Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. júlí 2017 Sjaldan eða aldrei hafa fleiri mætt á Goslokahátíð en í ár og má segja að bærinn hafi verið fullur af fólki. Dagskráin var mjög fjölbreytt og lætur nærri að um 50 viðburðir hafi verið í boði, myndlistarsýningar, tónleikar og uppákomur fyrir börn á öllum aldri og svo skemmtanir á kvöldin. Góð mæting var á alla viðburði og ekki annað að heyra en að fólk væri ánægt enda veður gott og fólk mætti til að eiga góða stund, skemmta sér og öðrum og sýna sig og sjá aðra. Er Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum búin að vinna sér sess sem ein allsherjar menningarhátíð og sem ættarmót af stærri gerðinni. Goslokanefnd lagði áherslu á að bæjarbragurinn yrði í anda hátíðarinnar og voru margir sem svöruðu því kalli. Ekki var möguleiki að komast yfir alla viðburði en blaðamenn Eyjafrétta fóru víða og hér má sjá afraksturinn. Spákona Spákonan Sunna Árnadóttir spáði í bolla og spil fyrir gesti og gangandi í Pennanum og komust færri að en vildu. Myndefnið sótt í Surtsey Þórunn Bára Björnsdóttir bauð upp á athyglisverða myndlistarsýningu í Eldheimum þar sem gróður í Surtsey og framþróun hans var viðfangsefnið. Skemmtileg sýn á þessa náttúruperlu sem fengið hefur að þróast án afskipta mannsins frá 1963. Þórunn Bára hefur aldrei stigið fæti á Surtsey en nýtir Netið við vinnslu verka sinna. Sýndi og sagði sögur Andrés Sigmundsson sýndi og sannaðí á sýningu sinni í Gallery Papacross, við Heiðarveg að hann kann að mála og hefur auga fyrir litum og formum. Flott sýning og skemmtileg. Hann bætti um betur þegar hann fór göngu um miðbæinn og sagði sögu húsa og annars sem fyrir augu bar. Þátttaka var góð og gerður góður rómur að þessu framtaki Andrésar. Frumraun sem lofar góðu Myndlistarsýning Magna Freys Ingasonar í Húsi Taflfélagsins við Heiðarveg kom á óvart. Hann tók sig til fyrir tveimur árum að mála myndir og notar mest akrýlliti. Þetta er hans fyrsta sýning og lofar hún góðu um framhaldið. Magni er ófeiminn að nota sterka liti og hefur gott vald á viðfangsefn- inu. Hlakka til að sjá næstu sýningu því hann segist hvergi nærri hættur. Með auga fyrir smáatriðum Ísleifur Arnar Vignisson, Addi í London, er yfirleitt með myndavél á lofti ef eitthvað er að gerast í Vestmannaeyjum. Þetta hefur hann gert í áratugi og mátti sjá örlítið sýnishorn úr safni hans á sýningu í Akóges um helgina. Viðfangsefnið eru Vestmannaeyjar og það sem hér gerist. Hann hefur mikið dálæti á Smáeyjum sem blasa við honum út um stofugluggann sem mátti sjá á sýningunni sem er góður vitnisburður um ljósmyndar- ann Adda í London sem hefur auga fyrir smáatriðunum og veit hverju hann vill koma til skila þegar mynd er tekin. Um 1000 manns sóttu sýninguna og er Addi mjög þakklátur fyrir það. Haldið ótrauð áfram Alltaf koma félagar í Myndlistar- félagi Vestmannaeyja manni á óvart. Um helgina sýndu þau í sal Listaskólans. Verkin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg sem þarna sýndu. Og enn og aftur segi ég, það má sjá framfarir með hverri sýningu og á meðan svo er á félagið rétt á sér og miklu meira en það. Haldið ótrauð áfram. Þarft og tímabært framtak Sýningin „Örnefni í Vestmanna- eyjum“ er þarft framtak hóps undir forystu Péturs Steingrímssonar. Afraksturinn er á ljósmyndum af Heimaey þar sem örnefni eru skráð inn á. Með Pétri voru Hávarður Sigurðsson, Már Jónsson, Ólafur Týr Guðjónsson, Friðbjörn Valtýsson og Óskar Ólafsson prentari sem vann tölvuvinnuna á myndunum sem er mikil og vandasöm vinna. Síðar kom inn í hópinn Gunnlaugur Grettisson. Gestir geta aðstoðað og bætt á listann. Það sem aldrei hefur verið rætt Guðrún Erlingsdóttir blaðamaður með meiru var í Eldheimum með það sem hún kallaði Spjallstund - samtal kynslóða. Fékk hún til sín mæðginin Sjöfn Kolbrúnu Ben- ónýsdóttur, Bobbu og Grím Gíslason og mæðgurnar Ester Kristjánsdóttur og Hafdísi Sigurðar- dóttur til að segja frá upplifun sinni af gosinu. Bobbu og Ester sem mömmurnar sem þurftu að flytja heimili og börn og aðlagast nýjum aðstæðum og Hafdís og Grímur sögðu frá sinni lífsreynslu. Kom þar margt á óvart eins og það að Grímur, þá átta ára grét sig í svefn á hverju kvöldi þar sem hann dvaldi hjá frænku sinni í Fljóts- hlíðinni veturinn 1973. Horfandi á Vestmannaeyjar út um gluggann. Eitthvað sem mamma hans vissi ekki áður. Ester og Hafdís fluttu nokkru sinnum í gosinu og skipti Hafdís jafn oft um skóla. Þar þurfti hún að standa á sínu því krakkar réðust á hana vegna þess að hún kom frá Vestmannaeyjum. Mæting var góð og var athyglis- vert að heyra hvernig þau upplifðu gosið og það sem á eftir fór. Niðurstaðan var að enn er mikið óuppgert og að þetta var enginn dans á rósum. Hrafnarnir sungu sinn söng Hrafnarnir brugðust ekki á tónleikunum í Eldheimum á föstudagskvöldið. Ein reyndasta hljómsveit landsins í árum talið og drengirnir njóta þess að koma fram og skemmta fólki, bæði í tónum og tali. Troðfullt var og mikil stemning í anda Eyjamanna. Sindri Freyr hitaði upp og sýndi og sannaði að þar er rísandi stjarna á ferðinni. Enn eitt púslið í sögunni Það var vel mætt á frumsýningu heimildarmyndar Gísla Pálssonar, Valdimars Leifssonar og Bryndísar Kristjánsdóttur, Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér. Hún er byggð á samnemdri bók Gísla sem rekur sögu Hans Jónatans sem var sonur ambáttar á St. Croix í Karíbahafi en fluttist með dönskum húsbónda sínum til Kaupmanna- hafnar áður en hann kom sér til Íslands. Hann settist að á Djúpavogi árið 1802 og giftist Katrínu Antoníusdóttur. Afkomendur þeirra í dag eru um 1000 talsins. Allt svo leikandi létt Það var upplifun að vera viðstaddur tónleika Silju Elsabetar Brynjars- dóttr og Alexanders Jarls Þorsteins- sonar í Eldheimum á laugardaginn. Þetta unga fólk sem nú stundar söngnám við virta tónlistarskóla í London tók sín fyrstu skref á Vel heppnuð Goslokahátíð í góðu veðri :: Gestir sjaldan eða aldrei verið fleiri : Fjögurra daga veisla í listum og sjálfsprottinni gleði Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Páll Helgason á sýningunni hjá Andrési Sigurmundssyni. Aron Brink syngur á barnaskemmtun Ísfélagsins. Skólahreystibrautin á fjölskylduhátíð Landsbankans var vinsæl. Hrafnar krunka í Eldheimum. Júníus Meyvant hélt tónleika og myndlistarsýningu. Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar héldu tónleika á Háaloftinu. Guðrún Erlingsdóttir stóð fyrir spjallstund um gosið á Heimaey.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.