Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Qupperneq 10
10 - Eyjafréttir Miðvikudagur 25. október 2017
alþingiskosningar 2017
Vinna
Atvinna er undirstaða
vaxtar og velferðar
og gegna lítil og
meðalstór fyrirtæki
þar lykilhlutverki.
Hlutverk ríkisins er
fyrst og fremst að
skapa hagstæða
umgjörð um
atvinnulífið, meðal
annars með einföldun
skattkerfis og
regluverks atvinnu-
rekstrar. Koma þarf í
veg fyrir að fyrirtæki
búi við íþyngjandi
kröfur sem ekki
þjóna tilgangi sínum.
Mikilvægt er að gefa
sem flestum tækifæri
til að nýta starfskrafta
sína með viðeigandi hætti. Framsókn vill
afnema frítekjumarkið af atvinnutekjum.
Margir þeir sem eru komnir á efri ár og eiga
rétt á lífeyri frá almannatryggingum vilja
halda áfram að vinna. Fólk á rétt á að hafa
val. Þeir sem vilja og geta unnið, eiga að fá
tækifæri til þess. Fátt er eins ömurlegt að
langa til að halda áfram á atvinnumarkaðnum
en upplifa neikvæða umbun í formi skerð-
ingar á lífeyri. Atvinnuþátttaka aldraða leiðir
til betri heilsu og heilbrigðara samfélags.
Vöxtur
Framsókn vill fjarlægja húsnæðisliðinn út úr
vísitölu neysluverðs og banna verðtryggingu á
á neytenda- og íbúðalánum. Banna þarf ný
verðtryggð lán svo heimilum bjóðist hag-
stæðir óverðtryggðir vextir og skapa þannig
hvata og stuðning við heimili til að breyta
verðtryggðum lánum
í óverðtryggð. Verð á
húsnæði hefur að
jafnaði hækkað meira
en verð á öðrum
vörum og þjónustu
sem skekkir vísitölu
neysluverðs.
Afleiðingin er að
verðtryggðar skuldir
heimilanna hafa
hækkað um tugi
milljarða undan-
farin ár.
Framsókn vill stuðla
að því að raunvextir
lækki. Aðgerðir
varðandi verðtrygg-
ingu og að húsnæðis-
liðurinn sé tekinn út
úr vísitölunni munu
stuðla að vaxtalækk-
un. Framsókn vill samstarf stjórnvalda og
aðila vinnumarkaðarins um hvernig hægt sé
að sammælast um lækkun vaxta t.a.m. við
kjarasamningsgerð.
Velferð
Framsókn vill fjárfesta í heilbrigðis-,
samgöngu- og menntamálum. Setja þarf 20
milljarða í heilbrigðis-, samgöngu- og
menntamál til að bregðast við brýnni þörf.
Framsókn telur mikilvægt að nota ríflegan
afgang af ríkisrekstri til að fjárfesta í betra
heilbrigðiskerfi, betri lífsgæðum og betri
samgöngum ásamt því að lækka skuldir
ríkissjóðs.
SiGurður iNGi JÓhANNSSoN,
formaður Framsóknarflokksins,
1. sæti í Suðurkjördæmi
BVinna - vöxtur
- velferð Ísland er fámennt og dreifbýlt land og því er góð heilbrigðisþjónusta
fyrir alla heilmikil áskorun. En
markmiðið er að íbúar njóti
jafnræðis.
heilbrigðisáætlun
Við Framsóknarmenn gerðum
heilbrigðisáætlun fyrir Ísland, að
forgangsmáli okkar. Málið var
samþykkt vorið 2017. Áætlunin
felur í sér að fé verði úthlutað til stofnana
með markvissum hætti og tekið tillit til
íbúaþróunar, aldurssamsetningar íbúa,
fjarlægða og umfangi ferðamannastaða, svo
eitthvað sé nefnt.
Fæðingar fjarri heimabyggð
Brýnt er að komið sé til móts við fólk sem
þarf að sækja fæðingarþjónustu um langan
veg. Undirrituð hefur lagt fram frumvarp í
tvígang um að lögum um fæðingarorlof verði
breytt. Með frumvarpinu er lagt til að réttur
foreldra til fæðingarorlofs eða
-styrks framlengist sem nemur þeim
tíma sem þeir þurfa að dveljast fjarri
heimili til að vera í öruggri nálægð
við fæðingarhjálp. Fólk á ekki að
gjalda þess að búa fjarri fæðingar-
stöðum og fjarri heilbrigðisþjónustu
almennt.
Fjármagnið er til staðar
Við getum fjármagnað þessi
verkefni. Framsóknarflokkurinn vill fjárfesta
20 milljarða í heilbrigðis-, samgöngu- og
menntakerfinu, þar af færu 10 milljarðar í
heilbrigðiskerfið. Slík fjárfesting ógnar ekki
stöðugleikanum. Tekjuafgangur ríkissjóðs er
umtalsvert meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Það er kominn tími til að fjárfesta í heil-
brigðiskerfinu okkar. Getum við ekki öll verið
sammála um það?
SilJA DöGG GuNNArSDÓttir,
þingmaður Framsóknarflokksins
Samgöngur eru lífæð hvers byggðar-
lags, tökum á þeim málum og
tryggjum samgöngur milli lands og
Eyja bæði á sjó og í lofti.
tryggjum siglingar herjólfs
Í huga Framsóknarmanna er ljóst að
tryggja þarf öruggar siglingar
Herjólfs milli lands og Eyja. Þegar
nýr Herjólfur hefur siglingar þarf
„gamli Herjólfur” að vera til taks til
að tryggja að hægt verði að sigla til Þorláks-
hafnar þegar veður hamlar siglingum í
Landeyjahöfn og á meðan reynsla kemur á
nýtt skip.
Halda þarf áfram að hanna og þróa Landeyja-
höfn, fá mat frá nýjum óháðum aðila
áður en haldið verður áfram með
verkið.
innanlandsflugið er almenn-
ingssamgöngur
Eflum innanlandsflugið að skoskri
fyrirmynd þar sem íbúar skilgreinds
svæðis fái afslátt af flugfargjaldi.
Setjum stefnu um almenningssam-
göngur um land allt - strætó, ferjur
og flug með það að markmiði að draga úr
kostnaði og tryggja að allir eigi kost á að nýta
sér samgöngur óháð efnahag.
ÁSGErður K. GylFADÓttir, 3. sæti
Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
tækifærin eru
til staðar
Er leiðin fær?
C
Okkur ber skylda til að fjárfesta í grundvallar-
stofnunum samfélagsins af skynsemi og til
framtíðar. Það er á hinn bóginn dýrt að taka
velferðina að láni eins og vinstri lántöku-
flokkarnir boða. Að ráðast í hundruða
milljarða króna útgjaldaaukningu í áhættu-
stórsókn mun auk þess enda með stórtapi fyrir
allan almenning í landinu. Allt mælir gegn því
að eyða afganginum og taka lán fyrir restinni
eins og sumir flokkar boða nú.
Öruggar samgöngur, góð heilbrigðis- og
velferðarþjónusta, gott menntastarf á öllum
skólastigum, tryggt húsnæði og öflugt
atvinnulíf um allt land, allt eru þetta vel-
ferðarmál sem eiga ekki bara að vera í lagi,
heldur í hæsta gæðaflokki. En velferð til
framtíðar kallar á ábyrgð og ítrustu útsjónar-
semi af hálfu stjórnvalda. Almannafé verður
að forgangsraða í verkefni sem munu nýtast
landsmönnum sem best.
Að forgangsraða í uppbyggingu hjúkrunar-
heimila er skynsamleg nýting á almannafé
enda stórbætir það bæði lífsgæði aldraðra að
hafa aðgengi að viðeigandi þjónustu og
dregur stórum úr kostnaði ríkisins af því að
bjóða öldruðum upp á aðstæður sem hvorki
þjóna þeim né sjúkrastofnunum landsins.
Þannig bætum við líka þjónustu við aðra
aldurshópa sem eru á biðlistum eftir þjónustu
sjúkrahúsa.
Að forgangsraða í samgöngukerfið í sinni
víðustu merkingu, lífæðar samfélagsins,
þjónar öllum til framtíðar. Þar ber að
sjálfsögðu að forgangsraða á þau svæði þar
sem álagið og óöryggið er hvað mest, þ.e. á
suður- og suðvesturhorn landsins. Viðreisn
vill að flugvélaeldsneyti kosti það sama um
allt land þannig að flugfélög geti flogið beint
á flugvelli á landsbyggðinni og við viljum að
innanlandsflug verði skilgreint sem almenn-
ingssamgöngur líkt og strætó og ferjuflutn-
ingar.
Að draga úr kostnaði við uppbyggingu
íbúðarhúsnæðis með einföldun bygginga-
reglugerðar tryggir lægra húsnæðisverð og
þjónar þannig öllum þeim fjölda sem nú er að
undirbúa sig við að stíga fyrstu skref inn á
íbúðamarkað sem og þeim sem vilja minnka
við sig.
Jafnréttismál eru velferðarmál. Þess vegna
viljum við ná fram, í samstarfi ríkis, sveitar-
félaga og stéttarfélaga, þjóðarsátt um
leiðréttingu launa kvennastétta sem aftur væri
stórt skref í átt að því að útrýma kynbundnum
launamun. Við viljum brúa bilið milli
fæðingarorlofs og leikskóla, efla leikskóla-
stigið og að réttur til dagvistunar sé tryggður
frá 12 mánaða aldri. Þá þarf að ráðast í átak
gegn kynbundnu ofbeldi, m.a. með nýju
samþykkisfrumvarpi sem Viðreisn lagði fram
til að stórbæta réttarstöðu þolenda kynferðis-
ofbeldis.
Viðreisn sýndi á spilin um síðustu helgi, þ.e.
hvernig við ætlum að fjármagna það sem við
setjum fram í þessari kosningabaráttu.
Upplýsingar um það má finna á heimasíðu
flokksins.
Þá eiga stjórnmálamenn að nýta öll möguleg
tækifæri til að bæta lífskjör í landinu og þar er
stærsta sóknarfærið að festa krónuna við
öflugan gjaldmiðil til að ná niður vaxtastiginu
og skapa íslenskum fyrirtækjum stöðugt og
gott rekstrarumhverfi til framtíðar. Að festa
gengið gæti helmingað vaxtakostnað heimila,
fyrirtækja og ríkisins sem aftur skapar
stóraukið svigrúm fyrir alla til varanlegrar
velferðar. Almenningur á ekki að þurfa að
vinna kauplaust í sex vikur á ári fyrir fljótandi
íslenska krónu!
Kjósum varanlega velferð, lægri vexti og
stöðugleika. Kjósum Viðreisn!
Kjósum varanlega velferð
Jóna Sólveig Elínardóttir
varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.