Skessuhorn - 11.06.1998, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1998
j>ia»iniuh.
Sjómannadagurinn Vesturlandi
Það var að vanda mikið um dýrðir
sjómannadaginn á útgerðarstöðunum
á Vesturlandi. Dagskráin er yfirleitt
svipuð ár frá ári, enda ástæðulaust að
breyta því sem gott er. Veðrið lék við
sjómenn og landkrabba s.l. sunnudag
og fólk lét sig ekki vanta á bryggjur
Vesturlands. Hér verður ekki tíundað
allt sem fram fór heldur látum við
myndimar tala sínu máli.
Frá sjómannadeginum í Ólafsvík. Mynd: Jón Eggertsson
Um borb í Farsæli í Crundafjarbarhöfn ábur en lagt var af stab
skemmtisiglingu meb íbúana. Mynd Rósant Egilsson.
Starfsmenn Netagerbar Gubmundar Runólfssonar í Grundarfirbi sýndu
botnvörpu sem þeir hafa hannab og framleitt fyrir togarann Hring. F.v. Páll
Gubmundsson, Vignir Runólfsson, Hringur Pálsson, Hermundur Pálsson og
Ingi Þór Gubmundsson. Mynd: Rósant Egilsson.
Akraborgin tók þátt í sínum sjómannadagshátíbahöldum á Akranesi.
m
Björgunarþyrla Landhelgisgæsl-
unnar tók þátt í hátíbarhöldunum
á Akranesi.
Fjölbrautaskóla Vesturlands slitíö
Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi var slitið föstudaginn 29.
maí. Þá vom brautskráðir 50 nemen-
dur. Flestir luku stúdentsprófum eða
32 en einnig luku nemendur burtfara-
prófum af 9 öðmm námsbrautum. I
desember sl. luku 48 nemendur pró-
fum frá skólanum. Skólaárið
1997-1998 voru því alls 98 nemen-
dur brautskráðir. Kennt var á Akrane-
si, í Snæfellsbæ og Stykkishólmi.
Rúmlega 700 nemendur stunduðu
nám í dagskóla, kvöldskóla og utan
skóla.
Eins og undanfarin ár far Farskóli
Vesturlands starfræktur á vegum
Fjölbrautaskólans, en hlutverk far-
skólans er að sjá urn námskeiðahald
víðs vega á Vesturlandi.
Að sögn Þóris Olafssonar
skólameistara hefur verið mikill
kraftur í félagslífi nemenda á þessu
skólaári undir styrkri stjórn stjórnar
NFFA sem þau ívar Öm Benedikts-
son, Sigríður Víðis Jónsdóttir og Sig-
urjón Jónsson skiuðu. Þórir Olafsson
Gubbjartur Hannesson, þáverandi forseti bæjarstjórnar Akraness, veitir
Gubrúnu Bergmann Sigursteinsdóttur námsstyrk Akraneskaupstabar.
Elmar Svavarsson ávarpabi samko-
muna fyrir hönd útskriftarnema.
Fulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi undirrita samkomulag um skólann.
skólameistari afhenti brautskráðum
nemendum burtfararskírteini og við-
urkenningar fyrir námsárangur.
viðurkenningar fyrir ágætan árangur í
ýmsum greinum fengu Andrey
Ermolinskij, Anna Sólveig Smáradót-
tir, Guðrún Bergmann Sigursteins-
dóttir, Gréta Gunnarsdóttir, Kristjana
Björnsdóttir, Rakel Sveinsdóttir og
Sigrún Margrét Hallgrímsdóttir. Guð-
rún Bergmann Sigursteinsdóttir stú-
dent á tónlistar- og náttúrufræðibraut
náði bestum árangri stúdenta.
Andrey Ermolinskij lauk stú-
dentsprófi af eðlisfræðibraut aðeins
17 ára. Vann hann með því mikið
afrek þar sem hann hefur aðeins búið
á Islandi í 6 ár og varð því að hefja
nám á nýju tungumáli. Andrey hefur
fengið skólavist og styrk til náms í
hinum virta Princeton háskóla í
Bandaríkjunum. Andrey fékk
verðlaun úr minningarsjóði Þorvalds
Þorvaldssonar fyrir frábæran árangur
í stærðfræði og eðlisfræði. Einnig
fékk hann verðlaun frá Stærð-
fræðifélagi Islands svo og
úr verðlaunasjóði Guð-
mundar P. Bjarnasonar.
Guðbrandur Þorkelsson
fékk verðlaun sem Katla
Hallsdóttir hárgreiðs-
lumeistari á Akranesi veitir
fyrir bestan árangur iðn-
nema. Margrét Huld Halls-
dóttir fékk verðlaun úr
minningarsjóði Elínar Iris-
ar Jónasdóttur fyrir íslens-
ka ritgerð. Ivar Örn
Benediktsson, Sigríður
Víðs Jónsdóttir og Sigur-
jón Jónsson hlutu viður-
kenningu Rótaríklúbbs
Akranes fyrir farsæl störf
að félagsmálum nemenda.
Guðbjartur Hannesson
forseti bæjarstjómar Akra-
ness afhenti námsstyrk
Akraneskaupstaðar. Styrkurinn sem
nemdur liðlega 300 þús. krónum, var
nú afhendur í sjöunda sinn. Að þessu
sinni fékk Guðrún Bergmann Sig-
ursteinsdóttir styrkinn til framhald-
snáms í tónlist.
Að lokinni brautskráningu nem-
enda vom undirritaðir 3 samningar
um Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á Akranesi og heimsótti
Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra skólann af því
tilefni. Fyrst var undiritaður
skólasamningur sem kveður
á um starfsemi Fjöl-
brautaskóla Vesturlands og
þann árangur sem honum
ber að stefna að. Þá
samningur um byggingar-
framkvæmdir við skólann er
hefjast nú í sumar og að
lokum samningur sem
sveitarfélögin Vesturlandi
gera með sér um skólann og
aukin verkefni hans í men-
ntamálum á Vesturlandi.
I lokin kvaddi skólameist-
ari brautskráða nemendur og
óskaði þeim heilla í
framtíðinni.
Þórir Ólafsson veitir Andrey Ermolinskij eina af þeim
mörgum viburkenningum sem hann hlaut fyrir góban
námsárangur.