Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Qupperneq 11
Eyjafréttir - 11 Það er ekki nema ár síðan við stóðum í nákvæmlega sömu sporum og nú: Alþingis- kosningar framundan. Er þetta ekki allt í lagi - er bara ekki í góðu lagi að kjósa einu sinni á ári? Nei, það er ekki í lagi! Þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum; þetta eilífa rót og tætingur er stærsta ógnin við þann efnahagslega stöðug- leika sem við sækjumst svo mikið eftir - og stefnir í voða öllum þeim mikla árangri sem við höfum náð á síðustu árum. Það er lífsnauðsyn fyrir atvinnulífið í landinu að fá nú meiri festu og fyrirsjáanleika í umhverfi sitt. Fyrirtækin þurfa að geta gert langtímaáætlanir um rekstur og fjárfestingar. Og þetta er ekki bara mikilvægt fyrir fyrirtækin sjálf - heldur ekki síður fyrir fólkið sem vinnur hjá þeim. Sjávarútvegurinn þarf að vita við hverskonar gjaldtöku hann á að búa næstu árin og helst áratugi. Bændur þurfa að vita hvernig rekstrarum- hverfi þeirra verður einhver ár fram í tímann; hvað þeir eiga að framleiða og hversu mikið. Ferðaþjónustan þarf að vita með löngum fyrirvara í hvaða skattaumhverfi hún á að starfa. Allur sá árangur sem við höfum náð í efnahagsmálum er í uppnámi ef nýir pólitískir lukkuriddarar komast til valda á nokkurra mánaða fresti - með nýja stefnu, nýja skatta og nýjar endurskoðunarnefndir. Halda svo fund eina kvöldstund - slíta ríkisstjórn - fara í kosningar og deyja. Næsti - gjörið svo vel! Og svo koll af kolli. Þetta býður heim svo mikilli óvissu og óstöðugleika í stjórnarfarinu að ekki verður við unað fyrir fólkið í landinu. Kosningarnar núna snúast um festu og stöðugleika. Að komast út úr þessum vítahring. Ekki síst fyrir okkar kjördæmi, Suðurkjördæmi, sem á svo mikið undir þessum grunnatvinnuvegum komið. Þegar litið er yfir hið pólitíska landslag eins og það blasir við í dag, með klofningi og upplausn, má segja að eina haldfesta landsbyggðarinnar sé í Sjálfstæðisflokknum. Við þurfum festu og stöðugleika. Við þurfum sterkan Sjálfstæðisflokk. VilhJálMUr árnASOn, alþingismaður. Páll MAgnúSSOn, oddviti Sjálfstæðis- manna og 1. þingmaður Suðurkjördæmis. Kosið um festu og stöðugleika Fyrir rúmu ári síðan hófum við umræðu um að bæta við sérhæfðri sjúkraþyrlu inn í utanspítalaþjónustuna hér á Suðvesturhorni landsins. Slík þyrla yrði mönnuð bráðalækni og bráðatækni sem hefðu til taks öll þau tæki og búnað sem þarf til að veita bráðaþjónustu strax á vettvangi. Með þessu móti verður hægt að færa sérhæfða læknisþjónustu, utanspítala- þjónustu, út til fólksins á vettvangi til að draga verulega úr afleiðingum veikinda og slysa. Þessi þjónusta yrði hrein viðbót við þær öflugu bjargir sem við höfum í dag sem sjúkrabílarnir og björgunarþyrla Landhelgis- gæslunnar eru. Sjúkraþyrla myndi bæði draga úr álagi á þá aðila og veita þeim mikinn faglegan stuðning. Á þessu eina ári hefur Fagráð sjúkraflutninga Íslands skilað af sér ítarlegri skýrslu þar sem það leggur til að hafið verði sérstakt prufu- verkefni með sjúkraþyrlu strax næsta vor. Fjölmargir aðrir fagaðilar eins og félag bráðalækna og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa tekið undir með fagráðinu. Þá hafa Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi einnig gefið út samantekt um nauðsyn þess að tekin verði upp þjónusta sjúkraþyrlu á Suðurlandi. Málið hefur verið kynnt fyrir ráðherrum ríkisstjórnarinnar við góðar undirtektir. Næsta skref er því hjá þeim sem mun taka við heilbrigðisráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn að taka ákvörðun um að setja verkefnið af stað. Þetta er einn af stóru þáttunum í að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni ásamt eflingu heilsugæslunnar, fjarheilbrigðisþjón- ustu og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Við þingmenn Sjálfstæðisflokksins munum leggja okkur áfram fram við að koma þessu verkefni í höfn til að allir eigi jafnt og gott aðgengi að sem bestri heilbrigðisþjónustu. Komum sjúkraþyrlunni á loft með því að setja X við D þann 28. október. heilbrigðisþjónusta heima í héraði D Miðvikudagur 25. október 2017 alþingiskosningar 2017 F Ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mína á alþingi okkar Íslendinga og brenn í skinninu til að fá að takast á við öll þau fjölmörgu verkefni sem þar þarf að vinna að. Margt mætti auðvitað nefna en það sem snýr að Eyjamönnum er klárlega helst samgöngur og heilbrigðisþjónusta. Samgöngumálin eru efst á baugi hér og svo var einnig öll þau 16 ár sem ég bjó í Eyjum. Ágætar hugmyndir um jarðgangnagerð upp á land voru slegnar út af borðinu þegar ákveðið var að gera Landeyjahöfn. Allt frá upphafi var ljóst að höfnin var gerð af vanefnum en væntingarnar voru svo miklar að ég man að ég kvaddi Þorlákshöfn sumarið 2010 og hélt ég kæmi þar varla aftur, en sú varð nú heldur betur ekki raunin. Fljótt kom í ljós að höfnin uppfyllti engar þær væntingar sem gerðar voru til hennar og svo hefur verið allar götur síðan. Embættismenn hafa verið á hraðaflótta með væntingarnar og fundið sífellt upp nýjar ástæður til fyrirsláttar. Tala þarf tæpitungu- laust um vandamálið og klára höfnina sem allra fyrst, lengja hafnargarðana svo höfnin þjóni byggðarlaginu og gestum þess eins og til stóð í upphafi. Þetta má ekki draga það lengur. Heilbrigðisþjónustunni í Eyjum hefur hrakað á undanförnum árum. Ég tel að nauðsynlegt sé að skurðstofan sé opin í Vestmannaeyjum og þar geti mæður fætt börn sín. Fyrir þessu mun ég berjast með kjafti og klóm. Hvers vegna ætti ekki að vera hægt að halda þessu úti núna ef það var unnt fyrir áratug síðan? Núna mitt í allri hagsældinni og hagvext- inum? Ýmsar lausnir væri unnt að hugsa sér varðandi skurðstofuþjónustu í Vestmanna- eyjum, td. væri hægt að bjóða upp á sérhæfð- ari aðgerðir fyrir allt landið í Eyjum og afla skurðstofunni þannig verkefna. Það er ekki aðeins samgöngumál og heil- brigðismál sem brenna á Eyjamönnum, heldur hafa ýmsar stofnanir ríkisins í Vestmanna- eyjum mátt þola mikinn niðurskurð á umliðnum árum og eru jafnvel skornar niður meira en sambærilegar stofnanir í kringum höfuðborgarsvæðið. Þetta verður að leiðrétta og það er kominn tími til að fjárveitingar til stofnana í Eyjum séu í takt við þörfina. Hér á ég ekki bara við heilbrigðisþjónustuna, heldur einnig lögreglu, sýslumannsembættið og Framhaldsskólann. Ég mun vinna að því af krafti að berjast fyrir hagsmunum Eyjamanna. Ágætu Eyjamenn! Ég held að það sé mikil þörf á að frambjóðendur Flokks fólksins komist í ræðustól alþingis, þennan mikil- vægasta ræðustól landsins og láta í sér heyra varðandi þau þjóðþrifamál sem flokkurinn berst fyrir. Í kosningabaráttunni hafa hinir flokkarnir stokkið á okkar vagn og boðað stefnu sem við höfum barist fyrir. Bara eitt dæmi er frítekju- markið. Nú vilja allir Lilju kveðið hafa. Fyrir ári síðan ætluðu allir þessir flokkar sem þá voru á þingi og þá eru Píratar ekki undan- skildir að setja frítekjumarkið í 0 kr., en fyrir þrýsting samtaka aldraðra var það fært náðarsamlegast í 25.000 kr. Flokkur fólksins tók þá strax upp baráttu fyrir því að leyfa öldruðum og lífeyrisþegum að vinna með okkur án þess að bætur þeirra skertust króna á móti krónu og borga skatta af sínum launum. Núna vilja þessir sömu flokkar allir sem einn hækka frítekjumarkið og jafnvel afnema. Og jafnvel þó unnt sé að gleðjast yfir svona stefnubreytingu 180°, þá spyr maður sig : Hver er trúverðugleikinn ? Verja þarf hagsmuni Eyjamanna við kjötkatlana í reykjavík KArl gAUTi hJAlTASOn, oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.