Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.1999, Síða 14

Skessuhorn - 25.03.1999, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 Leikarar og a&standendur Konungs Ijónanna. Mynd: Svanur Steinarsson Metnaðarfull upp- setning á árshátíb Nýlega er lokið sýningum Nem- endafélags Grunnskólans í Borgar- nesi á árshátíðarleikverki vetrarins sem var Konungur ljónanna í leik- stjóm Stefáns Sturlu Sigurjónssonar. Rúmlega 800 leikhúsgestir sáu upp- færsluna sem þótti metnaðarfull og vel heppnuð í alla staði. Góður söng- ur og skemmtilegar tæknibrellur settu svip sinn á sýninguna en þetta er í fyrsta skipti sem leikrit byggt á þessu fræga kvikmyndaverki er sett á svið hér á landi. Forma&ur Lionsklúbbs Borgarness Hákon Örn Arnþórsson afhendir Birni Björnssyni formanni OK og Bjarna Gu&- mundssyni gjaidkera styrkinn. Fyrir framan sitja Lionsmennirnir. Mynd: Guðjón Arnason Styrkur til bílakaupa Lionsklúbburinn í Borgamesi hef- ur verið iðinn við að veita fé á báðar hendur til líknarmála af ýmsu tagi. Fyrir skömmu veittu þeir Björgunar- sveit SVFÍ OK í Reykholti 200 þús- und króna styrk til bílakaupa en sveitin réðist í kaup á nýrri og full- kominni björgunarbifreið. Af þessu tilefni héldu Lionsmenn fund á Hótel Reykholti þar sem styrkurinn var af- hentur. Stykkishólmur Fjölmenn árshátíÖ Grunnskólans Árshátíð Grunnskólans í Stykkis- hólmi var haldin 4. og 5. mars sl. Var hátíðin tvískipt eins og undan- farin ár og eftir fyrra kvöldið var gestum boðið upp á glæsilegt tertu- hlaðborð. Er það liður í árlegri fjáröflun 7. bekkjar vegna skíðaferðalags og tí- unda bekkjar vegna útskriftarferðar bekkjarins. Liðlega fimm hundmð gestir sóttu árshátíðina fyrra kvöldið þar sem yngri bekkir skólans fluttu sín atriði og fjölmargir gestir voru á seinna kvöldinu. I lokin var svo sleg- ið upp balli fyrir eldri bekkinga og dansað fram til miðnættis. K.Ben. 9. bekkur Grunnskólans í Stykkishólmi. Ljósm. ÓmarJóh Lyngbrekkuball Hið svokallaða Lyngbrekkuball var haldið í Dölunum þann 11. mars sl. Þetta er árlegur viðburður hjá átta grunnskólum á Vesturlandi þ.e. Laugaskóla í Dalasýslu, Búðardals- skóla, Laugagerðisskóla, Gmnnskól- anum á Lýsuhóli, Kleppjámsreykja- skóla, Varmalandsskóla, Heiðarskóla og Andakílsskóla. Hefur þetta verið hefð til margra ára. Upphaflega hitt- ust skólamir í félagsheimilinu Lyng- brekku en fyrir nokkmm árum var þessu breytt og nú bjóða skólamir hver til síns heima til skiptis. Vora það 8., 9. og 10. bekkir Grunnskól- ans í Búðardal og Laugaskóla sem buðu heim í ár. Hátíðin hófst með körfuboltamóti að Laugum en fyrirhuguðu sundmóti var frestað vegna veðurs. Urslit fóra á þann veg að hjá strák- unum vann Heiðarskóli, Laugaskóli varð í öðra sæti og í því þriðja varð Grunnskólinn í Búðardal. Hjá stúlk- unum unnu þær í Kleppjámsreykja- skóla, sameiginlegt lið Búðardals og Laugaskóla varð í öðru sæti og Laugagerðisskóli í því þriðja. Gerðu krakkamir sér eitt og annað til dægrastyttingar, tefldu, spiluðu billjard og fl. Þá kom förðunarfræð- ingur úr Búðardal, Anna Lísa Hilm- arsdóttir, að Laugum fyrir ballið og aðstoðaði og lagði á ráðin við förðun og nýttu sér það margar stúlkur. Um kvöldið var svo dansleikur haldinn í Dalabúð þar sem hljóm- sveitin Irafár úr Reykjavík lék fyrir dansi fram eftir kvöldi. Ekki bar á öðra en ungmennin skemmtu sér vel þegar fréttaritara bar að garði. Þess má geta að strangar reglur gilda um meðferð áfengis, tóbaks og annarra vímuefna á þessum hátíðum og er nemendum umsvifalaust vikið úr hópnum og sendir til síns heima gerist þeir uppvísir að þess háttar at- ferli. HÁ/SJ Ver&launahafarnir í Stóru lestrarkeppninni. Stóra lestrarkeppnin f vetur var Stóra lestrarkeppnin haldin á Akranesi í fyrsta sinn. Lokaathöfnin fór fram í Vinaminni á dögunum. Að loknum ávörpum Helgu Gunnarsdóttur skólafulltrúa og Ingibjargar Pálmadóttur heil- brigðisráðherra fluttu nemendur sög- ur og ljóð. Nemendur í 7. bekk hafa æft upplestur og flutning en keppnin snýst um að leggja sérstaka rækt við hið talaða mál; vandaðan upplestur og framburð. 25. febrúar sl. fór fram keppni innan skólanna og vora vald- ir þrír bestu lesarar úr hverjum bekk. Niðurstaða dómnefndar var eftirfar- andi; Besti lesari var valin: Heiða Rós Níelsdóttir úr Grundaskóla. Önnur verðlaun fékk Kári Harðarson í Brekkubæjarskóla og í þriðja sæti var Elísa Eðvarðsdóttir einnig úr Brekkubæjarskóla. I dómnefndinni sátu Auður Sig- urðardóttir, Baldur Sigurðsson, Bjamfríður Leósdóttir, Ingibjörg Frí- mannsdóttir og Jakob Þór Einarsson. Líf og fjör Þa& var líf og fjör á árshátíð nemenda í Brekkubæjarskóla á Akranesi sem haldin var á dögunum. Á myndinni eru yngri nemendur í einu atri&a árshátíðarinnar. Mynd: KK Nýtt merki A a&alfundi Skotfélags Akraness sem haldinn verður sunnudaginn 28. mars nk. ver&ur m. a. kynnt til- laga að nýju merki skotfélagsins. Höfundar þess eru Þórður Sigurðs- son og Kári Haraldsson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.