Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.1998, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.06.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1998 SSESSUHÖEKI Símenntunarmíðstöb Undirbúningur í gangi að stofnun símenntunarmiðstöbvar á Vesturlandi. Frá vinstri: Haukur Gunnarsson endurmenntunarstjóri á Hvanneyri, Ole Imsland, Þorlákur Björnsson fráfarandi aðstobarrektor á Bifröst og Jónas Gu&mundsson rektor Samvinnuháskólans. Undanfarin misseri hefur farið fram mikil umræða á Vesturlandi um sí- menntunarmál. Atvinnulífið og stofn- anir þess era sxfellt betur að gera sér grein fyrir nauðsyn þess að endur- menntun starfsfólks sé lykilatriði í vaxandi samkeppni á flestum sviðum. I júnímánuði 1996 var haldin ráðstefna um símenntun á Bifröst. Niðurstaða hennar var sú að fjöl- margir aðilar frá atvinnulífinu, sveitarfélögum og menntakerfinu lýstu yfir eindregnum vilja til að stuðla að stofnun einhvers konar miðstöðvar símenntunar fyrir Vestur- land. Framhald málsins varð síðan það að Bændaskólinn á Hvanneyri, Samvinnuháskólinn á Bifröst, Farskóli Vesturlands og Atvinnu- ráðgjöf Vesturlands héldu tvær námskeiðalotur þar sem boðið var upp á ýmiskonar námskeið víðsvegar um kjördæmið. Verkefnið fékk heitið "Símenntunardagar á Vesturlandi'' Markmiðið með símenntunardög- unum var að kanna þörfina fyrir námskeið á ýmsum sviðum og jafn- framt að komast að því hvemig ofan- greindum stofnunum gengi að vinna saman að sameiginlegu verkefni. í ljósi fenginnar reynslu er það álit undirbúningshóps, skipuðum full- trúum þessara stofnana, að rétt sé að athuga með stofnun símenntun- Grunnskólunum á Akranesi var slitið um síðustu mánaðamót. Grundaskóla var slitið fimmtudaginn armiðstöðvar á Vesturlandi með aðild sem flestra sem annaðhvort veita eða þiggja þjónustu á því sviði. Norskur abili gefur rábleggingar Til þess að freista þess að draga lærdóm af reynslu nágrannalandanna af hliðstæðri starfsemi var norskum fagaðila á þessu sviði boðið hingað til lands í síðustu viku. Sá heitir Ole Imsland og er forstöðumaður "Roga- land kurs og kompetansesenter" í Rogalandfylki í Noregi. Lýsti hann reynslu Norðmanna af stofnun símenntunarmiðstöðvar á fundi í Bændaskólanum á Hvanneyri þann 26. maí s.l. og kynnti starfsemi endurmenntunarmiðstöðvar sem hann veitir forstöðu. Starfsemin hennar er sniðin að þörfum atvin- nulífsins á svæðinu. Hún var stofnuð til eflingar endurmenntunar á lands- byggðinni líkt og hugmyndin er með stofnun símenntunarmiðstöðvar á Vesturlandi. Endurmenntunarmiðstöðin nýtur góðs af stórum fyrirtækjum í ná- grenninu sem sækja til hennar þjónustu, svo sem olíuvinnslufyrir- tæki. Ole Imsland sagði m.a. að lögð væri mikil áhersla á endurmenntun kennara og færi stór hluti af rekstrar- 28. maí og útskrifuðust þaðan 49 nemendur. Utskrift í Brekkubæjar- skóla var daginn eftir, þann 29. og fé starfseminnar til endurmenntunar og með því væri hægt að bjóða upp á "ferska" kennslu í endurmenntun fyrir atvinnulífið hverju sinni. Sagði hann að lögð væri áhersla á framboð endurmenntunar bæði fyrir atvinnu- lífið og einstaklinga í samstarfi við yfir 30 framhaldsskóla í Rogalands- fylki. útskrifuðust þaðan 50 nemendur úr tíunda bekk. Margvíslegar viðurkenn- ingar vora veittar fyrir góðan náms- Að loknu framsöguerindi Ole Ims- land rakti Jónas Guðmundsson rektor Samvinnuháskólans forsögu að stofnun símenntunarmiðstöðvar á Vesturlandi og framtíðarsýn hennar. Guðmundur Páll Jónsson starfsman- nastjóri HB á Akranesi flutti fróðlegt erindi um tengsl atvinnulífs og símenntunar. Eftir framsögur þessara árangur. Bestum árangri útskriftar- nema í Grundaskóla náði Monika Freysteinsdóttir en Omar F. Sigur- björnsson í Brekkubæjarskóla. Að sögn Helgu Gunnarsdóttur skólafull- trúa á Akranesi er árangur á sam- ræmdum prófum í skólunum báðum sambærilegur við síðustu ár en einkun- nir voru nálægt landsmeðaltalinu. Betri skóli Á nýafstöðnu skólaári var unnið að þróunarverkefninu „Gerum góða skóla betri“ en Akranesbær fékk til þess styrk frá menntamálaráðuneyt- inu. Einnig hefur fengist styrkur til áframhaldandi vinnu á næsta skóla- ári. Verkefnið snýst um mat á skóla- starfinu og voru þrjú slík verkefni unnin í hvorum skóla. Þá fengu þrír kennarar í Grundaskóla styrk úr sjóðnum til að vinna að breyttum áherslum í stærðfræðikennslu á unglingastigi en aðferðafræði þeirra hefur vakið mikla athygli. Grun- daskóli er annar tveggja íslenskra skóla sem vinnur með skólum frá öðrum Norðurlöndum að gerð heima- síðu um mat á skólastarfi til að efla umræðu um það efni. Sú nýbreytni var reynd í vetur að bjóða upp á valgreinar í tíunda bekk sem kenndar voru í FVA. Umsjón og skipulag þeirrar vinnu var í höndum kennara FVA. Lögð var áhersla á raf- magnsfræði og trésmíðar. Þessi nýjung hefur mælst vel fyrir og stefnt er að framhaldi þessarar samvinnu. Mannabreytingar Að sögn Helgu verða nokkrar mannabreytingar í grunnskólunum á næsta ári. Ólína Jónsdóttir lætur af störfum sem aðstoðarskólastjóri við Grandaskóla en í hennar stað kemur Hrönn Ríkharðsdóttir sem kennt hefur við grunnskólana á Akranesi um árabil. Helga sagði að ekki væri búið að ganga frá öllum ráðningum en það hefur gengið bærilega að fá fólk. Hinsvegar hefur gengið illa að fá húsnæði fyrir nýja kennara. G.E. aðila vora pallborðsumræður þar sem fundargestir, um 20 talsins, gátu spurt Ole Imsland um ýmis atriði tengd símenntunarmálum. Að sögn Hrefnu B. Jónsdóttur atvinnuráðgjafa er næsta skref í símenntunarmálum á svæðinu að forsvarsmenn skólastofnana á Vestur- landi hittist og meti hvort raunhæft er að stofna hliðstæða endurmenntun- arstofnun í kjördæminu og þá sem Ole Imsland veitir forstöðu í Noregi. M.M Meirihluti myndaöurí Grundarfirbi Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur í Eyrarsveit hafa gengið frá samkomulagi um áframhaldandi meirihlutasam- starf. Guðni E. Hallgrímsson (B- hsta) verður oddviti og Sigríður Finsen (D-lista) formaður hreppsráðs. Þessir flokkar störfuðu saman á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn hefur fimm hreppsnefndarmenn af sjö, sjálfstæðismenn 3 fulltrúa og framsóknarmenn 2. Samið hefur verið við Björgu Ágústs- dóttur um að gegna áfram starfi sveitarstjóra. G.E. Næg sumar- vinna í Stykkishólmi Að sögn Ólafs Hilmars Sverrissonar bæjarstjóra í Stykkishólmi hefur atvinnu- ástand á staðnum batnað mjög að undanförnu og útlit er fyrir næga sumarvinnu fyrir skóla- krakka. „Atvinnuástandið er orðið mjög þokkalegt og að því er ég best veit hefur unglingum gengið bærilega að fá vinnu í sumar. Það verður töluverður fjöldi í vinnu hjá Stykkishólms- bæ og síðan taka fiskvinnslu- fyrirtækin á staðnum eitthvað til sín þannig að þetta lítur nokkuð vel út", sagði Ólafur Hilmar. G.E. Styrkur til Kirkjuhvols Listasetrið Kirkjuhvoll á Akranesi stendur á hverju ári fyrir fjölmörgum listsýningum af ýmsum stærðum og skipa þær stóran sess í menningarlífi bæjarins. Nýlega styrktu nokk- ur fyrirtæki á Akranesi Kirkju- hvol til kaupa á sjötíu stólum fyrir húsið. Fyrirtækin eru Har- aldur Böðvarsson hf., Akranes- veita, Landsbanki Islands og ístak. Síðar verður sagt frá þeim sýningum sem framundan eru í Kirkjuhvoli. GE Út vil ek Þjónustuskrá Markaðsráðs Borgarfjarðar 1998, Út vil ek, er komin úr prentun. Skránni hefur nú verið dreift í sumar- bústaði í Borgarfirði og liggur auk þess frammi á helstu ferða- mannastöðum. Upplagið er 10.000 eintök. Meðal efnis í Út vil ek er umfjöllun um helstu viðburði sumarsins. kynning á þjónustufyrirtækjum o.fl. G.E. Stjórnendur fyrirtækja og frumkvöðlar; Kynningarfundur Verkefnin Vöruþróun '98, Frumkvæði / Framkvæmd og Frumkvöðlastuðningur verða kynnt sem hér segir: Borgarnes á Hótel Borgarnesi 15. júníkl. 17:00-18:00 Stykkishólmi 15. júníkl. 20:00-21:00 Vöruþróun '98 aðstoðar fyrirtæki bæði faglega og fjárhagslega við þróun nýrra vara Frumkvæði / Framkvæmd aðstoðar fyrirtæki við að afla sér ráðgjafar á tilteknum sviðum Frumkvöðlastuðningur styrkir einstaklinga Þróunarstarf í grunnskólunum Skólaslit í Grundaskóla og Brekkubæjarskóla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.