Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. nóvember 2016 Ekki sjálfsagt Ég er lent, búin að ná úr mér flugþreytunni og vakna núna á hverjum morgni og hugsa til allra ykkar sem ákváðuð að trúa á breytingar og voruð tilbúin að treysta okkur hjá Viðreisn til að leiða þær. Það er ekki sjálfsagt. Ekki gefið. Það á enginn neitt í stjórnmálum, frekar en í lífinu sjálfu. Það þarf að berjast fyrir breytingum en sú trú og það traust sem mér og okkur hefur verið sýnt veitir mér þann kraft og þá orku sem til þarf til að ganga til leiks tilbúin til að berjast fyrir þeim málefnum sem Viðreisn stendur fyrir. Þessi kosningasigur sem við unnum í Suðurkjördæmi, að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni í fyrstu kosningunum okkar, er ótrúlegur. Ég er þakklát fyrir alla hjálpina, stuðninginn, óskirnar og síðast en ekki síst fyrir alla hvatninguna og ég hlakka til að vinna með ykkur öllum inn í kjörtímabilið. Nú taka spennandi tímar við. Að berjast fyrir málefnunum. Og það mun ég gera af heilum hug. Ég hef trú á því að við getum unnið að og komið í gegn ótrúlega mikilvægum umbótamálum á komandi kjör- tímabili, sér í lagi í tengslum við gjaldmiðla- og þar með vaxtamál. Þá er einnig gríðarmikilvægt að ná fram langþráðri sátt í tengslum við gjaldtöku í sjávarútvegi sem og um betrumbætur á landbúnaðarkerfinu okkar. Þetta eru stóru samfélags- málin og ég hlakka til að vinna að þeim á kjörtímabilinu. Ég vil hvetja ykkur til að láta í ykkur heyra og hafa samband til að vekja athygli á málum sem taka þyrfti til umræðu á vettvangi stjórnmálanna. Sveitarstjórnarkosningar eru eftir tvö ár. Það eru mörg stór og spennandi málefni sem vinna þarf að á sveitarstjórnarstiginu þar sem frjálslynd sjónarmið þurfa að eiga rödd. Ég vil því hvetja öll ykkar sem viljið láta að ykkur kveða í sveitarstjórnarmálum í nafni flokksins til að hafa samband við okkur hjá Viðreisn. Höfundur: Jóna Sólveig Elínar- dóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar. D-vítamín er eitt af mikilvægum lífefnum líkamans, hormón sem myndast í húðinni með hjálp frá geislum sólarinnar. Líkaminn geymir vítamínið í lifrinni en líka í fituvef og vöðvum. Á Íslandi njótum við lítillar sólar á veturna og þá er mikilvægt að muna að bæta vítamíninu við fæðuinntöku. D-vítamín styrkir beinin, stýrir kalkbúskapnum, minnkar líkur á beinþynningu og dregur úr líkum á slæmum afleiðingum tengdum byltum. Skortur af D-vítamíni getur valdið sjúkdómnum beinkröm hjá börnum. En D-vítamín er ekki bara nauðsyn- legt fyrir beinin. Það spornar gegn sjúkdómum, ýmsum vöðva- og taugasjúkdómum og er m.a. fyrirbyggjandi gegn þunglyndi, vöðvaverkjum, slappleika og sleni. D-vítamín virkar styrkjandi á hjarta, æða- og ónæmiskerfi og minnkar líkur á sjálfsofnæmissjúkdómum og sýkingum, t.d. kvefi, flensum og eyrnabólgum. Vísbendingar eru um að lélegur D-vítamínbúskapur tengist einhverjum tegundum krabbameina. Erfitt getur verið að ná ráðlögðum dagskammti úr fæðunni einni saman. Vítamínið finnst í feitum fiski, náttúrulegri uppsprettu D-vítamíns, sem einnig er ríkt af styrkjandi omega fitusýrum. Sama gildir um lýsi. D-vítamíni er bætt í ýmsar fæðutegundir okkar t.d. fjörmjólk, stoðmjólk, D-vítamín bætta léttmjólk, smjörlíki og einhverjar tegundir af jurtaolíum. Ráðlagt er að bæta því inn umfram fæðu, í formi fæðubótaefna, með D-vítamínpillum eða með inntöku á lýsi. D-vítamín er fituleysanlegt vítamín og safnast því upp í líkamanum. Þess vegna eru gefin út viðmið um efri mörk. Skammta umfram efri mörk ætti aðeins að taka í samráði við lækni. Foreldrum er sérstakleg bent á að gefa ekki ungbörnum lýsi og D-vítamíndropa samtímis vegna hættu á D-vítamín eitrun. Ráðlagðir dagskammtar (RDS) af D-vítamíni fyrir börn eldri en 10 ára og fullorðna er 15 μg en 20 μg fyrir eldra fólk, frá 71 árs aldri. Efri mörk eru 100 μg. Fyrir börn undir 10 ára er ráðlagður dagskammtur 10 μg. Efri mörk fyrir börn eru 50 μg en 25 μg fyrir börn yngri en eins árs. Frá 1–2 vikna aldri er ráðlagt að gefa ungbörnum D-vítamíndropa (10 μg/dag). Heimildir: landlaeknir.is, laeknabla- did.is, heilsugaeslan.is, landspitali. is. F.h Heilbrigðisstofnunar Suður- lands. Sólrún Auðbertsdóttir Hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar í Þorlákshöfn Mikilvægi D-víta- míns fyrir heilsu ,,Auðvitað mæti ég“, var yfirleitt svar Friðriks þegar ég leitaði til hans eftir fundarstjórn á aðalfundi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi. Alla mína formannstíð hjá Verðandi, eða frá árinu 2002, hefur Friðrik verið fundarstjóri á aðalfundum okkar. Oft kom hann færandi hendi á þessa fundi m.a. afhenti hann Verðandi mörg gögn sem tilheyra sögu Stýrimanna- skólans í Vestmannaeyjum, fram að þeim tíma sem hann var lagður niður 1997. Friðrik gekk í Verðandi þann 12. desember 1957 og tók við for- mennsku félagsins árið 1963, þá aðeins 29 ára gamall og var formaður í 2 ár. Það má segja að frá þeim tíma hafi Friðrik starfað í öllum ráðum og nefndum sem tilheyra Verðandi. Hann var gerður að heiðursfélaga Verðandi 1998 og átti það svo sannarlega skilið. Áhugi hans á björgunarbúnaði fyrir sjómenn og vinna hans með öðrum frábærum einstaklingum er aðdáunarverð. Sem skólastjóri var hann frábær og hjálpaði mörgum núverandi aflaskipstjórum í gegnum námið. Friðrik leit fram hjá því hvort nemendurnir vissu hvað Egill Skallagrímson drap marga menn eða hvort Gunnar á Hlíðarenda sá bleika eða bláa akra. Rauð, græn og hvít siglingarljós áttu nem- endurnir afturá móti að þekkja. Hugsun skólastjórans var alfarið tengd sjónum og þar eigum við margir skipstjórnarmenn honum mikið að þakka. Barátta hans fyrir auknu öryggi sjómanna var og er aðdáunarverð. Skipstjóra-og stýrimannafélagið Verðandi þakkar Friðriki fyrir ómetanleg störf í þágu félagsins. Bergur Kristinsson formaður Verðandi Friðrik Ásmundsson Ég er þakklátur við leiðarlok fyrir þau tækifæri og leiðsögn sem faðir minn, Friðrik á Löndum, veitti mér. Hann vildi láta mig taka ábyrgð snemma og lét mig finna leiðir og vinna mig út úr málunum af eigin krafti og getu. Ég byrjaði með honum til sjós sumarið 1972 og þá fékk ég sömu meðhöndlun og aðrir um borð og varð að standa mína plikt. Þegar tekist var á á dekkinu eða saklaus hrekkur lagður fyrir nýliðann tók pabbi þátt í því og ég varð að greiða úr mínum málum sjálfur. Þannig lærði ég að standa á eigin fótum, taka ábyrgð og standa maður með mönnum sama á hverju gekk. Hann kenndi mér líka góða siði, kurteisi í samskiptum við fólk og að fyrirgefningin væri dyggð. Lengst mun ég trúlega búa að því að faðir minn lagði frá fyrstu tíð áherslu á að ég bæri virðingu fyrir eldra fólki. Ég man eftir því sem barn þegar við heimsóttum Línu í Laugardal, Halla Kela í Björk, Sigga í Hraungerði, Jón í Sjólyst, Berg í Hjálmholti, Gísla langafa minn á Arnarhóli og Elínu langömmu mína frá Löndum, alla fjölskylduna. Seinna bættust við frændur mínir Óskar og Einar í Betel en pabbi var mjög ræktarsamur við allt þetta fólk og hugsaði vel um það. Það var mikil reynsla fyrir mig að kynnast þessu fólki og kunna skil á sögu þess og lífsbaráttu sem hófst fyrir aldamótin 1900. Jórunn Sigurðardóttir, Jóka kom að Löndum 1910 og var vinnukona hjá Friðriki og Elínu langömmu þeirra búskap. Þegar foreldrar mínir flutti í Grænuhlíð tóku þau Jóku inn á heimilið og var hún þar til dauðadags. Trygglyndið og skyldan að taka við af sínu fólki og sjá aldraðri konu fyrir heimili var sjálfsagður hlutur. Jóka hafði flutt í Hjálmholt þegar fjölskyldan fór frá Löndum og flestar helgar sem pabbi var í landi var Jóka heimsótt í fátæklegt herbergið í kjallaranum í Hjálm- holti en svo ríkt að hlýju og góðvild. Pabbi var líka einstaklega góður og líflegur afi barna okkar bræðra. Skutlþjónusta hans var mikið notuð og jafnvel þegar börnin vildu ekki trufla afa sinn fann hann þau og vissi hvað klukkan sló og hann vildi keyra þau hvert sem þau áttu erindi. Magnús Karl yngsti sonur okkar var mest hjá afa sínum og ömmu og naut þess ríkulega. Hann kenndi honum að þekkja alla bátana í höfninni og þeir tóku veðurspárnar saman. Magnús Karl sagði stundum upp úr eins manns hljóði við mig strax 4 ára gamall. „Pabbi hverju spáir´ann.“ Pabbi las sömu bækurnar fyrir hann tímunum saman svo hann kunni þær orðið utanbókar. Pabbi kenndi stjörnufræði og af henni heillaðist Magnús Karl. Hann fór oft með honum upp á Stórhöfða á stjörnubjörtum kvöldum og pabbi kenndi honum allt um stjörnurnar og gang himintunglanna. Þá höfðu börnin mjög gaman af því að skottast með honum í fjárhúsunum þegar hann fór daglega til gegninga. Þau þekktu allar ærnar með nafni og lömbin voru vinir þeirra. Þetta var þeirra ævintýri með afa sínum sem þau áttu í litlu fjárhúsi á Hauga- svæðinu þar sem eldgosið hófst 1973. Natni pabba og vinátta við öll barnabörnin var einstök og þau öll minnast hans með mikilli ást og hlýju. Sjálfur man ég þegar ég fór niður á bryggju sem peyi til að taka á móti spottanum þegar Öðlingur kom í land. Pabbi var skipstjórinn og Öðlingur flottasti báturinn að mér fannst og fyrstu róðrar mínir á sjó með pabba voru á þessum fallega báti. Hann sendi mig stundum heim með ýsusporð í soðið og það var ekki amalegt að dragast með 2-3 ýsur í bandi austur í Grænuhlíð og þá skipti ekki máli þó sporðurinn væri horfinn af þegar heim kom enda snáðinn stuttur í annan endann og ýsan dróst með malargötunni á leiðinni heim. Pabbi var farsæll skipstjóri og síðar kennari og skólastjóri við Stýrimannaskólann í Eyjum í 27 ár. Skólanum skilaði hann öll árin réttu megin við núllið og strák- unum öllum út í lífið með skip- stjórnarréttindi. Hann tók þeim eins og sonum sínum og hjálpaði öllum til að ná prófum. Hans metnaður fyrir árangri þeirra var alla tíð í fyrirrúmi. Hann gaf þeim stundum frí til að vinna í útskipun eða smala með honum og rýa ærnar sem hann átti. Að launum skírði hann hrútana í höfuðið á peyjunum. Róbert, Bergur, Grétar, Simmi og Óli hétu þeir í höfuðið á fyrir- ferðarmestu nemendunum og leiðin að hjarta þeirra sem nú kveðja góðan kennara og vin. Pabbi var í senn ákveðinn en mjúkur, og góðviljaður maður. Það er gott að hafa alist upp hjá slíkum manni eins og Friðriki á Löndum. Blessuð sé minning föður míns. Ásmundur Friðriksson Friðrik Ásmundsson á Löndum Minningarorð

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.