunni á öllum heimaleikjum ÍBV í Olísdeildinni. Einnig er hægt að senda póst á haraldsson.karl@gmail.com. Hvað kostar að vera Krókódíll? Einstaklingsgjald: 1500 kr. á mánuði. Hjóna/paragjald: 2500 kr. á mánuði. Fimmtudaginn 24. nóvember kl. 18.30 Fyrir leikinn kl. 17:45 verður Krókódílum boðið að koma og þiggja léttar veitingar í fundarsalnum í Íþróttamiðstöðinni í boði 900 Grillhúss. Ahugið aðeins fyrir Krókódíla, muna kortin. GRILLHÚS Félagar í Krókódílunum fá frítt á alla heimaleiki í Olísdeild karla og kvenna. hjá ÍBV handbolta - Nýjung í Landakirkju - Yoga nidra slökun Þriðjudagskvöldið 29. nóvember kl. 20:00 mun Landakirkja í samstarfi við Hafdísi Kristjánsdóttur jógakennara vera með kyrrðarstund undir yfirskrift- inni Yoga nidra. Ljósið sem býr í okkur öllum og lagt er áhersla á í yoga tengist orðum Jesú úr Jóhannesarguðspjalli: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“ Sr. Guðmundur Örn tekur á móti þátttakendum og verður Hafdísi innan handar í stundinni. Að sjálfsögðu er ókeypis aðgangur eins og á aðrar samverustundir í Landakirkju. í meistaraflokki karla LÍKNARKAFFIð verður haldið fimmtudaginn 1. desember 2016 í Höllinni. Fimmtudaginn 1. desember n.k. verður hið árlega basar- og kaffihlaðborð haldið í Höllinni klukkan 15.00 -17.00. Verð 500 kr. fyrir börn og 1800 kr. fyrir fullorðna. Mætum öll og styðjum gott málefni. Pöntunarsími er fimmtudaginn 1. des. frá 12:00 í síma 860-2191. Einnig verður hægt að panta borð miðvikudaginn 30. nóv. hjá Sigríði Bragadóttur í síma 481-1740 /860-2191 13:00 -16:00. Kvenfélagið Líkn. (1. des. kaffið)

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.