Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Síða 20
vetraráætlun herjólfs
*áætlun getur tekið breytingum – nánar á ferjur.is
vestmannaeyjar - landeyjar
fös. sun. 08:30 11:00 16:00 18:45 21:00
mán. fim. lau. 08:30 11:00 - 18:45 21:00
þri. mið. 08:30 11:00 - 18:45 -
landeyjar - vestmannaeyjar
fös. sun. 09:45 12:45 17:10 19:45 22:00
mán. fim. lau. 09:45 12:45 - 19:45 22:00
Þri. mið. 09:45 12:45 - 19:45 -
Opnunartími / mánudaga-föstudaga kl . 7.30-21.00 / um helgar kl . 10-21
góð verslun í alfaraleið
Ný tilboð vikulega
Heimsendingarþjónusta.
pistillinn
SuShi frá Osushi
kemur til okkar föstudaga kl. 17.30.
Tökum niður pantanir!
Á laugardaginn er kosið til Alþingis
og verða þetta þriðju kosningarnar
frá árinu 2013. Ekki ætla ég að
ræða stjórnmálaástandið í landinu,
sem er þó í nokkurri upplausn og
alls ekki segja fólki hvað það á að
kjósa heldur gera tilraun til að rýna
í þá möguleika sem Vestmannaey-
ingar eiga í framtíðinni.
Þar eigum við mikið undir
öflugum samgöngum og ef ekki
rætist úr verða Vestmannaeyjar
undir í baráttunni um fólk og
fyrirtæki. Flóknara er það ekki en
mig langar að kíkja aðeins lengra
fram á veginn og spá í hvar
tækifærin eru. Í aldir hafa fiskveiðar
og framleiðsla á mat verið
undirstaðan í atvinnulífi Vestmanna-
eyja og þó ferðamennska hafi eflst
og orðið önnur stoðin verða
fiskveiðar og framleiðsla á
sjávarafurðum það sem mestu
skiptir.
Í sjávarútvegi eins og í öðrum
greinum er aukin tæknivæðing og
alltaf þarf færri hendur til að koma
með aflann að landi og vinna.
Ferðamannaiðnaður er mannfrek
grein en kemur ekki til með að vega
upp á móti og hvað er þá til ráða?
Í dag skiptir miklu að skapa sér
sérstöðu sem Vestmannaeyjar hafa
að einhverju leyti sem eyjar úti í
hafi og bjóða upp á meiri fjölbreytni
í náttúrunni á litlum bletti en
þekkist víðast annars staðar í
heiminum. Þetta fer ekki frá okkur
en þróun greinarinnar ræðst af
samgöngum sem vonandi komast í
betra horf með nýrri ferju á næsta
ári.
Það sem getur hjálpað þessum
undirstöðuatvinnugreinum okkar og
bæjarfélaginu öllu er að Vestmanna-
eyjar sem heild sæki um alþjóðlega
umhverfisvottun. Stórt skref í þá átt
er uppsetning á sjóvarmadælustöð-
inni sem HS Veitur eru að reisa við
Hlíðarveginn. Hvað er umhverfis-
vænna en að sólin sem í dag hitar
upp sjóinn í Mexíkóflóa hiti upp
hús hér nyrst í Atlantshafi tveimur
eða þremur árum seinna eða hvað
það tekur Golfstrauminn langan
tíma að ferðast til okkur?
Þarna er tækifæri sem sjávarút-
vegur, ferðamannaiðnaður og
bæjarstjórn ættu að skoða í
sameiningu. Kanna hvort þetta sé
mögulegt, hvað þarf til og hvað
þetta gæti komið til með að kosta.
Það skilar sér fljótt því fólk er
tilbúið að borga meira fyrir
umhverfisvottaða vöru og rekjan-
leika hennar sem er lítið mál með
fiskinn okkar. Það verður líka
eftirsóknarverðara að heimsækja
okkur.
Þetta yrði að vera sameiginlegt
átak okkar allra og víða má taka til
hendinni í betri umgengni sem gæti
verið fyrsta skrefið. Er það sem nú
er verið að gera í fráveitumálum
nóg til að Vestmannaeyjar eigi
möguleika á vottun fyrir um-
hverfismál? Þetta og margt fleira
þarf að skoða og ekki eftir neinu að
bíða og forkönnun þarf ekki að
kosta svo mikið.
Umhverfis-
vottaðar
Vestmanna-
eyjar málið?
s. 481-1300 | frettir@eyjafrettir.is | www.eyjafrettir.is
hEiM AÐ DYRuM - kr. 1.920 á mán.
Með áskrift að Eyjafréttum færðu vikulegar fréttir, heim að dyrum,
af öllu því helsta sem um er að vera í Vestmannaeyjum eða tengist
Eyjum á einn eða annan hátt.
Ekki nóg með það heldur getur þú einnig nálgast blaðið þitt
á Eyjafrettir.is hvar sem þú ert í heiminum. Á vefnum færðu
líka óhindraðan aðgang að nýjustu fréttum frá Eyjum um leið
og þær gerast.
NETÁSKRiFT - kr. 1.490 á mán.
Með netáskrift að Eyjafréttum ertu alltaf með blaðið við hendina.
Þú færðu aðgang að blaði Eyjafrétta á Eyjafrettir.is þegar þér hentar,
hvar sem þú ert í heiminum. Á vefnum færðu líka óhindraðan aðgang
að nýjustu fréttum frá Eyjum um leið og þær gerast.
Vertu með á nótunum og skráðu þig í áskrift
núna á eyjafrettir.is eða í síma 481-1300.
ÞÚ FÆRÐ MEiRA
Í ÁSKRiFT
AUGLÝSING UM KJÖRSTAÐ
Í VESTMANNAEYJUM
Kjörstaður í Vestmannaeyjum vegna alþingiskosninga sem fram fara 28. október 2017 verður
í Barnaskóla Vestmannaeyja, inngangur um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr.
Kjörfundur hefst kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00 að kveldi sama dags.
Bænum verður skipt í tvær kjördeildir:
Í 1. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 22. september 2017 við Ásaveg til og með Hásteinsvegi
auk þeirra sem eru óstaðsettir í hús og þeirra, sem búa erlendis og njóta kosningaréttar á Íslandi.
Í 2. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 22. september 2017 við Hátún til og með Vesturvegi,
auk þeirra, sem búa að Hraunbúðum og húsum, er bera bæjarnöfn.
Kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskírteini, getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði.
Yfirkjörstjórn verður til húsa á kjörstað í Barnaskóla Vestmannaeyja á kjördegi.
Yfirkjörstjórnin í Vestmannaeyjum.
Jóhann Pétursson - Ólafur Elísson - Þór Ísfeld Vilhjálmsson
ómar Garðarsson
omar@eyjafrett ir. is