Skessuhorn - 11.06.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1998
3
««i£nunu>.
Nýr eigandi að Melró
Gunnar Leifur Stefánsson vélvirki
hefur keypt verslunarrekstur Máln-
ingarþjónustunnar Metró að Akurs-
braut 9. Verslunin verður rekin undir
nafni Metró en Málningarþjónustan
mun áfram reka hina verslun sína við
Stillholt.
Að sögn Gunnars er ætlunin að
auka vöruúrval og þjónustu í verslun-
inni. M.a. verður opið bæði laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 10 - 16.
„Við ætlum að vera með alhliða iðn-
aðarvöruverslun. Hér verða áfram á
boðstólum allar almennar bygginga-
vörur, s.s. verkfæri, málningarvörur
o.s.frv.
Einnig verðum við með mikið af
vörum frá Bílanaust, s.s. aukahluti í
bifreiðar, mikið úrval af landbúnað-
arvörum o.fl. Þá ætlum við, eftir að
göngin opna, að vera með sendibíl í
ferðum frá Reykjavík tvisvar á dag
og munum þá útvega hvað sem menn
kann að vanhaga um“, sagði Gunnar
Leifur.
Gunnar rekur einnig gistiheimilið
Bermúda á efri hæð hússins. Ber-
6ISTIHEIMIL!
—
___——
Gunnar Leifur Stefánsson fyrir utan Akursbraut 9 sem hýsir Metró verslun-
ina á Akranesi og Bermúda Gistiheimilib.
Mynd: A.Kúld
múda hefur undanfama mánuði verið Gunnars hefur það verið opnað á nýj-
leigt út til verktaka við Hvalfjarðar- an leik fyrir almenna ferðamenn.
göng og á Grundartanga en að sögn tí.E.
Fyrstu
sumar-
böllin
Samkvæmt venju voru nú um
Hvítasunnuhelgina haldnir fyrstu
sumardansleikir ársins í Borgarfirði.
Á föstudagskvöldið mættu um 300
manns á dansleik með Sóldögg í
Logalandi. Blíðskaparveður var um
nóttina, svo gott að unga fólkið lét
sér jafnvel nægja að skemmta sér
utan dyra.
Aðfaramótt annars í Hvítasunnu
spiluðu Greifamir í Hreðavatnsskála
og var þar fullt út úr dyram.
Báðir þessir dansleikir gengu vel
fyrir sig en eitthvað var þó um að
menn þyrftu að reyna krafta sína eft-
ir veturinn með því að tuska hvern
annan til. Af því hlutust smápústrar
af ýmsu tagi. Kalla þurfti út sjúkra-
bifreið til að flytja einn gestanna úr
„Skálanum" undir læknishendur.
Að sögn Jóns Péturssonar verts í
Hreðavatnsskála em fyrirhuguð böll
um flestar helgar í sumar og verður
vandað til vals á hljómsveitum nú
sem hingað til.
MUNAÐARNESl
Lifandi
tónlist
Laugardagskvöld:
Þotuliðið
leikur frá kl. 23.00
Aldurstakmark 20 ár. Muniö nafnskirteinin. Snyrtilegur klæönaður
2ja rétta tilboð:
Súpa dagsins
Stórsteik stórbóndans
Verð aðeins kr. 1.280,-
Sérstakur matseðill
fyrir börn og ís á eftir
Munið hádegisverðarhlaðborðið á sunnudögum
Fullorðnir aðeins kr. 999,-
6-12 ára kr. 450,-
0-5 ára kr. 0,-
Opið í sumar fimmtud., föstud.,
laugard.. frá kl. 18
á sunnudag frá kl. 11.30
Verið velkomin
Greifarnir á balli í Hrebavatnsskála Mynd: M.M.
Körfuknattleiksfélag Akraness:
Framhaldsaðalfundur
I Framhaldsaðalfundur Körfuknattleiksfélags Akraness
I verður haldinn í íþróttamiðstöðinni, Jaðarsbökkum, þriðju-
| daginn 16. júní kl. 20.00.
I Dagskrá:
| 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
| 2. Önnurmál.
I Stjórnin
Félag hjartasjúklinga á Vesturlandi
Aðalfundur félagsíns verður
Laugardaginn I3. júní kl. I4.00
á Barbró, Akranesi
Eftir fundinn verður skoðunarferð um
Akranes með leiðsögumanni
Aliir velkomnir
r
MIÐB0RG Ehf
fasteignasala
Björn Þorri Viktorsson, hdl. lögg. fasteignasoli
Suðurlandsbmt 4A • 108 Reykjavík
Sími 533 4800 • Bréfsími 533 48) I
Esjuvellir 22, Akranesi
V
Fallegt 130,8 fm. einbýlishús ásamt 28,6 fm. bílskúr á þessum frábæra stað.
Fjögur svefnherbergi og góðar stofur. Parket á holi, eldhúsi og gangi. Nýtt járn
á þaki. Nýstandsett baðherbergi. Endurnýjuð tæki í eldhúsi. Áhvílandi 1,1 m.
Verð kr. 11,0 millj.
Meðferðarheimili í
Borgarfirbi
Nú er að hefjast und-
irbúningur fyrir opnun
meðferðarheimilis á
Hvítárbakka í Bæjar-
sveit. Heimilið er ætlað
unglingum á aldrinum
14 - 18 ára sem misst
hafa fótfestu í lífinu.Að
sögn Ríkharðs Brynj-
ólfssonar fyrrverandi
oddvita í Andakíls-
hreppi og núverandi
oddvita í nýju sveitarfé-
lagi í Borgarfirði keypti
Andakílshreppur rúmlega 500 fer-
metra íbúðarhús af Jóni Guðmunds-
syni á Hvítárbakka og mun leigja það
til Barnavemdarstofu sem reka mun
meðferðarheimilið. Húsið var þar til
á síðasta ári leigt Starfsmannafélagi
vamarliðsins og nýtt sem orlofsbú-
staður fyrir starfsmenn hersins.
Ríkharð sagði að miðað yrði við
að vistmenn verði að jafnaði sex að
tölu. „Stærðin er miðuð við að stofn-
unin sé eins og stórt heimili en hér
verður bæði heimili og skóli þessara
bama sem hingað þurfa að sækja.
Rekstrarformið á sam-
bærilegum heimilum
sem Bamavemdarstofa
rekur er þannig að það
er yfirleitt fjölskylda
sem tekur reksturinn að
sér sem nokkurs konar
verktaki. Síðan er
reiknað með að ráða
viðbótar starfsfólk úr
nágrenninu en það er
ekki krafist fagmennt-
unar heldur verður fólk
þjálfað sérstaklega til
þessara starfa“, sagði Rfkharð.
Reiknað er með að um tíu stöðu-
gildi verði við meðferðarheimilið á
Hvítárbakka en það er umtalsverð
aukning á atvinnutækifæmm í hinu
nýja sveitarfélagi. Nokkrar endur-
bætur þarf að gera á húsinu á Hvítár-
bakka áður en starfsemi meðferðar-
heimilisins hefst en að sögn Ríkharðs
er beðið eftir útboðsgögnum til að
hægt verði að bjóða verkið út. Hann
sagðist reikna með að heimilið yrði
opnað í haust.
G.E.
Ríkharö Brynjólfsson
oddviti.
Skagfirðingar með lægsta tilbob
Þriðjudaginn 26. maí 1998 vom
opnuð tilboð í endurbyggingu stein-
bryggju við Stykkishólmshöfn.
Steinbryggjan er aðal löndunar-
bryggjan fyrir smábáta í Stykkis-
hólmi. Bryggjan verður steypt upp
og settur á hana harðviðarhaus.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 24
milljónir en þrjú tilboð bámst í verk-
ið.
Tilboðin vom eftirfarandi:
Guðlaugur Einarsson, Sauðárkróki
19.292.547,-
Skipasmíðastöðin Skipavík ehf.
Stykkishólmi 32.791.333,-
Guðlaugur Einarsson, Hafnarfirði
25.884.235,-
Ekki hefur verið tekin afstaða til
tilboðanna en engar athugasemdir
vom gerðar á fundinum.
Flóðbvlgja af
nýrri tónlist!
Nýir titiar m.a.:
• Godzilla
• Fat Boy Slim
• Wedding Singer
• Tribute to
Fleetwood Mac
• Carmen Negra
• Page & Plant
• John Fogerty
• Deep Purple
•Onyx
• Rammstein
• Smashing Pumpkins
• Soulfly
• Bulworth
Opið laugardaga
frá kl. 10 -14
Bóka^iliskemman
Stillholti 18 - Sfmi 431 2840
Fyrir 17.|uni
NY SENDING FRA
SMASH 0G SAUTJÁN
Innr
JUCo
fthr
Gallabuxur í rniklu úrvoli °r/l>,óor/sÝQr
Einnig flottar gallasmekkbuxur tor
Gallabuxnatilboðið enn í gangi 4$SQ - 3700
BX Y
Kirkjobrout 2 ♦ Akranesi g 431 3308
+