Skessuhorn - 11.03.1999, Side 2
2
FIMMtÚDAGLÍR 11. MARS 1999
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI
BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262
FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is
Afgreiðsla á Akranesi er á Suðurgötu 62, sími 431 4222 fax 431 2261
Útgefandi: Skessuhorn ehf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098
Blaðamaður: Kristján Kristjánsson, sími 892 4098
Auglýsingar:
Guðrún Björk Friðriksdóttir, Borgarnesi sími 437 2262
Silja Allansdóttir, Akranesi, sími 855 2148
Prófarkalestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og fleiri.
Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 10-12 og 13-16.
Kristján
Kristjánsson
Skessuhorn-Pésinn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur
auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánudögum. Litaauglýsingar
sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þó að berast biaðinu í
síðasta lagi á hádegi á mánudögum. Auglýsendum er bent á að
panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðió er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda.
Áskriftarverð er 800 krónur á mánuði. Verð í lausasölu er 200
krónur. Áskriftarsími er 437 2262.
Gubrún
Björk
Áfengi
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Ég fékk mér í glas með félögunum um síðustu helgi sem vart er í
frásögur færandi-. Að vísu er það fátt sem menn færa frekar í frásög-
ur en eigin drykkjuskap. Drykkjusögur hafa nefnilega frá örófi alda
verið efst á vinsældalista þeirra sem á annað borð hafa gaman af að
tala. Mér er þó þröngur stakkur skorinn á þessu sviði sem svo mörg-
um öðrum. Ég get kannski sagt frá því hvar ég drakk, með hverjum
ég drakk og hvers vegna ég drakk. Ég get aftur á móti ekki sagt hvað
ég drakk og hversu sterkt það var. Það myndi flokkast sem áfengis-
auglýsing og þessa dagana varðaði það við lög. Ég hefði getað sagt
ykkur það fyrir viku síðan en ekki í dag. Þar með er sagan ónýt fyr-
ir mér því það eru einmitt þessar upplýsingar sem allar góðar
drykkjusögur grundvallast á.
Að sjálfsögðu virði ég sjónarmið þeirra sem vilja banna áfengis-
auglýsingar og allra þeirra sem basla í vímuvömum af einhverju tagi.
Það er ekki aðlaðandi sjón að sjá unglinga veltast um ælandi og
skælandi eftir að hafa sett ofan í sig meira af alkohóli en góðu hófi
gegnir. I minni sveit er áfengi meðhöndlað af nærgætni og innbyrt á
kúltiveraðan hátt og ef allir hefðu sömu siði þá væri ekki um vanda-
mál að ræða.
Það sem ég geri athugasemd við er að fyrst það er á annað borð
leyft að selja áfengi hvaða rök mæla þá gegn því að innflytjendur og
seljendur fái að ota sinni vöra að þeim sem á annað borð vilja setja
ofan í sig þennan drykk. Kannski þau rök að ef viðkomandi innflytj-
andi auglýsir xxxxx gæðadrykkinn með aprikósubragði þá verður
Bjössi róni alveg friðlaus og linnir ekki látum fyrr en hann hefur
drakkið frá sér allt vit. Kannski er eitthvað til í þessu en ég þekki
Bjössa róna það vel að ég veit að hann gleymir ekki sinni áfeng-
islöngun þótt hann sjái ekki áfengisauglýsingar í dagblöðum eða
sjónvarpi. Það eina sem gæti breyst er að Bjössi myndi kannski frek-
ar drekka drykk A en drykk B í dag ef hann yrði fyrir áhrifum frá
auglýsingum en það myndi ekki breyta því að hann yrði jafn mikið
undir áhrifum og alla aðra daga. Ég lifi sjálfur eftir kenningum
Salómons um að hóflega drakkið vín gleðji mannsins hjarta. Ég ótt-
ast ekki að áfengisauglýsingar, þrátt fyrir meint hvetjandi áhrif, muni
gera það að verkum að mitt hjarta gleðjist um of. Ég mun í engu
hvika frá þeim venjum mínum að drekka mitt r... (úps -þama munaði
mjóu) bara þegar mig langar í það óháð öllu auglýsingaskrami.
Ég ætla að sjálfsögðu ekki að reyna að halda því fram að áfengi
sé með öllu hættulaus vökvi. Ég bendi aftur á móti á það að hætturn-
ar era fleiri. Bifreiðar eru afskaplega hættuleg tæki og get ég vottað
það. Þó hefur engum dottið í hug að banna bílaauglýsingar. Jú, það
má vissulega segja að það séu ekki bílamir sjálfir sem skapa hættuna
heldur vitleysingamir sem sitja undir stýri. Sömu rök gilda um áfeng-
ið. Afengi er hættulaust þeim sem kunna með það að fara og getur
jafnvel verið heilsusamlegt. Vissulega er stór hópur manna sem ætti
alls ekki að smakka áfengi en það er örugglega ekki minni hópur sem
ætti ekki að fá að aka bíl.
Það er að mínu mati lítilsvirðing við alla þá sem geta umgengist
áfengi á eðlilegan hátt að setja boð og bönn eingöngu vegna þess að
mikill minnihluti getur það ekki. Það er jafn öfgakennt og að saka
menn um nauðgun á þeim forsendum að þeir hafi tólin til þess.
Gísli Einarsson, allsgáður
Nýr vegur yfir Snæfellsnesfjallgaröinn
Vegagerbin
kynnir valkosti
Vegagerðin í samvinnu við VSÓ
ráðgjöf boðaði til kynningar
mánudaginn 8. mars að Skildi í
Helgafellsveit. Á kynningunni
voru bornar saman tvær leiðir.
Annars vegar endurbættur vegur
yfir Kerlingarskarð og hins vegar
veglagning um Vatnaheiði.
Á fundinum lágu fyrir drög að
skýrslu um mat á hugsanlegum um-
hverfisáhrifum vegna nýrrar veglínu.
Fram kemur í drögunum að gert er
ráð fyrir lágmarksröskun á lífríki,
náttúruminjum og fuglalífi með
veglagningu yfir Vatnaheiðina. M.a.
á að leggja fljótandi veg yfir mýr-
lendi svo uppfyllt séu skilyrði um
vemdun votlendis. Þegar þessir tveir
kostir eru bomir saman vega þyngst
rök með lagningu nýrrar veglínu yfir
Vatnaheiðina að sú leið mun verða
50% ömggari en endurbættur vegur
um Kerlingarskarð. Þá mun hæsti
punktur nýrrar leiðar verða 90 metr-
um undir hæsta punkti endurbætts
vegar um Kerlingarskarð og mikill
meirihluti leiðar undh hæð vegar á
Kerlingarskarði. Mesta hæð yfir
sjávarmáli verður 228 metrar á móti
318 á Kerlingarskarði. Mesti halli á
vegi um Vatnaheiði verður 7.8% á
móti 9% á endurbættum vegi yfir
Kerlingarskarð. Vindmælingar sýna
einnig lægri vindhraða í hviðum á
Vatnaheiði en á Kerlingarskarði. Það
sem kemur þó kannski mest á óvart
er að vegur yfir Vatnaheiði er áætlað-
ur 30 milljón krónum ódýrari en end-
urbættur vegur urn Kerlingarskarð.
Gert er ráð fyrir að endanleg skýrsla
vegna mats á umhverfisáhrifum
verði lögð fyrir Skipulagsstjóra rikis-
ins innan hálfs mánaðar en síðan
kveður hann upp úrskurð sinn innan
10 vikna. Þetta ferli mun því taka
þrjá mánuði og komi frám kæra
vegna úrskurðar hans getur málið
tafist í allt að þrjá mánuði til viðbót-
ar.
Reiknað er með því að fram-
kvæmdir hefjist á árinu 2000 og
verði að fullu lokið árið 2002.
Gallup könnun
Ingibjörg vinsæl
Ingibjörg Pálmadóttir hefur á-
stæbu til a& brosa þessa dagana en
samkvæmt könnun Gallups nýtur
hún mikilla vinsælda á Akranesi og
í nágrenni.
Ingibjörg Pálmadóttir nýtur mik-
illa vinsælda meðal Akumesinga og
nágranna ef marka má skoðanakönn-
un sem Gallup gerði í spuminga-
vagni dagana 5. - 11. febrúar síðast-
liðinn. 65% þeirra sem tóku afstöðu
töldu Ingibjörgu hafa staðið sig vel
sem ráðherra og 70% svarenda töldu
hana hafa staðið sig vel sem þing-
maður Vesturlands.
Úrtakið var tilviljunarúrtak úr
Ár aldrabra
bo&að er til fundar í Borgarnesi
'í tilefni af samþykkt Samein-
uðu þjóðanna um að árið 1999-
verði ár aldraðra og að málefni
þeirra fái sérstaka umfjöllun á
árinu verður haldinn fundur í
Hótel Borgamesi fimmtudaginn
18. mars n.k. klukkan 14:00.
Á fundinum mun Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra
flytja ávarp, Ólafur Ólafsson
f.v. landlæknir fjallar um heil-
brigðismál aldraðra, sagt verður
frá samþykkt S.Þ., erindi verður
flutt um kjaramál auk þess sem
sagt verður frá starfi félaga
eldri borgara í kjördæminu.
Dagskrá fundarins verður kynnt
nánar í dreifibréfi. -MM
þjóðskrá og voru þeir sem spurðir
vora í póstnúmerum 300 og 301. Úr-
takið var 600 einstaklingar. Fjöldi
svarenda var 436 eða um 75% en 164
neituðu að svara eða náðist ekki í.
í könnuninni var spurt tveggja
spurninga. Fyrri spurningin var:
Finnst þér Ingibjörg Pálmadóttir hafa
staðið sig vel eða illa sem heilbrigð-
isráðherra. 64,6% sögðu frekar vel
eða mjög vel. Hvorki vel né illa
sögðu 19,3%, frekar illa 10,9% og
5,2% töldu hana hafa staðið sig mjög
illa.
Síðari spumingin var: Finnst þér
Ingibjörg Pálmadóttir hafa staðið sig
vel eða illa sem þingmaður Vestur-
landskjördæmis. Frekar vel eða mjög
vel sögðu 70,0%, Hvorki vel né illa
19,7%, frekar illa 6,6% og mjög illa
3,8%. G.E.
Snæfell í
úrslit
Úrvalsdeildarlið Snæfells í
körfuknattieik tryggði sér um
síðustu helgi sæti í úrslita-
keppni íslandsmótsins í
fyrsta sinn í sögu félagsins.
Snæfellingar unnu góðan sig-
ur á Haukum á útivelli og eru
nú með 20 stig í deildinni í sjö-
unda sæti þegar ein umferð er
efth en IA og Haukar hafa 16
stig. Það er ljóst að Snæfelling-
ar halda' sjöunda stætinu og
mæta Njarðvík í átta liða úrslit-
urh. Þeir leika við Keflvíkinga í
síðustu umferðinni en úrslit
þess leiks breyta engu um nið-
urröðun í úrslitakeppninni. Það
eru Haukar og ÍA sem berjast
um sfðasta sætið í úrslitakeppn-
inni. Haukarnir mæta Njarðvík-
ingum í síðustu umferðinni en
ÍA leikur við Skallagrím í Borg-
amesi. Skallagrímur er í fall-
baráttunni og ef þeir tapa þá
verða þeir að treysta á að Valur
geri það einnig. Síðasta um-
ferðin fer fram í kvöld.
-G.E.
Innbrot á
Akranesi
Aðfáranótt síðastliðins laug-
ardags var brotist inn á tveimur
stöðum á Akranesi, Bíræfnh
þjófar brutu sér leið inn í versl-
unina Hljómsýn við Stillholt og
létu þar greipar sópa og annar
hópur braust inn í Bjamalaug
og braut þar rúður, henti drash í
laugina og hirti eitthvað af pen-
ingum.
Að sögn lögreglunnar á
Akranesi eru bæði málin upp-
lýst. Ekki hefur verið mikið um
innbrot á Akranesi að undan-
fömu ef frá eru skilin þessi at-
vik um síðustu helgi. -G.E.
Har&ur árekstur
Nagladekkin ofmetin
segja lögreglumenn
Harður árekstur varð við
Stillholt á Akranesi síðastliðinn
mánudag er bifreið sem ók efth
götunni rakst á aðra sem verið
var að búkka út úr stæði. Engan
sakaði í árekstrinum en báðh
bflamir eru mikið skemmdir.
Að sögn lögreglunnar á Akra-
nesi var ökuhráðinn ekki í sam-
ræmi við aðstæður en ísing var
á götum. „Við verðum varh við
að menn eiga það til að ofmeta
nagladekkin en við aðstæður
eins og hafa verið að undan-
fömu vhka nagiamir eins og
skautar og ökumenn hafa enga
stjóm á bílunum ef þeir þurfa
að nauðhemla." sagði Pétur Jó-
hannsson lögrégluþjónn á Akra-
nesi.
Pétur Blöndal
á Málstofu
Pétur Blöndal alþingismaður
og fjár-
m á 1 a -
speking-
ur verð-
ur máls-
hefjandi
á Mál-
s t o f u
S a m -
vinnuhá- pétur Blöndal
skólans alþingisma&ur.
m i ð -
vikudaginn 17. mars næstkom-
andi. Yfirskrift fundarins er
„Verðmæti heiðarleika og góðs
siðferðis“. Pétur mun velta fyr-
h sér hvort heiðarleika megi
beinlínis meta til verðmæta,
fyrir einstaklinga, atvinnulífið
og þjóðfélagið. og þá hvemig.
Málstofan hefst kl. 15.30. í há-
tíðasal Samvinnuháskólans á
Bifröst.
Vegna fréttar um
vinnslu á lobnu og
síld á Snæfellsnesi
Það skal tekið fram að frétt
þessi var höfð nánast orðrétt
eftir heimildarmanni Skessu-
horns í Snæfellsbæ sem sat
fundinn þar sem áskorunin var
borin upp. Undirrituðum þykir
leitt ef eitthvað hefur skolast til
í meðföram og þá aðallega um
hugsanlega staðsetningu
vinnslunnar. Það er hins vegar
alveg ljóst að þegar rætt er um
samvinnu sem sé til hagsbóta
fyrir svæðið,'í heild sinni þá er
óhjákvæmilegt annað en láta af
allri hreppapólitík og líta á það
sem eitt atvinnusvæði.
GK.