Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.1998, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 11.06.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1998 iukfissum/*.. Ermolinskij afram Körfuknattleiksfélag ÍA hefur samið við þjálfara liðsins, Alexander Alexander Ermolinskij hinn snjalli leikmahur og þjálfari IA verbur áfram me& li&i&, a.m.k. eitt ár til vi&bótar. hjálA Ermolinskij, um áframhaldandi þjálfun liðsins. Að sögn Sigurðar Sverrissonar formanns deildarinnar gildir samningurinn í eitt ár. Eins og flestum er sjálfsagt í fer- sku minni náði IA óvænt frábærum árangri í úrslitakeppni úrvalsdeildar- innar í vor. Liðið hafnaði í áttunda sæti í deildakeppninni en sigraði deildarmeistarana, Grindavík, í átta liða úrslitum. I undanúrslitum féll liðið út eftir harða baráttu við KR. Sigurður sagði að litlar breytingar yrðu á leikmannahópnum fyrir næsta keppnistímabil. Jón Þór Þórðarson kemur aftur eftir tveggja ára vist á Laugarvatni en ekki er vitað um aðra nýja leikmenn sem stendur. Sigurður sagði það þó ljóst að það vantaði einn til tvo hávaxna leikmenn þar sem Alexander mun væntanlega leika minna með sjálfur næsta vetur, en fram til þessa. Þá er óvíst að Elvar Þórólfsson verði með og litlar líkur eru taldar á að Damon Johnson verði áfram á Skaganum. Að sögn er hann í viðræðum við ítölsk lið þessa dag- ana. Sigurður sagði að væntanlega færu menn ekki að leita fyrir sér með út- lending fyrr en í haust. G.E: Krístinn og Henning til Skallagríms Henning Henningsson körfuknatt- leiksmaður hefur tekið við þjálfun körfuknattleiksliðs Skallagríms af Tómasi Holton. Tómas mun þó leika áfram með liðinu og Hennig verður spilandi þjálfari. Þá hafa Skallagríms- menn fengið til hðs við sig Kristinn Friðriksson sem er ein öflugasta þriggjastiga skytta landsins. Kristinn hefur lengst af leikið með Keflvíking- um en síðasta vetur lék hann með Henning hjá Odense í Danmörku. Þá er félagið þessa dagana að leita að út- lendingi fyrir næsta keppnistímabil og er helst inni í myndinni að fá há- vaxinn austantjaldsmann til liðsins, jafnvel tvo frekar en einn. Tveir leik- menn verða ekki með á næsta tíma- bili, þeir Páll Axel Vilbergsson og Bragi H. Magnússon sem hefur skipt yfir í Hauka. G.E. Kristinn Fri&riksson Átta ára börn úr Grunnskóla Borgarness með hjálminn sem höfu&atri&i. Mynd: M.V. Lions gefúr hjálma Lionsklúbbur Borgarness kom færandi hendi í skólana í Borgar- byggð og Borgarfirði skömmu áður en skólastarfi lauk. Félagar klúbbsins færðu öllum átta ára börnum í Grunnskóla Borgarness, Varma- landsskóla og Kleppjámsreykjaskóla reiðhjólahjálma. Gjöfin er framlag klúbbsins til að stuðla að umferðar- öryggi bama. Ekki var annað að sjá en gjafirnar mæltust vel fyrir og vafalítið eiga þær eftir að forða slys- um. G.E. Minnismerki um Hafmeyjuna Biskup Islands afhjúpar listaverki& Hafmeyjuna á Su&urflös vi& Akranes s.l. laugardag. Biskup íslands hr. Karl Sigur- björnsson afhjúpaði s.l. Iaugardag lis- taverkið Hafmeyjuna eftir Bjarna Þór Bjamason bæjarlistamann á Akranesi. Listaverkið er reist að forgöngu Kiwanisklúbbsins Þyrils áAkranesi til minningar um þá sem fórust með sexæringnum Hafmeyjunni 16. sep- tember árið 1905, eins og ítarlega var fjallað um í síðasta Skessuhorni. Fyrstu golf- mótin Fyrstu golfmót sumarsins hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkis- hólmi voru haldin á Víkurvelli 21. og 24. maí. 18 kylfingar tóku þátt í Texas Scramblemótinu 21. maí. í fyrsta sæti vom jafnir Helgi Reyn- ir/Agúst Jensen og Vignir Sveinsson/Ríkharður Hrafnkels- son. Varpa þurfti hlutkesti um fyrstu verðlaunin en þau hlutu Helgi og Agúst. Þann 24. maí var haldinn Bensínstöðvarfjórleikur. 24 kylfingar tóku þátt í mótinu. tírslit urðu þau að í fyrsta sæti voru Hafsteinn Hafsteins- son/Agúst Jensen og í öðm sæti Björgvin Ragnarsson/Hilmar Sveinsson. (Stykkishólmspósturinn sagði frá) Nýrsókn- armabur Skagamenn hafa samið við júgóslavneskan leikmann, Zoran Ivsic að nafni og mun hann koma á næstu dögum. Zoran er 34 ára gamall sóknarmaður sem leikið hefur með Rauðu Stjömunni í Belgrad, Nörrköping og fleiri evrópskum liðum. Þá munu Skagamenn vera að leita að öðr- um sóknarmanni en eins og kunnugt er hefur liðinu gengið fremur illa að skora mörk að undanfömu, en um það snýst þessi leikur víst. G.E. íþróttamót Glabs Nýlega var íþróttamót hestamannafélagsins Glaðs í Dalasýslu haldið í Búðardal. Urslit urðu sem hér segir: Tölt, opinn flokkur: 1. Marteinn Valdimarsson á Draumi frá Hólum 2. Unnsteinn Hermannsson á Flugu frá Bjamastöðum 3. Margrét Guðbjartsdóttir á Diljá frá Miklagerði 4. Finnur Kristjánsson á Sleipni frá Blönduhlíð 5. Harald Ó Haralds á Yrju frá Glæsibæ. Tölt unglinga: 1. Auður Guðbjömsdóttir á Surti frá Magnússkógum 2. Edda Unnsteinsdóttir á Sókrates Tölt barna: 1. Ólafur Andri Guðmundsson á Söm frá Tungu 2. Sigvaldi I. Guðmundsson á Hulu frá Skógskoti Fjórgangur, opinn flokkur: 1. Marteinn Valdimarsson á Draumi frá Hólum 2. Finnur Kristjánsson á Sleipni frá Blönduhlíð 3. Margrét Kristjánsdóttir á Diljá frá Miklagarði 4. Agnar Magnússon á Létti frá Tjaldanesi 5. Harald Ó Haralds á Yrju frá Glæsibæ Fjórgangur unglinga: 1. Auður Guðbjömsdóttir á Surti frá Magnússkógum 2. Ólafur A. Guðmundsson á Söm frá Tungu 3. Sigvaldi L. Guðmundsson á Bifröst frá Skógskoti 4. Edda Unnsteinsdóttir á Sókrates Fimmgangur, opinn flokkur: 1. Harald Ó Haralds á Svartni frá Leikskálum 2. Finnur Kristjánsson á Feng frá Blönduhlíð 3. Skjöldur Orri Skjaldarson á Mömmu-Blesa frá Reykjarhóli 4. Marteinn Valdimarsson á Sprota frá Kvíarhóli 5. Jón Ingi Hjálmarsson á Dimmu frá Tjaldanesi. Gyða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.