Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.1998, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 11.06.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1998 VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262 FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is Afgrelðsla á Akranesi að Stillholtl 18 er opin eftir hádegi virka daga, sími 431 4222 Útgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Framkvæmdastjóri og blaðamaður: Arinbjörn Kúld, sími 899 6165 Auglýsingar: Magnús Valsson, sími 437 2262 Fjóla Ásgeirsdóttir, sími 431 4222 Hönnun og umbrot: Isafoldarprentsmiðja hf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Aðalskrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00-16:00 Skrifstofan að Stillholti 18 á Akranesi er opin kl. 13-17. Skessuhorn-Pésinn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánu- dögum. Litaauglýsingar sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þö að berast blaðinu í sfðasta lagi á hádegi á mánudögum. Auglýsendum er bent á að panta augiýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 5.800 eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi auk Kjalarness, Kjósar og Reykhóla. Fýlupokar allra flokka sameinist! „Reiður varð þá Vingþór er hann vaknaði / og síns hamars um sakn- aði“. Þannig segir frá því í Þrymskviðu er þrumuguðinn og jám- smiðurinn Þór uppgötvaði að einhver hafði hnuplað slaghamrinum úr vélsmiðju hans að næturlagi. Alíka mun þmmuguði nútímans, Sverri Hermannssyni, hafa verið innanbrjósts er hann rumskaði og áttaði sig á því að einhveijir T - synir höfðu rænt hann meintu mannorði. Ahrifin og eftirköstin urðu heldur ekki minni hjá Sverri en forvera hans. Þegar Þór lumbraði á hamarsþjóf- unum skalf jörðin og nötraði svo að elstu menn muna vart annað eins. Sagan endurtók sig fyrir stuttu þegar Sverrir tók að tukta til hina ill- ræmdu mannorðshnuplara. Atgangurinn varð þvílíkur að ekki hefur mælst snarpari jarðslkjálftahrina á Suðurlandi síðari áramgi. Venjulegur maður hefði sjálfsagt grátið með ekkasogum yfir því að horfa upp á önglana sína ryðga og maðkana visna á þurru landi í stað þess að falla í bardaga við laxinn og hverfa til Valhallar. Ekki Sverrrir. Hann beit á jaxlinn, glennti upp ginið og hleypti út munnfylli af fúkyrðum og tók síðan fram haglabyssuna. Þrumuguðinn Þór fékk sér maskara og klæddi sig í kvenmannsföt til að laumast að óvininum en Sverrir leggst ekki svo lágt. Sjálfsagt hefði honum verið það í lófa lagið að smeygja sér í dragt og læðast inn í kvennalistann en hann þarf ekki að skýla sér bak við nein dulargerfi. Hann kemur fram í eigin persónu og syndir á móti straumnum eins og lax á vordegi. Því tók hann sig til, þegar ritvöllur Morgunblaðisns dugði honum ekki lengur, og stofnaði nýjan stjómmálaflokk til að vinna gegn veiðimönnum og hverslags siðspillingu. Á fáeinum dögum er hann búinn að safna liði og nægum atkvæðum til að vinna stóra sigra og þá er aðeins eftir að finna Finn í fjöru. Nýi flokkurinn mun samanstanda af fýlupokum allra flokka. Þar verða menn sem beygðu útaf sinni framabraut eða urðu að hætta sökum aldurs, fyrir aldur fram. Misskildir stjómmálamenn sem hefðu orðið vinsælir ef þjóðin væri ekki einfaldlega heimsk. Utkallið hljómar á þessa leið: Leyfið fýlupokunum að koma til mín og bannið þeim það elski. Það má kannslri teljast merkilegt að hér á landi þurfa menn helst að hafa bevís uppá skandal til að mark sé á þeim tekið og til að öðlast almennar vinsældir. Sumir hafa setið á þingi ámm eða áratugum saman án þess að nokkur hafi sýnt þeim áhuga, en um leið og þeir fara í fýlu og skella hurðum þjóta þeir upp vinsældalistann. Það hefur a.m.k. skeð hvað eftir annað að F-pokaframboð hafi slegið í gegn. Að vísu hefði Sverrir kannski átt að sækja í reynsluheim kvenna og fá móðurlegar ráð- leggingar hjá Jóhönnu vinkonu sinni. Hún hefði væntanlega getað sagt honum að það getur verið vafasamt að fara of snemma í fýlu. Það þarf að gerast mátulega stuttu fyrir kosningar því Fýlupokasamúðin endist frekar skammt eins og sannaðist í síðustu alþingiskosningum. Einn af mörgum kostum við fýlupokaframboðin er sá að eftir hámark eitt kjörtímabil snýr týndi sonurinn heim aftur í sinn gamla flokk og allir faðmast og kyssast og tárvotir hvarmar prýða forsíður dagblaðanna. Gallinn er þó sá að í þessi fýlupokaframboð sækja gjaman gamlir og afskrifaðir pólitíkustar, vandræðagemlingar og rósturseggir sem flokkamir vom búnir að losa sig við með því að skenkja þeim feitum embættum. Það er rétt eins og misheppnuð gelding. Hvað um það sé ég mér leik á borði. Eg ætla þó ekki að láta minn tíma líða og bíða svo endalaust eftir að hann komi. Eg mun stytta mér leið og vind mér beint í það að vera í fýlu. Síðan tek ég fram gömlu rússnesku einhleypuna hans föður míns og lem af henni mesta ryðið, hreyti fúkyrðum í einhvem málsmetandi mann, auglýsi eftir fýlupokum og fer í framboð. Eg er í rauninni svo gott sem kominn á þing. Gísli Einarsson, fýlupoki. Bifreiðin dregin upp töluvert mikib skemmd. Mynd: Rósant Egilsson Bíll valt í Grundaifírbi Bifreið fór útaf veginum við Gmnd- bflnum og sluppu allir með minni- ará í Gmndarfirði um fjögurleytið háttar meiðsli en bifreiðin er illa aðfaramótt laugardags. Femt var í farin. G.E. Nýjungar í lántök- um hjá Akranesbæ Fimmtudaginn 28. maí s.l. var undirritaður lántökusamningur milli Akraneskaupstaðar annars vegar og Fjárfestingabanka Atvinnulífsins hinsvegar um endurfjármögnun til uppgreiðslu á eldri lánum bæjarins sem vom orðin óhagstæð miðað við þau lán sem bjóðast á markaðinum í dag. Aðdragandi þessa samnings er sá að bæjarstjóm, að tillögu bæjar- ritara, ákvað að láta fara fram skuldabréfaútboð í þeim tilgangi að lækka vaxtakostnað bæjarins og minnka greiðslubyrði. Útboðið tók jafnt til erlendra lána sem og innlen- dra. í ljós kom að tilboð Fjárfestinga- banka Atvinnulífsins var hagstæðast. Tilboðið hljóðaði upp á 223 milljónir króna og er saman sett af fimm erlen- dum gjaldmiðlum á hverjum tíma til að lágmarka vaxtakostnað. Lánið er til 20 ára og má greiðast upp hvenær sem er á lánstímanum, ef bæjar- yfirvöldum sýnist það hagkvæmara. Tilgangurinn með lántöku þessari er að dreifa áhættu milli innlendra og erlendra lána þannig að vaxtagreiðsl- ur verði sem lægstar á hverjum tíma. Vöktun verbbré- fafyrirtækis Auk þess að endurfjármagna eldri skuldir er ein nýjung sú að bærinn mun fá til liðs við sig verðbréfa- fyrirtæki til að sjá um svokallaða vöktun á samsetningu erlendra gjald- miðla í skuldum bæjarins, þ.e. að reikna út á þriggja mánaða fresti hagstæðustu samsetningu erlendra gjaldmiðla á þessu láni. Valið stendur á milli níu erlendra gjaldmiðla og má lánið samanstanda af fimm þeirra á hverjum tíma. Tilgangur slíkrar vökt- unar er að lækka vaxtakostnað sem mest og bæta þar með hag bæjarsjóðs til lengri tíma litið, en talið er að sparnaður bæjarins verði um 20 milljónir í vaxtakostnaði miðað við lánstíma þeirra lána sem greidd verða upp. -A.Kúld Gísli Gíslason bæjarstjóri og Bjarni Ármannsson bankastjóri takast í hendur oq innsiqla samninq bæjarins og Fjárfestinqabanka atvinnulífsins. Mynd: A.Kúld Sameining tekur gildi S.l. sunnudag, 7. júní, tóku form- lega gildi sameiningar sveitarfélaga á nokkrum stöðum á landinu. Aðilar að þessum sameiningum voru alls 47 sveitarfélög sem á sunnudaginn urðu að níu. Tvær af þessum sameiningum sveitarfélaga voru á Vesturlandi. Þar sameinuðust fjögur sveitarfélög í Mýrarsýslu; Borgarbyggð, Borgar- hreppur, Álftaneshreppur og Þverárhlíð. I Borgarftrði sameinuð- ust Andakflshreppur, Lundarreykja- dalshreppur, Hálsahreppur og Reyk- holtsdalshreppur í eitt sveitarfélag. í sveitarstjómarkosningunum þann 23. maí voru kosnar sveitarstjómir fyrir þessi nýju sveitarfélög en ekki er endanlega búið að ákveða nöfn þeirra. Þó em allar líkur á að hið nýja sveitarfélag í Mýrasýslu muni heita Borgarbyggð en nýja sveitarfélagið í Borgarfirði mun væntanlega heita Borgarfjörður. G.E. Sveitarstjórn hins nýja Sveitarfélags í BorgarfiröiF.v. Ríkharö Brynjólfsson, Bergþór Kristleifsson, Ágústa Þorvaldsdóttir, Bjarki Már Karlsson og Þórir Jónsson. Mynd: G.E. Vitni á dag- peningum Vitnaleiðslur hófust s.l. fimmtudag í meiðyrðamáli sem Jón Kjartansson bóndi á Stóra Kroppi höfðaði gegn Þorsteini Péturssyni á Hömmm í Reyk- holtsdal og Jóni Björnssyni hreppsstjóra og hreppsnefndar- manni í Deildartungu í sömu sveit. Orsök málsins em ummæli hinna stefndu í garð Jóns Kjart- anssonar, annarsvegar á hreppsfundi og hinsvegar á hreppsnefndarfundi á síðasta ári. Fjöldi vitna var kallaður til og meðal annarra Gísli S. Ein- arsson alþingismaður. Gísli krafðist þess að sér yrði greidd- ur ferðakostnaður til Héraðs- dóms Vesturlands í Borgamesi. Var orðið við þeirri kröfu og sá er kvaddi til vitnið greiddi 10.000 krónur til að fá hann á staðinn. Gísli hélt þó ekki fénu sjálfur heldur lét það renna til leikskólans í Reykholtsdal tii kaupa á leikföngum! G.E. Gísli S. Einarsson alþingis- mabur styrkir Reykdælinga. Níöurfellingu virbisauka- skatts hafnaö Bæjarstjóm Akraness fór þess á leit við fjármálaráðu- neytið fyrir skömmu að felldur yrði niður virðisaukaskattur af veggjaldi í Hvalfjarðargöngin. Svar Fjármálaráðuneytisins var neikvætt og verður virðisauka- skatturinn því innheimtur. Enn er þó ekki ljóst hversu hár hann verður, því fyrir Alþingi liggur frumvarp um að hann verði aðeins 14% í stað 24,5%. G.E. Ársreikningur Borgar- byggöar Ársuppgjör bæjarsjóðs Borg- arbyggðar fyrir árið 1997 var lagt fram fyrir stuttu. Skatt- tekjur voru 323,6 milljónir króna eða 14,6 m. hærri en fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir og 66,1 milljón hærri en árið áður. Kemur þar til yfirfærsla gmnn- skólanna og einnig betra at- vinnuástand. Rekstargjöld málaflokka urðu 282,7 milljónir, eða 87% af skatttekjum sem er 7% meira en áætlun gerði ráð fynr. Þar munar mestu um aukinn launa- kostnað. Gjaldfærð fjárfesting varð 85,8 milljónir eða 2,5% um- fram áætlun og eignfærð fjár- festing varð 56,8 milljónir eða 3,2 milljónir undir áætlun. Skuldir á íbúa í Borgarbyggð em um 75.000 krónur sem er fremur lágt miðað við sambæri- leg sveitarfélög, ekki síst í ljósi mikilla framkvæmda á síðustu ámm. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.