Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 7
S2EsSÍJ*i©2KI FIMMTUDAGUR 4. MAI 2000 7 Særún afhent 22. maí Mynd: EE Mörgum er í fersku minni hrakn- ingasaga norsku ferjunnar, sem hlaut nafnið Særún, og keypt var til Stykkishólms í febrúar á þessu ári. A leiðinni til Islands hreppti ferjan vont veður og tók siglingin í allt tíu daga með viðkomu í Shetlandseyj- um og síðar í Bolungarvík þar sem beðið var eftir betra veðri fyrir Látrabjarg. Strax eftir að ferjan var komin til landsins var hún tekin í slipp hjá Skipavík í Stykkishólmi. A þeim tíma hafa staðið yfir breyting- ar á ytra sem innra útliti ferjunnar. Að sögn Sævars Harðarsonar, fram- kvæmdastjóra Skipavíkur, eru helstu breytingar þær að smíðað var nýtt stýrishús og skipsskrokkurinn var lengdur um einn og hálfan metra. Einnig var byggt nýtt efra þilfar og aftan úr skipinu verður settur gálgi fyrir veiðar á hörpuskel og öðrum skeldýrum, sem farþeg- um verður boðið upp á að smakka. Sœrún í smíSum. Fyrir breytingar gat skipið tekið 118 farþega en með breytingunni mun skipið taka 160 farþega. Skip- ið er í eigu Sæferða sem eru í meiri- hlutaeigu Kynnisferða. Gert er ráð fyrir að ytri breyting- ar kosti 13 milljónir og munu eig- endur síðan sjá sjálfir um innrétt- ingu skipsins. EE Gráslepputíðin byrjuð Nú er sú tíð komin að mönnum er heimilt að leggja grásleppunet. Að sögn Gísla Teits Kristinssonar á Akranesi er útlitð fyrir ágætis afla ekki svo slæmt, heldur betra en í fyrra og hitteðfyrra. En þó eru fair bátar sem róa á grásleppu, fimm til sex bátar og má marka það aðal- lega á því að mönnum Iíst ekki á það verð sem fæst fyrir afurðina. Menn fá í dag um 250 kr fyrir káló- ið af hrognum, hinu er hent. Er þetta heldur lægra verð en í fyrra og í hitteðfyrra og finnst mönnum þetta varla viðunandi verð fyrir hrognin. Ástæðan fyrir þessu lága verði er lágt markaðsverð erlendis, sem er haldið niðri eftir megni. Reyndar er veðrið að setja þónokkuð strik í reikninginn þar sem net fyllast af þara og drullu. Hafa menn varla verið búnir að setja netin niður þegar það þarf að taka þau upp aftur. BG Landgræðslufélag við Skarðsheiði Síðastliðinn föstudag var stofh- fúndur félags um Landgræðslu við Skarðsheiði haldinn á Mótel Venus. Aðild að félaginu eiga eigendur og á- búendur jarðanna ffá Skeljabrekku að Neðra Skarði í Leirársveit ofan þjóðvegar. Markmið félagsins er að bæta landkosti á félagssvæðinu, með- al annars með því að koma upp sam- felldum nytjagróðri þar sem æskilegt er talið og skilyrði gera það mögu- legt. Hafnarskóginn á að stækka og vemda og bæta umferðaröryggi með því að auka skjól. Formaður hins nýja félags er Bald- vin Bjömsson í Skorholtd en ráðgjafi við verkefnið er Friðrik Aspelund. GE Óveruleg feekkun íbúa á Vesturlandi Hagstofa Islands gaf nýlega út bráðabirgðatölur um búferlaflum- inga milli landshluta fyrsm þrjá mánuði ársins. Þar kemur meðal annars ffam að í Vesmrlandskjör- dæmi fækkar íbúum um 20 þessa mánuði. Lítilsháttar fækkun er á Akranesi, Eyrarsveit, Dalabyggð, Stykkishólmi, Saurbæjarhreppi og í Hvítársíðu en fjölgun í Hvalfjarð- arstrandarhreppi, Innri Akranes- hreppi, Borgarbyggð, Snæfellsbæ og Eyja- og Miklaholtshreppi. I öðram sveitarfélögum er íbúatala óbreytt ffá áramótum. Sem fyrr fjölgar íbúum á höfuð- borgarsvæðinu og á Suðumesjum en fækkar í öllum landsbyggðar- kjördæmunum, þó minnst á Vestur- landi og á Suðurlandi. MM BORGARBYGGÐ Frá Grunnskólanum í Borgarnesi Kennarar athugið! Að Grxuinskólanum í Borgarnesi vantar nokkra kennara til starfa frá 1. ágúst nk. Meðal kennslugreina eru danska á unglingastigi og almeim kennsla á yngsta stigi og miðstigi. I skólanum stunda núna nám 332 nemendur og eru líkur á að þeim fari fjölgandi á næstu árum. I sumar hefst vinna við endurbætur á skólanum og verður hann einsettur að fullu haustið 2001. Framsækin skólanámskrá kemur út í vor og verður farið að vinna eftir henni í haust. T ann eru greidd skv. kjarasamningi Kennarasambandsins við Launanefnd sveitarfélaga en auk þess er í gildi sérkjarasamningur milli kennara skólans og bæjarstjórnar Borgarbyggðar. Ef einhver sem þetta les hefur áhuga á því að taka þátt í þessu starfi þá er allar frekari upplýsingar að fá í skólanum hjá Kristjáni Gíslasyni skólastjóra í s. 437 1229, ks. 437 2269, eða Hilmari Má Arasyni aðstoðarskólastjóra í s. 437 1229, hs. 437 1918. Einnig er bent á heimasíðu skólans http://borgames.ismennt.is Skólastjóri Starfsfólk vantar leikskólana í Borgarbyggð Leiksólakennara vantar í Klettaborg Leikskólmn Klettaborg, Borgamesi, er þriggja deilda fyrir böm á aldrinum 2-6 ára. Megináhersla er lögð á samskipti, skapandi starf og tákn með tali. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Steinunn Baldursdóttir í síma 437 1425. Leikskólastjóra, leikskólakennara og matráð vantar í Hraunborg frá byrjun ágúst 2000 Leikskólmn Hraunborg á Bifröst er tveggja deilda fyrir böm á aldrinum 2-6 ára. Megináhersla er lögð á mannleg samskipti, náttúruna og skapandi starf í tengslum við umhverfið. Nánari upplýsingar veitir Oddný Steinþórsdóttir í síma 435 0077. Umsóknarfrestur er til 18. maí 2000 Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar, kemm til greina að ráða starfsmenn mað aðra uppeldismenntun eða leiðbeinendm. í tilefni af fyrirhugaðri Borgfirðingahátíð 16.-18. júní hefur verið ákveðið að efna til samkeppni um ljóð sem verði flutt á hátíðinni. Æskilegt er að ljóðið tengist með einhverjum hætti sögu og umhverfi í Borgarfjarðarhéraði. Veitt verða verðlaun fyrir bestu ljóðin. Vill nefndin hvetja alla ljóðelska og orðhaga til þátttöku. Ljóð berist fyrir 1. júní 2000 til formanns dómnefndar Kristínar R. Thorlacius, Skúlagötu 23, 310 Borgarnesi, merkt dulnefni, nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi. Ljóðanefnd y n Borgarfjardarsveit Auglýsing Um deiliskipulag í Borgarfjarðarsveit Borgarfjarðarsýslu Samkvæmt ákvæðum 18. og 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingu að deiliskipulagi fyrir jörðina Hýrumel Borgarfjarðarsveit Borgarfjarðarsýslu. Á tillögunni er gert ráð fyrir íbúðarhúsi, 3 starfsmannahúsum, dæluhúsi, viðbyggingu við I svínahús, vélageymslu, hauggeymslu, auk húsa | sem fyrir eru á jörðinni. s Tillagan ásamt byggingar og skipulagsskilmálum liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins Reykholti frá 10. maí til 7. júní 2000 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 21. júní 2000 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. Skipulags og byggingarfulltrúi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.