Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.1999, Page 5

Skessuhorn - 16.06.1999, Page 5
^ntssunu... MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI 1999 5 Sjónarmib Flosa Kynferðislegt áreiti Fjölmiðlar hafa að undanförnu verið nokkuð upp- teknir af umfjöllun um einhverja mestu fúlmennsku sem um getur í mannlegum samskiptum. í fréttum er þessi andstyggð stundum kölluð kyn- ferðisleg áreitni. En þó oftar kynferðislegt áreiti. Þetta viðurstyggilega athæfi virðist fólk temja sér við hinar skringilegustu aðstæður á ólíklegustu tímum sólarhrigsins og eiginlega bara hvar og hvenær sem er. Vinsælast virðist þó kynferðislegt áreiti á vinnu- stöðum. Ekki er langt síðan að öll heimsbyggðin var skek- in af réttarhöldum laganefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir lögmanni nokkrum sem útnefnd- ur hafði verið af forsetanum sem dómari við hæstarétt Bandaríkjanna. Minnstu munaði að maðurinn fengi ekki djobbið vegna þess að kona nokkur sem unnið hafði með honum fyrir meira en áratugi bar fyrir réttinum að hann hefði bæði stigið í vænginn við sig, gert hosur sínar grænar og gefið sér undir fótinn þegar þau unnu saman á skrifstofu í dentíð. Konan ber, að starf sitt sem ritara hafi mestanpart verið að hlusta á þennan einkavin forseta Bandaríkj- anna klæmast, tíunda kyngetu sína og gefa upp í þumlungum málið á getnaðarlimnum. Verjandi lögmannsins telur hinsvegar að þarna á skrifstofunni hafi hinn virti lögmaður umgengist ritara sinn á hefðbundinn, gamalkunnan og viðurkenndan hátt. Það undarlegasta við þessi réttarhöld var að ekk- ert benti til þess að verðandi hæstaréttardómari hefði logið til um kyngetuna eða gefið upp rangt hreðjamál, sem hefði auðvitað getað talist bæði villandi og víta- vert athæfi sérstaklega vegna þess að það var þó verðandi dómari við hæstarétt Bandaríkjanna sem átti í hlut. Það upplýstist ekki einusinni hvort maðurinn hefði, fyrir tíu árum, sýnt konunni þá sjálfsögðu kurteisi að orða það yfirhöfuð við hana að henni stæði karl- mennska hans til boða. Hefði hann gert það var Ijóst að hann hefði gert sig sekan um það refsiverða athæfi sem nefnt hefur verið „kyferðislegt áreiti". Mér hefur alla tíð þótt kynferðislegt áreiti reglulega andstygglegt athæfi, nema þá helst það sjaldan að ég varð sjálfur fyrir því í gamla daga og aldrei lengi, ein- faldlega vegna þess að samkvæmt skilgreiningu er: „Kynferðislegt áreiti „ ástaratlot karls og konu þar til bæði eru reiðubúin að stíga skrefið til fulls. Hjá dýrum merkurinnar er þetta svo miklu einfald- ara. Flest spendýr, önnur en mannskepnan hafa sín reglulegu gangmál og þá þarf nú hvorki að káfa eða klæmast. Þegar allir eru í stuði verður kynferðislegt áreiti sjálfsögð kurteisi. En guð hjálpi þeim fola sem sýnir hryssu, sem ekki er í hestalátum, kynferðislegt áreiti. Öðru máli gegnir um mannfólkið. Gangmál konunnar virðast allan ársins hring (ef ég man rétt) og þessvegna illmögulegt fyrir kallinn að nálgast veikara kynið, til að viðhalda mannkyninu, öðruvísi en að láta svolítið getnaðarlega, í tíma og ótíma; semsagt að viðhafa kynferðislegt áreiti helst dægrin löng. Og því ótúttlegri sem kallinn er þeim mun óbæri- legra þykir konum þetta atferli hans. Sem auðvitað verður til þess að getnaðarlegir menn sem ganga í augun á konum gera sig aldrei seka um kynferðislegt áreiti. Við hinir liggjum undir stanslausu ámæli þó við gerum ekki annað en heilsa kvenmanni með handa- bandi. Kynferðislegt áreiti var kannað hérlendis vorið 1987 og þá kom í Ijós að ástandið var verst í þessum efnum hjá iðnverkakonum á Akureyri, alþingismönn- um og borgarfulltrúum í Fteykjavík. Þá var það samdóma álit kvenna á þessum vinnu- stöðum, að á vinnustað bæri að sýna þá lágmarks- tillitssemi að hætta að syngja klámvísur, káfa á vinnu- félögunum, og gorta af kyngetu og limalengd, nema fá á því óyggjandi staðfestingu fyrst, að slíkt athæfi bæri uppá fengitíma vinnufélaga af veikara kyninu. Borgarfulltrúar í Reykjavík og alþingismenn með framavonir verða að hafa hemil á kjaftinum og kunna að stjórna lúkunum, þegar samstarfsfólkið er ekki blæsma. Mér skilst að í Borgarnesi, Akranesi og raunar á Vesturlandi öllu sé kynferðislegt áreiti óþekkt. Talið er fullvíst að það sé vegna þess að í Borgar- firðinum eru karlar getnaðarlegri en almennt gerist og konurnar til í tuskið. Flosi Ólafsson Bergi jum JÓNSMESSUHÁTÍÐ Á AKRANESI 24. - 27 Fimmtudagur 24. júní. BREriNA í KALMAMSVÍK - Fjölmennum á brennu, tökum lagið og gríllum. Qísli Qíslason og Gísli S. Einarsson stjórna Víkursöng. Qrill á staðnum fyrir þá sem vilja skella pylsum eða steik á það. Við kveikjum í kl. 20. Föstudagur 25. júní ÚTIMARKAÐUR - í tjaldi í Skrúðgarðinum við Suðurgötu frá hádegi 25. júní, laugardagsmorgun 26. júní og á Skagaverstúni sunnudaginn 27. júní. heir sem vilja fá pláss í tjöldunum hafi samband við Björn S. Lárusson í síma 431 3327 eða Jón Allansson 431 1255. ÚTITAFL - Opna Átaksmótið í skák hefst á Akratorgi kl 15.00. Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin og Átaksbikarinn. Laugardagur 26. júní. ÚTITÓNLEIKAR - Á Akratorgi laugardaginn 26. júní kl 14.00. Ýmsar hljómsveitir og einstaklingar frá Akranesi koma fram. Pétur Ottesen stjórnar Skagamótinu í sjómanni á milli atriða. Sunnudagur 27. júní SPRELL Á SKAGAVERSTÚHI - Leiktæki fyrir börnin á Skagaverstúni frá kl 13.00. Útimarkaður í tjaldi á túninu. Við hvetjum alla til að kíkja á veitingahús bœjarins öll kvöldJónsmessuhátíðarinnar í miðsumar stemningu. SérstökJónsmessutilboð ígangi RÚSIMAM í PYLSUENDANUM: Úvarp Akraness á FM 95.0 Við sendum út á föstudag kl 15 - 18 og laugardag frá kl 10 - 14 Þeir sem vilja koma á framfæri tilkynningum eða auglýsingum vegna helgarinnar - geta það frítt á FM 95.0 á þessum tíma. Haflð samband við Björn S. Lárusson í síma 431 3327 ÁTAK AKRANES

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.