Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2000, Síða 7

Skessuhorn - 10.02.2000, Síða 7
 FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 2000 7 Vesturlandsskógar Þann 25. janúar s.l. voru form- lega stofnuð fjögur landshluta- bundin skógræktarverkefni, Suður- landsskógar, Vesturlandsskógar, Norðurlandsskógar og Skjólskógar á Vestfjörðum. I stjórn Vesturlandsskóga eru Skúli Alexandersson á Hellissandi, formaður, Sigvaldi Asgeirsson Borgarfirði, Trausti Tryggvason Stykkishólmi og Jón Loftsson skógræktarstjóri ríkisins. Eins og komið hefur fram í Skessuhorni er á fjárlögum gert ráð fyrir 17 milljónum til verkefnisins Vesturlandsskóga. Að sögn Skúla Alexanderssonar hafa síðan verið gefin fyrirheit um meiri fjárframlög á komandi árum. Hann segir meg- intilgang verkefnisins vera að stuðla að aukinni skógrækt og skjólbelta- rækt á lögbýlum á Vesturlandi. “Það er gert ráð fyrir að sem flestir sem umráð hafa yfir landi geti orð- ið þátttakendur, meðal annars skógræktarfélög. Það er mjög merkilegt að hafin sé skipulögð skógrækt meðal bænda og almenn- ings með þessum hætti. Þetta gerist ekki á einni nóttu en við sjáum fyr- ir okkur að í framtíðinni verði vald- ir staðir vafðir skógi og skjólbelt- um,” segir Skúli. Hann sagði fyrsta verkefnið vera að vinna áffam að áætlun um skógrækt og taka hana til umhverfismats því ætlunin er að Skúli Alexandersson. skipuleggja einstök trjáræktarsvæði en ekki planta af handahófi út um hvippinn og hvappinn. GE *** Samstarf sveitarfélaga á sunnanverðu Vesturlandi Lidu hreppamir með? Á seinasta fundi bæjarráðs Akra- ness var samþykkt tillaga Gunnars Sigurðssonar að kynna nágranna- hreppunum þann samstarfssamn- ing sem gerður var við Borgar- byggð. Kanna á hvort þeir vilji vera aðilar að þessum samningi að svo miklu leyti sem að það hentar og á við. Gísli Gíslason bæjarstjóri sagði aðspurður um málið að undanfarna áratugi hafi verið í gildi samningur um brunavarnir milli Akraness og hreppanna sunnan Skarðsheiðar. Hvalfjarðarstrandarhreppur hafi þó ekki verið inní þeim samningi frá 1985 en það komi til með að breyt- ast. “Um er að ræða skiptingu kostnaðar við brunavamir í sam- ræmi við fasteignamat í sveitarfé- lögunum, en Akraneskaupstaður mun annast eins og áður rekstur slökkviliðs í samræmi við lög og reglugerðir um slökkvilið og bmnavarnir” sagði Gísli Gíslason. SB Byggðasafitiið á Görðum Byggt fyrir 30 milljónir? Drög að teikningum vegna stækkunar Byggðasafns Akraness og nærsveita var lagt fram á bæjar- stjórnarfundi í síðustu viku ásamt uppkasti að samningum vegna fyr- irhugaðra framkvæmda. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra Akra- ness er verið að skoða hvort eignar- aðilar Byggðasafnsins séu tilbúnir til að fjármagna rúmlega 600 fer- metra byggingu að Görðum í því skyni að hýsa þar steinasafn, Land- mælingasafn, Hvalfjarðargangasafn og íþróttaminjasafh. “Þetta myndi verða mjög mikil lyfristöng fyrir Byggðasafnið, efla svæðið og laða að fleiri ferðamenn.” segir Gísli. “Kosmaðurinn við byggingu húss- ins er á að giska 30 m i 11 j ó n i r króna. Inn- réttingar yrðu hinsveg- ar fjármagn- aðar m.a. af aðilum sem myndu ann- ast rekstur h ú s s i n s . Stefnt er að því að Þor- steinn Þor- Fn* Byggðasafainu á Görðum. Mynd: BG leifsson eigandi Steinaríkis íslands að menn taki ákvörðun af eða á.” taki reksturinn að sér. Málið er ekki segir Gísli. fullunnið en þó er skammt að bíða SB Akraneskaupstaöur Byggingar- og skipulagsdeild Auglýsing um nýtt deiliskipulag Ásar/ Trabarbakkaland á Akranesi Me& vísan í 1. og 2. mgr. 18 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við nýtt deiliskipulag, nefnt Ásar/ Traðarbakkaland á Akranesi. Svæðið er suð-austan jörundarholts, norð-austan Leynisbrautar við landamerki Innri- Akraneshrepps. Um er að ræða einnar hæðar íbúðahverfi fyrir raðhús, parhús, og einbýlishús. Teikningar og greinargerð, ásamt frekari upplýsingum liggja frammi á bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3 hæð frá og með 11. febrúar nk. til 10. mars 2000. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast byggingar-og skipulagsfulltrúa Akraneskaupstaðar eigi síðar en 24. mars 2000, þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast samþykkja hana. nByggingar- og skipulagsfulltrúi. um deiliskipulag og breyting á deiliskipulagi í Skorradalshreppi. 1. Deiliskipulag af sumarbústaðahverfi í landi Dagverðamess í Skorradal. Nýtt svæði ásamt skiímálum. 2. Brcyting á deiliskipulagi fyrir sumarbústaðasvæði í landi Dagverðamess í SkoiTadal, Borgarfirði. A svæði 3 er stækkuð lóð nr. 126 niður í átt að vatni. Auk þess er heimilað að byggja eitt bátaskýli á lóðinni. Verða jjessar tillögur til sýnis hjá oddvita á Grund í Skorradal og hjá byggingafulltrúa, Kirkjuljraut 56, 2. hæð, Akranesi, frá og með 4. febrúar 2000 - 3. mars 2000. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, geta gert skriflegar athugasemdir. Skulu þær hafa borist eigi síðar en / 7. mars 2000 til oddvita eða til byggingafulltma; Bjama 0. V. Þóroddssonar, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi. I Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar ixrnan 1 tilskilins frests teljast samþykkir þeim. * a Byggingafulltrúi Skorradalshrepps _________________________Bjarni 0. V. Þóroddsson/ Eyrarsveit - ATVINNA - Bæjartæknifræðingur Laus er til umsóknar staða tæknifræðings Eyrarsveitar, Grundarfirði. Samkvæmt fyrirliggjandi starfslýsingu fer tæknifræðingur með yfirumsjón tæknisviðs og áhaldahúss, hefur umsjón með skipulags- og byggingamálum, verklegum framkvæmdum sveitarfélagsins og stofnana þess, viðhaldi mannvirkja o.fl. Hann annast tilheyrandi áætlanagerð og skipulagningu. Æskilegt er að viðkomandi hafi haldgóða þekkingu í tölvumálum. Leitað er efth byggingatæknifræðingi. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Eyrarsveitar, Grundargötu 30, Grundarfirði, fyrir 24. febrúar nk. Frekari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 438 6630. Hefurðu áhuga á að búa og starfa í blómlegu sveitarfélagi á uppleið? I Grundarfirði búa um 950 manns, þar af mikið af ungu fólki. Grundarfjörður er í um 180 km. akstursfjarlægð frá Reykjavík og þar er athafnasemin í fyrirrúmi. Kynntu þér málið. Okkur vantar ennfremur sjúkraþjálfara til starfa á nýrri I heilsugæslustöð. Getum alltaf bætt við okkur góðum kennurum í leik-, grunn og tónlistarskóla. V Verið velkomin í Grundarfjörð! Sveitarstjórinn í Grundarfirði. Hollustuvernd ríkisins Auglýsing um starfsleyfístillögu fyrir fískeldisstöð. í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvamir, liggur frammi til kynningar, á afgreiðslutíma á skrifstofum viðkomandi sveitarstjóma: Fiskeldisstöð Laxeyrar ehf., Húsafelli. Liggur frammi á skrifstofu Borgarfjarðarsveitar, Litla-Hvammi Borgarfjarðarsveit, til kynningar frá 28. janúar til 27. mars, 2000. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu hafa borist Hollustuvernd ríkissins í síðasta lagi 27. mars, 2000. Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn pg starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar. Einnig er hœgt að nálgast tillögurnar á heimasíðu Hollustuverndar ríkissins http://www.hollver.is/mengunlmengun.html Hollustuvernd ríkisins Mengunarvarnir Ármúli la, Reykjavík

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.