Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.1999, Page 10

Skessuhorn - 25.03.1999, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 ^saunu.. Komdu og sýndu sæmd og rögg, sól er í miðjum hlíðum. Dagsins glymja hamarshögg, heimurinn er í smíðum. Svo kvað séra Helgi Sveinsson enda þurfa mannanna verk stöðugt endumýjunar við og dugar þó ekki alltaf til en ég held að Sveinn frá Elivogum sé höfundur eftirfarandi starfsstéttarvísu. Smiðir lifa á smekkleysi, smátt til þrifa vinnandi. Kítti í rifur klínandi, klambrið yfir breiðandi. Séra Pétur Ingjaldsson stofnaði stúku á Skagaströnd og meðal þeir- ra sem gengu í stúkuna var kona að nafni Unnur. Eitt sinn bar svo við að klerkur fór að heimsækja stúku- systur sína og hugðist hún sýna honum svalir sem verið var að reisa við húsið. Með því að svalirn- ar voru hálfsmíðaðar en þau hjú bæði í þokkalegum holdum og hefðu nú á dögum verið fóðmð á „Herbalife" vildi svo illa til að svalimar gáfu sig undan álaginu og fótbrotnaði klerkur og var ófær til prestverka um tíma. Þá kvað Lúð- vík Kemp: Stopull reynist stúkuher, stendur á veikum granni, séra Pétur sést ei hér síðan hann féll með Unni. Einar Karl Sigvaldason orti um prest nokkum í Þingeyjarsýslu og íbúðarhús hans sem var lægst í miðjunni: Hann er glaður, heillar sína gesti hefur svosem næstum enga bresti, íbúðarhúsið er hjá þessum presti eins og kýr á þriggja vikna fresti. Ein af framþörfunum við hús- byggingar era 3“ naglar sem gjam- an era kallaðir treitomma eða bara „treisa". Eftirfarandi vísa hef ég gran um að sé ættuð af Akranesi og vildi gjaman heyra í eldri Akumes- ingum sem kannast við þessa vísu og vita um höfund hennar og til- drög: Áfram geysast viljum vér við að reisa hreysi. Því óbeysið þykir mér þetta treisuleysi. Það var og er algengt við hús- byggingar að hafa kvisti á þökum en þegar þurfti að setja kvist á kvistinn orti Halldór Jörgensson: Þá er fyrst að list er list og langir ristir viðir þegar vista kvist á kvist kóngsins listasmiðir. Á blómaskeiði íslensks hús- gagnaiðnaðar var Trésmiðjan Víðir þekkt fyrirtæki og áberandi í hús- gagnaiðnaði. Við endurbætur á gamla Þórskafft vora keypt inn- flutt húsgögn frá Danmörku og sýndist þó sitt hverjum um þá ráðabreytni. Stuttu eftir að húsið var tekið í notkun eftir endurbæt- umar var maður nokkur stór og þrekinn að skemmta sér í Þórs- kaffi. Eftir að hafa dansað nokkuð kröftuglega hlassaði hann sér niður í einn danska stólinn sem lét undan og maðurinn sat á gólfinu í spýtna- hrúgunni. I því að maðurinn brölt- ir á fætur verður honum að orði: Svona er þetta danska dót, djöfuls hrákasmíði. Heldur vil ég hörkuljót húsgögnin frá Víði. Hús í byggingu geta verið við- kvæm fyrir hvassviðram. Eftir að hús sem hafði skemmst í roki var á ný komið á svipað stig og fyrir skemmdir orti Jakop á Varmalæk: Húsið reisir harðskeytt lið, hvílík snilld og kraftur. Nú telst það bráðum tilbúið til að fjúka aftur. Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ell- erts byggði meðal annars togarann Júlíus Hafstein fyrir Húsvíkinga. Eftir afhendingu komu fram ýmsar bilanir í vökvakerfi skipisins og gekk illa að komast endanlega fyr- ir þær en um svipað leyti kom út ljóðabókin „Þingeyskt loft“ eftir Jón Bjamason frá Garðsvík. Þá orti Valgeir Runólfsson: Þó að verkin virðist oft vera gerð með prýði þolir hún ekki Þingeyskt loft þessi skipasmíði. „Verður er verkamaðurinn laun- anna„ og þessa umfjöllun um handaverk mannanna er rétt að enda á vísu Gísla Olafssonar frá Eiríksstöðum: Þegar lagt er lík á beð, lokagreiðslan kemur. Heimur borgar manni með moldarrekum þremur. Fyrir nokkra spurðist ég hér fyr- ir um mann að nafni Kristján Schram. Þessi maður mun hafa heitið Kristján Guðjónsson og gjaman kallaður Stjáni í Gasstöð- inni en þar starfaði hann sem kynd- ari í fjöldamörg ár. Að honum látn- um gaf sonur hans út bók með ljóðum hans sem heitir „Einn ég vaki“ en ég hef ekki getað náð í. Hér er þó eitt sýnishom af vísum Kristjáns: Tek ég upp úr töskunni til að gleðja og bjarga. Það er fljótt úr flöskunni fýrir svona marga. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 Háskólar og samfélag I nýsamþykktri ályktun Alþingis um byggðamál er þung áhersla lögð á eflingu menntunar um landið. Þar er sérstaklega fjallað um menntun á háskólastigi, upp- byggingu hennar og fjölgun námsbrauta á landsbyggðinni. En hvers vegna? Hver er þessi nýi hornsteinn stefnu Alþingis í byggðamálum? Hvert er hið sér- staka gildi háskólastarfs fyrir nærsamfélagið? Hvert getur ver- ið samspil háskóla, atvinnulífs og samfélags? Hvaða möguleika höf- um við hér á Vesturlandi, með tvær háskólastofnanir, til að nýta okkur þetta starf? Fjölgun unga fólksins Fyrst er rétt að nefna hið aug- ljósa: háskólastarfsemi fjölgar ungu og kraftmiklu fólki á landsvæðun- um. Þegar fólk á þrítugs- og fer- tugsaldri fer burtu að heiman til há- skólanáms, myndast oft áberandi skörð í þessa aldurshópa og mann- lífið í heild. Það er í sjálfu sér já- kvætt að ungt fólk ferðist að heim- an í leit að þekkingu og reynslu. Spurningarnar varðandi það eru fyrst og fremst þessar: átti það eitt- hvert val um að læra heima eða að heiman? Snýr það í einhverjum mæli heim aftur að loknu námi? Finnur það framtíðarverkefni við sitt hæfi á heimaslóðum? Háskóla- starfsemi leysir eitthvað af unga fólkinu undan því að þurfa að fara burt, ef það kýs að vera um kjurt. Hún dregur líka ungt fólk að, frá öðram stöðum, í stað þeirra sem leita annað. Háskólamir efla því án efa skólaaldurshópana í næsta ná- grenni þeirra. Mannfjöldaskýrslur sýna að öll landsbyggðin býr við skerta aldurs- hópa, frá 25 til 40 ára aldurs. Það er engu líkara en að nokkrar greinar á aldurstré svæðanna haft veri höggn- ar. Þetta skarð leiðir síðan af sér annað skarð í neðsta hluta trésins, þar sem ungbömum fækkar sam- hliða fækkun fólks á bameignar- aldri. Það kann að vera enn eftirsóknar- verðara að skapa ungu fólki tæki- færi til menntunar á svæðunum. Margir halda því fram, að búseta ungs fólks á háskólaárum skipti sér- staklega miklu máli fyrir ákvarðan- ir um búsetu til frambúðar. Fólk sé líklegra til að setjast að þar sem það stundar námið en annars staðar, finni það að öðra leyti búsetuskil- yrði og atvinnumöguleika við hæfi. Ef við lítum til Borgaríjarðar, þá draga þær tvær háskólastofnanir sem hér starfa, Bændaskólinn á Hvanneyri (væntanlegur Landbún- aðarháskóli) og Samvinnuháskólinn á Bifröst, til sín nemendur af öllu landinu. Um helmingur nemenda á Bifröst eru af höfuðborgarsvæðinu. Við þekkjum mörg dæmi þess að nemendur úr þessum skólum haft sest að og fundið sér verðug verk- efni í nágrannabyggðum skólanna; snúi jafnvel aftur eftir að hafa dval- ið annars staðar um hríð. Þannig eiga skólamir öragglega þátt í því að draga að ungt og kraftmikið fólk, en það er á slíku fólki sem framtak og framfarir svæðanna byggjast. Nýting þekkingar I öðra lagi veitir háskólastarfið aðgang að þekkingu. Kennarar há- skólanna hafa sérfræðiþekkingu á sínu sviði sem getur nýst atvinnulíf- inu beint með rannsóknum þeirra og þátttöku í verkefnum fyrirtækja og stofnana. Þekkingin skilar sér óbeint með starfi nemenda og nem- endahópa, sem vinna undir leiðsögn kennara. Ennfremur geta skólamir tengt atvinnulíf og umhverfi við ýmsa þekkingarbrunna, gagna- banka og aðra sérfræðiaðila. Mörg dæmi era um að skólamir á Hvanneyri og á Bifröst hafi þannig unnið í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á Vesturlandi. Hópar nem- enda og kennara hafa látið fram- faramál, t.d. nýjar hugmyndir og nýsköpun af ýmsum toga, til sín taka. E.t.v. mætti koma á nánara samstarfi í þessum efnum, og for- svarsfólk fyrirtækja, stofnana, opin- berra aðila eða félagasamtaka, sem hafa áhuga á vinnu við einstök verkefni, þyrftu að láta forsvars- menn skólanna vita af áhuga sínum. Samstarf af þessu tagi getur auð- vitað verið í báðar áttir. Þannig geta skólamir nýtt sér sérfræðiþekkingu og reynslu úr atvinnulífmu. Þeir hafa oft sóst eftir fólki með þessar forsendur til leiðbeiningar og beinnar kennslu. Þeir geta líka boð- ið þátttöku í rannsóknum starfs- manna skólanna. Þannig geta há- skólamir orðið vettvangur fólks í atvinnulífmu fyrir spennandi verk- efni, fyrir sköpun nýrrar þekkingar. Jónas Gubmundsson Jafnvel kemur til greina að skólam- ir taki höndum saman við einstök fyrirtæki og stofnanir um að ráða sérfræðimenntað fólk til starfa hjá báðum aðilum. Hljómgrunnur heima fyrir Háskólamir á Vesturlandi hafa eflst veralega á undanfömum árum. Aðstaða þeirra hefur batnað og orðstír þeirra vaxið. Báðir hafa skólamir nýlega vakið athygli fyrir nýjungar við fjamám. Nýsamþykkt lög um búnaðarfræðslu og stofnun Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri munu styrkja háskólasamfélagið á Hvanneyri. Ibúðabyggingar á Bif- röst hafa lagt grann að fjölgun nem- enda og starfsmanna Samvinnuhá- skólans. Báðum er þessum stofnunum mikilvægt að ná góðum hljóm- granni á sínum heimavígstöðvum. Þær þurfa að ná nánari tengslum við atvinnulíf og einstaklinga en þær hafa hingað til gert. Þeim er mjög mikilvægur skilningur og stuðning- ur, en jafnffamt aðhald, heimaaðila við starfsemi þeirra. Þeir þurfa á því að halda að umhverfið sýni þeim áhuga í verki. Því má auðvitað halda fram að ný háskólastarfsemi hafi svipuð áhrif á umhverfið með fjölgun starfa, sköp- un tækifæra, aukningu eftirspumar og sköpun margfeldisáhrifa, eins og hver önnur starfsemi. Hin viðvar- andi háskólastarfsemi getur haft mun dýpri og verðmætari áhrif á samfélagið sem hún býr við, eins og ég hef hér reynt að varpa ljósi á. Það era þessi áhrif sem Alþingi er án efa að sækjast eftir með nýgerðri ályktun. Það er hins vegar okkar að finna leiðir til að nýta tengsl há- skóla og samfélags eins og best er hægt, og láta ekki sitja við orðin tóm. Jónas Guðmundsson rektor Samvinnuháskólans Ahgát skal höfb Það er vissara að fara varlega þeg- ar tæknin er annars vegar og í raun era menn hvergi óhultir með öllu eins og eftirfarandi saga sýnir: í síðustu viku var haldin á Grand Hótel í Reykjavík 200 manna ráð- stefna um nýjar leiðir í stjómun sveitarfélaga. Þar voru fulltrúar hinna ýmsu sveitarfélaga á suðvest- urhominu en annars staðar á landinu fylgdust menn með því sem ffam fór í gegnurn fjarfundabúnað. Þessi tækni gerir mönnum kleyft að taka beinan þátt í umræðunum þar sem um er að ræða nokkurs konar gagn- virkt sjónvarp. Þegar fundurinn hófst var byrjað á því að prófa bún- aðinn og þá birtust fundarmenn á hinum og þessum stöðum á breið- tjaldi uppi á vegg. Það var fullt hús út um allar trissur, en þegar kom að Borgamesi brá svo við að þar var autt herbergi. Fundarborðið var hlaðið pappírum og þar var líka ein fjarstýring en enginn maður. Þegar kom að fyrirspumum þá var annað slagið athugað hvort einhver væri mættur í Borgamesi en áfram var herbergið autt. Þegar kom að því að Helga Jóns- dóttir borgarritari hæfi upp sína raust þá fóru að heyrast undarleg hljóð úr fjarskiptabúnaðinum. Þar mátti kenna, glasaglamur, smjatt og ýmis búkhljóð þannig að greinilegt var að einhvers staðar á landinu var fólk að næra sig af mikilli nautn. Fljótlega fóra menn einnig að heyra orðaskil og greinilegt var að um- ræðuefnið var ónefndur þingmaður á Vesturlandi og inn á milli glumdu við mikil hlátrasköll. Fyrst féll granurinn á Húsvíkinga sem höfðu nýverið haldið sitt þorra- blót. Þeir reyndust hinsvegar vera hinir prúðustu og var þá haldið áfram hringinn og viti menn. Þegar röðin kom að Borgamesi beindist myndavélin að manni sem sat og ruddi í sig ýmsu góðgæti. Allt í kringum hann var fólk við sömu iðju. Fundargestir frá Vesturlandi kenndu þama ýmsa góðborgara og málsmetandi fólk úr kjördæminu og fljótlega kom í ljós að þama var á ferðinni stjóm ákveðinnar stofnunar á fundi. Þar sem Borgnesingamir svöraðu engu hrópum og köllum úr salnum á Grand Hótel var bragðið á það ráð að hringja í Nesið. Það var síðan ekki fyrr en tæknimenn í Reykjavík vora búnir að gefa ýtarlegar leið- beiningar varðandi grænan takka neðst á tækinu sem á stóð power að beinni útsendingu lauk úr Borgar- nesi. Kveikt hafði verið á fjarfundabún- aðinum í Borgamesi ef einhver skyl- di slæðast inn. Síðan komu áður- nenfndir stjómarmenn inn í herberg- ið granlausir um að þeir væra í beinni útsendingu. Þessi raunasaga kennir mönnum fyrst og fremst það að aðgát skal höfð í nærvera sjón- varps!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.