Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Page 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 Föstudagskvöldið þann 9. desember var slegið upp veislu í Akóges. Tilefnið var 35 ára afmæli Skipa- lyftunnar þar sem hæst bar frumsýning heimildamyndarinnar „Lyftan - Skipalyftan í 35 ár“ sem unnin var af þeim Sighvati Jónssyni og Sigríði Diljá Magnúsdóttur. Myndin spannar tímabilið fyrir stofunun Skipalyftunnar allt til dagsins í dag og er óhætt að segja að þeim Sighvati og Diljá hafi tekist vel til enda myndin afar fróðleg og jafnframt mikil skemmtun. Skipalyftan 35 ára: Athyglisverð mynd um sögu félagsins Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri með Helenu systur sinni. Addi í London, Siggi Friðbjörns. og Sigurjón. Eva María, Erna og Valgerður í góðum gír. Ólafur Friðriksson, tæknifræðingur Skipalyftunnar ásamt fjölskyldu, Þuru konu sinni, Andra syni sínum og tengdadótturinni Thelmu. Guðjón, Tómas, Ásdís, Hallgrímur, Laufey og Eyþór létu sig ekki vanta. Magnús Ríkharðsson, skipstjóri, Þórarinn Sigurðsson, stjórnarformað- ur Skipalyftunnar, Þórdís Úlfarsdóttir hjá Íslandsbanka og Guðni Ingvar Guðnason hjá Vinnslustöðinni voru mætt til að fagna afmælinu. Feðgarnir Halldór og Hafþór. Höfundar myndarinnar, Sighvatur og Diljá. Áætlað er að um 350 manns hafi sótt jólakaffi Vinnslustöðvarinnar í Höllinni þriðja sunnudag á aðventu. Þetta var þrettánda jólakaffið frá upphafi og líklega hið fjölmennasta hingað til. Séra Viðar Stefánsson, nýr sóknarprestur Eyjamanna, flutti hugvekju sem góður rómur var gerður að. Hann er úr Gnúpverja- hreppi í Árnessýslu og þarna fengu flest sóknarbörnin í salnum fyrstu kynni af nýja prestinum sínum. Sjálfur jólasveinninn mætti með nammi í poka handa fjölmörgum börnum starfsmanna á vettvangi. Veisluborðin svignuðu undan öllum kræsingunum, það var gott með kaffinu nú sem endranær. Starfsmenn fengu jólagjafir og nokkrir þeirra viðurkenningu að auki í tilefni tímamóta, afmælis eða starfsloka. Af VSV.is / myndir: Addi í London. Aldrei fleiri í jólakaffi Vinnslustöðvarinnar Hér eru aðstandendur viðurkenn- inganna, frá vinstri; Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri, Jason Stefánsson fyrir hönd Inga Árna Júlíussonar í tilefni sjötugsamælis. Kristinn Anders- son í tilefni þess að hann lætur af störfum eftir um 30 ár hjá Vinnslustöðinni. Baldur B. Birgis- son fyrir hönd Kristins Valgeirs- sonar í tilefni fimmtugsafmælis. Jasoslav R. Pustula í tilefni fimmtugsafmælis. Ingigerður Helgadóttir í tilefni fimmtugsaf- mælis og Gunnar Davíð Gunnarsson fyrir hönd Erlendar Gunnars Gunnarssonar í tilefni fimmtugsafmælis og loks Þór Vilhjálmsson. Þessi jólasveinn er alls staðar þessa dagana. Veisluborðið svignaði undan kræsingunum í Höllinni í aðventukaffinu. Höllin var þétt setin en um 350 manns sóttu aðventukaffi VSV.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.