Skessuhorn - 11.06.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1998
11
áuliMVnui.
Urð og grjót á Akranesi
Notum tímann vel og stuðlum að hreinna og vænna Vesturlandi
Skessuhorn - Pésinn
Fyrirhugað er að opna nýtt safn á
Akranesi þann 20. júní n.k. Það eru
hjónin Þorsteinn Þorleifsson og Snjó-
laug M. Dagsdóttir sem standa í stór-
ræðum þessa dagana við lokaundir-
búning opnunar á Steinaríki Islands á
Akranesi. Undirbúningur að safninu,
og breytingar á húsnæðinu á Kalm-
ansvöllum 4, hefur staðið frá því í
október 1997. Blaðamaður Skessu-
homs-Pésans tók Þorstein tali fyrr í
vikunni í tilefni væntanlegrar opnunar
og til að fræðast nánar um starfsemi
þessa nýja fyrirtækis á Akranesi.
Tvíþætt starfsemi
„Hér er um að ræða íslenskt safn
unninna og óunninna íslenskra grjót-
tegunda annars vegar og safn um
Hvalfjarðargöng hins vegar. Auk
þess höfum við innréttað kaffiteríu
og getum m.a. selt kaffi og kalda
drykki úr krana“, sagði Þorsteinn
Þorleifsson.
Inni í hinu nýja safni hefur verið
komið fyrir skemmtilegri uppstill-
ingu úr rekaviði og rafmagnskeflum
sem á er raðað fjölbreyttum steinteg-
undum. „Ég fullyrði að hér er á ferð-
inni eitt stærsta safn íslenskra stein-
tegunda, sem til er saman komið und-
ir einu þaki“, sagði Þorsteinn stoltur.
Enda hefur hið nýja safn fengið nafn-
ið Steinaríki Islands og þarf því að
vera nokkuð veglegt til að standa
undir því nafni. Blaðamaður getur
staðfest, þrátt fyrir lágmarks þekk-
ingu á grjóttegundum, að Þorsteini
og hans fólki hefur tekist að skapa
vistlegt og „öðruvísi“ safn sem án efa
á eftir að vekja mikla athygli.
Fyrrum vertar á
Vegamótum
Þorsteinn og fjölskylda hans ráku
áður þjónustumiðstöðina á Vegamót-
Steinaríki Islands.
um í Eyja- og Miklaholtshreppi en
þar voru þau með gallerí sem þau
fluttu með sér til Akraness þegar
Vegamót skiptu um eigendur í vetur.
Megin uppistaða safnsins á Akranesi
er ættuð úr galleríinu á Vegamótum
en s.l. mánuði hefur verið unnið
markvisst að söfnun fleiri grjótteg-
unda til að hafa úrvalið sem fjöl-
breyttast.
Hvalfjarbar-
gangasafn
Auk þess að hafa að geyma steina-
safn gerði Þorsteinn samning við
Akraneskaupstað um varðveislu og
umsjón með sögu- og mynjasafni um
jarðgangagerðina undir Hvalfjörð. I
smíðum er m.a. geysistórt þrívíddar-
líkan af Hvalfirði og göngunum und-
ir hann, sem staðsett verður í Steina-
ríkinu. Akranesbær leigir hluta hús-
næðisins undir safnið gegn því að
Þorsteinn tekur að sér umsjón þess
samkvæmt samningi þessara aðila frá
því í vetur. Samningur þessi gildir til
aldamóta.
!!•!:
Gisti- og veitingastaður í Hafnarskógi
Dansleikur laugardaginn 13. júní
Það verður stór veisla, bretarnir eru farnir,
gleðjist með okkur, við bjóðum þann stóra
á aðeins 350.- kr.
Hljómsveitin Gammei dansk
verður á léttu nótunum.
Opib allt árib
Þetta nýja safn Þorsteins og Snjó-
laugar Maríu mun tvímælalaust hafa
aðdráttarafl fyrir ferðaþjónustu á
Akranesi og verða þáttur í að skapa
Akranesi sérstöðu á sviði náttúru-
fræða og ferðaþjónustu. Auk ferða-
manna segir Þorsteinn að markhópar
safnsins verði skólafólk og annað
áhugafólk um íslenska steina og nátt-
úru. Því er stefnt að heilsárs opnun
safnsins. Að lokum kvaðst Þorsteinn
vera bjartsýnn á framhaldið og segir
hann að kynning á safninu hafi nú
þegar skapað talsverða athygli á
Akranesi og víðar.
Fyrst í stað er gert ráð fyrir að opið
verði í Steinaríki íslands frá klukkan
10-17 auk þess sem opnað verður
fyrir hópa sem á ferð eru utan þess
tíma. Starfsmenn í Steinaríki Islands
verða 2-3, auk Þorsteins.
-Akúld
Frá heimsókn 19. júní á Dvalarheimilib í Borgarnesi
Heímsókn á
Dvalarheimilið
Sá góði siður hefur viðgengist til
fjölda ára að kvenfélög innan Sam-
bands borgfirskra kvenna hafa skipst
á að heimsækja gamla fólkið á Dval-
arheimilinu í Borgamesi yfir vetrar-
mánuðina.
I þessum ferðum bjóða kvenfélög-
in dvalargestum upp á bæði andlega
og lílcamlega næringu, en slík heim-
sókn er ekki síður gefandi og dýrmæt
gestum en heimafólki á Dvalarheim-
ilinu.
Aprílheimsóknin kom í hlut Kven-
félagsins 19. júní sem starfar í
Skorradals- og Andakílshreppum.
Þar var boðið upp á upplestur, söng
og fleira. Formaður kvenfélagsins,
Hildur Traustadóttir, afhenti fram-
kvæmdastjóra Dvalarheimilisins,
Margréti Guðmundsdóttur, fimmtíu
þúsund krónur að gjöf. Fjármunimir
munu renna í sjóð til tækjakaupa.
Að lokinni skemmtidagskrá var
boðið í veislukaffi sem kvenfélags-
konur sáu um.
ver
ni
til
netnd mun akv(
• íbúöarhús og lóðir í þéttbýli (1-10)
• Sveitabýli (1-5)
• Fyrirtæki og stofnanir (1-5)
• Sveitarféíög (1 viðurkenning)
Hægt er að koma ábenaingum til dómnenfdar á skrífstofum
Skessuhorns í Borgarnesi og á Akranesi
RAFMAGNSVEITUR
RÍKISINS
Laust er til umsóknar starf á skrifstofu
Rafmagnsveitna ríkisins Sólbakka l,
310 Borgarnesi. Um er að ræða hálfsdags
starf, vinnutími 13 - 17. Laun samkvæmt
launakerfi opinberra starfsmanna. Starfið er
laust frá 1. júlí n.k. eða eftir nánara
samkomulagi.
Upplýsingar um starfið veitir
Jalcob Skúlason, rafveitustjóri
í síma 437 1599
/----------------------------------------------------------------^
Engjaás ehf, óskar að ráða starfsmann
Engjaás er matvælafyrirtæki í Borgarnesi sem framleiðir morgunkorn, kakóvörur,
sultur, grauta og pizzur. Þá sér Engjaás um dreifingu á mjólkurvörum frá
Mjólkursamsölunni og Osta og smjörsölunni. Starfsmenn eru um 20.
oo
P'
c
| Nú óskar fyrirtækið eftir þvf að ráða starfsmann
i til framtíðarstarfa í söludeild fyrirtækisins.
>
dí
Starfið er fólgið í afgreiðslu og sölustörfum, símsvörun og móttöku á vörum.
Starfsmaðurinn þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið hentar bæði konum
og körlum. Mötuneyti er á staðnum.
Upplýsingar gefa Jón Guðmundsson
eða Kristmar J. Ólafsson