Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.1998, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.06.1998, Blaðsíða 10
10 ■.f.llllH... Kvöld- stund ✓ a dans- Kristján Árnason, skáld frá Kistufelii í Lundarreykjadal Seiðandi töframir tónana stíga teygja sig armamir, rísa og hníga. Frumeðlið byltist sem brimskaflinn ólmi boðorða hrœsnina leysa afhólmi. Brjóstkassar þenjast og fjötramir falla, frelsið og náttúran þýðlega kalla. Hamirnir brenndir í logum hins liðna, lögfestir múramir skekkjast og gliðna. Líkamir engjast aflöngunar ögun, Ijósþrá í myrkrinu hrópar á dögun. Frjómoldin kallar á sáðmannsins sœði, siðferðið hangir á titrandi þrœði. Dillandi fætur um dansgólf sig þenja, í dyrunum standa þær Nauðsyn og Venja. Kaldlyndir húsbændur kalla á hjúin. „Komið þið, greyin mín, veislan er búin!“ Kristján Amason SPEKI VIKUNNAR Þaö sem áður voru lestir er nú siöur Scenea KÝRHAUSINN: Umsjón Glúmur Gellisson Öfgakenndur árangur í um- hverfismálum í tilefni af umhverfisátaki Skessu- homs hefur undirritaður tekið að sér að leiðbeina Vestlendingum til að ná öfgakenndum árangri í umhverfis- málum. * Ofvaxið gras og sina í görðum er til óprýði. Aftur á móti er sláttur leið- indavinna og þrælahald er bannað. Við því er tvennt að gera. A) Hafa gerfigras á lóðinni. Gerfigrasfræ er hægt að fá í öllum betri garðyrkju- vöruverslunum. B) Hafa hross, kind- ur eða kýr í garðinum. Þeir sem ekki eiga lífrænar sláttuvélar af þessu tagi geta ugglaust fengið þær leigðar fyr- ir lítinn pening. * Laust msl er víða til vansa. Má þar nefna dreifibréf, auglýsingapésa, smokka, tómar flöskur, gömul kosn- ingaloforð, rúlluplast o.fl. Tvær lausnir koma til greina á þessu vandamáli: A) Bíða eftir 8-10 vind- stigum og vonast til að þetta fjúki yftr til nágrannans. B) Bæta við ms- lið (fá jafnvel lánað hjá öðrum) þangað til það er orðið nógu mikið til að vekja eftirtekt og laða að ferða- menn. * Járnarusl er gjaman vandamál við iðnaðarfyrir- tæki og til sveita, t.d. gamlar búvél- ar, skriðdrekar, geimskip, flæði- línur, skuttogarar og fleira smálegt. Þetta er oft kosnaðarsamt að fjar- lægja en til er ódýr lausn: Best er að hrúga draslinu saman eða raða því á óvenjulegan hátt. Þá heitir það ekki lengur msl heldur nútímalist og er góður möguleiki á að selja það fyrir háar upphæðir. * Sorpflokkun er tímafrek og leið- inleg. Einfaldast er að hafa eina til tvær geitur í bakgarðinum. Þær éta hvað sem er og geta einnig komið að notum við að verjast ágangi leiðin- legra gesta, mkkara, frambjóðenda o.fl. * Einfaldasta ráðið er þó að eiga góðan sendiferðabíl og meðfærilega búslóð og flytja reglulega, þ.e. þegar ruslið er orðið til vandræða. Gangi ykkur vel Glúmur Gellisson FIMMTyDAGUR 11. JÚNÍ1998 _ Attunda stigs tónleikar Áttunda stigs tónleikar Salóme Guðmundsdóttur verða í Akranes- kirkju laugardaginn 13. júní n.k klukkan 13:30. Þar koma fram Salóme Guðmundsdóttir mezzosópr- an og Katalín Lörencz sem leikur undir á orgel. Tónleikamir em liður í áttunda stigs prófi Salóme í söng og flutt verða m.a. verk eftir Jónas Tóm- asson, Áma Þorsteinsson, Björgvin Þ. Valdimarsson og Handel. Aðgang- ur er ókeypis og er allir ve'lkomnir. G.E. Frá félagi hjaitasjúklinga á Vesturlandi Aðalfúndur félags hjartasjúklinga á Vesturlandi verður haldinn á Bar- bró Akranesi laugardaginn 13. 06 n.k. kl. 14:00. Félagið er áhugamannafélag þeirra sem vilja bæta hag hjartasjúklinga og gera líf okkar allra örlítið betra. Félagið vinnur að fræðslu um hjartasjúkdóma og aðgerðir til að spoma við þeim. Við leggjum áher- slu á að það eigi að vera gefandi og gaman að starfa með félaginu. Við viljum hvetja sem allra flesta til að starfa með okkur. Félag hjartasjúklinga á Vesturlandi Gu&mundur Gubmarsson forstööuma&ur safnahúss Borgarfjar&ar veitir námsstyrknum vi&töku úr hendi Andreas Kvamm stjórnarformanns Langesstofnunar Verslunar JóhannsLange minnst Gamla Pakkhúsið í Borgarnesi sem byggt var 1888 og stendur við Brákarsundið var til 1907 hluti af umfangsmikilli verslun Norðmanns- ins Jóhanns Lange á íslandi. Hann rak Langes verslun í Borgamesi frá 1886 til 1907 en seldi þá húsin til Jóns Bjömssonar frá Bæ og Jóns Björnssonar frá Svarfhóli. Áður hafði hann lánað fé til byggingar verslunarhúsa Akra-Jóns þannig að hann var þátttakandi í verslun í Borg- amesi frá upphafi. í maíbyrjun sendi Langestofnunin í Bergen fólk hingað til lands til að setja skjöld á gamla pakkhúsið til að minnast verslunarstarfsemi Langes hér á landi en í Borgamesi em heil- legustu mynjamar um umsvif hans. Jóhann Lange rak verslanir m.a. á Akranesi og Borðeyri. Fulltrúar Langestofnunarinnar færðu einnig Héraðsskalasafni Borg- arfjarðar styrk til handa einum náms- manni í sagnfræði til að stunda nám við háskólann í Bergen. Styrkurinn er skilyrtur þannig að viðkomandi námsmaður skal gera sögu Langes á íslandi skil. Það er liður í undirbún- ingi á útgáfu verslunarsögu Langes- verslunar. Að sögn Guðmundar Guðmars- sonar forstöðumanns Héraðsskjala- safnsins í Borgamesi verður styrkur- inn veittur í samráði við sagn- fræðiskor HÍ og Háskólann í Bergen. Guðmundur sagði hinsvegar ekki ákveðið hvenær af því yrði. Sama dag og skjöldurinn var af- hjúpaður á pakkhúsinu undirritaði Þór Magnússon þjóðmynjavörður friðlýsingarskjöl fyrir Langesbryggju í Borgamesi og fiskireiti á Suðumes- inu. Skaga- menn skoruðu.... Með hverri umferð Islands- mótsins í knattspyrnu þyngist brúnin meir á smðningsmönnum Skagamanna, svo mjög að í verstu tilfellunum em menn famir að stíga á hana. Menn em vissulega ekki búnir að gleyma hinum sí- gilda frasa „Skagamenn, skaga- menn skomðu mörkin" en núna er lögð sérstök áhersla á þátíðina. Einn svekktur stuðningsmaður IA orðaði það á þessa leið. Á vellinum vönduðu spörkin og vald höfðu knettinum á. Já, Skagamenn skoruðu mörkin, en skelfing er langt síðan þá. Meiri- hluta- Að afloknum kosningum er vítt og breytt um landið verið að hnoða saman svokölluðum meiri- hlutum. Víða gekk það hratt og vel fyrir sig en annarsstaðar geng- ur það erfiðlega þar sem nóg virð- ist vera af minnihlutum en enginn meirihluti. Til er saga af misskiln- ingi sem upp kom við meirihluta- myndun í ónefndu sveitarfélagi. Upprennandi stjómmálaskömng- ur hafði verið kjörinn í sveitar- stjóm í fyrsta sinn. Hann var mjög upp með sér og ákafur í að standa sig sem best og vera sómi sinnar sveitar, sverð hennar og skjöldur. Einn daginn stendur hann venju fremur lengi fyrir framan spegil- inn og prófar hinar og þessar hár- greiðslur. Það endar með því að kona hans er orðin hálfundrandi á þessum útlitsáhyggjum bónda síns og spyr hverju þetta sæti. „Jú sjáðu til: Það á að mynda meiri- hluta í dag og ég ætla ekki að líta út eins og útigangshross á mynd- inni góða mín“H Stefnu- skrá I stefnuskrám hinna ýmsu fram- boðslista til sveitarstjómarkosn- inga vom miklar yfirlýsingar um væntanleg stórafrek. Einn ónefnd- ur frambjóðandi leit yfir stefnu- skrá síns flokks og þótti jafnvel vanta eitthvað um hin raunvem- legu vandamál sem sveitarfélagið ætti við að glíma: Stefnan er að styðja allan fjandann og stuðla að mörgu bæði þar og hér. En minnast helst sem allra minnst á vandann sem mœtir okkur hvert sem litið er

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.