Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.1998, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 11.06.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. JUNI 1998 5 ^kuovnu.. Hyman breföir úr sér yfir umfangsmiklar breytingar á þjónustumiðstöðinni Hyrnunni í Borgamesi. Verslunarrými í bensín- afgreiðslu og matvöruverslun var stækkað til muna og ýmsar breyting- ar gerðar á fyrirkomulagi í verslun- unum. I kjölfar breytinganna hefur vöruúrval síðan verið aukið til muna á báðum stöðum. G.E. Unnið að breytingum í bensínafgreiðslu Hyrnunn- ar. Sigurður Ólafsson af- greiðslumaður aðstoðar starfsmenn ESSÓ við upp- setningu á innréttingum. Nú er orðið rýmra um Sig- urð Ólafsson og félaga í bensínafgreiðslu Hyrnunn- ar. Þeir félagar eru þekktir fyrir lipurð og mikia þjón- ustulund. Myndir: G.E. Undanfarna mánuði hafa staðið Sjaldgæft er að lömb sem þetta fæöist, sem betur fer. Mynd: M.M. Eitt auga Sauðburður er nú víðast hvar að ljúka hjá bændum. Einstaka upp- gönguskjátur eru þó eftir í fjárhúsum hér og þar. Þó sauðburður sé vissu- lega skemmtilegur tími, þá hefur hann stundum sínar dökku hliðar. Um síðustu helgi bar kind bækl- uðu lambi hjá Jóhanni bónda Odds- syni á Steinum í Stafholtstungum,. Lambið var stórt og lifði í nokkra klukkutíma. Það sem var óvenjulegt við lambið var einkum það að ein- ungis var eitt stórt auga á því sem staðsett var á miðju enninu ofan við munninn. Kjálkar og munnur voru auk þess svo afmyndaðir að lambið gat með engu móti sogið. Að öðru leyti hefur sauðburður gengið vel hjá Jóhanni og tókst hon- um t.d. að venja munaðarlaust lamb undir ánna sem bar bæklaða lambinu. M.M. Skallagrímsvöllur, Borgarnesi Fyrsta deild 5. umferð Þá er komið að öðrum heimaleiknum í ár o | Kannski skora strákarnir jafnmikið og síðast? ± Ekki missa af mörkunum. Mætið á völlinn | og styðjið Skallagrím. Skallagrímur - Þór Akureyri Fyllt upp í Brákarsund Þessa dagana er verið að aka nýrri vegfyllingu í Brákarsund í Borgar- nesi. Hún er þó aðeins til bráða- birgða því veitt hefur verið 45 millj- ónum króna til að endurgera gömlu brúnna að mestu í sinni núverandi mynd. Vegfyllingin verður notuð á meðan framkvæmdir standa yfir við við endurgerð gömlu brúarinnar en fjarlægð að því loknu. Það er Borgarverk í Borgamesi sem sér um vegfyllinguna og mun fyrirtækið einnig fjarlægja hana þeg- ar brúarviðgerðunum er lokið. Við- gerðin á brúnni verður í höndum brúarvinnflokks frá Vegagerðinni undir stjóm Guðmundar Sigurðsson- ar. Stöplar gömlu brúarinnar fyir Brákarsund voru reistir árið 1929 og verða þeir nýttir að hluta og einnig sjálfur brúarboginn. Brúin verður áfram einbreið en með göngubraut annars vegar. Aætlað er að verkinu ljúki í október í haust. G.E. Samvinna um Borgar- fjarðarkort Þessa dagana er verið að ljúka við gerð svonefnds Borgarfjarðarkorts. Það er kort af Borgarfirði með ítar- legum upplýsingum fyrir ferðamenn og verður gefið út í 20.000 eintök- um. Kortið er gefið út af Ferðamála- samtökum Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu og Búnaðarsamtökum Borgar- fjarðar í samvinnu við Akraneskaup- stað. G.E. Starfsmenn Borgarverks eru að fylla upp í Brákarsundið og gera bráða- birgðaveg sem notaður verður á meðan viðgerð á brúnni stendur yfir. Mynd: G.E. Tré, Runnar, Blóm og Kál Höfum til sölu um 60 tegundir trjáa og I runna, einnig sumarblóm og matjurtir. ! Opið frá 13.00 til 22.00 1 alla virka daga til 10. júlí. Símatími milli kl. 12.00 og 13.00 alla daga. Veriá velkomin í sæluna í Síáunni. Árni og Þuríóur, Þorgautsstöóum II, Hvítársföu Sími 435 1372 i I 5 1' : ■fiiv'"■ 11115i■ S1;B11 . ■ Sí.; ■ í' í Reykholtsdal, þjóðhátiðardaginn I 7. júni. DAGSKRÁ: Séra Geir Waage messar. Fjallkona, leikir, glens og gaman. Hátíðarræður, annáll og fleira. Kaffiveitingar. Allir vinir og velunnarar félagsins eru hjartanlega Kl. Kl. 20-22: Börn fædd '87 og yngri Kl. 22-00: Börn fædd '86 og eldri Ungmennafélag Reykdæla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.