Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 18. tbl. 3. árg. 4. maí 2000 Kr. 200 í lausasölu Framboð lóða minna en eftirspum Ferlið of langt segir Gísli Gíslason bæjarstjóri Nokkur umræða hefur verið um ónógt firamboð á byggingalóðum í þéttbýlisstöðunum á Vestur- landi. Bæjaryfirvöld á einstökum stöðum hafa verið gagnrýnd fyr- ir að hafa ekki verið tálbúin til að taka við fólksfjölgun í kjölfar opnunar Hvalfjarðarganganna. Nú er unnið að skipulagsmálum af miklum krafti í flestum stærri sveitarfélögum Vesturlands í þeim tdlgangi að tryggja nægjan- legt framboð af Ióðum og mæta áframhaldandi fjölgun. A Akranesi hefur fólksfjölgunin verið hvað mest á síðustu misserum þrátt fyrir að tölur yfir fyrstu þrjá mánuði ársins sýni fækkun. Að- spurður segir Gísli Gíslason bæjar- stjóri að bæjaryfirvöld hafi tæplega náð að anna eftirspurn eftir lóðum þrátt fyrir að skipulagsmálum hafi verið hraðað efrir föngum. “Við hefðum þurft að hafa fleiri lóðir á boðstólnum eins og staðan er í dag. Eg vona hinsvegar að hið nýja Asa- hverfi slái á versta hungrið og við stefnum að því að meira verði til- búið í haust. Ef okkur tekst að hafa fyrsta áfanga Flatahverfisins tilbú- inn í haust verður ekki vandamál fyrir okkur að anna eftirspurn í næstu framtíð,” segir Gísli. Ferlið langt Gísli segir skipulagsferlið vera orðið allt of langt og flókið og það tefji fyrir framkvæmdum. “Skipu- lagslögin gera minni sveitarfélög- um erfitt fyrir. Ferlið tekur langan tíma og sveitarfélögin eru kannski ekki tilbúin til að leggja í mikinn kostnað við að skipuleggja bygg- ingasvæði sem ekki er vitað hvenær markaður er fyrir. Þegar síðan rof- ar til og útlit er fýrir eftirspurn tek- ur það alltof langan tíma að ganga frá skipulagsmálum og reynir á þol- inmæði framkvæmdaaðila og bæj- aryfirvalda,” segir Gísli. GE Sólin baðaði hlýjum geislum sínum yfir íbúa suóvesturhornsins um liðna helgi. Mörgum þótti þó langþráó vœtan sem kom eftir helgina og slökktu í síöustu neistum sinuelda se?n logaS hafa óþarflega glatt. Þær mæðgur; Bjórg Helgadóttir sem býr á Austurlandi og var í heimsókn hjá dóttur sinni, Helgu Aðalsteinsdóttur, settust utandyra og nutu sólarinnar á meSan hennar naut viS t Stykkishóhni um liðna helgi. Mynd EE Póstferðum í dreifbýli fjölgar Meðal þeirra atriða sem talin eru styrkja byggð í dreifbýli er góð og örugg póstþjónusta. Dreifbýlisbúar hér á Vesturlandi hafa búið við það að fá póst þrisvar í viku á sama tíma og þéttbýlisbúinn fær póstinn bor- inn heim í hús alla virka daga. Á þessu er nú að verða breyting. Að sögn Tryggva Þorsteinssonar hjá Islandspósti hefur fyrirtækið nú ákveðið að auka þjónustuna á landsbyggðinni í áföngum. “Póst og fjarskiptastofnun er að móta vinnureglur um póstdreifingu í dreifbýli. Við hjá íslandspósti erum því að vinna eftir ákveðinni áætlun þar að lútandi og flestar leiðir á Vesturlandi munu þannig breytast á allra næstu árum”, sagði Tryggvi og bætti við að þessar breytingar fælu í sér breytingu á rekstrarumhverfi landpóstanna sem taka þyrfti tillit til, svo sem um hvenær gildandi samningar við þá renna út. Aðspurður um á hvaða leiðum póstferðum verði fjölgað sagði hann að leiðir á dreifbýlissvæði Borgarness fengju 5 ferðir í sumar og þar af væri nú þegar 5 daga dreifmg á einni þeirra. Á næsta ári fá hrepparnir sunnan Skarðsheiðar sömu þjónustu. Um mitt næsta ár verður dreifbýlinu frá Búðardal síðan bætt við í 5 daga dreifingu. Að sögn Tryggva er ekki fyrirhug- að að breyta póstdreifingu í dreif- býli á Snæfellsnesi. MM Vill0 sam- eina Nesið Sameinuð sveit Telur aðSSV muni Olifa BarWai?fJp^5nPu''ör0' tekur 6 kg X.rumP' tilUngar. WtðáöUtU 52.90® £ edesa ve-21 p írrmfTTTi Verðáðurlr. 52.900- Frábær tæki - Ótrúlegt verð lv Mjög öflug Verð nú kr. 36.400. Þuspararkr. n 16.500» ppþvottavél j fyrir 12 manna matarstell, 5 þvottakerfi: Skol, forþvottur, aðalþvottur, seinna skol og þurrkun. 2 hitastig 65°a55“C, sparnaðarkerfi. Mjög lágvaer (42db) Breidd 59,5cm - Hæð 82 cm - Dýpt 57 cm. V verðáiurkr. 32.900.- Þurrkari m/barka Tekur 5 kg. 120 mín.þurrktlmi, krumpuvörn, 2 hitastillingar og veltir í báðar áttir. 9 19 Laugardaga 10-19 Verið velkomin! Sími 430 5 538

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.