Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.1999, Side 4

Skessuhorn - 25.03.1999, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 Atvinnulífskönnun í nýju sveitarfélagi Mikil vinna framundan í Borgarfjarbarsveit Segir Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri í Borgarfjar&arsveit. í síðustu viku kom út skýrsla á veg- um Atvinnuþróunarnefndar Borg- arfjarðarsveitar um atvinnuástand og framtíðarhorfur í atvinnumál- um sveitarfélagsins. Skýrslan var unnin af Magnúsi Magnússyni og Olafi Sveinssyni hjá Atvinnuráð- gjöf Vesturlands í samvinnu við at- vinnuþróunarnefnd. Markmiðið með verkefninu var að mæla þörf fyrir viðbótaratvinnu fyrir íbúana, greina styrideika og veikleika sveit- arfélagisns, leggja fram tillögur til úrbóta og kanna viðhorf til þjón- ustu innan sveitarfélagsins. Skýrslan byggist að stærstum hluta á atvinnulífskönnun sem Atvinnuráð- gjöfin gerði meðal íbúa Borgarfjarð- arsveitar fyrr í vetur. Könnuninni var beint til allra íbúa sveitarfélagsins og var svarhlutfallið um 33%. I skýrslunni kemur fram að íbúum sveitarfélagsins hefur fækkað jafn og þétt sfðustu 20 ár og síðustu 10 árin er fækkunin 9,5% en ef fólksfækkun fer yfir 10% á tíu ára tímabili fellur viðkomandi svæði undir skilgrein- inguna jaðarbyggð. Miðað við ald- urssamsetningu íbúanna er gert ráð fyrir áframhaldandi fækkun á kom- andi árum að öllu óbreyttu. I niðurstöðum könnunarinnar kem- ur skýrt fram að dulið atvinnuleysi er gífurlega mikið í sveitarfélaginu og á 30% þeirra heimila sem svöruðu eru einstaklingar sem telja sig vanta við- bótarvinnu. Það kemur einnig heim og saman við að 95% svarenda töldu að efla þyrfti atvinnulíf í Borgarfjarð- arsveit. Þau atriði sem menn nefndu oftast þegar spurt var um ný atvinnu- tækifæri voru orkufrekur smáiðnaður með nýtingu jarðvarma í huga, heim- ilisiðnaður, verslun á Hvanneyri eða nágrenni, þjónusta, nýting perlu- steins, heilsustöð, þjónusta við hesta- fólk ofl. Þegar spurt var um kosti og galla þess að búa í sveitarfélaginu nefndu flestir sem kosti að gott væri að ala upp böm á svæðinu og dagheimilin fengu einnig góða einkunn. Þá var veðurfarið nefnt og aðrir þættir í um- hverfinu og náttúmnni og auk þess lágur húshitunarkostnaður. Vegasam- göngur vom taldar helsti gallinn og í kjölfarið komu léleg fjarskipti, skort- ur á framhaldsmennt- un, skortur á ýmissi þjónustu, s.s. verslun, bensínafgreiðslu ofl. Þá var töluvert minnst á deilur meðal íbúa, einhæft at- vinnulíf, slæma stöðu í landbúnaði og fleira. Ósamkomu- lag íbúa Við úrvinnslu könnunarinnar var notuð svokölluð SVÓT greining þar sem dregnir em sam- an styrkleikar og veikleikar sveitarfé- lagsins í innra um- hverfi og ógnanir og tækifæri í ytra um- hverfi. Til styrkleika em talin atriði eins og ástand dagvist- unarmála og skólamála, uppeldisskil- yrði, umhverfismál, verðurfar, hófleg fjarlægð frá Reykjavík og öflug menntastofnun á æðri skólastigum. Helstu veikleikar em taldir vega- samgöngur, einhæft atvinnulíf, fækk- un íbúa, lágar meðaltekjur, enginn framhaldsskóli og ósamkomulag meðal íbúa. Ógnanir em taldar lág laun, slæmar samgöngur, póstdreif- ing er sjaldnar en í þéttbýli, ungt fólk er undir landsmeðaltali, dulið at- vinnuleysi og ástand síma- og fjar- skiptamála. Meðal tækifæra er uppbygging stofnvega framundan, stutt er á markaði á höfuðborgarsvæðinu, ónýtt tækifæri í ferðaþjónustu, saga og bókmenntaarfur, möguleikar á efl- ingu í iðnaði, verslun og þjónustu, þekking í ylrækt og landbúnaði og samstaða er um atvinnuuppbyggingu á fjórum megin þéttbýliskjörnum sem em Hvanneyri, Reykholt, Klepp- jámsreykir og Bæjarsveit. I lok skýrslunnar er sett fram að- gerðaáætlun í þrjátíu liðum þar sem skýrsluhöfundar leggja til aðgerðir í atvinnu og búsetumálum. Þar er með- al annars lögð áhersla á samgöngu- mál, aukna menntun, fjölgun hluta- starfa, menningarlíf, rækta tengsl við unga fólkið, markaðsmál og ímynd- arsköpun og fleira. Frumkvæði einstakiinga „í lokaorðum skýrslunnar „Byggð í sveit“ segir: Styðja verður með öllum ráðum fmmkvæði einstaklinga sem í sveit- arfélaginu búa og lokka ný fyrirtæki og einstaklinga til búsetu í Borgar- firði. Þessi orð get ég gert að mín- um,“ sagði Þómnn Gestsdóttir sveit- arstjóri í Borgarfjarðarsveit, aðspurð um skýrsluna. „ Að fmmkvæði atvinnuþróunar- nefndar sveitarfélagins er könnunin gerð. Hún er gerð á réttum tíma fyrir nýtt sameinað sveitarfélag, sem er í mótun. Það kemur m.a. fram að sam- staða er á meðal fbúanna um atvinnu- uppbyggingu á fjómm megin þéttbýl- iskjömum þ.e. í Reykholti, Klepp- jámsreykjum, Hvanneyri og Bæjar- sveit. Það em yfir 74% íbúanna sem telja gott eða mjög gott að búa í sveit- arfélaginu og að það telur meðal kosta að búa hér með böm; dagvist- unar- og skólamál fá góða umsögn meirihluta þeirra er svömðu. Um- hverfið, veðurfar og menningarlíf em meðal já- kvæðu þátt- anna eða styrkleika sveitarinnar, sem em góð- ar niðurstöð- ur. Veikleik- ar og ógnanir em vegamál- in og fjar- skipta- og símaþj ón- usta, skortur á almennri þjónustu og dulið at- vinnuleysi. Það er nauð- synlegt fyrir þá sem vilja vinna að upp- byggingu hér um slóðir að skoða vel þessa þætti og snúa vöm í sókn. Ástand vega fær verstu einkunn í könnuninni og jafnframt kemur þar fram krafa um að menn - ljúki vega- deilunni á forsendum efnis og raka-. Krafan um möguleika á menntun er einnig skýr og er tölvunám ofarlega í hugum manna. Það er ýmislegt þama að vinna úr. Heimamenn og hreppsnefnd þurfa að vera samstíga í uppbyggingunni sem er framundan. Það er ýmislegt í far- vatninu, vinna við aðalskipulagið hefst vonandi innan tíðar en svæðis- skipulag var lagt fram í desember sem kunnugt er. Umhverfisátak eða hreinsunarátak er fyrirhugað í vor, var samþykkt af umhverfisnefndinni nýlega og við emm þátttakendur í Staðardagskrá 21 - eitt af þrjátíu og einu sveitarfélagi á landinu. Sorp- hirðurmálin eru í endurskoðun um þessar mundir og ætti ákvörðun um breytingar að liggja fyrir fljótlega," sagði Þórunn.“ Margt ab gerast Þórunn sagði að framkvæmdir væru að hefjast við Surtshelli, Víðgelmi og Stefánshelli á vegum Ferðamálaráðs og hugmyndir hefðu verið lagðar fram um bætt aðgengi ferðamanna að Deildartunguhver. „Fjarskipta- og símaþjónustu þarf að bæta til muna, en það stendur yfir út- tekt á stöðu þessara mála því málinu hefur verið hreyft. í Reykholti heldur uppbyggingin áfram, komin árs- reynsla á rekstur hótelsins sem mikl- ar væntingar em bundnar við. Nýlega var lögð fram álitsgerð þriggja manna nefndar er vann á vegum mennta- málaráðuneytisins. Nefndin átti „að kanna og gera tillögur um hvemig komið verði á laggimar í Reykholti rannsóknarstarfsemi í íslenskum og evrópskum miðaldafræðum“. Niður- staða nefndarinnar er að árleg fjár- þörf Snorrastofu til viðbótar því sem stofan hefur nú þegar tryggt sér verð- ur 8 milljónir króna. Verði niðurstað- an sú að ríkið auki framlag sitt til Snorrastofu er bent á að um það verði gerður samningur til fimm ára, þar sem verði að finna nákvæma lýsingu á markmiði og leiðum. Teljist sá tími prófraun á hugmyndina um setur í miðaldafræðum í Reykholti. Unnið er að því að koma á tengslum á milli Háskóla íslands og Snorrastofu um einstök rannsóknarverkefni. Áfram halda fomleifarannsóknim- ar í Reykholti í sumar og að því kem- ur m.a. Þjóðminjasafnið en í gamla skólahúsnæðinu er unnið að fram- kvæmdum fyrir Þjóðarbókhlöðuna. Bændaskólinn á Hvanneyri verður frá og með 1. júlí nk. Landbúnaðar- háskóli, og mun útskrifa fyrstu nem- ana úr háskólanum í byijun júlí. Há- skóli á Hvanneyri styrkir að sjálf- sögðu sveitarfélagið sem heild. Það er mikil vinna framundan í Borgarfjarðarsveit því tækifærin liggja víða m.a. í ferðaþjónustunni, ylrækt, menningararfmum, landbún- aði, fallegu umhverfi og veðurfari. Viljinn til að byggja upp og samstaða íbúanna er gmndvallaratriði. I því sambandi má nefna að hreppsnefndin hefur ákveðið að halda opna fundi á næstunni til að kynna skýrsluna og annað það er hæst hefur borið í störf- um hennar,“ sagði Þómnn. G.E. Gallupkönnun á Akranesi Matvöruverslanir halda sínu en fataverslun færist suöur Atvinnumálanefnd og Akranesbær fengu Gallup til að kanna hvar Skagamenn stunda atvinnu og hvort þeir kaupa matvöm, föt, bygginga- vömr og heimilistæki í heimabyggð. Könnunin fór fram í byrjun febrúar og svömðu 436 af 600 manna úrtaki. Bjöm S. Lámsson kynnti helstu nið- urstöður könnunarinnar á fundi í síð- ustu viku. Atvinna og matarinnkaup Spurt var hvort viðkomandi stund- aði launaða vinnu á Akranesi, í nær- sveitum, á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar og svörin gefa til kynna skýra þróun í atvinnumálum Skaga- manna. Ríflega 74 % stunda vinnu sína á Akranesi en það er fækkun um tæplega 14 prósentustig frá síðustu könnun sem var gerð í október 1997. 8% Skagamanna stunda nú vinnu á höfuðborgarsvæðinu sem þýðir ein- faldlega að Skaginn er farinn að til- heyra þessu stærsta atvinnusvæði landsins. Áberandi er að hæst laun- uðu störfm em sótt til höfuðborgar- innar. Matvömverslanir halda sínu ef tek- ið er mið af könnuninni 1997. Rúm- lega 65% aðspurðra sögðust versla stærsta hluta matarinnkaupa í verslun Einars Ólafssonar og rúmlega 20% í Skagaveri. Rúmlega 5% versla síðan í Gmndavali. Það vekur athygli að einungis 4% segjast versla stærsta hlutann í Bónus. Niðurstaðan er mjög svipuð og í síðustu könnun. Helming- ur aðspurðra nefnir lágt verð sem helstu ástæðu þess hvar þeir kaupi inn og er það fjölgun um rúmlega fimm prósent síðan 1997. 28% til- greinir þægilega aðstöðu og 16,5% tilgreinir staðsetningu. Færri kaupa föt Utkoman í fataversluninni hlýtur að valda kaupmönnum áhyggjum. Meirihluti aðspurðra kaupa föt á Akranesi eða rúmlega 56% sem er 7 prósenta fækkun síðan 1997. Á sama tíma fjölgar þeim sem kaupa fatnað í Reykjavík, það em 33% aðspurðra og er það hækkun um 8 prósentustig frá síðustu könnun. Samkvæmt þessari könnun er það aðallega yngra fólkið sem verslar meira í Reykjavík. 7% verslar föt er- lendis og er það það sama og lands- hlutfallið. Þegar kemur að bygginga- vörum og heimilistækjum er erfiðara að meta niðurstöður könnunarinnar. Miklar breytingar vom í bygginga- vömverslun á ámnum 1998 - 1999 sem hafa áhrif á útkomuna. Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu, eða tæplega 51% sagði fjölskylduna kaupa byggingavömr og heimilistæki oftast í tilgreindri verslun á Akranesi, þó ekki í Metró en það er örlítið lægra hlutfall en í október 1997. Hlutfall þeirra sem nefndu Metró lækkar vemlega, eða um 20 prósentu- stig. HVAR KAUPIR ÞÚ MEGINHLUTA FATNAÐAR? mar.99 okt.97 Á Akranesi 56% 64% (Reykjavík i 33% 25% í útlöndum 7% 7% Annars staðar 4% 4% Hér koma fram umtalsver&ar breytingar á verslunarháttum. Fólk í yngstu aldurshópunum sækir meira verslun til Reykjavíkur. HVAR STUNDAR ÞÚ LAUNAÐA VINNU? Á Akranesi mar.99 74% m okt.97 88% 1 nærsveitum 15% 11% Á höfuðborgarsvæði 8% 1% Annars staðar 3% 0% Þeim sem vinna utan Akraness fjölgar. Hæst launu&u störfin eru sótt til höf- u&borgarsvæ&is. Kariar eru í miklum meirihluta af þeim sem stunda vinnu utan Akraness. Myndir: Björn S. Lárusson

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.